Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Síða 4
Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001
r>v
Seðlabankinn:
Óvenjulega útsmogið „vinnulag“ þriggja Litháa í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni:
Töluðu saman gegnum
miða í sígarettustubbum
- sátu allir í jakkafötum í réttarhöldunum og neita sök þrátt fyrir miklar sannanir
Lögreglumenn losa handjárnin
Óvenjumikil vinna, tími og peningar hafa fariö í mál Litháanna þriggja m.a.vegna þess aö þá
má ekki flytja í sama bíl. Tveir lögreglumenn veröa aö vera í hverjum bíl og feröirnar milli lög-
reglustöövar og héraösdóms annars vegar og Litla-Hrauns og annarra fangelsa hins vegar ótelj-
andi frá því í mars. Á myndinni taka lögreglumenn handjárnin af tveimur sakborninganna sem
eru lengst til vinstri og fyrir miöri mynd.
Þrír menn frá Litháen, sem ákærð-
ir eru fyrir milljónainnbrot í Hans Pet-
ersen og Bræðuma Ormsson i mars,
komu ítrekað skilaboðum hver til ann-
ars er þeir voru í gæsluvarðhaldi á
Litla-Hrauni um svipað leyti og lögregl-
an var að yfirheyra þá hvem í sínu
lagi. Þessi skilaboð - sem vom í miða-
formi - og fjölmargt annað, em nú
vopn í höndum ákæruvaldsins gegn
mönnunum sem neita alfarið sök þrátt
fyrir að þeir hafi verið handteknir með
þýfið í höndunum og DNA-rannsókn
tengi þá beint við ýmis sönnunargögn.
Hjalti Pálmason, sækjandi af hálfu
Lögreglustjórans í Reykjavík, upplýsti
í réttarhaldinu að svo illa hefðu Lithá-
arnir látið í gæsluvarðhaldinu að þurft
hefði að flytja þá á milli fangelsa til að
skilja þá að. Þeir hefðu verið famir að
kallast á innan veggjanna - að sjálf-
sögðu á tungumáli sem enginn skildi
nema þeir sjálflr.
Farðu í sturtu einu sinni á dag
og...
Þremenningamir skrifuðu á miða,
vöfðu þá inn í sígarettustubba og
skildu þá eftir á ýmsum sameiginleg-
um stöðum í gæsluvarðhaldsáimu
Litla-Hrauns, s.s. eins og í sturtuklefa.
Þannig hittust þeir ekki en vissu til
þess að hinir fæm líka í sturtu eða
gengju um í útivistartíma. Það vom
fangaverðir á Litla-Hraimi sem komu
upp um bréfasendingamar.
Óttar Sveinsson
blaöamaður
í miðasendingunum kölluðu menn-
imir hver annan t.a.m. Boss eða fóst-
bróður, nokkuð sem lögreglumenn hér
heima segja að sé algengt þar sem
skipulagðir glæpahringir séu annars
vegar. „Blessaður Boss,“ stóð m.a. á
einum miðannna. í öðrum stóð eitt-
hvað á þessa leið: „Farðu daglega í
sturtu eftir hádegi og skildu eftir bréf,
ég mun líka skrifa til þín.“ Á þriðja
miðanum var bein-
línis rætt um að
þeir þremenningar
yrðu að líkindum
kyrrsettir hér á
landi vegna framan-
greindra innbrota.
Engu að síður neita
mennimir allir sök.
Einn þeirra
óskaði t.d. sérstak-
lega eftir að fara í
vitnastúku í gær til
að greina frá því að
hann væri kailaður
Boss af þeirri
ástæðu að þegar
hann hefði verið
unglingur heima í
Litháen hefði hann
gjaman klæðst bol
með slíkri áletran.
Þetta telur ákæru-
valdið ekki trúverð-
ugar skýringar.
Jakkaklæddir
menn
Mennimir, sem eru fæddir á árinu
1977, sátu allir í gær í svörtum jakka-
fótum í dómsal Héraðsdóms Reykjavík-
ur á seinni degi réttarhaldanna yfir
þeim. Þeir vora með túlk á milli sín en
gerðu gjaman að gamni sínu með til-
heyrandi glotti og skvaldri á meðan
máiflutningur fór fram. Hjördís Hákon-
ardóttir héraðsdómari stöðvaði eitt
sinn réttarhaldið og beindi orðum sín-
um til túiksins - hann ætti að túlka fyr-
ir landa sína en ekki að „láta þá tala
við sig“.
