Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 DV 29 Tilvera * Trafflc **** Áhrifamikil og vel gerð kvikmynd frá Steven Soderbergh þar sem í þremur sög- um, sem tengjast óbeint, er fjallað um marg- ar hliðar á eiturlytjavandanum. Soderbergh kvikmyndaði Traffic að langmestu leyti sjálfur með myndavélina í höndunum og gefur það myndinni sterkara ýfírbragð en ella, stundum minnir hún að þessu leyti á dogma-myndimar dönsku, sérstaklega Mexíkó-hlutinn. Leikarar eru upp til hópa mjög góðir þar sem fremstir meðal jafningja fara Benecio Del Toro og Michael Douglas. -HK Crouching Tiger, Hidden Dragon **** Frábær kvikmynd. Það er eins og listin hafi loksins ratað aftur heim í Qöl- leikahúsið. Maður situr í sætinu sínu og er borinn gegnum ævintýrið, undrandi og þakklátur eins og bam. En myndin er líka svolítið skrýtin. Leikararnir eru allir með sama íbyggna svipinn og bera fram textann eins og þeir séu að lesa hann af blaði. Og ör- ugglega á einhverri mállýsku sem þeim er ekki eiginleg. En við héma uppi á íslandi segjum bravó og tökum því sem hluta af ævintýrinu. -GSE Btily Elllot ★**★ BiUy Elliot er hefðbundin hetjusaga um dreng sem yfirvinnur bælingu samfé- lagsins og beitir ræktun hæfileika sinna til sjálfsköpunar. Þessi saga hefur verið sögð þúsund sinnum áður og er ekki annað hægt en að dást að hversu vel þessi hetjusaga er sögð í Billy Elliot. Myndin er frumraun leik- hússmannsins Stephen Daldry í bíó. Hann skilar frá sér fágaðri persónusköpun, ágengu raunsæi, áreynslulausum skipting- um mUli frásagnaraðferða og einhvers kon- ar líkamlegri nálgun í dansatriðum. Jamie Bell fer glæsilega með hlutverk Biilys.-GSE Thirteen Days *** Það þarf þéttan frásagnarníáta og góð- ar skiptingar á milli atriða til að ná upp góðri spennu í pólitíska atburðarás sem all- ir þekkja. Þetta tekst í Thirteen Days sem er frá upphafi til enda spennandi pólitískur tryllir þar sem myndskeiðum er snilldarlega skeytt saman. Má nefha að sjónvarpsfréttum Walters Cronkite er skeytt inn í söguþráö- inn en á þessum ámm var hann „Rödd Am- eriku“ og enginn efaðist um trúverðugleika hans. Spennunni er siðan viðhaldið með at- riðum sem eru mismunandi áreiðanleg en öll trúverðug. -HK Pay lt Forward *** Paý It Forward er svona „láttu þér líða vel“ (feel good) mynd af gamla skólanum - andi Frank Capra svífur yfir vötnunum hér. Og það er ekkert nema gott um það að segja. Það er ekkert sérstaklega sennilegt að dópistinn, sem Trevor gefur að borða, gangi síðan af stað, hætti að dópa og bjargi lffi óhamingjusamrar kvensu - En (og það er stórt en) maður verður bara að halla sér aft- ur og gefa góðmennsku og náungakærleika sjens - hversu erfitt sem það er nú. Það sem reddar Pay It Forward ftá því að vera til- fmningasöm della eru þrir frábærir aðalleik- arar. -SG Lalli Johns *** f myndinn fer Þorfmnur Guðnason með okkur í leiðangur um undirheima borg- arinnar og kynnir okkur á skemmtilegan máta, ekki aðeins fyrir goðsagnapersónunni Lalla Johns, heldur mörgum öðrum sem eiga sér verri skuggahliðar en Lalli. Þetta er forvitnilegur heimur þar sem allt snýst um dóp og brennivín. Þorfmnur fer samt sem áður þá skynsömu leið að sýna okkur um leið muninn á veröld Lalla og veröld sem við þekkjum. Merkileg heimildakvikmynd sem bæði skemmtir og fræðir. -HK Löggutöffarinn Orin Boyd Steven Segal er aftur kominn í góöan gír eftir nokkur mögur ár. Exit Wounds: Horfin eiturlyf og spilltar löggur Exit Wounds er nýjasta kvikmynd Steven Segals sem hefur ekki tekist sem skyldi í síðustu kvikmyndum sín- um; hafa þær nánast horfið á mynd- bandamarkaðinn með stuttri