Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Síða 14
14 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmíölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjórl: Svelnn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aóstoöarritstjóri: Jönas Haraldsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Auglýsingastjóri: Páil Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerö: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af jjeim. Skothríðin er hafin Skothríð fíkniefnamanna um helgina er einn margra fyrirboða. í fyrra var framið fíkniefnamorð. Fimm ár eru síðan fikniefnamenn börðu hnýsinn tollvörð til óbóta. Smám saman færist vandi umheimsins inn í landið og fyrr eða síðar þurfum við að læra að taka á honum. Án aðgerða verður ástandið svipað og það er orðið víða erlendis, þar sem fikniefnamönnum hefur tekizt að grafa undan þjóðskipulaginu með ógnunum og ofbeldi, mútum og fyrirgreiðslum. Við sjáum nú þegar, að íslenzk burðar- dýr þora ekki að segja hverjir réðu þau til verka. Hér á landi eru að myndast undirheimar, þar sem lög og réttur þjóðfélagsins gilda ekki, heldur miskunnarleysi yfirmanna fikniefnasölunnar. Þessi harði heimur teygir klærnar upp á yfirborðið og spillir gæzlumönnum þjóðfé- lagsins, alveg eins og gerzt hefur víða erlendis. Ekki hefur tekizt að hefta útbreiðslu efnanna. Stóru fíkniefnamálin hófust vegna upplýsinga frá upphafspunkti ferils efnanna en ekki frá endapunktinum. Efnin voru tek- in við tollskoðun, en ekki vegna upplýsinga neytenda, sem alls ekki vilja segja til þeirra, sem efnin selja. Hin svokölluðu stóru fíkniefnamál landsins hafa ekki haft umtalsverð áhrif á markaðinn. Verðsveiflur hafa ver- ið litlar. Það segir okkur, að náðst hefur aðeins í lítið brot efnanna, sem eru í umferð. Verðum við þannig að sætta okkur við síaukna neyzlu og siaukna glæpi? Fyrir tólf árum benti tímaritið The Economist á, hvem- ig mætti leysa vandann sem fylgir ólöglegri sölu flkniefna. Vakin var athygli á lausninni í leiðara DV á þeim tíma og raunar nokkrum sinnum síðan. Nú síðast hefur þekktur lögmaður tekið undir þessi sjónarmið. Lausnin felst í að lögleiða flkniefnin, rétt eins og áfengi er löglegt og geðbreytilyf eru lögleg. Salan verði tekin úr höndum glæpamanna og færð í hendur ríkisverzlana eða lyfjabúða. Þar með væri fótunum kippt undan þeirri starf- semi sem núna nagar innviði þjóðskipulagsins. Neyzla fíkniefna mun aukast, en lögbrot stórminnka. The Economist vísaði á sínum tíma til sérfræðinga, sem höfðu komizt að þeirri niðurstöðu, að rétt væri að fóma minni hagsmunum fyrir meiri, sætta sig við aukna neyzlu, en njóta í staðinn aukins friðar og réttlætis. Vandi neytenda ólöglegra efna snýr ekki aðeins að neyzlunni sjálfri, heldur enn frekar að kostnaðinum og spillingunni við að komast yfir efnin. Vandi þjóðfélagsins felst margfalt meira í ólöglegri starfsemi undirheima held- ur en í afleiðingum neyzlunnar uppi á borði. Þótt mikilvægt sé að hamla gegn neyzlu ólöglegra fíkni- efna er enn mikilvægra að hindra myndun hættulegra valdamiðstöðva, sem grafa undan þjóðfélaginu. Sú var niðurstaðan í Bandaríkjunum, þegar áfengisbann var afnumið, og þetta lögmál gildir líka um fikniefnin. Ekki má gleyma, að áfengi er leyft, þótt það sé mjög hart fíkniefni og margfalt dýrara og hörmulegra