Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.2001, Side 13
13
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2001
DV
Gunnar bassáleikari
Hrafhsson og allir hinir!
Minnistæöur leikur Gunnars
Gunnar Hrafnsson lék „eins og engiir meö Kristjönu ogAgnari. Hann lék skemmtilegar einleikslínur,
mjög melódískar og fallegar. Tónn hans var hreinn og fallegur, þrátt fyrir vindinn á Jómfrúartorginu.
Undanfarnar vikur hefur Gunnar Hrafnsson,
bs, komið fram og leikið með mörgum af okkar
ágætustu djassleikurum, bæði á sviði og í sjón-
varpi. Gunnar hefur í mörg ár verið einn af okk-
ar betri kontrabassaleikurum, stöðugur og tón-
mikill með Stórsveit Reykjavikur, léttur og
skemmtilegur með tríói Bjöms Thoroddsens og
því næst sem ómissandi þar sem djassleikarar
hafa þurft að skera niður i trió eða jafnvel dúó
vegna lítilfjörlegra launa.
Leikur Gunnars er sérlega minnisstæður með
Hauki Gröndal, alto, á tónleikum Gröndals á
Ozio fyrir hálfum mánuði. Haukur er mjög efni-
legur ungur djassleikari sem undanfarin ár hef-
ur stundað nám við hrynháskólann í Kaup-
mannahöfn. Þar hefur hann líka leikið með
sinni eigin hljómsveit, m.a. á djasshátíð Kaup-
mannahafnar sl. sumar og víðar.
Haukur kom heim í nokkra daga til að leika
á Jazzdögum Garðabæjar, en freistaðist til að
leika á Ozio nokkrum klukkustundum áður en
Kaupmannahafnarvélin fór í loftið. Með honum
léku þeir Matthías M.D. Hemstock, trm, og
Gunnar Hrafnsson, bs. Ólafur Jónsson, tnr, lét
með tríóinu í nokkrum lögum.
Haukur sýndi þarna á sér nýja hlið með því
að leika á klarinett annars vegar og sópransax
hins vegar. Ef „Kletzmer“-dönsunum er sleppt,
þá er Haukur orðinn afbrags djassleikari, með
persónulegan stíl og tón. Það kom fyrir að hrað-
inn var ekki rétt valinn og óþægilegur fyrir
Hauk, en slíkt getur nú komið fyrir á bæstu bæj-
um. Gunnar Hrafnsson, bs, fór á kostum bæði í
undirleik og samleik. Hann var í einu orði sagt
frábær.
Nokkrum dögum seinna lék Gunnar Hrafnsson
með Jóni Páli Bjamasyni í Kastljósþætti. Leikur
þeirra var einstaklega áheyrilegur, enda sagði
stjórnandi þáttarins: „Svona á djass að vera!“ Jón
Páll heldur áfram að sýna snilldartakta hér
heima, takta sem vöktu athygli í Bandaríkjunum.
í Kastljósi sýndi bassaleikarinn Gunnar Hrafns-
son aftur og einu sinni enn hvers hann er megn-
ugur. Samleikur þeirra Jóns Páls var einstaklega
skemmtilegur.
Og nú er Jómfrúin við Lækjargötu komin aftur
af stað með djasstónleika á laugardagseftirmið-
dögum. Síðastliðinn laugardag lék þar enn eitt
tríóið, tríó Kristjönu Magnúsdóttur, söngkonu.
Kristjana hefur dvalið síðastliðin ár í Hollandi og
Englandi við nám og söng. Á laugardaginn söng
Kristjana, „djass-standarða“ að eigin sögn, en inn
á milli læddist bítlalag og „Nature Boy,“ sem Nat
King Cole varð frægur fyrir á sínum tíma. Söng-
ur Kristjönu var afslappaður og áferðarfallegur.
Með Kristjönu léku þeir Agnar Már Magnús-
son, pno, og Gunnar Hrafnsson, bs. Agnar er ný-
kominn heim eftir eins og hálfs árs dvöl í New
York. Viö eigum nokkra prýðilega djasspíanista
um þessar mundir. Agnar Már er einn þeirra.
Flestir ef ekki allir þessir píanóleikarar eiga það
sameiginlegt að vera vel verseraðir í djassleik,
nokkrir meira að segja sprenglærðir. Þeir leika
allir af mikiUi tækni og hljómasamsetning
þeirra er aðdáunarverð. Á hinn bóginn vantar
þá mýkt og persónulegan stíl. Þvi miður.
Agnar Már er undantekning (sem sannar regl-
una). Hann nýtir tækni sína mjög greindarlega
og notar hljómasetningu sem uppfyllingu fyrir
einleikara og söngvara án þess að vera sífelt að
sýna getu sína. Það verður spennandi að heyra
nýju tríóplötuna, sem hann gerði í New York
fyrir skömmu. Einnig verður gaman að heyra
útsetningar hans fyrir Kristjönu á upptökum
sem hún vinnur í sumar ásamt Agnari Má, pno,
Birki Frey, trpt, og erlendum félögum Kristjönu.
