Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Page 7
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001 DV 7 Fréttir Gatnamót Miklubrautar og Skeiöarvogs Gerö mislægra gatnamóta á þessum stað hefur snarfækkaö umferðarslysum. efa Miklabraut og þar er sagan sannarlega svört. Um 73% tjóna á Miklubraut verða á gatnamótum og þar eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar á toppnum yfir tjónahæstu gatnamót landsins. Þar eru aftanákeyrslur algengasta orsök tjóna, eða i um 63% tilfella, og hafa farið vax- andi. Af. tíu tjónahæstu gatna- mótunum eru sjö á Miklu- braut og oft er þar um mjög alvarleg slys á fólki að ræða. Einungis um 30% tilkynntra tjóna eru í formi lögreglu- skýrslna en um 70% í formi tjónstilkynninga. Það getur skýrt misræmi í opinberum upplýsingum þegar leitað er eftir tjónatölum. Svartur topp tíu listi gatnamóta í fyrsta sæti á þessum vafasama lista eru gatnamót Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar með tjón tryggingafélaga upp á nærri 452 milljónir króna á fimm ára tímabili, 1995-1999. í öðru sæti er *Mikla- braut/Reykjanesbraut með tjón upp á 447 milljónir króna. (*Þetta hefur breyst mjög við tvöföldim brúar. Líklegur fimm ára kostnaður miðað við forsendur i dag er varla meiri en um 40 milljónir króna.) í þriðja sæti eru gatnamótin Mikla- braut/Grensásvegur með tjón upp á 347 milljónir króna, í fjórða sæti Miklabraut/Háaleitisbraut með tjón upp á 254 milljónir króna, í fimmta sæti Miklabraut/Snorrabraut með tjón upp á 253 milljónir króna, í sjötta sæti Fellsmúli/Grensásvegur með tjón upp á 245 milljónir króna, í sjöunda sæti Bústaðaveg- ur/Reykjanesbraut með tjón upp á 228 miUjónir króna, í áttunda sæti Laugavegur/Kringlumýrarbraut með tjón upp á 226 mUljónir króna, í níunda sæti Miklabraut/Langahlið með tjón upp á 215 miUjónir króna. í tíunda sæti á þessum svarta lista eru svo gatnamót *Miklubrautar og Réttarholtsvegar með tjón á fimm ára tímabili upp á 202 milljónir króna. Þar hafa hlutirnir þó breyst verulega með mislægum gatnamót- um og tjón á þessum gatnamótum eru nú sárafá miðað við það sem áður var. Allar þessar tölur eru reiknaðar út frá forsendum í skýrslu Sjóvár- Almennra frá því á síðasta ári og ættu að gefa nokkuð heildstæða mynd þó hugsanlega geti einhverju skeikað í sumum tilfellum. Tveggja milljarða tjón Ef litið er til tjóna á Miklubraut í heild árin 1994 til 1999 er áætlað að bótaskyld tjón úr ábyrgðartrygging- um bifreiða allra tryggingafélag- anna vegna umferðaróhappa og slysa á Miklubraut hafi þessi sex ár numið 1.258.296.519 krónum, eða nær tólf hundruð og sextíu milljón- um króna. Rjöldi tjóna var um 2500 þar sem um 750 manns slösuðust meira eða minna og um 5000 bílar hafa skemmst. Ef tekið er mið af kostnaðarlegri samsetningu meðal- tjónsins þá má bæta við þessa tölu eigin kostnaði tjónvaldanna, um 240 milljónum króna, og samfélagsleg- um kostnaði vegna tjóna upp á ríf- lega 500 milljónir króna. Heildartal- an vegna tjóna á Miklubraut einni saman þessi ár væri þá komin í rúma tvo milljarða króna. Miðað við þegar þekktar stað- reyndir um áhrif af gerð mislægra gatnamóta og lagfæringa á mann- virkjum má ætla að hægt sé að lækka tölu tjóna griðarlega. Stærsti ávinningurinn yrði þó væntanlega fækkun slysa á fólki þar sem skað- inn er oft óbætanlegur. -HKr. Lada 111 Grand Tour Station 0U0I0I01 framle'dclur í Evrópu fyrir Evrópu (m/skráningu og ryðvörn) Lada Family fólksbíll módel 2001 Verð 890.000 Eigum ennþá nokkra Lada Sport Jeppa 2001 módel á gamla veröinu kr. 990.000 l.ársábyrgð Búnaður: ■ Rafdr. rúður f/a ■ Samlæsingar ■ Veltistýri ■ Miðstöð m/sjálfvirkum hitastílli ■ Hæðarstillanleg aðalljós ■ Rafdr. opnun á afturhlera * Farangurshlíf ■ Skipt, fellanleg aftursæti (60/40) ■ Hæðarstillanlegir höfuðpúðar á aftursætum * 1,5 I 8 ventla fjöl-innsprautun, „Bosch“ ■ Rafkerfi „Bosch“ ■ Ljós „Bosch" ■ Mælaborð VDO Útlit: ■ Samlitir stuðarar * Vindskeið með bremsuljósi ■ Toppbogar Erum fluttir í Holtagarða beint á móti IKEA Sími 855 0300 • 695 4547 • Fax 577 5110 Hún er eins, leiðin að heiman og heim. „Kostar bara minna“ Lada Lada-umboðið ehf.9 Holtagarðar beint á móti IKEA Sími 588 0300 og 695 4547, fax 577 5110 heimasíða www.lada.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.