Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.2001, Síða 15
14
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2001
35
Útgáfufélag: Útgáfufélagifi DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Rltstjórar: Jfinas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
A&stoöarrítstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fróttastjóri: Birgir Guðmundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreifisia, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf.
Plótugeró: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formí og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndþirtingar af þeim.
Að týnast í samsöng
íslendingar veröa á stundum of uppteknir af því sem miö-
ur fer og sjá því ekki hiö jákvæöa. Þannig staldra stjórn-
málamenn og fjölmiðlar fremur við neikvæðar fréttir úr
viöskiptalífinu, en gleyma því sem vel er gert. Og í staö þess
að sjá fram á bjarta tíma í efnahagsmálum verða allir upp-
teknir af barlómi og svartsýni.
Vissulega er ekki sami uppgangurinn i íslensku viöskipta-
og efnahagslífi og verið hefur undanfarin ár, enda slíkt
hvorki æskilegt né eðlilegt. Að hluta til er skýringanna að
leita í aðgerðum eða aðgerðaleysi opinberra stjórnvalda og
að hluta í aðstæðum sem ekki verður ráðið við. En það fer
langt frá því að allt sé að fara á hinn versta veg líkt og tauga-
veiklaðir sérfræðingar á sviði efnahagsmála virðast halda.
En taugaveiklunin smitar út frá sér og magnar ástandið.
Góðar og jákvæðar fréttir týnast í samsöng svartsýnis-
manna, hvort heldur þeir eru innan lands eða utan. Stór-
glæsilegur árangur stjórnenda og eigenda Pharmaco á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs féll í skuggann af undarlegum
deilum á Alþingi um kvótasetningu smábáta. Að sama skapi
hafa fáir veitt athygli góðum árangri Sölumiðstöðvar hrað-
frystihúsanna og SÍF á undanförnum mánuðum. Síðdegis í
gær birtu stjórnendur Sjóvár-Almennra tölur yfir árangur
fyrstu mánaða ársins sem benda til þægilegs bata frá fyrra
ári. Áræðin og skipuleg útrás Baugs á erlenda markaði,
jafnt í Evrópu sem i Bandaríkjunum, hefur ekki nægt til að
lækka í samkór svartsýninnar.
í liðinni viku birtust fréttir af því að stjórn Alþjóða gjald-
eyrissjóðsins hefði gagnrýnt Seðlabanka íslands fyrir löngu
tímabæra vaxtalækkun í lok mars síðastliðins. Gagnrýni
gjaldeyrissjóðsins, sem er að mestu byggð á misskilningi,
vakti að vonum athygli hér á landi enda tónar hún við sam-
kórinn. Minna fór hins vegar fyrir því sem stjórn Alþjóða
gjaldeyrissjóðsins taldi að vel hefði verið gert á undanforn-
um árum - ábendingu um sterka stöðu ríkisfjármála og
nauðsyn þess að selja Landssímann og ríkisbankana; Bún-
aðarbanka og Landsbanka.
Vaxtalækkun Seðlabanka fyrir tæpum tveimur mánuð-
um var nauðsynlegt skref í þá átt að örva efnahagslífið enda
merki um að hjól þess væru farin að snúast hægar en æski-
legt er. Því miður hefur bankinn ekki haldið áfram á sömu
braut, eins og nauðsynlegt er, þvert á það sem sérfræðingar
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins halda fram. Þeir skilja ekki að
vaxtalækkun virkar ekki nema gripið sé til hennar í tíma.
Á stundum eru hagfræðingar fastir í reiknimódelum og
kennisetningum enda margir haldnir þeirri þráhyggju að
hagfræði sé raunvísindi. Verst er þó sú tilhneiging íslend-
inga að taka öllu trúanlega sem erlendar stofnanir og sér-
fræðingar halda fram um okkar eigið heilsufar.