vanda- mál en ólöglegu fikniefnin. Ekki má gleyma, að þorri af- brota í landinu er framinn undir áhrifum áfengis og lyfja úr lyfjabúðum, frekar en ólöglegra fikniefna. Samt er sala áfengis leyfð í sérstökum rikisverzlunum og sala geðbreytilyfja leyfð i sérstökum lyfjabúðum. Eng- ar efnisforsendur eru fyrir því að fela undirheimalýð að sjá um sölu annarra flkniefna en áfengis og geðbreytilyfja og leyfa þeim að grafa undan þjóðfélaginu í leiðinni. Með því að leyfa raunsæi að leysa hræsni af hólmi sem leiðarljós okkar í baráttunni gegn fíkniefnaheiminum get- um við hindrað, að innviðir þjóðfélagsins bresti. Jónas Kristjánsson I>V Sj ávarútvegur og byggðaþróun Þegar fiskiskipafloti lands- manna var orðinn það stór og öflugur að ógnaði sjálfbæmi auðlindarinnar og fiskveiði- landhelgin hafði verið færð út svo sem auðið var var komið að því að takmarka þurfti aðgang að fiskistofnunum og fara að stjórna veiðum. Þá heyrði frjáls aðgangur að auðlindinni sög- unni til. Síöan hefur staðið stöðugur styr um það hvernig réttinum til aö sækja í fiski- stofnana, sem eru sameign þjóð- arinnar samkvæmt lögum, var úthlutað. Það er einkum það atriði sem sætt hefur gagnrýni þegar fjall- aö er um fiskveiðistjómunarkerfið. Menn eru ekki endilega að gagn- rýna að veiöum skuli stjórnað þótt menn kunni að greina á um leiðir, heldur miklu fremur hvemig sá hóp- ur var valinn sem fékk veiðiréttin- um úthlutað ókeypis og aö þeir ein- staklingar geti síðan selt þann rétt eða leigt, nú, eða ákveðið að nýta hann sjálfir. SJávarbyggðir fái notið sérstöðu sinnar Til þess að jafnræði geti orðið meðal þeirra sem vilja stunda útgerð á íslands- miðum er einungis ein leið fær. Hún er sú að bjóða út veiðiheimild- irnar og öllum sé þannig á jafnréttis- grundvelli gefinn kost- ur á að nálgast þær. Með því móti fá sjávar- byggðirnar aftur notið sérstöðu sinnar og möguleika á hag- kvæmri útgerö. Þannig kemst líka á eðlilegt rekstrarumhverfi í stað þess einok- unarkerfis sem nú ríkir. Út á þetta ganga tillögur Samfylkingarinnar sem em nú til meðferðar á Alþingi. Þessi leið hefur stundum verið kölluð fymingarleið því fyrst þarf að vinda ofan af gildandi úthlutunar- kerfi með því að fyma, eða innkalla skipulega, þær veiðiheimildir sem útgerðin hefur nú til ráðstöfunar. Þær eru síðan boðnar upp jafnharð- an og á ákveðnum tíma verða allar veiðiheimildir komnar á uppboðs- markað og útgerðaraðilar þannig jafnsettir, allir þurfa að greiða fyrir veiðiréttinn. Og andvirðið rennur til Svanfríður Jónasdóttir þingmaöur Samfylkingar „ Til aö jafnræði geti orðið meðal þeirra sem vilja stunda útgerð á íslandsmiðum er einungis ein leið fær. Hún er sú að bjóða út veiðiheimildirnar og öllum sé þannig á jafnrétt- isgrundvelli gefinn kostur á að nálgast þær. “ Peningana eða lífið Yusuf Hamied er indverskur borg- ari af litháskum og júðískum ættum. Hann er nú framkvæmdastjóri lyfja- fyrirtækisins Cipla ltd. í Bombay en þaö er nú hið arðsamasta í bransan- um í landinu. Yusuf er sérfræðingur í efnasmiö lífrænna efnasambanda og honum hefur tekist að framleiða „lyfjakokkteilinn" (þrjú efnasambönd) sem nú er notaður á Vesturlöndum til að halda eyöni niðri og framlengja þannig líf fólks við bærilega heilsu. Það kostar reyndar um eina milljón á ári ef lyfin ein eru talin. í Indlandi er nú ekki unnt