viðkomu í kvikmyndahúsum. Eitthvað er kapp- inn að rétta úr kútnum því Exit Wounds gerði það ágætt í Bandaríkj- unum og komst meðal annars eina vikuna í efsta sæti yfir mest sóttu kvikmyndimar. Exit Wounds gerist í Detroit. Fimm- tíu kíló af heróini, sem voru í vörslu lögreglunnar, eru horfin og enginn á lögreglustöðinni þykist vita neitt um hvarfið. Sá sem hefur þetta undir höndum mun verða fimm milljón doll- urum ríkari svo freistingin er mikil. Til að rannsaka málið og leita að sökudólgum er Orin Boyd (Steven Segal) ráðinn. Lögreglumennirnir á stöðinni þar sem dópið hvarf líta hann illu auga enda hafa þeir ástæðu til að óttast Boyd. Hann kemst fljót- lega að því að innan lögreglunnar er að finna hluta af eiturlyfjahring sem teygir sig um alla borg. Það er þó ekki allt sem sýnist og það sem Boyd fannst í fyrstu augljóst verður tor- kennilegra þegar líður á rannsóknina og ljóst er að hann getur ekki einn staðið í glæpamönnunum. Auk Segals eru í stórum hlutverk- um, rapparinn DMX, sem hefur selt meira en tíu milljón plötur á tveimur árum, Isiah Washington, Michael White, Jill Hennesy og Ant- hony Anderson. Leik- stjóri er Andrzej Bart- kowiak en hann hefur reynslu af að leik- stýra slagsmálaköpp- um á borð við Steven Segal og leikstýrði í fyrra, Romeo Must Die. Bartkowiak hafði í ein þrjátíu ár starfað sem kvik- myndatökumaður áður en hann leik- stýrði sinni fyrstu kvikmynd. Hefur hann staðið á bak við kvikmyndavélina í mörgum þekktum kvik- myndum og hefur í ár- anna rás verið aðalkvik- myndatökumaður Sidneys Lumets. Exit Wounds verður frum- sýnd á morgun í Bíóhöllinni, Kringlubíói og Nýja bíói, Akureyri. -HK Drakúla á nýrri öld Drakúla er klassískt efni í kvik- «• myndasögunni og hafa verið gerðar hátt á áttunda tug kvikmynda þar sem Drakúla er ein aðalpersónan, frá því F.W. Murnau gerði fyrstu Drakúlu- myndina, Nosferatu árið 1922. Síðasta myndin sem leit dagsins ljós á síðustu öld var svo Dracula sem Francis Ford Coppola leikstýrði 1992. Nú er komin ný öld og ný Drakúla, Dracula 2001. Myndin hefst á því að hátækni- hryðjuverkamenn brjótast inn í rammgerða byggingu í London. í kjall- ara byggingarinnar er leyndardóms- full grafhvelfing. Grafhvelflngin hefur ekki verið opnuð í 100 ár enda sérstök • ástæða fyrir þvi. Það er enginn annar en Drakúla'greifi sem hvílir í kistunni og hann verður frelsinu feginn. Hryðjuverkamennirnir flytja kistuna til Bandaríkjanna en vélin kemst ekki á leiðarenda. Hún ferst skammt frá gleðiborginni New Orleans. Og það er núna sem hinn alvöru blóðugi hryll- ingur hefst. Enginn verður óhultur. Konur standast ekki Dracula og það sem meira er, greifmn vel tennti leitar að ákveðinni konu í New Orleans sem varpar frekari ljósi á tilvist hans. En það verður að stöðva Dracula hvað sem það kostar. Þeir einu sem geta stöðvað hann eru Van Helsing sá gamli blóðsugubani og lærlingur hans Simon. Aðalleikarar myndarinnar eru; Ger- ard Butler sem leikur Drakúla, Christopher Plummer leikur Van Helsing og Johnny Lee Miller, Simon. Auk þeirra má nefna Jennifer Esposito, Omar Epps og Sean Patrick Thomas. Leikstjóri er Patrick Lussier og er hann hér aö leikstýra sinni annarri mynd. Áður hafði hann leik- stýrt Prophecy III; The Ascent með Christopher Walken. Lussier hefur lengi unnið með Wes Craven, sem er framleiðandi myndarinnar og klippti meðal annars allar Scr- t eam-myndirnar. Dracula 2000 verður frumsýnd i Stjömubíói á morgun. Drakúla 21. aldarinnar Gerard Butler leikur Dracula sem er leystur úr prísund sinni þar sem hann hefur veriö í eitt hundraö ár. State and Main: finding