Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2001, Side 24
36 MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 2001 Tilvera DV Bútasaumur í Ráðhúsinu Sýning á bútasaumsteppum stendur yflr 1 Ráðhúsi Reykjavíkur þessa viku. Sýningamefndin hafði að leiðarljðsi að sýna fjölbreytnina í íslenskum bútasaumi, enda er breiddin mikil, bæði í litum, mynstrum og tækni. Sýningin endurspeglar einnig hlýju og ánægju. Hún stendur fram á næsta sunnudag. Leikhús ■ LAUFIN I TOSCANA Verkiö Laufin í Toscana eftir Lars Norén verður sýnt á Stóra sviöi Þjóðleikhússins i kvöld klukkan 20. Nokkur sæti laus. Athugiö að þetta er síðasta sýning. ■ LÓMA TRÖLLASTELPA Leikritið um hana Lómu tröllastelpu sem Möguleikhúsið ferðast nú meö um landið verður sýnt í félagsheimilinu í HrTsey í dag kl. 15. Tónleikar ■ ISLENSK OG FRONSK KIRKJUTONLIST A AKUREYRI Þeir Oskar Pétursson tenór og Björn Steinar Sólbergsson orgelleikari flytja verk eftir Pál ísólfsson, Árna Thorsteinsson, Þórarin Guðmundsson, Áskel Jónsson, Sigvalda Kaldalóns, Cesar Franck, Bach, Gounod og Geroges Bizet á tónleikum Tónlistarfélags Akureyrar sem verða kl. 20.30 í kvöld í Akureyrarkirkju. ■ NEMENDATÓNLEIKAR í SALNUM Tónlistarskólinn í Reykjavík stendur fyrir vortónleikum í Salnum T kvöld kl. 20. Þar verður leikiö á hin ýmsu hljóðfæri svo sem píanó, selló, þverflautu og mannsröddina sjálfa. Fundir ■ MALVISINPI Jorge Hankamer þrófessor við Kaliforníuháskóla heldur erindi sem hann nefnir „Defite Nouns an d Definite NPs" í dag kl. 17.15 í stofu 201 í Lögbergi. Fyrilesturinn á vegum íslenska málfræðifélagsins. ■ ER ÞJÓÐHAGSSTOFNUN OÞORF? Niels Kærgard, doktor í þjóðfræði og prófessor við Landbúnaðarháslkólann í Danmörku, flytur framsögu um hlutverk og sjálfstæði þjóöhagsstofnana á morgunveröarfundi Dansk-íslenska verslunarráösins á Grandhótell á morgun, 10. maí kl. 8.15. ■ FUNDUR UM SÓGULEGA KROFU KVENNA Ahugafólk um Maríusetur ætla að hittast á aðalfundi I Sögufélaginu i Fichersundi í kvöld kl. 20.30. Þar verður rætt um þann draum sem ýmsar merkiskonur hafa alið með sér um að kvenþjóðin eignaðist sérstakt menningarhús er bæri nafniö Maríusetur. Þennan draum viöruöu þær á sögulegum fundi í Viöey á jónsmessu 1999 og töldu réttmætt aö eignast slíkt hus fyrir ígildi 90 jarða er voru í eigu kvennaklaustranna sem var skilaö af Dönum 1918. Sýningar 9 ROPI Listakonurnar Anna Líndal, Olöf Nordal og Valka sýna list sina í Nýllstasafninu við Vatnsstíg undir yfirskriftinni Ropi. Popp I BOTNLEÐJA A GAUKNUM Stór hljómsveitin Botnleðja heidur stór- tónleika á Gauki á Stöng i kvöld. Sjá nánar: Lifið eftir vlnnu á Vísi.is Evróvisjón: Veðbankar byrjaðir að spá - konungsfjölskyldan ætlar ekki að koma Veðbankar í Evrópu og jafnvel víðar eru byrjaðir að spá um úr- slitin í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva og á þeim er hægt að veðja um sigurvegarann. Á heimasíðu ástralska veðbank- ans centerbet kemur fram að lik- umar á að þeir Gunnar Ólason og Kristján Gíslason sigri í keppninni á laugardag séu 1 á móti 30 og 1 á móti 7 að þeir lendi í þremur efstu sætunum. Mestar líkur eru á að Frakkar eða Svíar vinni, eða 1 á móti 4,25 og minnstar líkur eru taldar á að Tyrkir vinni, eða 1 á móti 100. Hjá breska veðbankanum blu- esq.com eru líkur íslands á sigri nokkru meiri, eða 1 á móti 20. Þar eru Svíar taldir sigurstrang- legastir með 1 á móti 3 en Frakk- ar fylgja fast á hæla þeirra. Breski