Lagasetning á villigötum
Hugmyndir stjórnlyndra manna um að hægt sé að laga
flest mannlegt böl með opinberum aðgerðum, lögum og regl-
um, á góðan hljómgrunn meðal íslenskra stjórnmálamanna
og skiptir engu hvar í flokki þeir standa. Nýsamþykkt lög
um tóbaksvarnir eru dæmi um að góður ásetningur er langt
frá því að réttlæta ofbeldisaðgerðir af hálfu löggjafans.
Um það veröur ekki deilt að markmið nýrra laga um tó-
baksvarnir eru háleit og raunar er æskilegt að þau markmið
nái fram að ganga. En háleit markmið mega aldrei verða til
þess að gengið sé á ráðstöfunarrétt frjálsra einstaklinga,
hvorki til orðs né æðis. Augljóst er að lögin ganga í grund-
vallaratriðum gegn hugmyndum manna um atvinnufrelsi og
ákvæði stjórnarskrár um tjáningarfrelsi. Hefði ekki verið
hreinlegra fyrir löggjafann að banna alla sölu á tóbaki?
Óli Björn Kárason
I>'V
Er R-listinn á vetur setjandi?
Hingað til hefur höfund-
ur þessa pistils ekki tilheyrt
aðdáendaflokki Helga
Hjörvars, forseta borgar-
stjórnar, og í raun hefur
það ekkert breyst. Þó er
ljúft að viðurkenna að
greining hans á Sjálfstæðis-
flokknum og foringja hans í
Morgunblaðinu fyrir fáum
vikum er að mínu mati ein
snjallasta grein um íslensk.
stjórnmál sem skrifuð hefur
verið nú um nokkurt skeið
enda sveið íhaldið undan
henni.
Blíkur á lofti
Sjálfstæðisflokkurinn er líkur
ýmsum erlendum alræðisflokkum
hvað það varðar að hann er fyrst og
síðast samsafn hagsmunahópa sem
oft eiga það eitt sameiginlegt að
þurfa að eiga greiðan aðgang að fyr-
irgreiðslu. Það er og þjónusta sem
flokkurinn hefur ávallt getað veitt
með einhverjum hætti. Þótt hann
væri í stjórnarandstöðu gat hann
ætíð reitt sig á völd sin í Reykjavík
og notað þau til að hygla sínum.
Það var því ekki að ófyrirsynju að
Ólafur Thors sagði ein-
hverju sinni að hann vildi
heldur sitja í stjórnarand-
stöðu á Alþingi en að missa
tökin á Reykjavíkurborg.
Siðan R-listinn komst til
valda hefur staðan hins veg-
ar verið sú að flokkurinn
hefur haldið um stjórnar-
taumana á landsvísu
þannig að eyðimerkurgang-
an í Reykjavík hefur ekki
komið að sök.
Um þessar mundir eru
blikur á lofti. Margt bendir
til að hægt sé að halda flokkunum
utan ríkisstjórnar jafnt sem borgar-
stjórnar. Skoðanakannanir sýna að
rétt herslumuninn vantar til að Sam-
fylkingin og Vinstrigrænir nái meiri-
hluta í næstu þingkosningum og fátt
bendir til að R-listanum verði haggað
ef rétt er á spilunum haldiö en þar
liggur einmitt hundurinn grafinn.
Hið pólitíska landslag er gjör-
breytt frá því aö síðast var kosið til
borgarstjómar en eftir þær kosning-
ar fékk maður stundum óþyrmilega
á tilfinninguna að verið væri að gera
R-listann að óformlegu samfylking-
arapparati með dálitlum framsókn-
arbotnlanga. Ýmsir for-
svarsmenn listans virðast
líka hafa fengið snert af
því mannlega kúafári sem
gengur undir dulnefninu
nútímaleg jafnaðarstefna
og lýsir sér einkum í daðri
við einkavæðingu, sérstak-
lega á þeim sviðum þar
sem Margareti Thatcher
datt ekki einu sinni í hug
að einkavinavæða.