Forrester *** Kvikmynd sem er þannig aö flestum liður vel yfir henni. Hún hefúr innihalds- ríka sögu þar sem uppbyggjandi vinátta er þemað, er vel leikin, gallalaus í útliti og öll tæknivinna fyrsta flokks. Hún er einnig þannig kvikmynd að það skiptir dálitlu máli í hvemig skapi maður er þegar horft er á hana. Hún er nefnilega stundum á mörkum þess að vera um of melódramatísk. Gus Van Sant, sem leikstýrði Good Will Hunting, er á heimavelli og skýst laglega fram hjá öllum gildrum og útkoman er gæðamynd sem sit- ur eftir í áhorfandanum. -HK Malena ***Innihaldsrik kvikmynd sem hefur léttan húmor í upphafi en eftir því sem óhamingja Malenu verður meiri þyngist atburðarásin og myndin verður átakan- leg lýsing á lífi konu sem er einangruð frá samfélaginu og stígur sín feilspor sem verða henni örlagarík. Helsti kostur Malenu er hversu mannleg hún er. Myndin fjallar um blóöheitar manneskj- ur sem eru fljótar að fordæma en einnig tilbúnar að fyrirgefa þegar þaö hentar þeim. Monica Bellucci er mjög falleg og fer vel með hlutverk sitt og tónlist Ennio Morricone svíkur engan. -HK Almost Famous *** Stemningarmynd þar sem persónum- ar verða einstaklega lifandi og eftirminnileg- ar. Rokkið, sem ætti að vera þungamiðjan í myndinni, verður bakgrunnur í kvikmynd sem er þroskasaga ungs manns. Leikstjór- inn, Cameron Crowe. fjallar á jákvæðan hátt um rokkið og imyndina sem þungarokkið hafði á þessum árum, eitthvað sem ekki er algengt að sjáist. Upp úr góðum leikararhóp stendur Kate Hudson. -HK Kvikmynd A tokustaö Leikstjórinn kemst aö því aö sumt sem átti aö vera í bænum er ekki til staöar. í kvikmynd State and Main, sem David Mamet skrifar og leikstýrir, er ný kvikmynd sem fengið hefur mikið lof hvar sem hún hefur verið sýnd. Um er að ræða kvikmynd þar sem sagt er frá gerð kvikmyndar og því sem gerist bak við tjöldin. Allt er þetta á léttum nótum og beinskeitt- ur texti Mamets kemst vel til skila. Við fylgjumst með því er kvik- myndatökuliö kemur sér fyrir í smábænum Waterford í Vermont eftir aö hafa verið á hrakhólum með tökustað fyrir stórmynd sem á að gerast á nítjándu öld. Bærinn virð- ist fullkominn á pappírunum en fljótlega kemur í ljós að ekki er allt sem sýnist og þurfa aðstandendur myndarinnar að laga sig að aðstæö- um i bænum, sem er hægara sagt en gert. Samkvæmt auglýsingabæk- lingi átti til dæmis að vera gömul mylla til staöar í bænum en í ljós kemur að hún brann til kaldra kola á sjöunda áratugnum og þarf að breyta titli og innihaldi myndarinn- ar af þessu tilefni og veldur þetta höfundi handritsins ómældum erf- iðleikum. Erfiðleikarnir hefjast þó ekki fyr- ir alvöru fyrr en aðalstjörnur mynd- arinnar, Bob Barenger og Claire Wellesley, koma til bæjarins og setja bæjarlífið á annan endann. Allir vilja komast í kynni við kvik- myndastjörnurnar og í ljós kemur að Bob á erfitt með að standast at- hygli unglingsstúlknanna og Claire neitar að koma nakin fram, eins og hún hafði þó lofað, og lendir þar með i miklu stríði við óprúttinn framleiðanda myndarinnar. Ekki sést fyrir endann á kvikmyndatök- unum og verða samskiptin við bæj- arbúa sífellt flóknari. Með aðalhlutverk fara Alec Bald- win, Charles Durning, William H. Macy, Philip Seymour Hoffman og Sarah Jessica Parker. State and Main er sjöunda kvikmyndin sem David Mamet leikstýrir en hann hefur auk þess skrifaö mörg handrit og verðlaunaleikrit sem sýnd hafa verið um alla heimsbyggð. Meðal fyrri mynda hans má nefna The Winslow Boy, The Spanis Prisoner og Oleanna sem hann gerði eftir eig- in leikriti. -HK -e

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.