Ungu mennimir era ákærðir fyrir
að hafa aðfaranótt 17. mars brotist inn
í Hans Petersen, Laugavegi 178, og
stolið þaðan munum að verðmæti 3,1
milljón króna og nákvæmlega um sól-
arhring síðar farið inn í Bræðuma
Ormsson og haft þaðan á brott með sér
þýfi upp á 4,3 milljónir. Vitni, sem kom
fyrir dóminn í gær, sagðist hafa séð
þrjá menn í einhvers konar málning-
argalla, með nælonsokka á höfðinu,
hafa farið og brotið sér leið inn með
stálröri á síðamefnda staðinn. Þeir
hefðu verið á bíl sem stolið hafði verið.
Vitnið kvaðst hafa fylgt bílnum eftir að
bilastæði Sundlauganna í Laugardal.
Litháamir bjuggu á Farfuglaheimilinu
þar skammt frá.
ÐV-MYNDIR E ÓL.
Brosmildir piltar
Til v/nstri einn af sakborningunum,
til hægri túlkur þremenninganna.
Handteknir með þýfið -
neita samt
Þegar lögreglumenn komust á
sporið fylgdu þeir þremenningunum
eftir þar sem þeir fóru í leigubíl með
þrjá samanlímda pakka að pósthús-
inu við Grensásveg. Voru þeir þá
handteknir og þýfið fannst í pökkun-
um og átti greinilega að senda það
utan. Einnig kom á daginn að Lithá-
arnir sáust á öryggismyndavélum í
Hans Petersen aðeins 2 klukkustund-
um eftir að þeir komu til landsins.
Litháamir halda því fram að þeir
hafi verið handbendi ónefndra Pól-
verja sem hafi sagt þeim að senda
pakkana utan gegn greiðslu samtals
300 Bandarfkjadala. Þetta telur
ákæruvaldið, eins og svo margt
annað í framburði mannanna, ótrú-
verðugt, enda hafi þeir ekki einu
sinni getað gefið skýringar á veru
sinni hér á landi.
Dómur gengur á næstunni í máli
mannanna. Verði mennimir ekki
sýknaðir, eins og þeir krefjast sjálf-
ir, má bera mál þeirra saman við
sakamál þar sem Rúmeni stal and-
virði á þriðja tug milljóna króna í
skartgripum. Hann fékk á síðasta
ári 3ja ára fangelsi. I máli Lithá-
anna er um að ræða heldur verð-
minna þýfi en þar er talið að um
mun skipulagöari brotastarfsemi
hafi verið að ræða og samantekin
ráð - einbeittari brotavilja eins og
það gjarnan er nefnt, og allt þetta
ekki síst með hliðsjón af miðasend-
ingunum á Litla-Hrauni.
Skiptiborðið
aftur heim
- frá Raufarhöfn
„Við fylgjumst með og sjáum hvað
setur. Gamla skiptiborðið okkar er hér
enn og við getum gripið til þess ef illa
fer,“ segir Ingvar Sigfússon, hjá rekstr-
ardeild Seðlabankans, um skiptiborð
bankans sem rekið hefur verið af ís-
lenskri miðlun á Raufarhöfn að undan-
fömu. Nú er reksturinn nyrðra kom-
inn í þrot og verður lagður af. Verður
þá ekki lengur svarað í símann fyrir
Seðlabankann á Raufarhöfn.
„Ég býst við að óskað verði eftir
gjaldþrotaskiptum strax eftir næstu
helgi," segir Bjami Ómar Hai-aldsson,
framkvæmdastjóri Islenskrar miðlun-
ar á Raufarhöfn, en við þá aðgerð
missa 14 manns vinnuna. „Látið hefúr
verið í veðri vaka að útstöðvar ís-
lenskrar miðlunar á landsbyggðinni
væra að draga móðurfélagið í Reykja-
vik niður. Frá okkar sjónarhóli er því
öfugt farið. Móðurfyrirtækið í Reykja-
vik hefur ekkert greitt okkur á þessu
ári fyrir þá vinnu sem við höfúm innt
af hendi fyrir það og skuldar það okk-
ur nú 8 milljónir."
Raufarhafnarhreppur á 63 prósent í
íslenskri miðlun á Raufarhöfú og tap-
ar hann nú því fé sem þar var lagt í.
