Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Page 6
6 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001 Fréttir DV Skýrsla um heimsyfirráð Thermo Plus á kælitækjamarkaði: Ráðgjafinn sætir rann- sókn fjármálaeftirlits - hluthafar treystu mati hins virta PricewaterhouseCoopers Fjármálaeftirlitið vinnur nú að rannsókn á þætti endurskoðunar- fyrirtækisins Pricewaterhou- seCoopers í upplýsingagjöf með skýrslugerð um stöðu kælitækja- framleiðandans Thermo Plus á Is- landi (TPEI). Skýrsla PWC í fyrra og mat fyrirtækisins á verðmæti hluta í Thermo Plus er m.a. talin hafa leitt til þess að íjöldi fólks, stofnana og fyrirtækja hafði ofurtrú á stöðu fyrirtækisins sem siðan varð gjaldþrota nokkrum mánuðum seinna. Fagnarrannsókn Ragnar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri PWC á íslandi, segist fagna rannsókn fjármálaeftirlitsins á þessu máli. Þá komi trúlega fram hvað hafi farið úrskeiðis. „Svona skýrslur eru unnar í sam- ráði við eigendur en við reynum síðan að gera áreiðanleikakönnun um að áætlanir standist. Ég veit að Höröur Kristjánsson blaðamaður það var lögð mikil vinna í og tekist talsvert á um þetta áreiðanleika- mat,“ segir Ragnar. Hann segir að þama hafi einhverjir hlutir þó ekki gengið eftir og starfseminni lokið mjög snögglega. Þá segir hann ljóst að gríðarlegar væntingar hafi verið í fyrirtækinu. „Ég veit að menn lögðu mikla vinnu í að ná staðfest- ingum um sölusamninga og annað þó það hafi svo ekki skilað sér.“ Ragnar segir að þeir hafi reynt að ganga eftir því að t.d. sölusamning- ar sem kynntir hafi verið ættu við rök að styðjast. Skýrslan vel nýtt Upphaf þessa máls má rekja til þess að þegar Thermo Plus var aö komast í gang var ákveðið að ráða BDO endurskoð- un til að hafa umsjón með fjár- reiðum fyrirtæk- isins. Var sú vinna í sam- vinnu við Ás- bjöm Jónsson, lögfræðing í Keflavík, sem síðar varð stjórn- arformaður í Thermo Plus. Fyrirtækið BDO rann síðan um áramótin 1999-2000 inn í endurskoðunarskrifstofuna PricewaterhouseCoopers. í nafni PWC var gerð ítarleg og mjög lof- samleg 47 síðna skýrsla um mark- aðsmöguleika og gengi fyrirtækis- ins í júní 2000. I ljósi tengsla BDO við Thermo Plus og síðar samruna við PWC telja margir að sú skýrsla veki í það minnsta ýmsar spurning- Thermo Plus í Reykjanesbæ Skiptaráðandi reynir nú að selja fyrirtækiö í einum pakka 1. Overview The purposc of this business pl.m is to providc tiic rcader wjth » compfchensive synopsis oFThermo Plus Europe wtd íts plar.s for expanvion. The gcals of the Ðusmm Plan are twofold A. To provide investors widi a v»cw or all parta of the operation and its linancial objectivcs. aud thus servc as an action plan for the developmcnt and thc operations of the company tn the coming nwnths and years. B. To give investors detailcd information on the company and to províde thcm wuh a basts for asscssmg i« value and futurc potsibilities. Thc Businm concept involvcs manufacturing and snles of refrigerauon uniu in Europe and later throughout the world. The company’s lcelandic opcratiuru are based tn Reyljanesbacr. As a result of European Union legitlaiion rcgarding die food choin (“farro to table'T, a revoluuon in e- commerce grocery shopping ovct the Internet, itnd an imemaúonal elfurt to reduce hungcr m thc world, we can assumc an uvcrmmg need for practíca! sotulion* in refrigeration and freeztng equipment. The Thcnm* Plu* business conccpt is aimed at answering these needs. and to olTering reliahle refrigcration and freezing cqutpmem to businesses at competitivc pnce, m ordcr to protect thcir product* and safeguard thcir quahty. Tbermo Phis's competitiveness is bused, among other things. on tried and tnte solutions. primanly the tecluvology which it has líccnsed from Refrigeral.on Masseau. Also lccland’s membenhíp of the EEA. tire EEA's bi-latcral agreemcnLs with the EU and tlre pending EFTA agrecment with Canada were significant factors influencing the decision to locate in lceland. Offcring total solutions in refrlgeration and íreezing equípment, includinc qnick instailation times, low installatlon costs, low maintenancc requirements and ficvihility with regard to cuslomer