að fá einkaleyfi á einstökum efha- samböndum eða lyfjum en framleiðsluaðferðir má binda einkarétti. Cipla get- ur því framleitt og selt eftir- gerðir (stælingar) lyfjanna í heimalandinu sem hefur flesta eyðnisjúklinga í heim- inum. Reyndar aðeins til 2005 því aðild að WTO (Al- þjóðaviðskiptastofnun) mun væntanlega loka þessari leið; löndum þriðja heims- ins býðst nú ótakmarkað ' magn á verði sem samsvarar 5% af Jónas Bjarnason efnaverkfræöingur verði á Vesturlöndum. Samtökunum Læknum án landamæra standa þau til boða á helming þessa en þá verða þeir einnig að sjá um meðferðir með lyfiunum. Segja má að „lykill“ að framhaldi lífs smitaðra sé til boða á dollar á dag. Vestrænum lyfiafyrirtækj- um stendur skiljanlega mikill stuggur af þessu; einkaleyfi þeirra eru í veði. Skuggi dauðans „Það er sem algjört svartnœtti sé að skella á lyfjafyrir- tœki á sama tíma og vonarneisti er að kvikna í mörg- um löndum; í sumum þeirra er ástandið þannig að unnt er að ferðast frá þorpi til þorps og þrúgandi þögn dauðans er alveg œrandi. “ Þessi mál rekur nú á fiörur Suður- Afríku með einstæðum hætti; próf- mál er nú í gangi í Pretoríu en 40 lyfiarisar hafa sameinast í lögsókn gegn áformum stjórnvalda þar. í landinu er fimmti hver íbúi sýktur af eyðni og nýleg lög leyfa að notaðar séu „ræningjapillur“ eins og þær sem Hamied framleiðir. Lyfiafyrir- tækin óttast að mörg önnur lönd muni fylgja í kjölfarið og ekki bara með lyfium gegn eyðni heldur einnig berklum, malaríu og fleiri sjúkdóm- um; einnig má hugsa sér að eftirgerð- ir lyfia hellist inn á markaði annarra landa sem ekki teljast til þriðja heimsins. Suma íbúa ríku landanna má þó telja til þriðja heimsins, já, svo kaldhæðnislegt er það. Það er sem algjört svartnætti sé að skella á lyfiafyrirtæki á sama tíma og vonarneisti er að kvikna í mörg- um löndum; í sumum þeirra er ástandið þannig að unnt er að ferð- ast frá þorpi til þorps og þrúgandi þögn dauðans er alveg ærandi. Allt of lengi hafa ríkar þjóðir sofið í þess- um málum en nú er sem þau fái vindinn i fangið. Það er eins og ofgnóttin herði hjarta manna sem bíta sig fasta í leikreglur markaðs- málanna og einkaleyfanna, sjálfum grundvelli ríkidæmis nútíðcu:. í Pretoríu hefur málaferlum verið frestað i nokkrar vikur en dómarinn hefur tekið þá ákvörðun að kalla megi í vitnastúku fulltrúa Meðferð- arátaks (TAC) og eyðnismitaða sjúk- linga. Fulltrúi Pfizer-fyrirtækisins telur að lyfiaiðnaðurinn geti nú beð- ið imyndarhnekki í þessu máli en fólk geti haldið að þeir leggi meiri áherslu á Viagra en eyðnilyf! Stefnubreyting liggur í loftinu Þegar virðist stíflan vera farin að bresta. Merck hefur boðið tvö af sín- um eyðnilyfium á verði sem er ögn hærra en verð Cipla. Boehringer og Bristol-Myers Squibb fylgdu í kjöl- farið með enn betri tilboðum. GlaxoSmithKline stendur enn sem hundur á roði en framkvæmdastjóri þess fyrirtækis á íslandi ritaði fyrir stuttu varnargrein fyrir lyfiarisana með því að segja m.a. réttilega að það þurfi meira til en lyfin ein. Það má búast við því að kúvending verði í málunum og líklegt að skynsamleg- ast væri að taka saman höndum um meðferð sjúklinganna og hindra í leiðinni að lyf sem ætluð eru þróun- arlöndum í vanda berist ekki til Vesturlanda. I Indókína og Taílandi virðast „Killing fields" vera viðvarandi. Þeg- ar svo