Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Page 16
16 33 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjórar: Jönas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fróttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, simi: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deiidir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsíngar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m, vsk„ Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Sjómannaverkfall Áform ríkisstjórnarinnar um að setja lög á sjómannaverk- fallið koma ekki á óvart. Þau hafa legið í loftinu síðustu daga. Hins vegar kemur útfærslan gagnvart þinginu nokkuð á óvart því erfitt er að sjá skynsemina í því að standa þannig að mál- um að ýfingarnar aukist að óþörfu þegar málið er jafn við- kvæmt og umdeilt og raun ber vitni! Aðalatriðið er þó að rik- isvaldið hefur ákveðið að grípa inn í þesa langvinnu deilu og taka fram fyrir hendurnar á samningsaðilum, einu sinni enn. Þá niðurstöðu ber að harma þótt ekki sé tilefni til stóyrtra for- dæminga, hvorki á þessu inngripi stjórnvalda né getuleysi samningsaðila til að semja. Hin æskilega niðurstaða er auðvit- að sú að kjör sjómanna séu ákvörðuð í frjálsum samningum en þá verða líka að vera einhverjar líkur á að slíkir samning- ar náist. Rétturinn til frjálsra samninga felur líka í sér skyld- una til að ná samningi. Engar líkur voru á slíkum samningi og virðast deiluaðilar sjálfir meira að segja sammála um það. En þrátt fyrir að verkfalli verði aflýst er kjaradeilan sem slík enn óleyst og ekki augljóst í hvaða farveg hún mun fara. Það er til dæmis enn fræðilegur möguleiki á því að menn nái frjálsum samningum - þótt það verði því miður að teljast frek- ar ólíklegt. Ljóst er að þetta verkfall hefur haft gríðarlegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið, einstök fyrirtæki, fiskverkafólk og svo auð- vitað þá sem tengjast því beint. En áhrifin eru líka mikil á fé- lagasamtök sjómanna og samstöðu þeirra. Alger trúnaðar- brestur er þannig kominn upp milli samtaka vélstjóra og ann- arra sjómanna. Einnig er ljóst að klofningur er kominn upp í röðum yfirmanna á fiskiskipum, klofningur sem var við það að koma fram þegar tilkynnt var um yfirvofandi lagasetningu en norðlenskir skipstjórnarmenn gengu ekki lengur í sama takti og forusta FFSÍ í Karphúsinu. Þá bresti verður snúið að berja i, jafnvel þótt verkfallsþrýstingnum hafi verið tappað af. Það er því ekki ótrúlegt að þegar til lengri tíma er litið muni afleiðingar verkfallsins á kjarabaráttu sjómanna verða þær að raðir bæði breiðfylkingarinnar og forustunnar muni riðlast sem aftur mun hafa áhrif á samningsgerðina. Hver þau áhrif verða nákvæmlega og hvernig þau breyta landslaginu á hins vegar eftir að koma í ljós. „Too tricky“ Árangur íslenska sönghópsins Two Tricky í söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva um helgina var slakur. Þó stóðu söngvararnir sig vel á sviði og framkoma þeirra var bæði fag- mannleg og glæsileg. Lagið virðist einfaldlega ekki hafa fallið í kramið hjá evrópskum sjónvarpsáhorfendum að þessu sinni og er ekkert við því að segja. Mikið fjaðrafok varð út af því í vetur að útvarpsráð vildi láta syngja íslenska framlagið á ís- lensku og töldu gagnrýnendur íslenskuna til þess fallna að skemma fyrir keppendum á svona móti. Enda var ákvörðun útvarpsráðs á endanum breytt og lagið sungið á ensku. Nú er komið í ljós að það þarf meira til en minnimáttarkennd vegna íslenskunnar til að ná árangri í svona keppni og það gæti meira að segja vel verið að lagið hefði orðið eftirminnilegra í hugum Evrópubúa ef það hefði verið sungið á