Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 5
5 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 DV Fréttir Skagafjörður: Bann sýslumanns bundið skilyrðum Dómsmálaráðuneytið hefur fellt úr gildi bann það er Ríkarður Más- son sýslumaður setti á um miðjan maí um aðgang yngri en 18 ára að almennum dans- leikjum í hérað- inu. Bann sýslu- manns mæltist mjög illa fyrir og gengu undir- skriftarlistar í Skagafirði þar sem því var mót- mælt. í kjölfar þess var ákvörð- un sýslumanns kærð til dómsmálaráðuneytisins en það var einmitt það sem sýslumað- ur hafði vonast eftir, að málið færi þangað og ráðuneytið tæki efnislega afstöðu til þess. Meginforsenda sýslumanns fyrir að neita að gefa út leyfi til dans- leikjahalds þar sem yngri en 18 ára hefðu aðgang var sú að þar viðgeng- ist almenn ölvun. Dómsmálaráðu- neytið lítur hins vegar þannig á málið að ekki séu forsendur fyrir ákvörðun sýslumanns og hefur því fellt hana úr gildi. Ríkarður Másson sýslumaður segir að úrskurðurinn taki ekki fyr- ir að honum sé ekki heimilt að setja þessi aldurstakmörk og er því sátt- ur við úrskurðinn. Honum sé það heimilt að gefnum forsendum. Að mati ráðuneytis sé honum heimilt að hinda útgáfu skemmtanaleyfis aldurstökmörkunum, t.d. 18 árum, þegar sýnt þyki að önnur og vægari úrræði séu ófullnægjandi. „Ég þarf bara að sýna fram á ým- is atriði þarna, s.s. mikla ölvun og vandræði, og þá get ég farið að taka þetta upp á nýtt. En ég þarf að halda saman gögnum um hvern dansleik fyrir sig og senda ráðuneytinu. Ald- urstakmarkið fer því um næstu helgi niður í 16 ár en áfengisneysla og meðferð áfengis er eftir sem áður bönnuð. Það eru landslög," segir sýslumaður. Kolbeinn Konráðsson, húsvörður í félagsheimilinu Miðgarði, segir það ljóst að sýslumanni sé ekki heimilt að færa aldurstakmark upp í 18 ár samkvæmt úrskurði ráðu- neytisins enda hafi hann ekkert að styðjast við, t.d. lögregluskýrslur. Enginn dansleikur sé í Miklagarði um næstu helgi en fóstudaginn 29. júní séu Sálin og Stefán Hilmars þar og þá verði öllum eldri en 16 ára hleypt inn. Kolbeinn segir að þessi biðtími hafi hins vegar skaðað starf- semina í Miklagarði. -gk/GG Meirihluti íbúa Bessastaðahrepps hafnar sameiningu við Garðabæ: Nær 60% íbúanna sögðu nei í símakönnun Frá Alftanesi Engar frekari viöræður: Viss vonbrigði Bessastaðahreppur hefur neitað ósk bæj- arstjómar Garðabæj- ar um viðræður sem leiða kynnu til sam- einingar þessara sveit- arfélaga. Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri Garðabæjar, seg- ir að sameiningarvið- ræður hafi verið í gangi milli sveitarfé- laganna á höfúðborgarsvæðinu með ein- um eða öðrum hætti en ekkert hafi formlega átt sér stað nema gagnvart Bessastaðahreppi að undanfómu. Ekk- ert sé nú í spUunum sem bendi til þess að frekari viðræðna sé von á næstunni. „Þetta era viss vonbirgði, við hefðum gjaman viljað ræða málin og það hefðu ýmsir í Bessastaðahreppi einnig viljað gera. En það getur vel verið að forsend- ur þar breytist einhvern tima. Það hafa engar ákvarðanir verið teknar um það að fara í viðræður við önnur nágranna- sveitarfélög. Samstarf þessara sveitarfé- laga hér.er alltaf að aukast, bæði milli Garðabæjar og Bessastaðahrepps og við önnur