Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 Fréttir DV 31 ofbeldis- og ólátamál í miðborginni um helgina - ráðherra kallar á úttekt: Umsjón: Siguröur Bogí Sævarsson Oryggi folks ognað - ferðafólk upplifir rusl, ofbeldi, glerbrot og blóð er það heimsækir Reykjavík Lífiö um helgar í miðborg Reykja- víkur er orðið þannig að brestir eru famir að koma í þá ímynd íslands að hér sé öruggt fyrir ferðamenn að koma, að sögn ferðamálastjóra. Skal engan undra. Um siðustu helgi munaði t.a.m. litlu að óeinkennisklæddur lög- reglumaður léti hreinlega lífið er hann hugðist koma í veg fyrir stimpingar. Innlent fréttaljós Óttar Sveinsson blaöamaður Margir tugir kráa, næturklúbba og veitingahúsa eru opnir langt fram á nótt og klúbbar fram eftir morgni - þúsundir sitja að sumbli meira og minna á sama tíma - það hjá þjóð sem ekki er beinlínis þekkt fyrir að fara vel með áfengi. Síðan ræður kylfa kasti um hve mörg of- beldisverkin verða hverju sinni. Ekki batnar ástandið þegar fíkniefn- in eru lika komin til sögunnar. E- töflurnar, amfetamínið, kókaínið og það allt er þama líka um hverja ein- ustu helgi með meðfylgjandi árásar- girni neytendanna. Þetta vita langflestir en tala mis- mikið um það. ' lögreglan Veröum að hugsa um öryggi fólks, segir ráðherra „Ég hef kallað lögreglu á minn fund og óskað eftir upplýsingum og úttekt þar sem síðasta helgi er kort- lögð. Um síðustu helgi skapaðist mjög alvarlegt ástand í miðborginni DVJVIYNDIR HILMAR ÞÓR Slagsmál meðan mynd af ráðherra og yfirlögregluþjóni var tekin Á meöan stærri myndin var tekin um hábjartan dag í gær upphófust slags- mál tveggja ölvaðra manna á Lækjartorgi sem enduðu með því að annar þeirra tók upp pálmatré úr stórum potti - aðeins fáa metra frá GeirJóni Þór- issyni yfirlögregluþjóni og Sólveigu Pétursdóttur dómsmátaráöherra. Mörg slík mál koma upp á degi hverjum segir lögreglan. Ástandið verður enn verra um helgar þegar skyggja tekur. sem ástæða er til að skoða,“ sagði Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráð- herra við DV. Ráðherrann segir að ástandið í borginni þurfi að skoða betur með hliðsjón af því hvemig helgamar era að næturlagi og bendir á að borgarstjóm sé að kanna breyttan afgreiðslutíma veitingastaða. „Við verðum að hugsa um öryggi borg- aranna,“ segir ráðherra og bendir jafnframt á að þegar erlendir ferða- menn og íbúar borgarinnar fari um hana á morgnana eigi ástandið að geta verið með viðunandi hætti. Lögreglumaður limlestur Tökum dæmi um hvemig hluti þjóðarinnar hagar sér um helgar niðri i hæ í höfuðborg íslands. Per- sónur og leikendur eru vissulega ekki allir gestanna. En eftirfarandi atburðir eru engu að síður vanda- mál okkar allra og hvert okkar sem er getur lent þar á meðal ef við tökum áhættuna og forum yfir höfuð niður í miðbæ að kvöldlagi um helgar - það gera nefnilega æ færri í dag. Um síðustu helgi var maður bar- inn með þungri bjórkrús sem brotnaði á andliti hans. Slík drykkjuílát eru yfirleitt ekki langt undir kílói að þyngd enda var maöurinn fluttur á slysadeild. Lögreglan segir að ofbeldi í mið- borginni verði alvarlegra eftir því sem lengra líður á nóttina. Klukk- an að verða hálfsjö að morgni um helgina var óeinkennisklæddur lögreglumaður á frívakt staddur í Hafnarstræti en var á heimleið. Þrír menn réðust á manninn sem féll í götuna. Voru spörkin þá látin dynja á lögreglumanninum sem var fluttur illa slasaður og meðvit- undarlaus á sjúkrahús. Miskunnarleysið var svo mikið í árásarmönnunum að þeir létu spörkin dynja þrátt fyrir að hann lægi hreyfingarlaus í götunni. Þetta er aöeins ein árásin af tugum ef ekki hundruðum á lögreglu- menn á íslandi á þessu ári. Þetta segir margt um hvemig ástandið er. Feröamenn sjá blóð, glerbrot og rusl Um það leyti sem árásin varð á lögreglumanninn, klukkan hálfsjö að morgni, var ekki langt í að ferðamenn gerðu sig klára til að fara út eða stíga upp i rútur til að skoða landið - líka þeir sem dvelja á hótelum í