Unnið er að því að skoða alla mögu-
leika á áframhaldandi starfi símsvara-
þjónustunnar á Raufarhöfn og hefúr
Seðlabankinn áhuga á áframhaldandi
samstarfi, ef hægt er:
„Við erum ánægðir með samstarfið
við Raufarhöfn og vildum gjaman halda
því áfrarn," segir Ingvar Sigfússon hjá
rekstrardeild Seðlabankans. -EIR
Fangelsi fyrir
kynferðisafbrot
Tæplega þrítugur karlmaður úr
Garðabæ hefur verið dæmdur í Hér-
aðsdómi Norðurlands eystra fyrir kyn-
ferðisafbrot gagnvart ungri stúlku í bæ
á Norðurlandi. Atvikið átti sér stað
árið 1999 þegar karlmaðurinn var 26
ára og stúlkan aðeins 14 ára.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa
„káfað innan klæða á bijóstum og kyn-
færum stúlkunnar gegn vilja hennar
og neytt hana til að fróa sér uns
ákærða varð sáðfall". Þetta átti sér
stað i sendiferðabifreið mannsins þar
sem þau sýndu hvort öðra blíðuhót
eins og segir í dómnum. Síðan færðu
þau sig aftur í bifreiðina þar sem það
gerðist sem maðurinn var kærður fyr-
ir. Maðurinn hefur oft áður komist í
kast við lögin. Dómurinn yfir honum
nú hijóðaði upp á 10 mánaða fangelsi
en fullnustu 7 mánaða af refsingunni
er frestað í 3 ár haldi maðurinn al-
mennt skilorð. -gk
Veðrið a morgun
Veðrið i kvöld
Solargangur og sjavarföll
REYKJAVIK AKUREYRI
Sólarlag í kvöld 23.25 23.40
Sólarupprás á morgun 03.25 02.39
Síödegisflóö 01.11 05.44
Árdeglsflóö á morgun 01.11 05.44
Færð
Léttskýjað víða á landinu
Á morgun veröur norövestanátt, 10 til 15 m/s, og slydduél á
norðausturhorninu en hægari N- og NV-átt og víðast léttskýjaö annars
staðar. Hiti 1 til 12 stig, svalast á Noröausturlandi en mildast sunnan til.
Fostudílgú:
Vindur: (
3-5 ov* \
Hiti 5° til 12“
Hæg norblæg eöa
breytlleg átt og víöast
léttskýjaö. Hltl 5 tll 12
stlg, mlldast sunnan tli.
Laiigardagu
Vindur:
3-5 nv»
Hiti T til 13“
Hæg vestlæg eöa breytileg
átt og skýjaö meö köflum.
Hitl 7 tll 13 stig-
Sunnudagur
Hæg vestlæg eöa breytileg
átt og skýjaö meö köflum.
Hitl 7 tll 13 stig.
BVGGT A UPPLYSINGUM FRA VEGAGERD RIKISINS
máskúrir og norðvestlæg átt v/
orövestlæg átt, 5 til 8 m/s, smáskúrir og hiti éuagangur þruiyiu-
til 12 stig, mildast á Suöausturlandi. VEBUR
SKAF-
RENNINGUR
ögs?
■" '’qcTk
r
Skýringar á veöurtáknum
J^VINDÁTT ÁH *—Hm -10° 'nVINDSTYRKUR Vroncr 1 motrum 5 sekúndu 1 HBÐSKÍRT
o
LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAD
í? Ö W Q
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
Færð og ástand vega
Upplýsingar um færö og ástand vega,
ásþungatakmarkanir og lokanir á
vegum er aö finna á heimasíðu
Vegageröarinnar www.vegag.is eöa f
þjónustusímanúmeri hennar.
cnSNJÖR
mm ÞUNGFÆRT
wm ÓFÆRT
ism
AKUREYRI skýjaö 8
BERGSSTAÐIR skýjaö 7
B0LUNGARVÍK rigning 10
EGILSSTAÐIR 8
KIRKJUBÆJARKL. skýjaö 8
KEFLAVÍK alskýjaö 4
RAUFARHÖFN rigning 6
REYKJAVÍK úrkoma 4
STÓRHÖFÐI alskýjaö 4
BERGEN alskýjaö 8
HELSINKI skýjaö 8
KAUPMANNAHÖFN skúrir 11
ÓSLÓ rigning 7
STOKKHÓLMUR 5
PÓRSHÖFN alskýjaö 10
ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö 10
ALGARVE léttskýjaö 22
AMSTERDAM léttskýjaö 15
BARCELONA heiöskírt 20
BERLÍN skýjað 13
CHICAGO skýjaö 9
DUBLIN skúrir 12
HAUFAX alskýjaö 11
FRANKFURT skýjaö 16
HAMBORG skýjaö 12
JAN MAYEN úrkoma 2
LONDON léttskýjaö 13
LÚXEMB0RG skýjaö 15
MALLORCA heiöskírt 20
M0NTREAL léttskýjaö 7
NARSSARSSUAQ alskýjaö 6
NEWYORK skýjað 16
ORLANDO hálfskýjaö 23
PARÍS hálfskýjaö 18
VÍN léttskýjaö 18
WASHINGTON skýjað 17
WINNIPEG heiðskírt 12
EflOlJBLlOrVt: ' > OJLl.UL'1=£!li