veðbankinn Eurobet telur einnig mestar líkur á að Svíar sigri, eða 7 á móti 2, og á eftir þeim koma Grikkir og Frakkar. íslenski hópurinn fékk frí frá æfingum fyrir keppnina i gær og skellti sér þess í stað í kynnisferð um kóngsins Kaupmannahöfn. Yasmine Olsson, sem dansar í ís- lenska atriðinu, hefur vakið at- hygli í Danmörku og á heimasíðu keppninnar hjá danska sjónvarp- inu má finna frétt um hana þar sem meðal annars kemur fram að hún hafi búið til dansatriði fyrir ekki ómerkari hljómsveitir en All Saints, Backstreet Boys,Take That og Eternal. í gær var einnig tilkynnt um að enginn úr dönsku konungsQölskyldunni yrði við- staddur söngvakeppina en búið var að bjóða henni sérstaklega. Aðstandendur keppninnar og danska ferðamálaráðið segja að það hefði verið ánægjulegt að fá prinsana á keppnina en vildu að öðru leyti ekki tjá sig um málið þegar danskir fjölmiölar leituðu eftir viðbrögðum þeirra. -MA Einar Bárðarson Stefnir að einu af tíu efstu sætunum. Evróvisjónæfingarnar gengu vel: Var bara eins og í Njálsbúð - segir Einar Bárðarson Klessubílar og spilltar löggur Hílmar Karlsson skrífar gagnrýni um kvikmyndir. 12. sætið í fyrra Þau Einar Ágúst og Telma lentu í 12. sæti í fyrra og nú bíöa menn spenntir aö sjá hvort ísland kemst ofar i ár eöa lendir í 16. sætinu eins og oft áöur. Bakraddirnar slá í gegn Bakraddasöngkonur Two Tricky, Margrét Eir og Regína, vöktu mikla athygli i Ráðhúsi Kaupmannahafnar í fyrrkvöld. Undir lok formlegrar dagskrár hófu þær upp rausn sína og sungu Abba-lög fyrir erlenda blaðamenn og keppendurna sem þarna voru í boði borgarstjóra Kaupmannahafnar. Það vakti síð- an athygli að allir i salnum tóku undir þegar drengirnir okkar, Kristján Gíslason og Gunnar Óla- son, komu ofan af annarri hæð, þar sem þeir höfðu meðal annars verið á spjalli við hina margróm- uðu Olsen-bræður, og sungu með stelpunum okkar. Og undir stjórn Einars Bárðarsonar var strax skipt yfir í íslensk júró- visjon- lög. Bakraddirnar og Two Tricky tóku auðvitað Angel en þar að auki sungu þeir um hana Nínu og Gleðibanka góðærisins 1986. Þetta vakti mikla kátínu við- staddra og augljóst að gömlu lög- in eru ekki gleymd í Evrópu því bæði blaðamenn og sumir kepp- andanna kunnu textana utanbók- ar og sungu með. Af spám er það hins vegar að frétta að Sunnu- dagsblaðið, danska, spáir íslandi 16. sæti en bætir því við að þeir Kristján og Gunnar komi til með að sigra hjörtu evrópskra ung- lingsstúlkna. -MT Einar Bárðarson, höfundur Evróvisjónlags- ins Angel, segist bjartsýnn á gott gengi og hef- ur stefnan verið tekin á eitt af 10 efstu sætun- um. í fyrradag fóru fram fyrstu æfingar á flutningi lagsins á íþróttaleikvanginum Park- en i Kaupmannahöfn sem tekur 42.000 manns í sæti. „Það er meiri háttar ánægja, æfingarnar komu mjög vel út. Ég viðurkenni að innst inni hafði ég fyrir fram áhyggjur af þvi hvernig þetta myndi ganga í þessum risasal en krakk- arnir stóðu sig rosalega vel. Þetta var bara eins og við værum í Njálsbúð,“ sagði Einar kampakátur i samtali við DV. Blaðamanna- fundur sem haldinn var í kjölfarið var einnig vel heppnaður að sögn Einars og iluttu íslend- ingarnir lagið bæði á ensku og íslensku. Keppnin fer fram nk. laugardagskvöld og hefur íslenski hópurinn vikuna til að kynna lagið, æfa og hitta „rétta fólkið". Áður hafa borist fregnir af því að Angel, eða Birta, eins og lagið heijir á íslensku, hafi fengið misjafn- ar viðtökur og