Enginn velkist í vafa
Áframhaldandi R-lista-
samstarf byggir einkum á
tveim þáttum. Annars veg-
ar þarf að sýna kjósendum
með skýrum og ótvíræðum
hætti að þeir sem að R-list-
anum standa hyggist fylkja
sér um þær hugsjónir og
gildi sem einkennt hafa
hugmyndir félagshyggjufólks frá þvi
á 19. öld og eiga ekkert síður erindi
til fólks nú en þá. Hins vegar þarf að
skipuleggja listann þannig að enginn
velkist í vafa um að þar er á ferðinni
kosningabandalag þriggja ólíkra
stjórnmálaafla sem þó byggja á sama
grunni.
an extrabónus sem erfitt er
að neita sér um.
Pólitískar ástæður
Þetta síðastnefnda er
mörgum kjósendum R-list-
ans ákaflega mikils virði.
Það verða því að vera krist-
alskýrar og stórpólitískar
ástæður fyrir því ef ein-
hver þeirra hópa sem nú
standa að R-listanum
skerst úr leik og býður
fram á eigin vegum í næstu
borgarstjórnarkosningum.
- Að verða þess valdandi
að Sjálfstæðisflokkurinn
komist aftur til valda í
Reykjavík verður þung
byrði að bera næsta kjör-
tímabil.
Það yrði óneitanlega
fróðlegt að fylgjast með því
hvernig Sjálfstæðisflokkurinn spjar-
aði sig í stjórnarandstöðu og í minni-
hluta í Reykjavík, án aðgangs að
mikilvægustu valdamiðstöðvunum.
Allt félagshyggjufólk hlýtur að að
vera reiðubúið að' leggja talsvert á
sig til að sú verði raunin.
Guðmundur J. Guðmundsson
„Það verða því að vera kristalskýrar og
stórpólitískar ástœður fyrir því ef einhver
þeirra hópa sem nú standa að R-listanum
skerst úr leik og býður fram á eigin vegum
í nœstu borgarstjómarkosningum.“
Að sjálfsögðu má gagnrýna margt
af þvi sem R-listinn hefur brallað á
kjörtímabilinu og vissulega hefur
hann ekki gengið nógu langt á ýms-
um sviðum. En þegar öllu er á botn-
inn hvolft er það þó fleira sem vel
hefur tekist en misfarist. Það að úti-
loka íhaldið frá kjötkötlunum er síð-
Paprikanar
Við lifum sérkennilega tíma.
Margt er mögulegt og flest leyfilegt.
Hollendingar hafa lögleitt liknar-
dráp. Vísindamenn vilja klóna menn
og hafa nú þegar stuðlað að fæðingu
barna sem hafa t.d. litninga tveggja
mæðra og eins fóður. Auðkýfingur
dekrar við sjálfan sig og kaupir far
út í geiminn fyrir milljarða króna.
Islendingar vekja furðu víða um
heim fyrir ótrúlega löggjöf um
gagnagrunn á heilbrigðissviði.
Hvað varð um sannleikann?
Hvað er orðið um hin gömlu gildi?
Hvaö er rétt og rangt? Höfundur bók-
arinnar Truth, A History, Felipe Fer-
nández-Armesto, kennari í sagn-
fræði við háskólann Oxford, talar
m.a. um (í lauslegri endursögn
minni) að nútímamaðurinn hafi
týnt sannleikanum. Það er al-
varlegt þegar kennarar við
æðstu menntastofnanir hafa
misst áhugann á sannleikanum,
segir hann. Þar með hafa þeir
brugðist hefðbundnum skyldum
sínum. Því má líkja við það að
læknar neiti að viðhalda lifi, að
guðfræðingar missi áhugann á
Guði.
Að sannleikanum var varpað
fyrir róða byrjaði sem
akademískur kækur en afleið- ”“
ingamar eru nú dreifðar um allt
þjóðfélagið. Þeirra gætir í náms-
greinum í háskólum, sem eru í sjálfu
sér góðar og gildar, hafa það að
markmiði að veita
nemendum sálfræði-
lega hæfileika, eins og
sjálfsöryggi og sjálfs-
mynd, eða þjóðfélags-
legar dyggðir eins og
umburðarlyndi og
gagnkvæma virðingu.
