Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001 7 DV Fréttir HONDA CIVIC 1,5, V- TEC H/B, 03/00,3 dyra, ek. 22 þús km, beinskiptur, álfelgur, rafdr. og fl. Verð kr. 1.490.000. Ath. skipti. Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is Öflugt átak hafið gegn vímuefnum í framhaldsskólum: DV-MYND DVÓ Bæjarlistamaður F.v.: Smárí Vífilsson, bæjarllstamaö- ur á Akranesi áriö 2001, og Guð- mundur Páll Jónsson, formaöur bæj- arráös Akraness Efnilegur söngvari bæj- arlistamaður DV, AKRANESI: A þjóðhátíðardaginn 17. júní var tilkynnt hver hefði hlotið starfs- styrk bæjarlistamanns á Akranesi fyrir árið 2001. Menningarmála- og safnanefnd hafði mælt með að styrknum yrði úthlutað til tveggja aðila og hafði bæjarráð staðfest það. Annar listamaðurinn afþakkaði sinn hlut en Smári Vífilsson söngv- ari tók við sínum hluta starfsstyrks listamanns 2001. Smári hóf söng- nám við Tónlistarskólann á Akra- nesi og lauk 8. stigi frá Nýja tónlist- arskólanum sl. vor. Sigurður Braga- son var lengst af kennari hans. í vetur stundaði Smári einkanám hjá prófessor André Orlowitz í Kaup- mannahöfn og hyggur hann á frekara nám. Smári hefur komið víða við að undanfórnu og þeir sem hafa séð hann syngja hafa séð hann eflast og þroskast sem listamann og vænta mikils af honum. -DVÓ Engir 8., 9. og 10. bekkir: Aðstoðarskóla- stjórar verða deildarstjórar Bæjarstjórn Vesturbyggðar sam- þykkti á 100. fundi sínum breytingar á skólahaldi sveitarfélagsins. Gert er ráð fyrir því að engir 8., 9. og 10. bekkir verði í Örlygshafnarskóla á næsta skólaári en heimavist verður starfrækt í Örlygshöfn mánuðina janúar, febrú- ar og mars. Starfandi aðstoðarskóla- stjórar á Bíldudal, Birkimel og í Ör- lygshöfn verða ráðnir sem deildastjór- ar. Einn skólastjóri er nú starfandi yfir grunnskólum í Vesturbyggð. Skóla- stjóra og aðstoðarskólastjórum verður óheimilt að taka í Grunnskóla Vestur- byggðar nemendur með lögheimili utan Vesturbyggðar án samþykkis bæjarráðs. í samþykkt bæjarstjómarinnar seg- ir svo m.a.: „Allt starfsmannahald í skólum miðast við þá hagkvæmni sem mest má verða. Leitað verði samninga við Helga Jónasson út árið 2001 við eft- irfylgni þessara tillagna. Eftir það verði ráðinn sérstakur starfsmaður til að annast launaútreikning og hafa eft- irlit með íjárhagslegri framkvæmd við skólahald. Gert verði sérstakt erindis- bréf um starfið. Leitað verði allra leiða I samráði við forsvarsmenn bama á Hvalskeri að þau stundi nám við Pat- reksskóla og aðra þá sem slíkt kann að eiga við á komandi vetrum." -GG Kaplakriki veðsettur Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar á dögunum var lagt fram bréf aðal- stjórnar Fimleikafélags Hafnarfjarðar þar sem óskað er eftir heimild bæjar- stjórnar til að veðsetja fasteignir fé- lagsins í Kaplakrika fyrir allt að 28 milljónum króna til handa Sparisjóði Hafnarfjarðar til þess að hægt verði að koma böndum á erfiða greiðslu- stöðu handknattleiksdeildar félags- ins. Bæjarráð lagði til við bæjarstjóm að aðalstjórn FH verði heimilað að veðsetja fasteignir í Kaplakrika fyrir umbeðinni upphæð. -DVÓ þjóðfélaginu - segir einn talsmanna forvarnahópsins um ofbeldi og nauðganir „Þær tölur sem berast frá Neyðar- móttökunni um hópnauðganir eru ógnvænlegar," sagði Þorgerður Ragn- arsdóttir, framkvæmdastjóri Áfengis- og vímuvamaráðs. Nokkrir aðilar hófú í vetur að móta öflugt forvama- starf gegn neyslu áfengis og vímuefna í framhaldsskólunum. Fyrst og fremst er um að ræða forvamir gegn vímu- efnaneyslu en einnig hafðir í huga aðr- ir þættir á sama meiði, s.s. afbrot, slys sjálfsvíg og ofbeldi af öllu tagi, þar á meðal