er komið sögu er augljóst að neyðarástandi í heilbrigðismálum verði lýst yfir í mörgum löndum en þá verða engin „patent“ virt og neyð- arréttur látinn ráða. Betra er að selja ódýrt en ekkert. Jónas Bjarnason þjóðarinnar, eiganda auðlindarinn- ar. Því mætti verja til sameiginlegra verkefna eins og endurskipulagning- ar atvinnulífsins þar sem það á við svo byggðir nái að lifa, jafnvel blómstra, þó tæknin fækki áfram því fólki sem þarf til veiða og vinnslu. Það gengur nefnilega ekki í siðuðu samfélagi að skilja það fólk eftir eitt til að takast á við þær atvinnuhátta- breytingar sem fylgja notkun meiri tækni sem fyrir þeim verður með missi jafnvel bæði atvinnu og eigna. Leikreglur séu réttlátar og gegnsæjar Þróun sjávarútvegs stýrði byggða- þróuninni alla siðustu öld. Fyrst með því að kalla fólk úr sveitunum til að taka þátt í uppbyggingunni við ströndina og svo áfram í gegnum margvíslega þróun, uppgang og áföll. Sjávarútvegur og starfsaðstæður hans eru enn helsti áhrifavaldur byggðaþróunar víða um land. Þess vegna er svo mikilvægt að leikreglur séu gegnsæjar og réttlátar, eins og tillögur Samfylkingarinnar gera ráð fyrir. Svanfríður Jónasdóttir Ummæli Fjárfest í þaki yfir fólk „Sú röksemd heyrist stundum að lífeyrissjóð- imir eigi ekki að hugsa um annað en hæstu mögulega ávöxtun fiár- magns. Þvi er til að svara að húsbréf og sjóðsfélagalán sem iðu- lega eru notuð til fiárfestinga í hús- næði hafa reynst miklu tryggari og betri fiárfesting en margar aðrar fiár- festingar lífeyrissjóðanna. Komi lífeyr- issjóðirnir að samfélagslegu átaki til að auka framboð á leiguhúsnæði yrði hið sama upp á teningnum. Það er öryggi í því að fiárfesta í þaki yfir fólk.“ Ögmundur Jónasson í BSRB-tíöindum. Stórstígar framfarir „Sama er hvar borið er niður, á öll- um sviðum hafa orðið stórstígar fram- farir á íslandi siðustu 10 ár. Davíð og samstarfsmenn hans við landstjórnina á þessum árum geta litið stoltir yfir þann árangur, sem hefur náðst. Tekist hefur að styrkja stöðu íslensku þjóðar- innar inn á við og út á við. Miklu skiptir að ekki sé slakað á neinum kröfum þvi að þessu verki lýkur aldrei. Enn hefur sannast að miklu ræður hver heldur um stjómvölinn á stjómar- og þjóðarskútunni.“ Bjöm Bjarnason á heimasíöu sinni. í síbylju gammandi „Pólitískir varðhundar komast ítrekað upp með að koma i veg fyrir aö frétta- menn sinni störfum sínum, með því að vera í síbylju gjammandi og volandi um brot á hlutleysi, finnist þeim gengið of nærri hagsmunum sínum. Tilkoma Vefs- ins er að breyta þessu að nokkru, enda fer þar fram líflegasta umræðan." Guðmundur Gunnarsson í ræðu á Ingólfstorgi 1. maí. Spurt og svaraö Er innganga í ESB eina leiðin gegn fákeppni og einokun á íslenskum mark Bjöm Snœbjömsson, form. Verkalýðsfélagsins Einingar. Alhœfingar Gísli S. Einarsson, þingmadur Samfylkingarinnar. Verðtryggingin Eirikur Bergmann Einarsson, talsmadur Evrópusamtakanna. Virkari sam- t duga ekki Sw vœri frá * keppni kœmist á I /. - J „Þetta vandamál er svo stórt j ! „Ég tel að við gætum haft „Innganga i ESB er besta 1 í sniðum að alhæfingar um að töluverðan hag af inngöngu í • i leiðin til að tryggja virka sam- llfl', i það verði alfarið leyst með inn- ESB væri þeim skilyrðum full- keppni á markaði hér heima. m M i ESB eiga ser stoð í raunveruleikanum. Hins vegar get ég vel tekið undir að óeðlilegt er í hve ríkum mæli ein- staka hlutar markaðarins hafa safnast á fárra manna hendur. Þá óeðlilegu þróun verður að skoða nánar. Ef berjast á gegn þessu þýðir ekkert fyrir ein- staka verkalýðsfélög eða landssamtök að hefia sóknina ein, þá þurfa allir aðilar að stilla sam- an krafta sína - og ég held að það ætti ekki aö vera mikið mál ef vilji er fyrir hendi.