En viðleitnin til að
stefna að göfugu mark-
miði getur haft illt í fór
með sér. í samfélagi
þar sem allt er afstætt
er hættan sú að þegn-
amir hiki við að halda
sannleikanum á lofti og þori ekki að
fordæma hið ranga. Við slíkar að-
stæður reynist nær ómögulegt að
verja hefðbundinn greinarmun á
réttu og röngu. Allt tekur mið af við-
horfum fólks og við sitjum uppi með
það sem Fernández-Armesto kallar
ofríki meirihlutans.
Orn Báröur
Jónsson
prestur
„Grœnmetisfarsinn með sínum vemdartollum er enn
eitt dœmið um vitleysuna. Paprikanar! Stjórnmál á
íslandi þurfa að snúast meira um grunngildi en verið
hefur til skamms tíma, um rétt og rangt, en ekki
aðeins krónur og sérhagsmuni. “
Trú eöa trúgirni
íslenska þjóðin er framsækin þjóð,
nýjunga- og áhrifagjörn. Það eru
kostir hennar en um leið gallar. Þeg-
ar engin viðmið eru fyrir hendi er
hægt að segja fólki að fara hvert sem
er. Við slíkar aðstæður er auðveld-
ara að láta tilganginn helga meðalið.
Forfeður okkar vissu hvernig sigla
átti um heimsins höf vegna þess að
þeir höföu leiðarstjörnu fyrir stafni.
Við íslendingar erum sagðir trúuð
þjóð og það er stutt með tilvísunum í
skoðanakannanir og samanburði við
aðrar þjóðir.
En erum við ekki um leið trúgjörn
þjóð? Við gleypum stundum við
hverju sem er. Það er auðvelt að
blekkja okkur. Trúin á tiltekin gefin
gildi hefur vikið fyrir algjörri af-
stæðishyggju eöa eins og Faðir
Brown, söguhetjan í bókum C.K.
Chestertons, segir á einum stað: Þeg-
ar fólk hættir að trúa á eitthvað
ákveðið, trúir það ekki á ekkert,
heldur á hvað sem er.
Gæslumenn sérhagsmuna
Við höfum gleypt með húð og hári
hráar og Ola kokkaðar hugmyndir og
þjóðfélagið sýpur nú seyðið af æði-
bunuganginum. Stjórnmálamenn eru
margir hverjir gæslumenn sérhags-
munahópa. Þeir verja t.d. kvótakerfið
með kjafti og klóm og blikna ekki þótt
þeir hafl gefið höfuðstól þjóðarinnar
örfáum flölskyldum í stað þess að
bjóða kvótann út.
Gagnagrunnslögin eru annað dæmi
um ótrúlega smíð, ólög sem vega að
helstu siðferðisgOdum þjóðarinnar.
Þau voru barin í gegn um þingið án
nægrar umræðu og standa sem minn-
isvarði um grunnhyggni þingheims
og skort á siðviti. Fjöldi fólks hljóp tO
og keypti verðlítil bréf í deCode fyrir
formúur og horfir nú fram á gjaldþrot
meðan erlendu haukarnir velta áfram
gróðanum því þeir höfðu auðvitað vit
á að selja fljótt og láta bankana, lífeyr-
issjóðina og einstaklingana, kaupa á
yfirgengi, aumingja Paprikanana.
Grænmetisfarsinn með sínum
verndartollum er enn eitt dæmið um
vitleysuna. Paprikanar! Stjórnmál á
íslandi þurfa að snúast meira um
grunngOdi en verið hefur til skamms
tíma, um rétt og rangt, en ekki aðeins
krónur og sérhagsmuni. Það kann að
vera að þjóðin kunni skil á flestum
heimsins menntum og maskínum, en
ef siðvitið vantar, grunngildin og
sannleikann, er hún Ola á vegi stödd.