hefur a.m.k. verið vitnað til einnar könnunar sem spáði Angel botnsæti. Að sögn Einars er þetta hins vegar mismun- andi eftir veðbönkum: „Ef menn toppa á rétt- um tíma þá á þetta eftir að ganga vel. Ég vil ná einu af tíu efstu sætunum, svona til að maður sé raunhæfur. Innst inni langar þó alla til að vinna,“ sagði Einar. Svo dæmi sé tekið úr dönskum veðbanka gefur rússneska lagið 50- falt af sér ef það vinnur. Þeir sem veðja á Ang- el fá 10-falda peninga sína til baka ef íslending- arnar sigra en Svíar myndu hljóta sexfaldan ágóða. Sjálfur nefnir Einar franska, sænska og gríska lagið sem dæmi um sigurstrangleg lög. Alls verða sex á sviðinu þegar íslenska lag- ið verður flutt. Einar segir andann í hópnum vera frábæran og þau hafi m.a. tekið lagið á veitingahúsi við mikla ánægju heimþekktra hlustenda. -BÞ Sam-bióin - Exit Wounds -^- Vinir eöa óvinir? Steven Seagal og DMX ieika tvo ólíka haröjaxla. Steven Seagal kom inn í kvik- myndirnar vegna þess hversu góður hann var í sjálfsvamaríþróttum. Hann hafði auk þess að vera marg- faldur meistari þjálfað þekkta leik- ara í Hollywood sem síðan hjálpuðu við að koma honum á framfæri. Kvikmyndir hans hafa síðan ein- kennst af þessari sérgrein hans enda hafa leikhæflleikar ekki verið að þvælast fyrir honum. Hefur Seagal leikið í fimmtán kvikmynd- um sem allar falla undir flokk saka- málamynda og eru oft og tíðum eft- iröpun hver af annarri. Hátindinum náði hann í Under Siege (1992) sem var fjórða kvikmynd hans. Varð sú mynd mjög vinsæl. Gæði hennar má kannski fyrst og fremst þakka leik- stjóranum Andrew Davis (The Fugitive). Vinsældir Seagals hafa síðan farið þverrandi og er það i takt við gæði mynda hans og var svo komið að síðustu myndir hans fór nánast beint á myndbandamark- aðinn. Eitthvað virðist kappinn vera að rétta úr kútnum í nýjustu kvik- mynd sinni, Exit Wounds, sem not- ið hefur talsverðra vinsælda vestan hans. Ekki hafa þó að gæðin batnað en áherslubreytingar er að finna og gefa þær myndinni frískt útlit. Seagal slæst ekki eins mikið og áður, enda orðinn fimmtugur. í stað þess er óteljandi bílum fómað á göt- um bílaborgarinnar Detroit. Og til að hressa upp á staðlaðar persónur er vinsæO rappari, DMX, fenginn til að vera Seagal tO halds og trausts og er ég ekki frá því að DMX eigi einhvern þátt í góðri aðsókn í Bandaríkjunum. Segal er enn einu sinni í hlut- verki einfarans innan lögreglunnar. í upphafi fær hann aðeins skammir fyrir að bjarga varaforseta Banda- ríkjanna og er lækkaður í tign og látinn í hverfi þar sem óöld ríkir. Seagal lætur sem fyrr iOa að stjórn og fær flesta upp á móti sér. Ekki er allt eins og á að vera innan lögregl- unnar f hverfinu og fljótt grunar Seagal samstarfmenn sína um að stunda heróínsölu. Sagan sem boðið er upp á mynd- inni er götótt eins og svissneskur ostur og fátt í töluðu máli sem vit er í. Það sem heldur myndinni saman eru vel gerð áhættuatriði þar sem bOar koma mikið við sögu og er erfltt að trúa öðru en að einhverjir hafi legið í valnum með ljótar skrámur eða brotin bein í öllum þessum látum. Að öðru leyti er ekk- ert sem gleður augað og ekki hefur Seagal, með aukinni reynslu, farið fram í leiklistinni. Lelkstjóri: Andrzej Bartkowiak. Handrit: Ed Horowitz og Richard D’Ovidio. Kvik- myndtaka: Glen MacPherson. Aöalleikar- ar: Steven Seagal, DMX, Isiah Was- hington og Michael Jai White.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.