Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Page 14
14 Menning Tónlist Tákn og tilfinningar Frekar þykja mér ungæöisleg sniðugheitin listakvennanna þriggja í Nýlistasafninu að kynna sýningar sínar undir yfirskriftinni Ropi; fylgja þeim síðan eftir með masi um hamborg- araát, alirahanda búkhljóð og ríðingar í sýning- arskrá. Þessar „útlistanir" á neðanþindarnót- um eru ekki sýningunum til framdráttar né heldur eru sýnileg tengsl milli þeirra og þess sem fyrir augu ber. Anna Líndal og Ólöf Nordal hafa báðar sett mark sitt í islenska samtímalist með afgerandi hætti. Valka hefur enn ekki komið sér upp við- líka „prófil" í myndlistinni, enda nokkru yngri en stöllur hennar tvær. Anna hefur sérhæft sig í grandskoðun á einkarými íslenskra kvenna, eins og það birtist i atferli þeirra, heimilisstörf- um og margháttuðu tómstundastarfi. Hugleið- ingum sínum hefur hún komið til skila með in- stallasjónum, með aðskotahlutum og blandaöri tækni, t.d. videóverkum. Að þessu sinni hefur Anna til umráða efstu hæð safnsins og pallinn að auki. Efsta hæðin er öll undirlögð nokkurs konar „eyjum“, alls kon- ar bróderuðum og hekluðum dúkum úr Kola- portinu, og á þeim standa glingurvasar úr gleri og postulíni, visast ættaöir úr sama porti. Sömuleiðis hefur gömlum dúkum og sængur- verum veriö troðið i allar rifur salarins; ég geri ráð fyrir að þau séu hluti af verkinu. Merkingarleysiö Að því er listakonan segir sjálf felst gildi dúkanna - og væntanlega einnig glervasanna - í því að þau eru tákn um lífsstíl vissrar kyn- slóðar. Á pallinum er síðan að finna glerskáp, uppfullan með Ikea-glösum, könnum og öðrum eldhúsgögnum. Framan á honum er ljósmynd af íslensku landslagi og ofan á honum er sýn- ingarvél sem sýnir í síbylju myndir af hlutum og íslenskum innréttingum frá síðustu öld. Fyrir mér eru þessi verk holdtekja ákveðinn- ar áráttu í íslenskri samtímalist, einkum in- stallasjónum og verkum blandaðrar tækni, nefnilega að dubba hluti, sérstaklega úr dag- lega lífinu, upp í einhvers konar tilvisanir án þess að gefa til kynna til hvers þeir eiga að vísa. Fyrir vikið verða þeir þaö sem Barthes kallaði merkingarsnauð tákn, þögul um annað en merkingarleysi sitt. Ég þekki auðvitað hekl- aða dúka og glingurvasa, en geta þeir sagt mér eitthvað markvert um þá mörgu einstaklinga sem einu sinni áttu þá, og er hægt að draga af þeim ályktanir um „lifsstíl vissrar kynslóðar"? Hrútur Olafar Nordal Er hann tákn hins þrautseiga og þrjóska ísiendings hér á öldum áöur? Ef svo, hvaða ályktanir? Verk af þessu tagi ganga einungis upp með vísan til heimatilbúinna tilfmningalegra for- sendna listamannsins sjálfs. Sem verður þá að koma eilítið meira til móts við áhorfandann. Tilraunlr tíl frumsköpunar Þetta á eiginlega líka við um installasjón Ólafar Nordal. Hún er vissulega vönduð eins og allt sem frá henni kemur. 1 hálfmyrkvaðri gryíjunni er að finna gríðarstóran hrút úr frauðplasti, á stórum skermi er sérhönnuð hreyfimynd af hrúti sem skekur sig, jarmar og berar tennurnar en á vegg hangir göngustafur úr upplýstu neoni. Hafandi dáðst aö vinnu- brögðum listakonunnar veltir maður fyrir sér hvar maður eigi helst að bera niður í leit að „kóðum“ verksins. Er hrúturinn tákn hins þrautseiga og þrjóska íslendings hér á öldum áður, hins framsækna íslendings nútíðar, er hann trúarlegt tákn, tákn fyrir gróðureyðing- una á landinu eöa eitthvað annað? Þau mis- vísandi skilaboð sem verkið sendir frá sér vekja með manni