Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.05.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 3. MAÍ 2001 DV Silvio Berlusconi Fjölmiölakóngurinn viröist ætla aö standa af sér pólitískt stórviöri síöustu daga. Hnökrar á beiðni gegn Berlusconi ítalska utanríkisráðuneytiö hefur lýst því yfir aö beiöni spænsks dóm- ara um afléttingu friðhelgi fjöl- miðlakóngsins Silvio Berlusconis virðist vera gölluð. Samkvæmt tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu hefur það ekki lögsögu í málinu en engu að síður er beiðnin til athugunar í ráðuneyt- inu. Beiðnin kemur einungis tveim- ur vikum fyrir almennar kosningar í landinu þar sem Berlusconi er í framboði. Miö-hægrimenn á Ítalíu saka vinstrivænginn um aö hafa Berlusconi á heilanum og líkja ásökunum á hendur honum við of- sóknir. Þeir segja vinstrimenn svo upptekna af mögulegum hagsmuna- árekstrum fjölmiðlakóngsins að þeir haldi ekki lengur fram stefnu- miðum sínum. Skoðanakannanir sýna að hægri- blokkin, með Berlusconi í farar- broddi, hafi um fjögurra prósenta forskot á vinstrimenn. Vill vopnahlé að tilstuðlan Bandaríkjanna Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, lýsti því yfir eftir fund sinn í gær með Colin Powell, bandaríska kollega sínum, aö Bandaríkjamenn gætu einir komið á vopnahléi í ísrael. Hann segir einu leiðina til að koma á friðarviðræðum vera að skjóta loku fyrir sjö mánaða ofbeld- isöldu milli gyðinga og Palestínu- manna. Skömmu fyrir yfirlýsingu Peresar réðust ísraelskir skriðdrek- ar á flóttamannabúðir Pafestínu- manna á Gaza-svæðinu með þeim afleiðingum að heimifi skemmdust, háffur annan tugur manna særðist og einn byssumaður fét lífið. Eftir fundinn meö Peres sagði Colin Powelf að Palestínumenn og ísraelar færist ekki nær viðræðum fyrr en ofbefdið minnkar og við- skipti miffi þeirra komast í gang á ný. Frá því aö átök hófust á ný fyr- ir sjö mánuðum hafa um 400 Palest- ínumenn, 76 ísraelar og 13 ísraelsk- ir arabar látið lífið. KETffcTHf 03.05.2001 M. 9.15 KAUP SALA IfeÍDollar 102,090 102,620 SciPund 146,350 147,100 l*Bltan. dollar 66.540 66,950 SSÍDönak kr. 12,2050 12,2720 rhdNorakkr 11,2670 11,3290 ESssnsk kr. 9,9850 10,0400 'HHn. mark 15,3209 15,4129 Fra. franki 13,8871 13,9706 [ Bolg. frankl 2,2582 2,2717 ! Svlss. frankl 59,0700 59,4000 E3hoII. gyllini 41,3365 41,5849 ~ Þýskt mark 46,5755 46,8554 ||it Hra 0,04705 0,04733 f3E~ÍAust. sch. 6,6200 6,6598 Port. escudo 0,4544 0,4571 CTíSpá. poseti 0,5475 0,5508 | • jjap. yen 0,83810 0,84310 B jírskt pund 115,665 116,360 SDR 129,6200 130,3900 Hecu 91,0937 91,6411 Arroyo ræddi við Estrada í morgun Gforia Macapagal Arroyo, forseti Filippseyja, hitti í morgun fyrir- rennara sinn, Joseph Estrada, í fangefsi fyrir sunnan Manila. Fór fundur þeirra fram aðeins þremur dögum eftir að öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir að stuðnings- menn hans réðust á forsetahöllina. Arroyo lýsti yfir uppreisnar- ástandi á þriöjudaginn eftir að þús- undir stuðningsmanna Estrada reyndu að komast inn í höllina. Fjór- ir létust í átökum mótmælenda og öryggissveitanna. Stuðningsmenn Estrada höfðu safnast saman við helgidóm eftir að Estrada var hand- tekinn í siðustu viku vegna spilling- ar. Það var við þann sama helgidóm sem uppreisnin gegn Estrada hófst fyrir nokkrum mánuðum. Arroyo ílaug í þyrlu til fangelsis- ins og ræddi við Estrada í um 30 mínútur. Talsmaður Arroyo sagði hana hafa viljað kanna hvernig Estrada liði og hvort hann nyti ekki nægra þæginda. Forseti Filippseyja Arroyo visar allri gagnrýni á bug og kveöst hafa gripið til mildustu aö- geröa sem völ var á. Arroyo hefur fyrirskipaö hand- töku tugar stjómarandstæðinga frá því að mótmælin gegn fangelsun Estrada hófust. Þegar á þriðjudag- inn var öldungadeildarþingmaður- inn og fyrrverandi vamarmálaráð- herra landsins, Juan Ponce Enrile, handtekinn. Hann gegndi mikil- vægu hlutverki þegar einræðisherr- anum Ferdinand Marcos var steypt af stóli 1986. Fyrrverandi ríkislögreglustjóri Filippseyja var einnig handtekinn ásamt tveimur öðrum öldungadeild- arþingmönnum. Her og lögregla eru sögð leita fleiri áhrifamikilla stjóm- málamanna sem eru andstæðingar Arroyo. í gær var fyrrverandi sendi- herra Filippseyja