íslensku. Auð- vitað er eðlilegt að flytjendur fái almennt að ráða á hvaða máli þeir syngja, en reynsla helgarinnar sýnir að enskan er ekki endilega allsherjarlausnarorð í þeim efnum. Keppnin er snún- ari en svo og í ár var hún of snúin fyrir ísland. Hún var ein- faldlega „too tricky“ fyrir okkur, svo gripið sé til hinnar títt- nefndu ensku. Birgir Guðmuhdsson _______________________________________MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001_MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001 DV Skoðun Lærir maðurinn af reynslunni? Nýlega ritaði sendiherra okkar í Washington D.C. hugvekju í Lesbók Morgun- blaðsins sem hann nefndi Væntingar og vonbrigði. Hugvekjan er eins og tær upphrópun um bresti aldar- farsins í sundruðum heimi andstæðna, rituð að hluta í undirstrikunar-og sím- skeytastíl. Margir andans menn sem líta yfir sviðið á seinni hluta æviskeiðsins rumska óþægilega og senda frá sér heimsósómaávarp með yfirgripsmikllli útsýn yfir víð- lendi mannlegrar tilveru. - Nýlega sendi Havel frá sér athyglisverða grein í svipuðum dúr. Spurning sendiherrans í lokin er; getum við lært af reynslunni? Og væntingin sú að vonandi geti maður- inn með Guðs hjálp átt hlut að lausn- inni á hrikalegum vandamálum mannkynsins sem flest stafi frá hon- um sjálfum. Vandinn er að stórum hluta fólginn í því að finna lausnina en síðan að vinna að henni. Hver er lausnin? Hinn snjalli huganasmiöur Isaiah Guðmundur G. Þórarinsson verkfræöingur Berlin sagði einhvem tima að hann hefði varið 40 árum ævi sinnar í að reyna að svara spurningunni: Hvern- ig á að lifa líflnu? Við dags- brún nýrrar aldar er eðli- legt að menn líti aftur ekki síður en fram. Mestu áhrifa- valdar tuttugustu aldarinn- ar eru án efa gríðarlegar framfarir á sviði vísinda og tækni, og ekki síst nú tölvu- tækni, og hinir ógnvekjandi hugmyndafræðilegu storm- ““”"ar, -ismar og stórasann- leiksstefnur sem hafa gengið yfir og skilið eftir sig hörmungar og eyði- leggingu í ríkara mæli en hvirfilbylj- ir og jarðhræringar. Ég nefni rússnesku byltinguna og eftirleikinn, nasismann í Þýskalandi, einræðisstjórnir til hægri og vinstri oft reistar á hugmyndafræði þeirrar nauðsynjar að hafa vit fyrir almúg- anum og réttlætingu þess að fóma lífi þjóðfélagshópa, jafnvel beita fjöldaútrýmingu til þess að ná fram hinni einu sönnu þjóðfélagsuppbygg- ingu. Ég nefni ofstæki kynþáttamis- réttis og trúarbragða. Hvern hefði órað fyrir því að það gæti gerst sem við höfum orðið og erum vitni að í Júgóslavíu eftir allt sem á undan er gengið. Framtíöarríkið Hnattvæðingin er afl sem mikil áhrif mun hafa á framtíð- arþróun. Hnattvæð- ingin mun færa með sér aukna sam- ræmingu sem hefur innbyggðan óróa. Samræming fórnar margbreytileika lifsins, fjölbreyti- leika mismunandi menningar og gerir lifið og veröldina fá- tæklegri. Hugmynd- ir manna um Útóp- íu, hið fullkomna ríki þar sem allir lifa í sátt og sam- lyndi, friður ríkir og æðstu gildin eru höfð í hávegum, byggja á kyrrstæðu, óbreytanlegu ríki þar sem allir eru sammála um hver mikilvægustu gildin eru. stangast á við hvert annað að mati hinna mis- munandi einstak- linga. Meðan þeir komast til valda sem telja sig vita öllum betur hvernig framtið- arrikið á að vera og eru tilbúnir að knýja það fram með öllum tiltæk- um ráðum án til- lits til afleiðinga mun heimurinn ganga áfram gegnum sömu ógnvænlegu at- burðina og ekk- ert læra af reynslunni. Aðeins um- margbreytileika lífsins, fjölbreytileika mismunandi menn- kvæmurdl’skdn- Hnattvœðingin er afl sem mikil áhrif mun hafa á framtíð- arþróun. Hnattvœðingin mun fcera með sér aukna sam- ræmingu sem hefur innbyggðan óróa. Samræming fórnar