Örn Bárður Jónsson
Ummæli
Fall vatnavirk j un
forsenda byggðar
„Engum blandast
þess vegna hugur um
að það yrði áfaO fyrir
byggðimar ef draum-
urinn breyttist í
martröð. Og það er
engin ástæða tO þess
að svo fari. Virkjun
faOvatnanna er umhverflsvæn fram-
kvæmd í eðli sínu og raunar forsenda
fyrir byggð hér á landi. Og slíkar
virkjanir spdla ekki ásýnd öræfanna
svo að orð séu á gerandi. Við skulum
því halda ótrauð áfram á Austurlandi.
Við skulum búa svo i haginn að þar
geti þróast fagurt mannlíf í sátt við
landið og náttúru þess.“
Halldór Blöndal á Islendingur.is
Ákæran hefur
þveröfug áhrif
„Ég minnist ljós-
mynda af glaðbeittum
kommúnistum sem
voru á sínum tima
leiddir i tukthús
vegna skoðana sinna.
Þeir vora skælbros-
andi, enda vissu þeir
að refsivistin yrði byltingarstefnu
þeirra tO framdráttar. Nú er hættan
sú að þegar þjóðernissinninn verður
leiddur fyrir dóm eða í fangelsi - und-
ir kastbjörmum fjölmiðlanna - fái
málstaður hans óþarfa athygli, aOt út
af þessu bjánatali um svertingja í Afr-
íku. Um þetta verður rætt á kafflhús-
um og vinnustöðum. Kannski finna
fleiri rasistar á þessu landi hvöt hjá
sér tO að koma út úr skápnum og
flika skoðunum sínum opinskátt. Þá
munu menn skOja að ákæra ríkissak-
sóknara hafði þveröfug áhrO.“
Egill Helgason í pistli á Strik.is
Spurt og svarað
Er tímaskekkja hjá MA að brautskrá einn skóla stúdenta á 17.
Steingrímur J. Sigfiisson,
25 ára stúdent frá MA.
Upplögð
tímasetning
„Aldeilis ekki, það er
einmitt upplögð tímasetning.
Brautskráning á þessum degi
er hluti af hefðum sem mér finnst að menn eigi
að halda í. í mínum huga er mikil rómantík í
kringum það aö verða stúdent frá MA, það er
þessi skemmtOegi timi frá próflokum og fram að
þjóðhátíö þegar bjartar sumarnæturnar eru til
þess að njóta lífsins. Ég held að þetta verði
ógleymanlegt öllum sem þennan tíma upplifa.
Þegar aUt lífið er fram undan eiga menn ekki að
þurfa að sjá eftir fáeinum dögum fram i miðjan
júní, þegar menn fái í hendur prófskírteini og
hvítan koU.“
Kolbrún Gunnarsdóttir,
brautskráist frá MA í vor.
Skemmtileg
hefð
„Nei, mér finnst þetta vera
skemmtUeg hefð sem gaman er
að halda í. Einnig er gaman að
þetta skuli vera gert á þjóðhátíðardegi okkar Is-
lendinga, sem gjarnan má fá aukið vægi í þjóð-
lífínu. Fyrir krakka í 1., 2. og 3. bekk Mennta-
skólans er ef tO vOl miður að þurfa að þrauka
svona langt fram á vorið tO að vera laus en í
fjóröa bekk eru þetta skemmtOegheitin ein. Ég
verö í eintómum veislum á brautskráningardeg-
inum en siðan tekur alvara lifsins við - gjald-
kerastörf í Sparisjóði Norðlendinga í sumar en
svo ætla ég að reyna við læknisfræðina í Há-
skóla íslands í haust.“
Hörður Vilberg,
8 ára stúdent frá MA.
Eykur hátíð-
leika dagsins
„Brautskráning á 17. júní er
aUs engin tímaskekkja og ég
held raunar að aðrir framhalds-
skólar landsins ættu að hugsa tU þess að taka
upp þennan skemmtilega sið Menntaskólans á
Akureyri. Slíkt myndi tvímælalaust auka á há-
tíðleika dagsins, sem veitir kannski ekki af á
þessum tímum þegar aUt viröist hverfult vera.