ófullnægju, jafnvel snert af óþoli. Verk Völku valda manni ekki viðlíka heila- brotum. Þau eru hreinræktaðar tilraunir til frumsköpunar án tillærðar þekkingar, eins og við þekkjum úr súrrealisma og öðrum góðum ismum. Listakonan tekur törn og gerir leir- styttur án þess að hafa til þess tilhlýðilega kunnáttu. Út úr törninni koma verk sem kall- ast á við kitsch og næfisma, en eru um leið blessunarlega laus við tilgerð. Aðalsteinn Ingólfsson Ropi stendur til 3. júní. Nýlistasafniö er opið kl. 12-17 nema mánudaga. Leikandi söngkona, syngjandi leikkona Þóra Einarsdóttir er í hópi þeirra ungu íslensku einsöngvara sem virðast ætla að ná langt í óperuheiminum. Hún hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum og óperuuppfærslum hérlendis og erlendis og nýlega var hún fastráðin við óperuhúsið í Wiesbaden i Þýskalandi. Á laugardaginn hélt hún einsöngstónleika í Salnum í Kópavogi ásamt Jónasi Ingimundarsyni pianóleikara og með þeim lék í einu verki Ármann Helgason á klarínettu. Verkefna- skráin samanstóð af einsöngslögum eftir Mozart og Schubert fyrir hlé og þekktum óperuaríum úr Don Giovanni, Töfraskytt- unni, Grímudansleik og Leðurblökunni eftir hlé. í upphafi tónleikanna tiplaði Þóra létt- stíg og hvítklædd inn á sviðið, líkust huldukonu úr kletti, og á sama léttstíga mátann tiplaði hún inn í fyrsta lagið, Þrá eftir vori eftir W.A. Mozart. Það var varla hægt annað en hugsa með sér að ákveðin likindi hljóti að hafa verið með þeim Moz- art og Þóru, rödd hennar er ótrúlega björt og tær og sú fyrirhafnarlausa glaðværð sem söngkonan býr yfir var einhvern veg- inn í fullkomnu samræmi við þá kátínu sem oft einkennir verk Mozarts. Þóra söng af mikilli list tíu stutt lög eftir hann og Jónas Ingimundarson lék fallega með á pí- anóið. Einstakir leikhæfileikar Þóru komu líka fljótt í ljós, t.d. í laginu um galdra- manninn sem var glæsilega flutt, en þeir áttu eftir að njóta sín enn frekar í óperu- aríunum. Næst á verkefnaskránni var Hirðirinn á hamrinum eftir F. Schubert. Þar lék með á klarínettu Ármann Helgason en Ármann er með okkar bestu klarínettuleikurum og átti mjög fallegan samleik með þeim Jónasi og Þóru. Eftir hlé tók svo við hver óperuarian á fætur annarri þar sem Þóra sýndi snilld sína. Leikur Jónasar Ingimundarsonar var þar að mestu mjög góður en á stöku stað mátti þó greina loðna skala og hlaup, eink- um í hröðustu köflunum í aríunum, t.d. úr Töfraskyttunni eftir Weber. Þóra sýndi þarna berlega hversu flinkur túlkandi hún er, hún hefur bráðskemmtilega kómíska hæfileika sem nutu sin sérlega vel til dæm- is i aríu Óskars skjaldsveins í Grímudans- leik og í hlutverki Adele í Leðurblökunni eftir Strauss. Óskar skjaldsveinn sýnir í aríunni fram á sönghæfileika sína en Adele í sinni aríu fram á ótvíræða leik- hæfileika og gerði Þóra hvort tveggja, arí- urnar voru því skemmtilega valdar saman. í lokin voru Þóra og Jónas klöppuð upp tvisvar og fluttu þá fyrst lítið skemmtilegt lag eftir Jónas sjálfan, sem hann hafði samið fyrir Þóru, og gaf henni að skilnaði. Þóra endaði svo tónleikana á að syngja Ó, leyf mér þig að leiða sem eins konar kveðju áður en hún heldur af landi brott. Óperuhúsið í Wiesbaden má prísa sig sælt að hafa hreppt Þóru því eins og fyrr segir er hún ekki aðeins frábær söngkona, hún fer einnig á kostum í leikrænni túlk- un sinni, jafnvel þó hún standi ein á beru sviðinu. Við óskum Þóru góðrar farar og velgengni í þeim verkefnum sem hún á eft- ir að takast á hendur á erlendri grund. Hrafnhildur Hagalin Guðmundsdóttir DV-MYND E.