“ gangspunkti. Og þau lúta auðvitað fyrst og síð- ast að yfirráðum yfir náttúruauðlindum okkar. En sennilega væri hagur neytenda verulega bet- ur tryggður nú en hann er utan veru í samband- inu. Jafnframt væri staða okkar með evruna mun betri gagnvart dollaranum og þá vísa ég til þess að hið séríslenska hagtæki, verðtrygging, væri hvergi inni í peningamálapólítík þjóðarinnar." ópska markaði kæmst virkari samkeppni á Hins vegar geta íslensk stjórnvöld upp á sitt ein dæmi, án inngöngu í ESB, enn gert heilmargt til þess að bæta samkeppnisskilyrði á íslandi. Þar á ég til dæmis við niðurfellingu á ýmsum ofur- tollum og höftum sem enn eru víða í gildi. Eins og sakir standa er hins vegar takmarkaður póli- tískur áhugi fyrir slíku á íslandi og því tek ég heils hugar undir með Guðmundi Gunnars- syni.“ Markús Möller, varaform. Neytendasamtakanna. Ekki svona einfalt „Mikið vildi ég að málið væri svona einfalt. Hér á landi eru engar reglur sem koma í veg fyrir að til dæmis erlendar verslunarkeðjur eða olíufélög komi inn á ís- lenskan markað á jafnréttisgrundvelli. Með fiór- frelsi EES-samningsins erum við komin með meira og minna fullt verslunarfrelsi gagnvart Evrópu og raunar mun fleiri löndum. Vegna þess hve við erum fá á íslandi verðum við alltaf í klemmu milli þess að hafa nógu öfl- ug fyrirtæki og nægilega virka samkeppni. Og það mál mun Evrópusambandið ekki leysa fyrir okkur." Cl.■ i/\miinrl■ ■ r ÍSimnarccnn fnrmaTtnr DafiTknoTkarcamhanrlc lclanrlc hólf hoccn fram í rnohn cinni á Intfnlfcinrtfi í Dnul/!ouíl/ 1 moí Skoðun Kleinuhringir og kjarabarátta Á dögunum þrömmuðu þrjú hundruð þungstígir lögreglumenn í fullum skrúða nokkurn spotta og sem leið lá að Alþingishúsinu. Löggugangan mikla þjónaði þeim til- gangi helstum að mótmæla seina- gangi í kjaraviöræðum við ríkið en samningar lögreglumanna hafa ver- ið lausir í átta mánuði þannig að það eru fleiri en sjómenn sem stíga öld- una í kjarabaráttu um þessar mund- ir. En öfugt við sjóara hafa löggur ekki verkfallsrétt og eiga því ekki hægt um vik með að beita þrýstingi á stjórnvöld til aö rétta hlut sinn, nema þá með mótmæla- og kröfu- göngu eins og þeirri sem farin var að Alþingishúsinu. Og örugglega hafa ýmsir fornir bongó- og gæruhippar glott í kamp- inn yfir mótmælagöngunni og rifiað upp minningar úr mótmælagöngum gegn Víet-Nam-stríðinu og al- heimsauövaldinu fyrir margt löngu, þegar lögregluyfirvöld töldu mót- mælendur helstu óvini lýöræðisins og ógnun við allsherjarreglu. Gömlu hippamir eru löngu sestir í helgan stein eða á friðarstóla en nú er það löggan sem þrammar í kröfugöngu og allt er á hverfanda hveli. Sjónvarpslöggur Lögreglumenn fara fram á 150 þús- und í lágmarkslaun á mánuði. Þetta virðist ekki óhóflegt en hafa ber í huga að taka verður öllum upplýs- ingum frá hagsmunaaðilum um kjarakröfur meö fyrirvara þvi oft hangir meira á spýtu en upp er gef- ið. Það getur þó reynst þrautin