sveitarfélög. Því ekkert lát á sam- starfi sveitarfélaganna þrátt fyrir þessa stefhu í málinu og þar með ekki samein- ingu sveitarfélaganna," segir Ásdís Halla Bragadóttir. -GG Á fundi hreppsnefndar Bessa- staðahrepps 10. maí sl. var sam- þykkt að láta fara fram skoðana- könnun um vilja íbúa hreppsins til þess að ganga til sameiningarvið- ræðna við Garðabæ skv. samþykkt bæjarráðs Garðabæjar frá 25. apríl sl. þar sem lagt var til að hrepps- nefnd Bessastaðahrepps skipi full- trúa í samstarfsnefnd til þess að vinna að athugun á sameiningu Bessastaðahrepps og Garðabæjar. Hreppsnefnd samþykkti að senda öllum kosningabærum íbúum kynn- ingarbækling 23. maí sl. og borgara- fundur var haldinn 31. maí sl. þar sem 90 manns mættu. Skoðana- könnunin fór fram 6. til 12. júní gegnum sima á vegum Gallup. Full- trúar Á- og H-lista mótmæltu því al- farið að vald um val á spurningu og aðdraganda að henni skyldi flutt frá hreppsnefnd til Gallup, þannig að hreppsnefndarmenn vissu ekki um hvað yrði spurt. í könnuninni var spurt: „Vilt þú að hreppsnefnd Bessastaðahrepps vinni að sameiginlegri tillögu með Garðabæ um sameiningu sveitar- félaganna tveggja sem þú fengir síð- an að kjósa um, eða vilt þú að sú vinna fari ekki fram?“. Endanlegt úrtak svarenda var 921. Þar af svör- uðu 823 spurningunni. Svarhlutfall var þvi 89,4%. 308, eða 40,5%, sögðu já, 453, eða 59,5%, sögðu nei. 761 tók því afstöðu, eða 92,5% þeirra sem svöruðu, en 62 tóku ekki afstöðu, eða 7,5% þeirra sem svöruðu. Gunnar Valur Gíslaon, sveitar- stjóri Bessastaðahrepps, segir að sú afstaða fulltrúa Sjálfstæðisfélagsins, sem mynda meirihluta hrepps- nefndar Bessastaðahrepps, hafi þeg- ar verið kynnt íbúum Bessastaða- hrepps með dreifibréfi. Með hlið- sjón af niðurstöðu könnunar Gallup meðal ibúa hreppsins dagana 6. til 13. júní sl. verði ekki farið í formleg- ar viðræður við Garðabæ um sam- einingu sveitarfélaganna tveggja á grundvelli samþykktar bæjarráðs Garðabæjar. -GG Asdís Halla Bragadóttir. Mardís VE strandaði í fjörunni vestan Alviðruhamra: DV-MYND PÉTUR S. JÓHANNSSON Kominn heim Leifur Halldórsson SH er hér aö koma til hafnar Ólafsvík, sinni nýju heimahöfn. Bjartsýni þrátt fyrir skerðing- artalið dvTolafsvík: Það er ekki hægt að segja annað { en að bjartsýni riki hjá útgerðar- mönnum í Ólafsvík. Þó skerðingar á aflaheimildum séu það eina sem komist að í hugum ráðamanna | iandsins þá dregur það ekki kjark úr Ólsurum því enn einn nýr bátur bættist í flotann í síðustu viku. Þessi nýi glæsilegi bátur heitir Leif- ur Halldórsson SH 217 og er gefið nafn til heiðurs einum eigandanum : en þeir eru ásamt Leifi synir hans, j Þorgrímur og Steingrímur. Leifur Halldórsson SH hét áður Grótta RE og er um 150 lestir. Bát- urinn er mjög vel útbúinn til drag- nótaveiða og fer hann á veiðar fljót- lega. Að sögn Leifs Halldórssonar, eiganda og útgerðarstjóra, mun bát- : urinn landa í Ólafsvík en þeir feðg- ar reka bæði fiskvinnslu í Ólafsvík og Þorlákshöfn. Skipstjóri á hinum : nýja bát verður Ingólfur Aðalsteins- son og vélstjóri er Mímir Brynjars- son. Alls verða 8 menn í áhöfn. Mik- il gróska er í útgerð í þremur höfn- um Snæfellsbæjar. Bæði hefur stór- um bátum og trillum fjölgað og einnig hefur