í Bandaríkjunum, Ernesto Maceda, handtekinn. Tveggja sona Estrada, Ejercito og Jude, er leitaö vegna gruns um þátt- töku í uppreisninni gegn Arroyo. „Óvini ríkisins grunaði ekki að lítil stelpa gæti verið svona hörð af sér,“ sagði hún í gær. Dátar gæta dínamíts Kólumbískir hermenn, sem berjast gegn eiturlyfjasmyglurum, standa vörö um eitt tonn af dínamíti sem gert var upptækt hjá uppreisnarmönnum úr samtökunum Byltingarher Kólumbíu í bænum La Palma í Cundinamarca héraöi í gær. Taliö er aö nota hafi átt dínamítiö í árásum á bæi í héraöinu þar sem átök hafa veriö tíö undanfarin misseri. Demókratar leggjast gegn eldflaugavarnakerfi Bush Helstu leiðtogar demókrata í Bandaríkjaþingi sögðu i gær að þeir myndu leggjast gegn áformum Geor- ges W. Bush forseta um að leggja ABM-samninginn um takmörkun á langdrægum kjarnaflaugum á hill- una og koma í staðinn upp eld- flaugavarnakerfi. Demókratar vöruðu við því að slíkt kerfi kynni að kynda undir vígbúnaðarkapphlaupinu á nýjan leik. Bandaríkin hefðu ekki efni á því, hvorki fjárhagslega né vegna eigin þjóðaröryggis. „Ég tel að það yrðu alvarleg mis- tök af hálfu Bandaríkjanna að fella ABM-samninginn einhliöa úr gildi,“ sagði Tom Daschle, öldungadeildar- þingmaður demókrata frá Suður- Dakóta. Sá samningur hefur verið þunga- miðja þess stöðugleika sem hefur ríkt í kjarnorkumálum Bandaríkj- George W. Bush Bandaríkjaforseti má eiga von á andstööu demókrata viö eldflauga- varnakerfiö sem hann dreymir um. anna og Rússlands undanfarna þijá áratugi. Carl Levin, öldungadeildar- þingmaður frá Michigan, sagði að áform Bush kynnu að leiða til nýs kalds stríðs. Nokkrir öldungadeildarþingmenn demókrata héldu fund meö frétta- mönnum þar sem þeir hvöttu Bush til að ræða viö þá um áform sín. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagði í gær að ABM-samningurinn frá 1972 hefði reynst vel og að ekki ætti að fella hann úr gildi nema eitthvað betra tæki við. Hann lýsti áhyggjum Þjóð- verja við Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Fischer sagði að Bandaríkjamenn og Rússar ættu að byggja á ABM- samningnumm sem bannar einmitt þess háttar eldflaugavarnakerfi sem Bush forseti mælti fyrir i ræðu á þriðjudag. Sigrast á gin og kiaufa II áttunni við gin- og morgun. Mun Blair lýsa því yfir að tökum verði náð á útbreiðslu veikinnar innan nokk- urra vikna. Bílasprengja í Aþenu Bresk kona beið bana er sprengja, sem hún var með í bíl sínum, sprákk af slysni. Konan var með fjarstýringu á sprengjunni i tösku um hálsinn. Fylgdu ekki reglum Flutningur á nautakjöti frá slát- urhúsi á Jótlandi var stöðvaður í gær er í ljós kom að varúðarráðstöf- unum vegna kúariðu var ekki fylgt. Áfram tilraunabann Kim Jong-il, leiðtogi N-Kóreu, til- kynnti sendinefnd ESB í morgun að tilraunabann við tilraunum með kjarnorkueldflaugar yrði áfram í gildi. Tugir iétust í aurskriðu Að minnsta 62 létu lífið er aur- skriða féll á níu hæða hús í Wulong í suðvesturhluta Kína á þriðjudags- kvöld. Lífstíðarfangelsi Slobodan Milo- sevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, getur vænst þess að þurfa að sitja það sem eftir er ævinn- ar í fangelsi eftir réttarhöld í heima- landinu. Sendi- herra Júgóslavíu í Bandaríkjunum, Milan Protic, greindi frá þessu í við- tali í gær. Börnin voru seld Mörg barnanna sem fundust um borð í skipinu Etireno í apríl síðast- liðnum voru seld í þrældóm. Yfir- heyrslur yfir börnunum hafa leitt þetta í ljós. Siamstvíburum vegnar vel Síamstvíburarn- ir frá Nepal, sem aðskildir voru fyr- ir þremur vikum, eru í fínu formi. Samkvæmt upplýs- ingum frá sjúkra- húsinu í Singa- pore, þar sem að- gerðin fór fram, eru tvíburarnir á góöum batavegi. Morðalda fyrir kosningar Þrír kosningastarfsmenn voru myrtir í fyrrakvöld í Assam í Ind- landi. Þar með hafa að minnsta kosti 16 manns týnt lifi i baráttunni fyrir kosningamar í héraðinu 10. maí. 20 miiljarða kontór Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, tók i gær í notkun nýja skrifstofu sína í Berlín sem kostaði nær 20 milljarða íslenskra króna. Efnt var til mikillar veislu af þessu tilefni sem var lokapunkturinn á flutningi stjómvalda frá Bonn til Berlínar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.