Gunnar Hrafnsson lék „eins og engill" með
Kristjönu og Agnari. Hann lék skemmtilegar
einleikslínur, mjög melódískar og fallegar. Tónn
hans var hreinn og fallegur, þrátt fyrir vindinn
á Jómfrúartorginu. Hann er góður hann Gunn-
ar.
Ólafur Stephensen
Gunnar Hrafnsson, djassleikari, með Kristjönu Stef-
ánsdóttur á Jómfrúnni, 16.6.01, í Kastljósi á Rúv,
14.6.01 og í Ozio meö Hauki Gröndal, 4.6.01
Ósigur listarinnar
Að undanfömu hafa stríðsmyndimar komið
fljúgandi frá Hollywood. Saving Private Ryan
halaði inn ófá verðlaun og ekki að ósekju. Hina
síðari daga hafa hins vegar komið í kvik-
myndahúsin myndir sem ekki hafa náð þvi
flugi sem Spielberg var á. Má þar nefna sér-
staklega þrjár myndir, Enemy at the Gates,
Thirteen Days og nú síðast Pearl Harbor.
I Sunday Times fjallaði Bryan Appleyard um
stríðsmyndirnar, sannleikann og listina. Hann
tekur dæmi um sagnfræðilegt leikrit Williams
Shakespeares um Rikarð þriðja. Hann segir að
þrátt fyrir að margir fræðimenn séu sammála
Shakespeare í persónusköpun Rikarðs þá séu
þeir einnig til sem telji verk Shakespeares vera
grimmilegt níð og líkast til það versta í sög-
unni; hann hafi ekki einu sinni verið kroppin-
bakur. Ríkarður þurfi þó að „lifa“ við það að
hann sé ímynd illsku og geðveiki.
Appleyard spyr hvort það skipti máli þótt
Ríkarður hafi verið saklaus og að í þessu til-
felli listin hafi borið sannleikann ofurliði.
Tímalaus og landamæralaus sannleikur
Shakespeares hafi sigrað tímabundinn sann-
leika lífs Ríkarðs þriðja. „Enginn með réttu
ráði myndi fordæma leikritið þar sem það
væru ósannindi í því. Vofa konungs verður að
sækja réttlæti sitt á annan hátt.“
„Hver gerir þetta?"
Appleyard fjallar um hvernig sagnfræði 20.
aldarinnar hefur ratað inn í kvikmyndirnar.
Hann nefnir þar dæmi um einstaklega vel
heppnaða færslu stríös yfir á hvíta tjaldið í
mynd Francis Fords Coppola, Apocalypse
now! Einnig nefnir hann til sögunnar kvik-
Óslgur listarinnar
Þaö var ekki aöeins bandaríski herinn
sem beiö ósigur í Pearl Harbor.
mynd Terrence Malick, The Thin Red Line,
sem hann segist hafa tilhneigingu til að líta á
sem meistaraverk líkt og þá fyrrnefndu.
í þessum tveimur myndum nálguðust kvik-
myndagerðarmennirnir stríðið og stríðsrekst-
urinn á öðrum forsendum en gert er í þeim
kvikmyndum sem verið hafa i kvikmyndahús-
unum á þessu ári. í stað þess að velta sér upp
úr yfirboröslegum sagnfræðilegum staðreynd-
um nálgast þeir hermennina sjálfa og hugará-
stand þeirra. í mynd sinni fjallar Malick til
dæmis um það hvernig svona hræðilegir hlut-
ir geti átt sér stað. I einu magnaðasta atriði
myndarinnar heyrast hugsanir eins her-
mannsins: „Hver gerir þetta?“ Þetta tekur
Appleyard sem dæmi um snilld.
Endanlegur ósigur
í Enemy at the Gates er hryllingur stríðsins
jafnvel meiri en í myndum um Víetnam. Samt
segir Appleyard að ijóst sé frá fyrstu mínútu
að sá hryllingur verði einungis bakgrunnur
sögunnar. Tilbúin barátta hetjanna er líkari
íþróttakeppni en stríði. Endir myndarinnar
segir Appleyard að sé beinlínis hlægilegur.
Hann segir að heppilegri titill fyrir myndina
hefði verið Áfram Stalíngrad!, myndin hefði
passað vel inn i þá syrpu.
Appleyard er hins vegar mun hrifnari af
Thirteen Days, sem tekst bæði að fylgja sann-
færandi sagnfræði og listrænni uppbyggingu.
í heildina tekið séu þó stríðsmyndir síðustu
missera ekki merki um ósigur sannleikans
heldur miklu frekar ósigur listarinnar.