miðborginni, t.d. á Hótel Borg. Hvernig var útlitið þá á götunum? - allt í rusli, glerbrot- um og blóði, sumir enn að sumbli - og lyktin eftir þvi. „Hreinsunarmenn miðborgar- innar voru í hreinustu vandræð- um til klukkan tíu um morguninn á 17. júní að fá fólk heim,“ sagði Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn við DV. Framkvæmdastjóri miðborgar sagði við Morgunblaðið í gær að dæmi séu um að ráðist hefði verið á fólk í verslunum snemma morg- uns og ferðamenn væru að mæta næturhröfnum í ýmsu ástandi. Hreinsunarfólk hefur oftast átt í basli með að þrifa upp og hefur jafnvel átt fótum fjör að launa. Þetta er ekki fallegur raunveru- leiki en sannur engu að síður. Of langur afgreiöslutími „Það er ljóst að afgreiðslutíma næturklúbba verður að tak- marka,“ sagði Geir Jón. „í mið- bænum er gjarnan rólegt fram undir fjögur en svo koma eftir- legukindur sem hanga á þeim stöð- um sem opnir eru lengur, sérstak- lega í Hafnarstræti og Tryggva- götu. Við merkjum að í miðborg- inni á þessum tíma er gjarnan illa drukkið fólk eða undir áhrifum fikniefna." Geir Jón bendir á að um helgina hafi einnig átt sér stað mjög alvar- legt atvik þegar hundruð ung- menna hlupu á eftir pilti af asísk- um uppruna sem hafði sveiílað kylfu. Lögreglan hafi hreinlega bjargað þeim pilti undan hópnum og útilokað að segja til um hvað gerst hefði ef ungmennin hefðu náð honum. Hver verður hefndin? Þjóðhagsstofnun birti í vikubyrj- un nýja þjóðhagsspá þar sem góð- æri síðustu missera er | hreinlega blás- ið af og spáð | níu prósenta I verðbólgu og I ekki nema 0,5% hagvexti.! Þetta er mun I dekkri spá en sú sem kom í | mars síðastliðn- um en hún var gagnrýnd harkalega af Davíð Oddssyni sem í kjölfarið boðaði að leggja stofnunina niður. Velta menn nú fyrir sér hver hefnd Davíðs á hendur Þórði Friðjóns- syni verði vegna þessarar svarta- gallsspár - nú hafi Þórður og hans fólk sýnt að staðan í efnahagsmál- um sé mun dekkri en „karlinum með sólgleraugun" hugnist og sé því auðsætt að hann muni gripa til sinna ráða - og hefnda. Á atkvæðaveiðum Kergja er meðal Keflvíkinga eins og fram kom i DV í gær því að leikarinn góð- kunni, Gunn- ar Eyjólfs- son, var gerð- ur að bæjar- listamanni í Reykjanesbæ enda þótt hann hefði búið í Reykja- vík um ára- tugaskeið. Ákvörðun bæjaryfirvalda um þetta var gerð heyrinkunn í Keflavik á sautjándanum og var þar mikið um dýrðir. Þar sem Gunnar kom í bæ- inn til að taka á móti nafnbótinni var með honum í för dóttir hans, Þorgerður Katrín, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Segja menn að hún hafi notað tækifærið og tekið i hönd hvers manns sem hún náði í við þetta tækifæri, sýnt sig og séð aðra. Þarna hafi með öðrum orðum verið þingmaður á atkvæðaveiðum. Betri er skúr en skjálfti Nýi málshátturinn hans Davlðs Oddssonar forsætisráðherra, „Þeg- ar þú ert kominn ofan í holu skaltu hætta að moka“, hefur vakið mikla athygli og er á aflra vörum við öll hugsan leg tækifæri Davíð var þi ekki einn um að semja málshátt 17. júni. íbúar á Selfossi héldu þjóðhátíðardaginn hátíðlegan eins og aðrir landsmenn og gekk á með skúrum. Einum bæj- arbúa varð á að kvarta yfir veðr- inu en var svarað af bragöi: „Betri er skúr en skjálfti". Því eins og flestir vita reið fyrri stóri jarð- skjálftinn yfir á Suðurlandi 17. júní í fyrra - og Davíð Oddsson er upp- alinn á Selfossi. Sáttur við lífið Á Norðurlandi eystra þykjast menn ekki sjá nein merki þess að Halldór Blöndal sé á útleið úr stjórnmálum og muni hann án nokkurs vafa verða leiðtogi Sjálf- stæðisflokks- ins í hinu nýja N'orðaustur- kjördæmi í næstu kosningum. í nýju viðtali við AK-tímarit segist Halldór vera sáttur við bæði lífið sjálft og flokk- inn sinn og liti vonglöðum augum til framtíðarinnar. Segist Hafldór ætla í sumar að ferðast vítt og breitt um hið nýja og víðfeðma kjördæmi sitt og einmitt nú þyki sér Múlasýslur aldrei hafa verið jafnfaflegar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.