Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2001 Fréttir DV Réttarhöld að hefjast vegna konu sem ákærð er fyrir að svíkja 8 karlmenn: Sviknu karlarnir verða allir leiddir fyrir dóm Réttarhald fer fram í dag í máli 66 ára konu í Reykjavík þar sem það verður að öllum líkindum ákveðið að átta menn sem hún er ákærð fyr- ir að svíkja út úr samtals 52 milljón- ir króna verði leiddir fyrir dóm og þeir siðan látnir gera grein fyrir hvers vegna þeir kæra konuna og hvers vegna helmingur þeirra dreg- ur kærur og kröfu um skaðabætur til baka. Fulltrúi ríkislögreglustjóra mun tilkynna að þess sé óskað að áttamenningarnir mæti þegar aðal- meðferð málsins fer fram í lok mán- aðarins. Áttamenningarnir eru flestir rosknir og búsettir á landsbyggð- inni. Konan sendi dómara málsins nýlega bréf þar sem hún tilkynnir að hún geri athugasemdir við eigin játningar við þingfestingu málsins. Hún hafi einungis verið að játa að hafa tekið við þeim peningum frá áttamenningunum sem greinir frá í ákæru - en hún hafl ekki verið að svíkja þá af mönnunum með blekk- ingum eins og hún er ákærð fyrir. Elskuleg og hlýleg kona Konan er átta barna móðir og frá- skilin. Bú hennar var tekið til gjald- þrotaskipta árið 1986 en engar eign- ir fundust í búinu. Árið 1988 var ungum manni i Reykjavik tjáð að elskuleg og hlýleg kona væri farin að heimsækja rosk- inn föður hans - mann sem þjáðist á stundum af þunglyndi og átti við einmanaleika að stríða. Maðurinn var ánægður að heyra að konan, sem sögð var frænka þeirra feöga og nýflutt að norðan, væri farin að annast föðurinn enda hældi hann konunni á hvert reipi. Konan fór síðan að líta reglulega til með hin- um einmana manni. Hún tók meira að segja stundum af honum þvott og gaf honum kaffi, kleinur og annað kaffibrauð. Faðirinn tjáði syni sínum siðar að kona þessi, frænkan, ætti bágt. Hún væri fráskilinn, maðurinn hefði verið drykkjusjúklingur og hún þyrfti að ala önn fyrir börnum sínum. Faðirinn sagðist reyndar hafa lánað konunni peninga fyrir gleraugum og gervitönnum. Sonur- inn bað föður sinn, sem hafði verið starfsmaður Mjólkursamsölunnar í á fjórða áratug og hafði ávallt lagt laun sín samviskusamlega inn á reikning, að gæta þess að lána kon- unni ekki of mikið þótt hann vildi hjálpa henni. Svona gengur þetta ekki lengur Leið svo einhver tími þangað til faðirinn sagði syninum að hann hefði lánað konunni fyrir bifreið. Hún hefði beðið hann um það. Síð- an bar lán á góma fyrir íbúðarkaup- um. Nú skammaði sonurinn föður- inn og sagði að svona gengi þetta ekki lengur. Faðirinn lofaði að gæta sparifjár síns enda lifði hann sjálfur sparsömu líferni. Fyrir jólin 1988 bað konan mann- inn að lána sér fyrir jólagjöfum. Fór sonurinn þá að kanna málið nánar í samráði við föðurinn. Gerðu þeir yf- irlit yfir alllar úttektir af sparisjóðs- reikningum föðurins sem runnið höfðu til hinnar elskulegu og hlý- legu konu. Kom þá í ljós að hann var á fáum mánuðum, í samtals 21 skipti, bú- inn að lána henni rúmar 2 milljónir króna á gengi þess árs. Allt hans sparifé eftir áratugi var að verða uppurið. Vann viö aðhlynningu á Droplaugarstóðum Feðgamir kærðu konuna og var hún síðan ákærð og mál hennar flutt í Sakadómi Reykjavíkur árið 1991. Þegar konan kom fyrir dómara sagðist hún hafa unnið við aðhlynn- ingu á Droplaugarstöðum og hefði 49 þúsund krónur á mánuði þegar opinber gjöld höfðu verið greidd. Hún viðurkenndi þá, á sama hátt og í framangreindu sakamáli sem tekið verður fyrir í dag, að hún hefði tek- ið við öllum þeim peningum sem henni var gefið að sök að hafa þegið í ákæru. Hún neitaði því hins veg- ar, alveg eins og nú, að hafa verið að blekkja nokkurn. Þetta féllst Sakadómur