Þegar grein Appleyards er skrifuð hafði
Pearl Harbor ekki verið sýnd í Bretlandi og
mesta áfallið því eftir fyrir Bryan Appleyard.
Ógæfa þeirrar myndar er mikil; sagnfræðin er
yflrborðskennd og ónákvæm, jafnvel röng,
leikur er slakur og söguþráðurinn lélegur.
Appleyard segir við lok greinar sinnar að
sagan sé ekki heilög en við listræna útfærslu
þurfi þó að gæta að ýmsu. Nákvæmni sé ekki
aðalmálið heldur miklu frekar sannleikur
ímyndunaraflsins.
Byggt á The Sunday Times.
________________Menning
Umsjón: Sigtryggur Magnason
Listasumar
á Akureyri
Næsta laugardag verður Listasumar
2001 sett í Ketilhúsinu á Akureyri.
Ræðuhöld og
opnun á
þremur
myndlistar-
sýningum
markar upp-
haf sumars-
ins. Um er að ræða sýningu Kristbergs
O. Péturssonar í Ketilhúsinu, sýningu
franska ljósmyndarans Veronique
Legros í Deiglunni og sýningu hol-
lensku myndlistarkonunnar Merthe
Koke í Gestavinnustofunni. Allar sýn-
ingarnar eru opnar alla daga frá 14-18,
nema mánudaga en þá er lokað.
Á laugardaginn opna einnig Jón Lax-
dal og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir
vinnustofusýningar í Grófargili. Þau
hafa einnig á dagskrá viðburði undir
heitinu „Á slaginu sex“ sem verða á
hverjum degi meðan á sýningum stend-
ur, kl. 18, í vinnustofu Áðalheiðar.
Kínversk
kvikmyndahátíð
í byrjun júlí munu Filmundur, Kvik-
myndasjóður íslands og Kínverska
sendiráðið standa fyrir kínverskri
kvikmyndahátíð. Sýndar verða sjö ný-
legar kvikmyndir sem hafa vakið mikla
athygli en hafa aldrei verið sýndar
áður hér á landi. í tilefni af hátíðinni
mun leikstjórinn Zhang Jianya verða
viðstaddur frumsýningu á mynd sinni
„Crash Landing" en hann er einn af
virtustu leikstjórum Kínverja um þess-
ar mundir. Einnig kemur leikkonan Xi
Meijuan til landsins og verður hún við-
stödd frumsýningu á myndinni „Round
Moon Tonight", þar sem hún fer með
eitt aðalhlutverkanna.
Frumskógur
í stofuna
Japis hefur geflð út geisladiskinn
Mógli. Á honum er að finna bamaleik-
rit Leikfélags Reykjavíkur frá í vetur.
Ekki er aðeins um að ræða lögin úr
leikritinu því farin er „Egnerleiðin" og
stór hluti leikritsins gefinn út líka.
Böm og fullorðnir geta því notið leik-
gerðar Illuga Jökulssonar á verki
Kiplings í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfs-
sonar með tónlist eftir Óskar Einars-
Leikarar í
Móglí eru Friðrik
Friðriksson, sem
leikur Móglí, Jó-
hann G. Jóhanns-
son, Jóhanna Vig-
dís Arnardóttir,
Halldór Gylfason,
Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Edda
Björg Eyjólfsdóttir, Gunnar Hansson,
Ellert A. Ingimundarson og Theodór
Júlíusson.
son.
Loksins Erró
Nú líður að menningarviðburöi sem
margir telja hápunkt sumarsins. Um er
að ræða opnunarsýningu Errósafnsins
í öllum sölum Listasafns Reykjavíkur í
Hafnarhúsi. Hefst sýningin á Jónsmess-
unni, laugardaginn 23.
júní, klukkan átta um
kvöldið.
Sýningin er skipu-
lögð þannig að góð yf-
irsýn fæst yfir allan
feril Errós. Einnig
verður í kastljósinu sú
staðreynd að Erró hef-
ur ekki síður unnið í öðrum listmiðlum
en málverkinu en hann var einn fyrsti
íslenski listamaðurinn til að skipu-
leggja og framkvæma gjörningana í
upphafi sjöunda áratugarins og vann á
svipuðum tima við ýmsar kvikmyndir.
Hann hefur einnig unnið mikið með
teikningar, klippimyndir, grafik og þrí-
víð verk. Myndverkið Stríð, sem Erró
vann aðeins fjórtán ára gamall, mun
skipa sérstakt heiðurssæti á sýning-
unni.
Við opnun sýningarinnar fer fram af-
hending úr Listasjóði Guðmundu S.
Kristinsdóttur, móðursystur Errós, til
framúrskrandi listkvenna á sviði
myndlistar. Erró stofnaði sjóðinn til
minningar um frænku sína og er þetta
í fjórða sinn sem veitt er úr sjóðnum.