needs. Thcrmo Plus has also many connecuoas with Vey players in ihc European refrigeration markctplace aml so wíll compcte on the European and othcr potciuial worldwide markeu. Bcyond 1.1. Factor* contributing to the strcngth of Thormo P!u» products • Sintpledesign • Emphasis placed on a nwdcrn look for the equipmcm. • Simplicity in design bas lcd lo low frtquency of brcak-downverrors. • Equipment is designed with ease of maintenance and inspection in mínd, often aliowing ihe user to make repairs or odjustments, without having to call in a specialisL • Care hos been taken to select components with rcgard to operating safety and thdr gcneral availability (ihere are few specialized cúmponcnu). • Equipment takes up tmall space. » Instaliauon of equipment u both simple and quick, and does not requtre cxicttttve wurk on pipes or wiring or changes to Ctoilities. • Each umt is made up of modulet that can bc iucrtmcntally put togelhcr to achreve the required capacity. Thc abovc facton give Thermo Pius products a uniquc compctitive potition on thc market. The original goal of Therroo Plus was to bccotnc a pan-Europcan supplitr of tefrigeration equiprncm for bolh the road ttanspott and sliIk markeu. with initial manuracturing csrablished tn luelami. Tht company Firet Edítton - Junc 2000 Busincss plan Page>of47 Skýrslan um Thermo Plus Ótrúlegar væntingar eru gerðar í skýrslunni um hraöa þró- un fyrirtækisins. ar um trúverðugleika. Samkvæmt heimildum DV nýttust þau plögg hins vegar vel til að afla framleiðsluhugmynd- inni fylgis. Kemur það ljóslega fram í samtölum við hluthafa sem treystu m.a. á þessi gögn um stööu fyrirtækisins, enda Pricewaterhou- seCoopers ehf. á íslandi hluti af heimsins stærstu samsteypu fyrir- tækja á sviði endurskoð- unar og ráögjafar. Hlut- hafar sem keyptu í mars og april í fýrra á geng- inu 6 til 7 hafa upplýst að þeim hafi verið gerð grein fyrir því að búast mætti við ört vaxandi gengi hlutabréfa í fyrir- tækinu. Það yrði komið í allt aðl8,3 eða meira undir lok þessa árs en sem kunnugt er fór það á allt annan veg og var fyrirtækið lýst gjald- þrota 11. apríl slðastlið- inn. Ýmsar óstaðfestar sögur um mikla sölu- samninga virðast fyrst og fremst hafa verið komnar frá forstjóran- um sjálfum, Tom Ros- eingrave. Glæsileg heims- mynd Skýrsla PWC er mjög lofsamleg um framtíðarhorfur Thermo Plus og stórkostlegar hug- myndir um útþenslu fyrirtækisins um allan heim. í skýrslunni kemur fram að áætlanir fyrirtækisins geröu ráð fyrir að þaö yrði orðið leiðandi í framleiðslu kæli- og frystitækja í bíla á heimsvísu árið 2005. Mikil vinna væri lögð í að gera Thermo Plus að heimsþekktu merki. Lýst er fyrirhuguðum úttektum á mörkuðum í Frakklandi, á Spáni, Portúgal, írlandi, Hollandi, Kýpur, í Grikklandi, Svíþjóð, Suður- Kóreu, Sádi-Arabíu, Egyptalandi, Jórdaníu og Brasilíu, auk Bret- lands. í skýrslunni kemur m.a. fram að áætlun hafi verið um sölu á framleiðsluvörum fyrir 2,2 millj- ónir breskra punda á tímabilinu júní 2000 til júnl 2001 samkvæmt sölusamningi viö National Services Co. of Saudi Arabia. Átti það að dekka sölu í Dubai, Quatar, Oman, Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum og Kúveit, auk Sádi-Ar- abíu. Gríðarlegar væntingar eru einnig gefnar varð- andi sölu í Brasilíu. Segir í skýrslunni að nýlokið væri þá samningsgerð um samvinnu við Doulos Tecno í Brasilíu um könnun á að koma upp verksmiðju þar í landi fyrir framleiðslu á vörum Thermo Plus fyrir Suður- Ameríkumarkað. Þar er gert ráð fyrir 49% hlut TPEI i verksmiðjunni. Út- þensla fyrirtækisins á heimsvísu átti síðan að gerast í samvinnu við heimamenn í hverju landi fyrir sig með 20-49% eignaraðild ís- lenska félagsins. Árið 2000 átti sam- kvæmt skýrslunni að sækja á markaði í Mið- Austurlöndum, Argent- ínu, Þýskalandi, Svíþjóð, Hollandi, Kýpur og Grikklandi. Árið 2001 var hugmyndin að sækja á markaði í Danmörku, Belgíu, Spáni, Kóreu, Jap- an, Frakklandi og á ítal- íu. Áriö 2002 átti svo að taka stefnuna á Ástralíu, Nýja-Sjáland, Singapúr, Malasíu, Kína, Afríku og Suður- Ameriku. Þá er einnig talað um að stöðug útþensla og þró- un fyrirtækisins sé byggð á fjárfestingum fyrirtæk- isins í þekkingu, reynslu