Það er líka vel til fundið að sameina boðskap
þjóðhátíöardagsins því að fólk setji upp stúd-
entshúfuna. Ég er býsna sáttur við þann tíma
sem ég átti í MA sem er góður og kröfuharður
skóli sem skUar nemendum góðu veganesti út í
lífið.“
Oddur Helgi Halldórsson,
bœjarfulltrúi á Akureyri.
Hefðin er
sterk
„Það held ég varla. Þetta er
skemmtileg hefð í bæjarlífinu
hér á Akureyri á 17. júní og
ekki síður á sextándanum þegar eldri stúdentar
fara hér traUandi um götur bæjarins. Við éigum
að halda í þessa hefö sem lengst og ég held raun-
ar að hvergi standi til að breyta þessu. Sjálfur
fór ég ekki í Menntaskólann en sonur minn er
þar núna á öðru ári og mun því væntanlega
brautskrást að tveimur árum liðnum. Nei, ég
held að það væri ekki rétt af öðrum skólum að
fara að brautskrá nemendur á þessum degi,
þetta er sterk hefð sem Menntaskólinn á Akur-
eyri á - og aðrir skólar ekki.“
Brautskráning stúdenta frá Menntaskólanum á Akureyri fer ævinlega fram á þjóðhátíöardaginn en mun fyrr í öörum framhaldsskólum.
Skoðun
Menningararfur sem
ber að varðveita
Ljótt er ef satt er, að
sveitaböllin séu að leggjast
af, eins og staðhæft var í DV
í vikunni. Fari svo glatast
menningararfur sem setti
svip sinn á mannlíflð á öld-
inni sem leið og leiddi tO
ótal hjónabanda og viðhalds
kynstofnsins. Ástæðan til
þessarar raunalegu
hrakspár er bann sýslu-
mannsins í Skagafirði við
að unglingar innan 18 ára
fengju að fríka út í umdæmi
hans. Var því baOið flutti
yfir í Húnaþing og tókst með þeim
ágætum að fjöldaslagsmál stóðu fram
á morgun. Fékk þar margur efnispOt-
urinn skrámur og marbletti og verð-
ur nóttin lengi í minnum höfð.
Ef valdsmenn úti á landi rotta sig
saman um að banna unglingum á erf-
iðu gelgjuskeiði að sækja margrómuð
sveitaböU verður það aðeins einn
naglinn tU viðbótar í líkkistu hinna
dreifðu byggða. Nóg er uppdráttar-
sýkin fyrir í sveitum landsins þótt
ekki sé skrúfað fyrir þann gleðigjafa
sem fjöldasamkomur á björtum nótt-
um norðursins eru. AUt verður
sveitalífið svipminna og lítt eftirsókn-
arverðara þegar sýslumenn banna
krökkunum að lifa og leika sér eftir
náttúrunnar eðli og fara á böU til að
sýna sig og sjá aðra.
Svo þurfa pUtarnir að sýna frækn-
leik sinn og gefa hver öðrum á lúður-
inn svo að stelpurnar sjái að þar eru
engir aukvisar á ferð. Löggjafinn
bannar að menn og konur berji kunn-
ingja sína með boxhönskum og fari
að leikreglum íþróttaandans. Það á
aðeins að lemja berhent og sparka í
punginn í boltaleikjum og helst
þannig að dómarar sjái ekki tO.
Máttlaust bannorð
SveitaböUin eru ef tU viU síðasti
lífsvotturinn sem bærist í nösum
dreifbýlisins. Þau eru sótt af bæði af
sveitafólki og þeim sem hrærast í
þéttbýlinu. Að banna þau af siðferðis-
ástæum eða meintri umhyggju fyrir
velfarnaði unglinganna er út i hött og
mætti aUt eins banna sýslumönnum
að fordæma og banna böUin.
Einu sinni lagði menntamálaráð-
herra Ríkisútvarpinu þær skyldur á
herðar að nefna ekki dans í auglýs-
ingum. Dansleikur var því bannorð
sem ekki mátti heyrast í einokun rík-
ismiðUsins. Ráðherrann, sem einnig
var athafnamaður með fjölda fólks á
launaskrá, bar fram þau rök fyrir
bannorðinu að það ruglaði vinnufólk
í ríminu og tefði það frá
störfum á háannatímanum.
