Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 Skoðun DV Spurning dagsins Eflum stjórnarfarið, virðum stjórnarskrána Drekkurðu mikið af gosdrykkjum? Guðmundur Aöalsteinsson leigubílstjóri: Nei, ég hef aldrei vaniö mig á þaö. Aðalsteinn Olafsson leigubílstjóri: Svona 1/2 I á dag af kóki. Sigurjón Tracy leigubílstjóri: Eg drekk lítiö afgosi, þaö er svo óhollt. Melkorka Otradóttir nemi: Já frekar, svona 1/2 I á dag af kóki. í grein Hjörleifs Guttormssonar, Átak til að efla þjóðþingið, sem birtist í DV 14.6., er vikiö að að- skilnaði löggjafar- og framkvæmda- valds og lagt til að Helgi Jónsson ráðherrar hafi skrlfar: ekki atkvæðisrétt. Þarna virðist höf- undur ekki hafa haft stjórnarskrána við höndina því samkvæmt 51. grein hennar segir: „Ráðherrar eiga samkvæmt emb- ættisstöðu sinni sæti á Alþingi og eiga þeir rétt á að taka þátt í um- ræðunum eins oft og þeir vilja, en gæta verða þeir þingskapa. Atkvæö- isrétt eiga þeir þó því aðeins að þeir séu jafnframt alþingismenn." Alþingismenn eru kosnir af þjóð- inni til að fara með löggjafarvaldið, ekki framkvæmdavaldið. Og það er ekki hægt að svipta menn því valdi sem þjóðin hefur falið þeim. Eða hvað? Ef farið væri að þvi sem Stjórnarskrá íslands kveður skýrt á um, og forsetinn skipaði ráðherra, væru þeir ráðherrar óháðir Alþingi. Embættisstaða ráðherra er skipun forsetans. Það er alls ekki í anda stjórnarskrárinnar að ráðherrar séu úr hópi alþingismanna. Sú stjórn, sem stjórnarskráin kveður á um, er utanþingsstjórn. I þeirri skipan felst aðskilnaður valdaþátt- anna. Og reyndar er skipting lands- ins í kjördæmi tæplega í anda 48. greinarinnar sem kveður á um sjálf- stæði þingmanna. Þar er þó til fleiri hluta að líta, eins og þróunar byggð- ar i landinu og réttar þeirra sem Ráöherrastólar á Alþingi „Alls ekki í anda stjórnarskrárinnar að ráöherrar séu úr hópi atþingismanna. Sídan hafa alþingismenn aldrei vidurkennt vald forsetans. Þeir hafa margir haldið því fram að það vald sé aðeins formlegt og þessu trúir fólk. Ef þetta vœri rétt hlyti það að standa skýr- um stöfum í stjómarskrdnni, en svo er ekki. “ eiga heima í fámennari byggðum. Trúlega var það í gleðivímu yfir fengnu frelsi að alþingismenn sam- þýkktu 1944 betri stjórnarskrá og lýðræðislegri en ílokksræðið sætti sig við. Siðan hafa alþingismenn aldrei viðurkennt vald forsetans. Þeir hafa margir haldið þvi fram að það vald sé aðeins formlegt og þessu trúir fólk. Ef þetta væri rétt hlyti það að standa skýrum stöfum í stjórnarskránni, en svo er ekki. Þó að höfundur þessara orða hafi lengst af eftir stríð verið í stjórn- málaflokki, reyndar sama flokki og Hjörleifur, þá hefur jafnlengi vakað með honum draumur um að til verði samtök áhugafólks um þjóð- mál, samtök þar sem fólk með ólík- ar skoðanir getur borið saman bæk- ur sínar. Skoðanir okkar eru trú- lega ekki eins ólíkar og við höldum. Og eiginlega eru flokkamir hálf- gerðar hjarðir sem haldið er aö- skildum. En stjórnarskrána skulum við virða, annars verða allar óskir um betra stjómarfar hjáróma. Háar bílatryggingar fyrir yngri aldurshópana Júlíanna Sigtryggsdóttir (Aron): Nei, ég drekk ekki mikiö af gosi, stundum fæ ég mér þó kók í gleri þegar ég er í stuöi. Sóley Árnadóttir stuöningsfulltrúi: Já, ég drekk frekar mikiö af gosi, ég myndi segja um 1/2 I af kóki á dag. Ragnar Rúnar skrifar: Hækkun tryggingafélaganna hjá aldursflokknum 17 til 25 ára er fyr- ir neðan allar hellur. Það getur kostað allt upp i 260 þúsund kr. að tryggja bílinn fyrir þetta fólk, af því mesta tjónið er sagt vera hjá þess- um aldurshópi. En það eru nú ekki allir í aldurshópi þessum sem aka eins og vitleysingar. Samt gengur jafnt yfir alla, lika þá sem sannan- lega keyra varlega og eru aldrei orð- aðir við óhöpp í umferðinni. Og þeir eru orðnir mjög margir, því menn vita hvað það þýðir að valda óhappi, árekstri o.