ingar og gerir lífið og veröldina fátœklegri. Slíkt mun líklega ekki fá staðist til lengdar, því allar spurningar um við- horf, hegðun og hamingju eiga sér mörg svör sem eru jafngild og geta Afmæli eiðrofanna Það var eitthvað skoplega tákn- rænt við þá ráðstöfun hérlendra stjórnvalda að taka svonefnt Þjóð- menningarhús undir 50 ára afmælis- hátíð erlendrar hersetu í landinu með hliðsjón af því, að bæði vorið 1949, þegar aðildin að NATO var sam- þykkt á Alþingi, og vorið 1951, þegar bandarískur herafli gekk hér á land að Alþingi fornspurðu, sóru ráða- menn þjóðarinnar og sárt við lögðu, að hér skyldi ALDREI vera erlendur her á friðartímum. í seinna tilvikinu var stjómarskrá lýðveldisins reyndar þverbrotin, meðþvi í henni er skýlaust ákvæði um, að afsal íslensks landsvæðis heyri undir Alþingi en ekki ríkis- stjórn. Samþykkt Alþingis kom að visu eftir dúk og disk, en gerræði stjórnarflokkanna var til marks um pukrið og baktjaldamakkið sem löng- um hafa loðað við herstöðina og hermangið. Framlag til sameiginlegra varna! í öndverðu var því gjarna haldið á loft af formælendum herstöðvarinnar, að aðstaðan á Keflavíkurfluvelli væri lágmarksframlag íslendinga tO sam- eiginlegra varna lýðræðisþjóðanna, en vendilega þagað um stórkostlegar lánveitingar og margskonar önnur fríðindi sem íslensk stórfyrirtæki nutu vestanhafs i beinum tengslum við „herverndarsamninginn". Þegar fjármálaspillingin kringum herstöð- ina fór að verða heyrinkunn, reyndist æ erfiðara að veifa „framlaginu". Sú spilling hefur nú grassérað í samfleytt hálfa öld með afleiðingum sem sjá- andi mönnum liggja í augum uppi. Áætlað er að miUi 30 og 40 milljarð- ar króna hafi á hverjum liðnum ára- „Áœtlað er að milli 30 og 40 milljarðar króna hafi á hverj- um liðnum áratug runnið frá setuliðinu beint inní íslenskt efnahagskerfi og þá fyrst og fremst til íslenskra aðalverk- taka og annarra gœðinga helmingaskiptaflokkanna ..." tug runnið frá setuliðinu beint inní íslenskt efnahags- kerfi og þá fyrst og fremst til íslenskra aðalverktaka og annarra gæðinga helminga- skiptaflokkanna, Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks, enda 'eru menn löngu hættir að tala um framlag til sam- eiginlegra vama. . Um miðjan áttunda áratug hafði sú hégilja gengið sér til húðar meðal þorra íslend- inga, að bandaríski herinn væri á Keflavíkurflugvelli til að tryggja varnir og öryggi íslands, og mátti hafa þorskastríðin við Breta til marks um haldleysi hennar. Jafnvel dyggustu NATO-sinnar voru farnir að viðurkenna að herstöðin hlyti að verða forgangsskotmark í kjarnorku- striði tröllveldanna. En þessir sömu menn vildu fyrir hvem mun fá að deyja með sínum vesturheimsku hug- sjónabræðrum. Var þá þegar orðið dagljóst öllum almenningi að herstöð- in í Miðnesheiði væri hlekkur í varn- arkerfi Bandaríkjanna og kæmi !s- lendingum í reynd næsta lítið við. Á þessu hnykkti Josef Luns fram- kvæmdastjóri NATO árið 1975, þegar hann upplýsti að herstööin í Keflavík sparaði bandarískum skattborgurum 22 milljarða dollara árlega, því án hennar neyddust Bandaríkin tfl að hafa sex tfl sjö stór flugvélamóðurskip á Norður-Atlantshafi til að gegna þeim njósna- og eftirlitsstörfum sem unnin væru frá Keflavík. Enginn veit og enginn veit! Á 50 ára afmæli hersetunnar lét „blað allra landsmanna" sér ekki nægja að gefa út kálf einsog gert er þegar „stórmenni" eiga afmæli eða Sigurður A. Magnússon rthöfundur kveðja jarðlíflð, heldur var komið á flot 24 síðna flóð- hesti með greinum og viðtöl- um við nokkra helstu for- mælendur ótímabundinnar erlendrar hersetu í landinu ásamt tveimur stuttum við- tölum við andstæðinga her- setunnar, sem gáfu