mikið verið um land- anir aðkomubáta. Nýlega tók til starfa ísverksmiðj- an Breiði í nýju húsnæði í Ólafsvík og veitir hún góða þjónustu tU aUra báta sem landa í höfnunum. Enn- j fremur sér Breiði um landanir úr bátum. -PSJ Eigandi og skipstjóri Leifur Halldórsson, eigandi og út- geröarstjóri báts meö hans nafni, og Ingólfur Aöalsteinsson skipstjóri í brúnni. Orkubúið hlutafjárvætt: Metið á 4,5 milljarða Bjargvættinum ekki ansað - þegar hann reyndi að kalla eftir aðstoð Sex tonna Sómabátur, Mardís VE 236, strandaði í hörunni vestan Al- viðruhamra, austan Hjörleifshöfða, um hádegi á fimmtudag. Náðist bát- urinn óskemmdur á Uot um tólf tím- um síðar. HaUdór Jón Jóelsson var einn á bátnum þegar óhappið varð. Hann hafði verið á handfæraveiðum ásamt Ueiri bátum. Hann sagði að þetta hefði farið eins og best varð á kosið. „Það var renniblíða og ég var ekki kominn með nema um 200 kUó af fiski þegar ég lenti þarna uppi í fínum sandi.“ HaUdór var í sambandi við Guð- Unnu VE 249, sem var á sömu slóðum, og kom hún UjóUega tU aðstoðar. DV hafði samband við Óskar Krist- insson, skipstjóra á GuðUnnu VE, sem einnig er Sómabátur. Sagðist hann hafa verið á leið austur að IngóUshöfða um hádegið á Ummtudaginn. Þá hefði sér dottið í hug að kaUa í HaUdór og spyrja um hvar hann væri. „Hann sagðist þá vera kominn upp í fjöru. Það var óvenju kyrrt í sjóinn og HaU- dór mjög heppinn að lenda þama upp i mjúka sandfjöru. Beggja vegna við hann vom hins vegar klappir og grjót. Enginn svaraði beiðni um aðstoð Ég fór strax að reyna að draga hann út en sleit tógið sem ég var með. Þá reyndi ég að kaUa upp báta, sem ég vissi af í nágrenninu, tU að fá nýtt tóg. Ég kallaði ekki á neyðarbylgju heldur á venjulegum rásum. Það svaraði hins vegar eng- inn. Þá náði ég símasambandi við menn á stórum netabáti sem var nokkru vestar. Þeir voru bara með hundshaus og sögðust ekki mega vera að því að gera neitt. Þeir höfðu engan tima tU að sinna því þótt bátur væri strandaður á sand- inum.“ Aðstæður voru, að sögn Óskars, nokkuð sérstakar. Stórt rif er þarna um 700 metra fyrir utan ströndina sem ekki er fært yfir nema á grunn- sigldum bátum. „Það hefði aldeilis ekki verið farandi þarna yfir í ein- hverri ólgu,“ sagði Óskar og taldi að vegna þess að veðrið var gott hefði aUt farið vel. Menn væru alltaf í hættu við slíkt strand og furðaði hann sig því á afskiptaleysi annarra skipstjórnarmanna. -HKr. Orkubú Vestfjarða verður hluta- félag 1. júlí nk. Ekkert sveitarfélag- anna á Vestfjörðum hefur selt sinn hlut í Orkubúinu þrátt fyrir tilboð ríkisvaldsins þar að lútandi en mörg þeirra eru með mjög slæma fjárhagsstöðu. Kristján Haraldsson orkubússtjóri segir það sína skoðun að það verð sem sé í boði sé það gott að sveitarfélögin geti iUa afþakkað það enda reikni hann með því að þau muni ekki gera það. Heildarverðmæti fyrirtækisins er 4,6 milljarðar króna og eiga sveitar- félögin 60% hlut eða 2,7 milljarða króna. Stærstur er hlutur ísafjarð- arbæjar eða 1,4 milljarðar króna. Breytingin í hlutafélag er gerð til þess að gera eigendum kleift að ráð- stafa hlut sínum í fyrirtækinu en í sameignarfélagi eru þau bundin samþykki aUra eigenda. -GG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.