þyngri fyrir lögregluna að fá stuðn- ing almennings við þessar að því er virðast hógværu kaupkröfur því al- menningur hefur löngum verið nokkuð tvístígandi í afstöðu sinni til lögreglunnar. Og raunar má segja að kannski njóti lögreglumenn sjaldnar sann- mælis en flestar aðrar starfsstéttir landsins. Um það vitna landlægar glósur og skætingur í garð lögreglu; hótfyndni á borð viö aö gangandi lögregluþjónn hafi ekki sést í pláss- inu frá því síðasti geirfuglinn var drepinn; sögur af taumlausu víd- eóglápi og kleinuhringjaáti á löggu- stöðum og þar fram eftir götum. Þegar svo lögreglumenn taka hendur úr skauti til að sinna lög- bundnum verkefnum í þágu borgar- anna þá liggja þeir einatt undir ámæli fyrir mistök í starfi, óþarfa hörku eða slæleg vinnubrögð og eiga yfirleitt ekki auðvelt með að bera hönd fyrir höfuð sér. Þessi oft neikvæða af- staða til íslensku lögregl- unnar er ekki síst undarleg fyrir þær sakir að breskar og amerískar sjónvarps- löggur njóta óskiptrar að- dáunar íslensku þjóðarinn- ar, þrátt fyrir að þar fari yf- irleitt déskotans ruddar, sí- berjandi smælingja í yfir- heyrslum og skjótandi mann og annan af minnsta tilefni. Islenskir lögregluþjónar eru hins vegar yfirleitt friðsamir og val- inkunnir sómamenn. Um það getur yfirritaður vitnað sem bæði hefur kynnst lögreglumönnum í starfi blaðamanns og einnig eftir að hafa lent í klónum á þeim sem unglingur fyrir óspektir á almannafæri eða annan dáraskap. I báðum tilfellum hafa löggumenn víða um land reynst einkar viðkynningargóðir. En því miður skipa innfæddir lög- reglumenn ekki sama sess í hjarta íslensku þjóðarinnar og erlendir og uppdiktaðir sjónvarpskollegar þeirra. Og því er óvíst að málstaður lögreglunnar og kjarakröfur njóti skilnings meðal almennings. Lengd og greind Eitt ættu menn þó að hafa í huga. Líkast til hefur starfsumhverfi lög- reglunnar breyst meira á síðustu ár- artugum en flestra annarra stétta. Fyrir þrjátíu árum eða svo gátu menn leyft sér með rökum að tala um einstaka lögreglumenn sem „há- vaxna hálfvita" þegar lengd- armælingar réöu meiru um ráðningu lögreglumanna en greindarmælingar og lögga með stúdentspróf var sjald- séður hvítur hrafn. Fyrir þrjátiu árum eða svo lenti lögregluþjónn yfirleitt ekki í yfirgripsmeira hættuá- standi en þegar hann var að fylgjast með mótmælagöngu róttæklinga og vitað var að Birna Þórðar var i göngunni á klossunum sínum. Nú er gnótt vel menntaðra og þjálfaðra fagmanna í sveitum lög- reglunnar og af öllum stærðum og gerðum, enda tommustokkurinn ekki lengur eini mælikvarðinn á hæfni manna. Og áhættan hefur einnig aukist gífurlega. Glæpamenn, einkum í höfuðborginni, ganga um með alvæpni og hnífstungur, bar- smíðar með hornaboltakylfum og jafnvel skotárásir eru að verða dag- legt brauð. Lögreglumenn eru í sí- auknum mæli í eldlínunni, eins og raunar erlendir sjónvarpskollegar þeirra sem áður var vikið að. En auðvitað verða einhverjir að fást við kylfu-, hnífa- og byssumenn þjóðarinnar. Og kannski er allt í lagi að borga þeim sem til þess eru fúsir 150.000 kall, eða jafnvel meira á mán- uði, fyrir viðvikið. Löggugangan mikla þjónaði þeim tilgangi helstum að mótmœla seinagangi í kjaraviðrœðum við ríkið en samn- ingar lögreglumanna hafa verið lausir í átta mánuði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.