Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Side 2
2 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001 DV Fréttir Stjórnarþingmenn leita stuðnings stjórnarandstöðu vegna kvótasetningar smábáta: Stjórnarliðið klofið um smábátalögin - sjávarútvegsráðherra fastur fyrir en segir hugsanlegt að mýkja áhrif laganna Miklar deilur eru í uppsiglingu á Alþingi vegna ákvæöa í lögum um að setja kvóta á krókabátana frá og með 1. september. Innan stjórnarflokk- anna eru menn sem beita sér af krafti gegn því að lögin hafi framgang. And- stæðingar laganna vilja að þeim verði breytt þannig að smábátar haldi áfram á sama kerfi og nú er við lýði. Aðrir vilja ekkert hreyfa við þeim. Landssamband íslenskra út- gerðarmanna hefur krafist þess að ekki verði hreyft við lögunum. Sam- tökin hafa lýst veiðum smábátanna sem „stjórnlausum" og sýnt fram á þaö með útreikningum að bátarnir veiði þúsundir tonna umfram þaö sem þeim er ætlað. Mikil fundarhöld hafa verið milli þingmanna og ráð- herra stjórnarinnar vegna þessa en langt er í land með að lausn finnist. Tíminn er naumur því þingi lýkur í vikunni og að óbreyttu fara smá- bátamir á kvóta. Einstakir stjóm- arþingmenn hafa rætt við stjórnar- andstöðuna vegna málsins og óskað eft- ir stuðningi þeirra til að kveða niður lögin. Guöfinnsson. Einar K. Guð- Einar K. finnsson, sem er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins fyrir Vestfirði og jafnframt formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis, segir að það sé ekki hægt að tala um samráð stjórnarþing- manna og þingmanna stjórnarand- stöðunnar við aö berjast gegn mál- inu. „Hins vegar hefur þetta mál verið griðarlega mikið rætt meðal þing- manna í öllum flokkum og það er mikill stuðningur við smábátana, bæði meðal stjórnarþingmanna og þingmanna stjórnarandstöðunnar,“ segir hann. „Það er ekkert I launungarmál að ég hef í samtölum um þetta mál við stjórn- arþingmenn lofaö stuðningi Samfylk- ingarinnar við hvert það þingmál sem þeir kynnu að beita sér fyrir í því skyni að tryggja hagsmuni þeirra smábátasjó- manna sem nú eiga undir högg að sækja. Það dylst engum að stjórnar- liðið er rótklofið í málinu," segir Öss- ur Skarphéðinsson, formaður Sam- fylkingarinnar. Hann segir að Sam- fylkingin vflji að málinu verði frestað þar til hefldarendurskoðun á lögun- Ossur Skarp- héðinsson. um um stjórnun fiskveiða lýkur og leggi á það mjög mikla áherslu að trillukarlar eigi sér öfluga máísvara á Alþingi. „Það dylst engum að ríkis- stjórnarflokkarnir ganga erinda stór- útgerðarinnar eins og sjá má á frum- varpi þeirra um að banna sjómanna- verkfallið," segir Össur. Heitt mál Einar Kr. Guðfinnsson segir að vissulega geti þetta mál orðið „mjög heitt“ í þinginu, enda sé hér á ferð- inni mjög stórt mál sem snerti marga og bæði einstaklinga og byggðarlög. „Það hreinlega verður að nást sam- komulag í málinu," segir Einar. Vestfjarðaþingmennirnir Karl V. Matthiasson og Guðjón Amar Krist- jánsson hafa lagt fram breytingartil- lögu við frumvarpið þess efnis að mál- inu verði frestað í eitt ár og hefur sjávarútvegsnefnd þingsins þegar rætt breytingartOlöguna formlega á tveggja tíma löngum fundi. Árni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra sagði í samtali við DV í gærkvöld að hann tryði því ekki Árni að þingmenn stjórn- Mathiesen. arinnar hefðu leitað liðsinnis stjórnarandstöðunnar. „Hvorki stjórnarþingmenn né þing- menn stjórnarandstöðu eru sammála um að fresta lögunum. Það mun ekki takast að mynda meirihluta um að fresta því að lögin nái fram aö ganga varðandi smábátana," segir hann. Árni segir að tO greina komi að breyta lögunum með það fyrir augum ieirra. „Ég sé engan flöt á því að hægt verði að fresta lögunum," seg- ir hann. Kristinn H. Gunn- arsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, segir útOokað annað en komið verði til móts við triflukarla. Hann segir eðlilegt að fresta gOdistöku laganna þar sem heildarendurskoðun á fiskveiðilög- gjöfmni standi yfir. Gangi lögin fram muni það rústa atvinnu í einstökum byggðarlögum. Hann segir jafnframt að ef í harðbakkann slái geti hann hugsað sér að standa að meirihluta með stjórnarandstöðunni í málinu. „Það er vel hugsanlegt ef ekki næst niðurstaða sem er ásættanleg," segir Kristinn. -gk að mýkja áhrif Kristinn H. Gunnarsson. Evróvisjón: Norðmenn vilja nýja keppni Halldór norski. „Við ætlum að halda nýja keppni á næsta ári,“ sagði Jon Ola Sand, full- trúi norska ríkis- sjónvarpsins, þegar úrslit lágu fyrir í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarps- stöðva í Kaup- mannahöfn á laug- ardagskvöldið. „Við