Þá átti unga fólkið að stunda
heyskap fyrir húsbændur
sína og vinna fósturjörðinni
það gagn sem það mátti.
En það fór sem oftar að
þótt náttúran sé lamin með
lurk leitar hún út um síðir.
Farið var kringum reglu-
gerðina um dansbannið með
aUs kyns útúrsnúningum og
þjóðin hlustaði grannt eftir
hvernig þeir sem auglýstu
böUin léku á ráðherrann og
auglýstu samkomur sínar með orða-
flúri og þurfti enginn að velkjast í
vafa um hvar fjörið yrði mest og best
um næstu helgi. Hafa sveitaböOin
aldrei verið auglýst betur en þegar
bannað var að nefna dans í þeim sið-
vanda upplýsingamiðli sem Ríkisút-
varpið er.
Eitthvað svipað var uppi á teningn-
um þegar sýslumaður Skagfirðinga
bannaði baUið í sínu umdæmi. Það
var aðeins flutt yfir í það næsta og fór
þar fram úr björtustu vonum um líf-
leg fjöldaslagsmál og ofsafengið fjör
fram á morgun.
Húnaver lengi lifi...
Fari svo að umsjónarmenn siðlegs
lífernis banni unglingum á mesta um-
rótsaldri æviskeiðsins að sækja dans-
leiki leggjast þeir niður og krakkarn-
ir leita annað til að hittast og
skemmta sér. Hvort það verður
heOlaspor í uppeldinu verður að telja
vafasamt. Yfirvöldin eru yfirleitt
þeirrar náttúru að hafa vit fyrir þegn-
unum og ákveða hvað þeim er hoflt
og umfram allt hvað þeir mega ekki
aðhafast. Þau boða og banna eftir V
heimatilbúnum mælistikum og eiga
aUir að dansa eftir þeim nótum sem
fyrir eru lagðar.
Haldi sýslumaður Skagfirðinga að
hann stuðli að bættu siðgæði í hérað-
inu með því að meina unglingum á
milli 16 og 18 ára að kaupa sig inn á
sveitabaU fer hann viUur vega.
Dansleikir hafa þeim mun meira
aðdráttarafl ef þeir era bannfærðir en
leyfilegir. Bönnin setja aðeins Olt
blóð í krakkana, eins og glöggt kom í
ljós þegar sveitabaUið var flutt úr
Skagafirðinum yfir í Húnavatnssýslu.
Þar þurfti að skemmta sér svo ærlega
að lengi verður í minnum haft.
Hvort sem mönnum líkar betur eða
verr eru sveitaböllin þáttur í ís-
lenskri menningu, og ekki sá
ómerkasti. Ef siðgæðisverðir þjóðar-
innar ætla að blása þau af, vegna mis-
skUinnar umhyggju fyrir unglingun-
um, verður lífið í sveitum enn ris-
minna og dauflegra en nú er. Dreif-
býlið verður af verulegum tekjum og
samgöngufyrirtækin missa spón úr
sínum aski. Farþegafjöldinn sem fer
um Miðbæjarflugvöllinn minnkar
umtalsvert.
Því ber að hlúa að sveitaböUunum
og gera þau sem aðgengUegust fyrir
aUa aldurshópa og hætta að jesúsa sig
yfir framferði unga fólksins og
heimta boð og bönn í nafni siðgæðis-
ins. Miðgarður og Húnaver lengi lifi
og megi komandi kynslóðir fá að slást
og njótast í Atlavík og Aratungu um
langa framtíð.
Sveitaböllin hafa sett svip sinn á mannlifið í dreifðum
byggðum. Nú em horfur á að valdsmenn beiti sér fyrir
að þau verði lögð niður af siðgœðisástæðum. Fari svo
verður enn daufara yfir sveitum og unga fólkið mun
leita annað til að sýna sig og sjá aðra. - Við Húnaver. ■
Gert klárt fyrir ballið.