umijöU- uninni falska áferð hlut- lægni. Formælendurnir lögðu fátt nýtilegt til um- ræðunnar, hömpuðu mest- anpart gömlum og leiði- gjörnum klisjum, sumir með breyttu orðfæri. Mestur fengur var í greinargerð Vals Ingimundarsonar sem meðal annars hafði grafið upp bandaríska skýrslu frá 1962, þarsem fram kom að lögreglan í Reykjavík gæti reitt sig á „1500 manna liö af ungum mönnum, sem komið var á fót í kyrrþey árið 1961, en eina markmið þeirra er að koma í veg fyrir ofbeldi kommúnista." Björn Bjarnason menntamálaráherra kom af fjöUum, þegar hann var spurð- ur um þetta fjölmenna hvítlið, og verður að teljast furðulegt með hlið- sjón af bakgrunni hans. Ein af mannvitsbrekkum Alþingis, Kristján Pálsson, svaraði spurningu Fréttablaðsins um hugsanlega ógnun á þessa leið: „Það veit enginn ógnun- ina fyrr en hún kemur. Við verðum að vera viðbúnir því að okkur verði ógnað og þvi verðum við að hafa til- tækcu: varnir. Einu sinni var okkur ógnað úr austri, það getur orðið úr suðri næst. Kannski eftir áratug, eða marga áratugi." - Enn ein vísbending um andlegt atvervi manna sem kjöm- ir hafa verið í forustusveit lands- manna! Sigurður A. Magnússon ingur og virðing fyrir sjónarmið- um annarra er það lóð sem maður- inn getur lagt á vogarskál framtíðar- lausnar. Guðmundur G. Þórarinsson Ummæli Virkir þátttakendur „Við eigum samleið með vina- og samstarfs- þjóðum í Evrópu og Norður-Ameríku. Varn- arsamningurinn við Bandaríkin og aðildin að Atlantshafsbandalag- inu er besti vitnisburðurinn um þá samleið. Við viljum vera virkir þátt- takendur við breyttar aðstæður. Með það í huga höfum við breytt áherslum, mótað nýja stefnu í góðu samstarfl við vini og bandamenn. Það samstarf hef- ur verið til heilla og á þeim trausta grunni viljum við byggja öryggi ís- lensku þjóðarinnar til frambúðar." Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra um 50 ára afmæli varnarsamningsins. Stundvísi í eigin ranni „Stundvísi er eitthvað sem íslend- ingar taka ekkert allt of alvarlega. Þetta er mýta sem loðir við okkur og hyggur ekki á að yfirgefa okkur í bráð. Við gætum reyndar tekið til okkar bragðs og útrýmt þessari mýtu. Til þess þarf þjóðarátak en þar sem öll þessi þjóðarátök eru stundum frekar gagns- laus ætti hver að byrja á því að taka til i sínum ranni. Margt smátt gerir eitt stórt og sjálf er ég í átaki við seina- gangi um þessar mundir. Ekki veitir af. Það mættu fleiri gera slíkt hið sama.“ Elva Dögg Melsted í pistli á Strik.is Saltið svíði í sárum „Knýi sérhagsmunagæsluþingmenn stórútgerðarinnar fram kvótasetningu á allar veiðar áður en endurskoðunar- nefndin um fiskveiðistjómun lýkur störfum ættu þingmenn upp til hópa að hætta að slá ryki í augu kjósenda með sáttahjali um stjómun fiskveiða. Fari svo er hætt við að saltið svíði í sárum margra." Úr leiöara Bæjarins besta á ísafiröi. Spurt og svarað Er síðasta hœkkun tryggingabóta viðunandi? Ásta Ragnheiður Jóhannesd., þittgmadur Samfylkingar. Fyrsta skrefið en leiðin löng „Þessar breytingar eru í áttina, en þó bjóst ég við að lífeyrisþegar myndu að minnsta kosti fá í sinni hlut það sem uppá vantar að staðið hafi verið við lög gagnvart þeim. Svo er ekki, þvi bætur al- mannatrygginga hafa ekki fylgt launaþróun lög segja að gert skuli. Aftur á móti kom mér á óvart að ekki væri allt í frumvarpi ráöherra til breyt- inga á almannatryggingalögum, sem nefnd for- sætisráðherra lagði til og kynnt var á blaða- mannafundi í sl. viku. Ég fagna auknu jafnræði með einstaklingum og sambýlisfólki sem þama kemur fram - og að vinnuletjandi áhrif örorku- greiðslan skuli minnka. Þessar breytingar eru að- eins fyrsta skrefið til bætts lífeyrisþega, en fleiri þufa skrefan að vera því leiðin er löng.