nauðganir, þar sem sterk tengst era talin milli þessara þátta. Að for- vömunum hafa, auk ráðsins, staðið Jafningjafræðslan, ísland án eiturlyQa, Heimili og skóli, Félag skólameistara í framhaldsskólum, Félag framhalds- skólanema og lögreglan i Reykjavík. Til stendur að leita samstarfs við Félag læknanema sem verið hefur með kyn- lífsfræðslu í framhaldsskólum, lyfja- fræðinema, kennaranema, hjúkrunar- nema og jafnvel fleiri nemendafélaga á háskólastigi. DV greindi í gær frá því að hópnauðgunum hafi farið fjöigandi. Upp séu komin gengi sem nái sér í stúlkur eða konur með yfirveguðum hætti tO að nauðga þeim. Samkvæmt tölum frá neyðarmót- töku verða flestar nauðganir heima hjá geranda eða þolanda. Algengast er að þolandi þekki geranda. Aldursdreif- ing er frá 12-78 ára. Flestir eru á aldr- inum 15-25 ára. Af 97 komum á neyð- armóttöku vegna kynferðisofbeldis árið 2000 vora 30 fómarlömb í áfengis- dauða þegar nauðgunin átti sér stað. 3 vöknuðu við atburðinn. Spuming var um lyfjabyrlun í 5 málum. Fleiri en einn gerandi var í 10 málum. 1. júní sl. voru komin 30 mál til neyðarmóttöku. Af þeim voru 11 í áfengisdauða þegar nauðgun átti sér stað. 5 vöknuðu við atburðinn. Fleiri en einn gerandi vora í 8 málum. „Ég tel að þessi ofbeldisverk og nauðganir sem eiga sér stað hér á landi orsakist ekki að öllu leyti af vímuefnaneyslu," sagði Þorgerður. „Það ríkir eins konar græðgismórall í þjóðfélaginu. Við viljum vera lengur úti, drekka meira, hafa möguleika á öllu og ekkert lokað. í umfjöllim fjöl- miðla um kynlífsmál er allt orðið sjálf- sagt eins og allir séu að gera allt, hverju nafni sem það nefnist." Þorgerður sagði að umræddir for- vamaraðilar hefðu áhyggjur af því hvemig markaðssetningu væri beitt í dag, til dæmis hvað varðaði klámiðn- að, skemmtanir og áfengi. Skemmti- staðimir auglýstu t.d. alls konar keppnir í drykkju sterkra vína án þess að nokkrar athugasemdir virtust gerð- ar við það. „Ég hef á tilfinningunni að ungar stelpur sem eru að drekka þar til þær deyja áfengisdauða, stundum með al- varlegum afleiðingum, viti ekki al- mennilega hvað sjúss er,“ sagði Þor- gerður, sem telur þörf á fræðslu um styrkleika áfengis og hversu mikið meðalmannslíkaminn þoli. Forvamahópurinn hefur m.a. hvatt til stofnunar foreldrafélaga innan framhaldsskólanna, þannig að lengur sé haldið utan um unglingana en verið hefúr. Vonir standa til að slík félög verði stofhuð í haust. -JSS DV-MYND HILMAR ÞÓR Klippt og rakaö Þótt hann rígni þessa dagana í höfuöborginni þarf engu aö síöur aö sinna gróörinum. Þessir dugnaöarþiitar kliþþtu, skáru og þeittu hrífum sinum viö Fjölbrautaskólann í Breiöholti. BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Kleppsvík - Kjalarvogur - Vogabakki, í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.b. er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagi í Kleppsvík. Vogabakki lengist til norðurs, lóðirnar Kjalarvogur 7- 9, 11-15 og 17 ásamt Holtavegi 5 sameinaðar í eina lóð, Kjalarvog 7-15, og byggingarreitir innan nýrrar lóðar breytast. Hámarkshæð vörugeymslu verði í kóta 24.0 og skrifstofubyggingar í kóta 28.0. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa Reykjavíkur, Borgartúni 3, 1. hæð virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 20. júní til 18. júlí 2001. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflegatil Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 1. ágúst 2001 Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, teijast samþykkir. Reykjavík, 13. júní 2001 : IW-K-, ; .V; ____í___-J Græðgismórall í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.