i fram- leiðsluþróun ásamt sölu- og mark- aðsstarfi erlendis. Þetta tryggi ljós- lega lágmarksáhættu við áfram- haldandi vöxt. í fimm ára fram- leiðsluáætlun er gert ráð fyrir að 1.753 einingar verði framleiddar árið 2000, 4.008 einingar 2001, 4.389 einingar 2002, 5.026 einingar 2003 og 5.856 kæli- og frystieiningar af ýms- um gerðum árið 2004. Af þessu þarf trúlega engan að undra þó einhverj- ir hafi fengið doflaramerki í augun. -HKr. Hörð viðurlög gegn sprengjugabbi í flugi Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, telur að flugstjóri bandarísku júmbó-þotunnar hafi brugðist rétt við með því aö lenda vélinni í Keflavik og gæta ýtrustu varúðar vegna sprengjuhótunarinn- ar. Líkumar á hryðjuverkum eru meiri þegar bandariskar vélar eiga í hlut en íslenskar en Flugleiðir hafa ákveðnar verklagsreglur ef tilvik sem þessi koma upp. „Reglurnar byggjast m.a. á alþjóðlegum samþykktum en flugstjórinn er hæstráö- andi um borö og þaö er hans aö meta og taka ákvarðanir um viðbrögð hverju sirnii. Hörð viðurlög eru í íslenskum lögum viö svona hótunum þótt þau séu sjálfsagt enn harðari t.d. í Bandaríkjunum. Mál af þessu tagi lenda yfirleitt fyrir dómstólum í heima- landi flugvélarinnar," segir Guðjón. Hann segir mál United Airlines-vélarinnar allvöru- þrungið og hinn seki í mál- inu eigi líklega yfir höföi sér langa fangelsisvist. Ef farþegi í innanlandsflugi ritaöi orösendingu um sprengju um borð í Fokker-vél yrðu viðbrögðin þá jafn hastarleg og í tilviki United Airlines vélarinnar? „Sömu aimennu viðhorf gilda i innanlandsflugi,. þaö er mat flugstjórans á öryggi flugsins sem ræður viðbrögöunum," svaraði Guðjón. -BÞ Umsjön: Birgir Guðmundsson Hannes skírari Um nokkurt skeið hefur eitt helsta umræðuefni pottverja verið nýleg upphefð Hannesar Hólmsteins Gissurarson- ar í banka- heiminum en hann er nú einn af bankaráðs- mönnum Seðlabanka íslands. Hefur þessi skipan mála orðið til aö fram- kalla gagnrýni frá ýmsum en aðrir telja að prófessorinn sé ílottur í þetta starf. En eitt virðast menn þó vera sammála um og það er að innkoma Hannesar í bankaráðið vekur upp þann gamla orðróm að Davíö Oddsson sé jafnvel að hugsa um að setjast fyrr en seinna i seðlabankastjórastól- inn og hætta afskiptum í póli- tík. Eða eins og sjálfstæðis- menn i pottinum orðuðu það, að hann sé að hugsa um að gera eins og „Margrét Thatcher og taka sæti í lávarðadeild- inni“. Kenningin hljómar þá þannig aö Hannes Hólmsteinn sé í hlutverki Jóhannesar skír- ara sem sendur er í bankann til að undirbúa komu meistar- ans... Við ramman reip... Pottverjar fylgdust af athygli með þætti Áslaugar Dóru Eyj- ólfsdóttur í sjónvarpinu á dögunum þar sem hún fjallaði um ólíkan hlut kynjanna i sjónvarpi. Þetta var langur og ít- arlegur þátt- ur sem endurspeglaöi væntan- lega þá áherslu Sjónvarpsins að hér væri mikilvægt mál á ferð- inni. Niðurstaðan var eitthað á þá leið að 70 viðmælenda í sjónvarpi væru karlar og að- eins 30% konur. Einnig kom fram að mikið er rætt við sama fólkið aftur og aftur þannig að slíkt jaðrar við að vera mjög einhæft. Sérstaka undrun vakti það þó í pottinum þegar kallað- ur var til hópur álitsgjafa um þetta mál að þar voru gömlu kunnuglegu andlitin sem alltaf svara fyrir þessa hiuti frá því Sigrún Stefánsdóttir fyrst byrj- aði að tala um þá fyrir 15 árum - þetta voru fréttastjórar sjón- varpsstöðva og fleiri af því sauðahúsi. Þá urðu pottverjar ekki síður undrandi á því að eini kvenfréttastjórinn í land- inu, Sólveig Bergman á Skjá Einum, var ekki kölluð til í álitsgjafahópinn! Telja menn þetta vera til marks um hversu ramman reip er við að draga - karlarnir dóminera líka þætt- ina um það að karlar dómineri alla þætti!... KR-ingar órólegir Fullyrt er í pottinum aö menn séu orðnir nokk- uð órólegir í vesturbænum í Reykjavík vegna þess aö íslandsmeist- arar KR hafa tapað 2 af 3 eikjum sínum á íslandsmót- inu. Þannig mun Pétur Péturs- son hafa sagt eftir tapleikinn gegn FH að ef þetta héldi svona áfram væri best að fara að leita sér að nýrri vinnu. KR-ingum finnst ekki gaman að tapa og þar er þekkt að þjálfarar fjúki ef töpin verða of mörg!...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.