“ Ásta Möller, þingmaður Sjálfstœðisflokks. Til móts við við- hoif og kröfur „Á nokkrum mánuðum hefur á 3 milljarði kr. verið veitt til viöbótar til lífeyris almannatrygginga, sem á ári þýðir hartnær 2 milljarða króna i aukin framlög til málaflokksins. Þær breytingar sem verða á al- mannatryggingalögunum taka jafnframt á réttlætis- atriðum sem skipta lifeyrisþega miklu og komið er til móts við viðhorf og kröfur sem em uppi í samfé- laginu. Ljóst er að breytingamar koma sérstaklega til góös þeim tekjulægstu og kjör þeirra batna. Þá er munur bóta milli einstaklinga annarsvegar og hjóna- fólks hinsvegar minnkaður. Breytingamar munu og auka svigrúm öryrkja að geta aflað sér tekna með at- vinnu, án þess að slíkt skerði bótagreiöslur til þeirra óeðlilega mikið. Það gefur aukna möguleika á virk- ari þátttöku öryrkja í samfélaginu." Ólafur Ólafsson, formaður Félags eldri borgara Einn og hálfiir bíómiði „Vð hefðum farið fram á.betri af- greiðslm Ósk okkar var sú að al- mennur tekju- og grunnlífeyrir yrði aukinn en ekki búin til fátækrahjálp. Ef tekjur aldr- aðra og örykja hér eru bornar saman við það sem gerist í nágrannalöndunum eru þær verulega lægri hér. Bilið milli ellilífeyris- og almennra launa hér á landi er einnig að gliðna. Þakka ber það sem vel er gert, svo sem að bætur til þeirra öryrkja sem verst hafa kjörin eru bættar og svigrúm þeirra til atvinnu eykst. Með væntanlegum breytingum fá margir aldr- aðir auknar bótagreiðslur, en flestir um aðeins 1.700 kr. á mánuði og þegar skattur hefur verið tekinn af dugar viðbótin ekki nema fyrir einum og hálfum bíómiða. Við hefðum talið eðlilegra að grunnlífeyrir og tekjutrygging hefðu hækkað skv. launavísitölu .“ Sovéskir stjórnarhættir - í landi frjálshyggjunnar Signý Jóhannesdóttir, form. Verkalýðsfél. Vöku á Siglufirði. Fátœkrastyrkur festur í sessi „Mér hefur virst á ummælum forystumanna Öryrkjabandalags- ins að verið sér að festa enn betur í sess fátækrastyrki á íslandi. Undir þá kenningu get ég tekið, því tekjutengingin vinnur að þessu. Ef ráðamenn hefðu hinsvegar manndóm í sér til- þess að hækka grunnlífeyrinn til jafns við launa- þróun væri staðan önnur. Þó ef til vill séu stigin skref í rétta átt með þessum aðgerðum, er afskap- lega hægt farið og orð Össurar um ferðalag á hraða steinvölu eiga við í þessu sambandi. Því miður óttast ég að þeir sem nú stjórna málum í þessu þjóðfélaginu okkar séu hrifnir af fátækra- styrkjum og þvi verði ekki á næstunni gerðar þær breytingar á almannatryggingakerfi sem gera öldruðum og öryrkjum fært að lifa með reisn.“ Ríkisstjórnin hefur ákveöið aö breyta tryggingagreiöslum til aö koma á móts viö þaö fólk sem verst er sett. r Forseti borgarstjórnar bar Davíð Oddssyni á brýn fyrir skemmstu að stjórnarhættir hans væru í anda Sovétríkjanna sálugu. Hann skil- greindi nánar i umfangsmikilli Moggagrein að hvaða leyti forsætis- ráðherra líktist fremur gömlu Kremlarherrunum en stjórnanda lýðræðisríkis. Björn menntamála- ráðherra brá skildi fyrir Davíð og trúði tölvu sinni fyrir að Helgi Hjörvar færi með háð og spé og mátti á honum skilja að ómerk væru ómaga orðin. En ekki leið á löngu þar til Björn Bjarnason lá sjálfur undir ámæli um að vera farinn að taka stjórnarherra Sovétríkjanna sér til fyrirmyndar og væri að koma sér upp sams konar stjómsýslu og þeir. En það eru eink- um gamlir allaballar sem sjá hlið- stæðurnar með gömlu kommunum í Sovét og forráðamönnum Sjálfstæð- isflokksins. Sigríður Jóhannesdóttir hélt því blákalt fram á Alþingi að til- laga Bjöms um nýtt Rannsóknarráð íslands tæki mið af sovésku alræði. Bjöm ætlar nefnilega að ganga