Reykjavík- ur ekki á þegar dómur var upp kveðinn þann 22. maí 1991. Þar tók dómurinn fram að konan hefði orð- ið uppvís að því að hafa með síend- urteknum blekkingum haft fé af hinum roskna manni með sviksam- legan hætti. Hún var sakfelld fyrir fjársvik og fékk 6 mánaða fangelsi skilorðsbundiö í 3 ár. Það skilorð hélt konan. Á hinn bóginn er nú ákært fyrir brot sem áttu sér stað þegar ári áður en dómurinn var kveðinn upp og allar götur til síð- asta sumars, árið 2000. Nú er ákært fyrir 52 milljónir sem konan sveik af 8 körlum. Þó svo að fjórir þeirra dragi kærur sínar nú til baka verður málið engu að síður sótt af sama þunga af hálfu ákæruvaldins - mennirnir geta ekki lengur haft áhrif á refsiþáttinn enda var lögð mikil vinna í að rannsaka málið og ákæra í því. Á hinn bóginn er hinum sviknu mönnum frjálst að fella niður bótakröfur sínar. -Ótt Spjallað saman í vorsólinni Ingibjörg, Ebba og Sunna létu fara vel um sig fyrir utan Kringluna og nutu blíðviörisins. Slökkviliðsmenn í kjarabaráttu: Yfirvinnubann á Keflavíkurflugvelli - slökkviliðsstjóri efast um lögmæti aðgerða Aðeins í dagvinnu Slökkviliðsmenn eru óánægðir með kjör sín og vinna ekki eftirvinnu. Lætur ekki deigan síga Þessi aldni grásleppuveiðimaður, Ríkharður Sæmundsson, lætur ald- urinn ekki á sig fá og stundar grá- steppuveiðar af kappi, kominn á nf- unda áratuginn. Tjón hjá grá- sleppukörlum DV, AKRANESI:_____________ Margir grásleppukarlar, sem stunda veiðar frá Akranesi, urðu fyrir miklu tjóni á netum sinum í lok aprílmánaðar þegar leiöindaveð- ur gerði á miðunum. Hroði kom í netin í vestanáttinni með þeim af- leiðingum að töluvert af þeim eyöi- lagðist. Samkvæmt heimildum DV hafa ekki margir grásleppukarlar lagt net eftir þetta enda hefur tíðin ekki verið sérlega góð. Sumir grá- sleppukarlar eru jafnvel að hugsa um að hætta veiðum vegna tjónsins sem þeir urðu fyrir og eins vegna lé- legs verðs á grásleppuhrognum. -DVÓ Slökkviliðsmenn á Keflavíkurflug- velli samþykktu í gær að fara í yfir- vinnubann eins og félagar þeirra á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og eru því allir slökkviliðsmenn sem eru í fullri vinnu á þessu svæði i yfir- vinnubanni. Stjórnendur Slökkviliðs Reykjavíkur telja bannið ólöglegt. „Við teljum að yfirvinnubannið brjóti í bága við reglur umíettindi og skyld- ur opinberra starfsmanna,“ segir Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri. Hann segir að sem betur fer hafi bannið ekki komið niður á starfsem- inni en menn líti alvarlegum augum á málið. Hægt hafi verið að leysa þau verkefnið sem upp hafi komið en erfitt sé að segja til um hvernig hlut- irnir muni þróast ef stórslys eða elds- voði komi upp á þar sem liðið sé und- irmannað. „Með færri mönnum verð- ur öryggið minna,“ segir Hrólfur. Hann segir að menn vonist til að lausn finnist á málinu sem fyrst. Guðmundur Vignir Óskarsson, for- maður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að sam- kvæmt lögum þurfi félagar í samband- inu ekki að vinna meiri yfirvinnu en 8 stundir á viku eins og aðrir opinber- ir starfsmenn og því séu aðgerðir þeirra löglegar. „Við munum ekki hætta að sinna neyðarútköllum þrátt fyrir yfirvinnubannið," segir Guð- mundur.Viðræður hafa staðið yfir frá því í haust við launanefnd sveitarfé- laganna en í síðustu viku slitnaði upp úr samningviðræðum. Á morgun munu formenn samningaðila eiga fund með rikissáttasemjara. Að sögn Guðmundar er ágreining- urinn um grunnlaunin sem séu of lág og ekki í samræmi við kröfur sem gerðar séu við ráðingu í starfið. Aðal- lega á það við um þær menntunar- kröfur en þær eru að að slökkviliðs- menn séu með iðnmenntun eða aðra sambærilega menntun. „Ef við