ÓL. Þóra Einarsdóttir sópransöngkona Hún var líkust huldukonu úr kletti MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2000 x>v Umsjón: Siija Aöalsteinsdóttir Nokkrir hinna glööu útskriftarnema LHÍ. Ú tskr if tar sýning Við minnum á útskriftarsýningu Lista- háskóla íslands sem var opnuð að Laugar- nesvegi 91 á laugardaginn og stendur til 20. maí. Hún er opin frá kl. 14 til 18 daglega. Aðgangur er ókeypis. Þarna má sjá verk 64 nemenda bæði af hönnunar- og myndlistarsviði og alla dag- ana verða nemendur á staðnum og veita leiðsögn um svæðið. Fjölbreyttar uppá- komur verða í boði og vegleg sýningarskrá fæst á staðnum með textum frá nemendum og myndum af verkum þeirra. Scarpetta fyrirles Franski rithöfundurinn, háskólakennar- inn og fræðimaðurinn Guy Scarpetta held- ur tvo fyrirlestra hér á landi nú í vikunni. Fyrri fyrirlesturinn veröur í Odda í dag kl. 17 og fjallar um Frangois Rabelais og verk hans, Gargantúi og Pantagrúll, sem kom út í íslenskri þýðingu Erlings E. Halldórsson- ar fyrir nokkrum árum. Síðari fyrirlestur- inn heldur Scarpetta annað kvöld kl. 20 í Alliance frangaise í Þekkingarhúsinu, Hringbraut 121, og fjallar þar um strauma og stefnur í skáldsagnalist samtímans, einkum út frá skáldsögum Milans Kundera sem við þekkjum öll. Fyrirlestrarnir verða fluttir á frönsku en verða túlkaðir á ís- lensku jafnóðum og eru öllum opnir. Auk þess mun Scarpetta taka þátt í hring- borðsumræðum í ReykavíkurAkademí- unni. Guy Scarpetta er einn þekktasti rithöf- undur og bókmenntagagnrýnandi Frakka og hefur um árabil verið áberandi í opin- berri umræðu um bókmenntir og listir þar I landi. Hann hefur setið í ritstjórn virtra tímarita og er nú með reglulega þætti í franska ríkisútvarpinu, skrifar í ýmis tímarit og dagblöð um stjórnmál og bók- menntir og gerir sjónvarpsþætti. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Frönsku aka- demíunnar fyrir skáldsöguna Ljóðrænu svítuna 1992. Scarpetta kemur hingað til lands í boði Sendiráðs Frakka á Islandi í samstarfi við frönskudeild Háskóla islands, Reykjavík- urAkademíuna og Alliance Frangaise. Langar þig ad læra ad syngja? Næstu vikur heldur Ingveldur Ýr söng- kona söngnámskeið fyrir byrjendur á öll- um aldri. Námskeiðin veita innsýn í helstu grunnatriði í söng, radd- beitingu og tónlist. Kennd verða grunnatriði í söng; öndun, heilbrigð líkamsstaða ásamt ein- földum raddæfingum. Einnig verða fyrstu skref- in í tónheyrn og nótna- lestri kynnt. Engin fyrri reynsla er nauð- synleg og lögð er áheyrsla á sem aðgengi- legasta kennslu svo nemendur hafi fyrst og fremst gaman af þvi að kynnast eigin rödd og þeim ótrúlegu möguleikum og krafti sem hún hefur að geyma. Einnig verða námskeiö fyrir nemendur með reynslu, þá sem vilja rifja upp og fríska upp á söngtækni sína. Upplýsingar í síma 898 0108. Kanada kynnt Á vorfundi Félags íslenskra háskóla- kvenna 17. maí verður að þessu sinni kynning á Kanada. Kanadískir sérréttir verða á borðum og fyrir- lesari kvöldsins verður Viðar Hreinsson bók- menntafræðingur. Hann ætlar að tala um Vestur- íslendinga og Stephan G. Stephansson en Við- ar er einmitt að semja ævisögu Stephans G. Á vorfundum fyrri ára hafa félagskonur kynnt Japan, Mexíkó, Indland, Egyptaland, Kína og Hong Kong á svipaðan hátt. Fundurinn verður haldinn á Hótel Holti, hann er öllum opinn en nauðsynlegt er að skrá sig á hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.