svo frá hnútum að sjö ráðherrar verði í Rannsóknarráðinu. Það veröur því sannkallað ráðherraráð. Þessa hugmynd er svo upplagt að útfæra á fleiri sviðum. Þannig væri hægt að skipa flugráð eintómum ráðherrum og ekki væri ónýtt að ekki sætu aðrir í útvarps- ráði en ráðherrar og svona má áfram telja. Þá er einsýnt að málefnum Seðlabankans væri vel skipað ef að- eins ráðherrar sætu í bankaráðinu. Þeir hefðu líka gott af því að æfa sig í að stýra bankanum því mikill meirihluti bankastjóranna kemur úr hópi ráðherra sem margir hafa langa og góða reynslu af því að klúðra efnahagsmálum þjóðarinnar. Sovésk frjálshyggja Annars er það ekki fjarri lagi að bendla embættisstörf menntamála- ráðherra við sovéska miðstýringu. Þau málefni sem undir hann heyra, menntun og menning eru að mestu leyti ríkisrekin og íþróttareksturinn er meira og minna á opinberu fram- færi. Menntakerfin ríkisrekin og ef imprað er á einkavæðingu kennslu í einhverjum greinum ætla ríkis- reknu kennarasamtökin af göflunum að ganga. Þeir skólar sem heita eiga sjálfseignarstofnanir eða jafnvel í einkaeigu ganga einnig fyrir elds- neyti úr ríkissjóði. Þegar kemur að menningunni er langöflugasti fjölmiðill landsins rík- isrekinn en þó með þeim undarlega hætti að hljóðvörpin og sjónvarpið fær að leggja skatta á lands- menn, selja auglýsingar og síðan að láta fyrirtæki kosta efni og fá þau í staðinn mikla og góða umgetningu um vörur sínar og þjónsutu. Er engu líkara en að dr Jen- kyll og mr Hyde sé æðsti ráðamaður í því sovéti. Björn Bjarnason er búinn að vera manntamálaráð- herra lengur en elstu krakk- ar muna. Samt bólar hvergi á því að hann reyni eða hafi hug á að aflétta sovéskum rekstri á menntun eða menn- ingu. Ríkið skal standa undir þeim báknum hvað sem tautar og raular. Ríkisrekstur menningar Engum þykir sjálfsagðara en lista- mönnum að menningin sé kostuð af ríkinu eða öðrum opinberum app- arötum, svo sem sveitarstjórnum. Pólitikusarnir eru sama sinnis og er örlátir þegar þeir auglýsa sinn menningarlega smekk. í Sovétríkj- unum var öll menning ríkisrekin en sá var munurinn að þeir einir fengu að fást við listræna sköpun og túlk- un sem gerðu það á þann eina hátt sem yfirvöldunum kom vel. Sovéskt listafólk voru málpípur stjómvalda og fengu borgaö fyrir það. En þótt menningin sé að miklu leyti borin uppi af rikinu gerir ríkis- valdö engar kröfur til hennar. Og þó. Oddur Olafsson skrifar: Úthlutanir hafa löngum þótt bera nokkum póli- tískan keim. Um það leyti í vetur sem mikið var urg- að út af smáumbun sem slett var í öryrkja settu pólitíkusarnir tíu stykki listamanna á ævilöng heiðurslaun á einu bretti. Voru sumir þeirra vel að þeim komnir fyrir dygga þjónustu. Ef nokkur ráðherranna kemst nálægt því að stjórna sínum málaflokk- um í sovéskum anda er það Björn Bjarnason. Sjálfur hefur hann ekki tekið þá stjórnarhætti upp heldur erft þá frá forverum sínum, allt frá Jónasi frá Hriflu og Brynjólfi Bjamasyni fram til eigin embættis- frama. Aldrei hefur borið á því að núverandi menntamálaráðherra hafi nokkurn hug á aö draga úr ríkis- rekstri menningarinnar. Þvert á móti er hert á sovésku tilburðunum með hærri framlögum víðtækari rík- isstyrkjum en jafnvel gömlu kommanna dreymdi um. En skrýtið er að gamlar aftur- batapíkur úr gamla kommaflokkn- um skuli nú reyna að koma óorði á helstu forystumenn Sjálfstæðis- flokksins með því að núa þeim um nasir að þeir séu að koma á fót lang- þráðu Sovét-íslandi. - Og kannski tekst þeim það. „Gamlir allaballar núa þeim Davíð Oddssyni ogBimi Bjarnasyni því um nasir að þeir séu laumukommar sem stjómi í anda Sovétríkjanna. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.