fáum ekki þær kjarabætur sem nauðsynleg- ar eru leiðir það til þess að við fáum ekki menn með iðnmenntun og menn með áhuga og vilja til að takast á við þessa sérhæfingu. Þá eru við komin með annars konar efnivið og það þýð- ir einfaldlega verra slökkviliö og sjúkraflutninga í landinu," segir Guð- mundur. Hann telur ekki ásættanlegt að skrifa undir samninga sem leiða til slíks. Landssambandið undirbýr einnig atkvæðagreiðslu um boðun verkfafls. Slökkviliðsmenn hafa skil- yrtan verkfallsrétt sem þýðir að halda verði upp ákveðinni lágmarksþjón- ustu í verkfafli. -MA Áfram grátt í vöngum Pottverjar hafa talsvert rætt um uppsögn Gests Einars Jónassonar hjá RÚVAK en eins og fram hefur komið í DV er Gestur að hætta hjá Ríkisútvarpinu eftir langa og far- sæla vist þar. Fram hefur komið að missætti hafi kom- ið upp sem hafi verið tilefni þess að Gestur sagði upp störfum. Fullyrt er í pottinum að þetta missætti, sem svo hefur verið nefnt, tengist ekki sist samskiptum þeirra Gests Einars og Karls Eskils Pálssonar frétta- manns og raunar hafi líka eitthvað kastast í kekki milli Gests og Sigurð- ar Þórs Salvarssonar, deildarstjóra RÚVAK. Ekki er vitað hvað Gestur mun taka sér fyrir hendur en upplýst hefur verið að þátturinn Hvítir máv- ar muni hverfa af dagskrá. Hins veg- ar verður þáttur Gests, Með grátt í vöngum, víst áfram á dagskrá, þannig að laugardagssíðdegi margra er reddað!... Sjávarútvegsnefndin? í pottinum hefur spurst innan úr Framsóknarfloknum að nokkur kurr sé þar kominn í menn vegna þess að enn hefur lítið sem ekkert verið gert í að ýta af stað starfi nefndar um sjávar- útvegsmál en slík nefnd var forsenda sáttar um þennan málaflokk á flokks- þinginu á dögunum. Á flokksvefnum hriflu.is má nú sjá fyrirspurn frá flokksmanni um sjáv- arútvegsnefndina þannig að þetta er á leiðinni að verða opinbert klögu- mál. Heimildir sem tengjast forust- unni hafa í þessu sambandi bent á að vandinn sé ekki að setja svona nefnd af stað heldur sé vandinn sá að ekki finnst neinn ásættanlegur einstak- lingur til að veita henni forstöðu. Jón Sigurðsson, hagfræðingur og fyrrum rektor á Bifröst, stýrði störf- um sambærilegrar nefndar um Evr- ópumál á sínum tíma en nú vantar einhvern óumdeildan til að fara í þetta umdeilda mál. Ljóst þykir að það getur ekki orðið Kristinn H. Gunnarsson sem reifaði málið fyrir flokksþing og eins má viðkomandi ekki vera of tengdur kvótakerfinu!... VG og Reykjavík Framboðspælingar magnast nú með hverjum deginum í heita pottin- um. Orðrómurinn um sérstakt VG- framboð er nú orð- inn sterkur og er á mörgum að heyra að Árni Þór Sig- urðsson, sem er leiðtogi þess hóps innan VG sem vill áfram R-listasam- starf, sé að komast í minnihluta í flokknum. VG hefur til þessa haldið opnum möguleikan- um á samstarfi í framboðsmálum vítt um landið en nú þykir ljóst að ekki verður af slíku samkrulli á Akureyri og tæplega heldur á Húsavík og ef orðrómurinn reynist réttur - ekki heldur í Reykjavík... Tryggvi að hætta? í Hafnarfirði eru hræringar innan Samfylkingarinnar vegna uppstilling- ar til bæjarstjórnar. Fullyrt er í pott- inum að Tryggvi Harðarson hyggist alfarið draga sig út úr stjórnmálum og er skarðið sem hann skilur eftir sig stórt. Raunar var Tryggvi búinn að gefa ádrátt um þetta þegar hann bauð sig fram til formennsku í Samfylkingunni gegn Össuri en menn tóku það þá ekki mjög bókstaflega. Ljóst er að Lúðvik Geirsson mun gera kröfu til að leiða lista Samfylkingarinnar áfram en meðal þeirra nafna sem heyrst hefur að hyggist fylla skarð Tryggva og jafnvel ógna Lúðvíki er Hafnfirðing- urinn og popparinn, Jakob Frímann Magnússon...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.