munum berjast á móti þessu fyrirkomulagi og vilj- um fá íslendinga i lið með okkur til að snúa þessu okkur í vO,“ hélt Jon áfram og viðurkenndi fúslega að ástæðuna fyrir reiði Norðmanna mætti rekja til þess að símakosning eins og sú sem viðhöfð var eyðOegg- ur möguleika þeirra liða sem fyrst koma á svið til að lenda ofarlega í keppninni. Fyrstu tíu lögin fengu fá sem engin stig og í efstu sætin röð- uðust síðustu lög kvöldsins. Norð- menn, sem voru fjórðu á svið, höfðu lagt allt sitt traust á söngleikja- stjörnuna HaOdór og bjuggust við sigri en ekki stórtapi með frændum sínum, íslendingum. -MT ÞrjÚ Stíg DV-MYND EINAR J. Höfundur íslenska lagsins, Einar Báröarson, sýnir stigin þrjú í rúllustiganum í Leifsstöö. Yesmine er aö baki hans meö tívolíbjörn í fanginu. Vélstjorar sam- þykktu naumlega „Þetta er aOt of 1001 munur,“ sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafé- lags tslands, eftir að atkvæði höfðu verið talin hjá sáttasemjara í gær um samning Vélstjórafélagsins og útgerð- armanna sem gerður var í síðustu viku. Samingurinn var samþykktur en eins og Helgi sagði þá var munurinn ekki mikOl. Þeir sem greiddu samn- ingnum atkvæði sitt voru 163, eða 56%, nei sögðu 119, eða 41%, og auðir og ógOdir seðlar vpru 8 talsins. Sem fyrr sagði sömdu vélstjórar og útgerðarmenn um miðja síðustu viku og var verkfalli þeirra þá þegar aflýst. Talsmenn Sjómannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambands- ins hafa sagt vélstjórasamninginn handónýtan en fullyrt er að við hann muni gerðardómur styðjast takist ekki samningar í deilu þeirra við út- vegsmenn fyrir mánaðamót. -gk Messaö yfir Helga dvmynd pjetur Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akranesi, lét Heiga Laxdal, formann Vélstjórafélagsins, fá þaö óþvegiö vegna nýja kjarasamningsins, sem hann taldi svik viö sjómannastéttina. Heiðraður í París Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco-baO- ettsins, fékk í gær- kvöld orðu frá franska ríkinu fyrir framlag sitt tO lista. Orðan er ein helsta viðurkenning sem franska ríkið veitir fyrir starf i listum. BaOettinn er á sýningarferðalagi í Frakklandi. 76,9% þjóðarinnar með Netið AOs hafa 76,9% landsmanna aðgang að tölvu með Intemettenginu, sam- kvæmt nýrri könnun Pricewaterhou- seCoopers sem unnin var fyrir Verkefn- isstjóm um upplýsingasamfélagið. Ekki er marktækur munur á aðgengi eftir kynjum en eldra fólk hefur síður að- gang. FóLk með framhaldsmenntun hef- ur frekar aðgang að Netinu en þeir sem minni menntun hafa. Verðtryggö lán hækka Verðtryggðar skuldir heimOanna hafa hækkað um nálægt 6 mOljarða króna vegna vísitölutenghigar lána en vísitala neysluverðs hefúr hækkað um 1,4% frá siðasta mánuði. Neysluverðs- vísitalan hefur hækkað um aOs 3,5% frá áramótum. Því má ætla að verðtryggðar skuldir heimOanna hafi hækkað um ná- lægt 15 miOjarða króna á þessu tímabOi. Mbl. greindi frá, Aliir fá biðlaun Ákveðið hefúr verið að faOa frá mála- ferlum vegna átta starfsmanna Byggða- stofnunar sem ekki vOdu flytjast norður í Skagafjörð með stofnuninni. Samið var um að aOir hefðu rétt á biðlaunum og eru horfúr á að það takist að útvega öOum nýtt starf. Hópslagsmál við Stapann KaOa þurfti á lögreglu tO að leysa upp hópslagsmál fyrir utan skemmtistaðinn Stapann i Njarðvik á laugardagskvöldið. Þurfti lögregla að beita úðagasi tO að róa mannskapinn sem var nokkuð æst- ur, en aOs voru um 50-60 manns á svæð- inu. Einn var færður á lögreglustöð og annar fylgdi með sjálfvOjugur og endaði með því að sá síðarnefndi gisti fanga- geymslur. Umferðarslys aukast Á siðustu þremur árum hefúr um- ferðarslysum i einkabifreiðum fjölgað um rúm 80% og slysum í rútum og vörubifreiðum um tæp 200%. Tíu létust á Landspítalanum eftir umferðarslys í fyrra en þrir árið áður. Landvernd fær nýjan formann Ólöf Guðný Valdimarsdóttir arkitekt var kosin formaður Landvemdar á aðal- fúndi samtakanna sem haldinn var i Hótel Valaskjálf á EgOsstöðum sl. laug- ardag. Á fúndinum var meðal annars QaOað um umhverfismál höfúðborgar- innar, þjóðgarð norðan Vatnajökuls og áhrif fyrirhugaðrar Kárahnjúkavirkjun- ar á náttúrufar. Dælt upp í haust Stjómvöld hafa samið við norska verktakafyrirtækið RUE um að fyrirtæk- ið taki að sér að dæla olíu upp úr skipinu E1 GrOlo sem situr á botni Seyðisfjarðar en lífríkinu í firðinum hefúr stafað mikO mengunarhætta af því. Það var Siv Frið- leifsdóttir umhverfisráðherra sem und- irritaði samningmn fyrir hönd ís- lenskra stjómvalda á borgarafundi á Seyðisfirði á laugardaginn en hann er metinn á um 90 mUljónir. -MA/-hdm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.