þ.h. „Það er til lausn á þessu máli eins og mörgum öðr- um. Það er að sekta þessi ungmenni um 30 til 40 þúsund krónur fyrir of hraðan akstur og eingöngu þá sem aka sem óðir séu. “ Aðrir eru kærulausir og þekktir sem óhappa- og tjónavaldar. Þessi hópur lætur sér fátt um flnnast og mamma eða pabbi borga skaðann - og eru stundum einnig eigendur að viðkomandi ökutæki. Og þá er mál- ið leyst, það er að segja - ekki fyrir tryggingamar en fyrir fólkið. Það er til lausn á þessu máli eins og mörgum öðrum. Það er að sekta þessi ungmenni um 30 til 40 þúsund krónur fyrir of hraðan akstur og eingöngu þá sem aka sem óðir séu. Hinir sem aka varlega greiða auð- vitað ekkert. En hvað á að gera viö sektargreiðslurnar? Þær gætu sem best gengið til tryggingafélaganna. Svo er eitt að lokum; ég er þess fullviss að þegar unglingar þurfa að borga úr eigin vasa þá hugsa þeir sig tvisvar um áður en þeir leggja í hraðakstur og aka varlega. - Sem ég held að flestir þeirra geri nú þegar. Sjálfs er holan hollust Það hefur verið mikil tíska í gegnum tíðina hjá andans stórmennum að tjá sig í véfréttastíl og tala í illskiljanlegum dæmisögum og hafa nokkur slík þótt harla spámannlega vaxin fyrir vikið. Eitt var Nostradamus, en allt hans tal var svo loðið og úr lagi fært að hver og einn gat túlkað með sínum hætti, enda þykir Nostradam- us í dag einna mestur sjáandi úr hópi alræmdra rugludalla fyrri alda. Nú, Jesús og ýmsir aðrir trúarleiðtogar mæltu löngum i dæmisögum og langsóttum líkingum, enda hafa menn staðið á haus um aldir við tákn- fræðilegar útlistanir á spekinni og fá allir þá niðurstöðu sem best hentar hagsmunum viðkom- andi. Og enn beita stórmenni um allan heim loðn- um líkingum. Meðal annars stærsta stórmenni á íslandi, Davíð Oddsson, sem sagði í ræðu á þjóð- hátíðardag: „Þegar þú ert kominn ofan í holu, þá áttu að hætta að moka.“ Oft er í holu... Táknfræðingar og málsháttamagisterar hafa lagt höfuðið í bleyti síöustu daga og spáð og spekúlerað í þetta spakmæli Davíðs og ekki ver- ið sammála um túlkun þess. Trúarbragðafræð- ingur líkti „holu“ Davíðs við holuna í enni Golí- ats eftir að annar Davíð slöngvaði grjóti í pönn- una á honum fyrir margt löngu. Og þekktur málsháttarýnir hefur lýst því yfir að þessi ágæta nýsmíði forsætisráðherra á spakmælasviðinu sómi sér vel í hópi helstu holumálshátta þjóðar- innar á borð við: Oft er í holu heyrandi nær. Holl er heimafengin hola. Sér grefur holu þótt grafl. Sjálfs er holan hollust og svo framvegis. Hola í höggi Vinstri kverúlantar hafa reynt að gera lítið úr holufyllingarspeki Davíðs. Einn benti á að þama væri Davíö í raun að boða niðurskurð á fé til vegamála á Vestfjörðum, þ.e. að þegar vegagerð- armenn færu ofan í fyrstu holuna af milljón á vegaslóðum vestra, þá ættu þeir að hætta fram- kvæmdum. Og frægur heimspekingur bætti við að ef menn þyrftu á annað borð að grafa holu, þá væri yflrleitt farsælast að grafa hana til botns en ekki gefast upp í miðjum klíðum og hætta að moka. Og hann vitnaði í þessu sambandi til fleygra orða Bakkabræðra, sem voru ekki síður andans menn en Davíð, en þeir sögöu: „Hálfgraf- in er holan í Hafnarfirði þegar botninn er suöur í Borgarfiröi". En fyrir utan þessar örfáu úrtöluraddir eru flestir á því að aö 17. júní hafi Davíð einfaldlega slegið holu í höggi. Og að í framtíöinni, þegar einhver segir eitthvað íðilsnjallt og eftirminni- legt, þá veröi haft á orði: „Já, þama fór hann nú heldur betur holu í höggi.“ Garri Gömlu lágu Ijósin Öröugt aö sjá þau fyrir stærri bílum. Of lág umferðarljós Atvinnubílstjóri sendir þessar línur: Ég er undrandi að ekki skuli enn vera búið aö skipta út gömlu lágu um- ferðarljósunumm fyrir hærri ljós yfir miðju akreina. Á hornum eins og Hringbraut/Miklubraut/Snorrabraut og svo aftur á mótum Miklubraut- ar/Kringlumýrarbrautar (að hluta) er orðið stórhættulegt að aka því útilok- að er að sjá ljósin ef hærri bíll en sá venjulegi fólksbíll er fyrir framan mann. Sums staðar hefur verið skipt um ljós, en í borginni em enn flest umferðarljósin þau gömlu lágu. Þessu verður að breyta, bara fyrir umferð- aröryggið. Samskiptin batna Ég dreg ekki i efa rétt ritstjórnar virðulegs dagblaðs yðar til að velja efni til birtingar á síðum þess, en get ekki orða bundist vegna forystugrein- ar, sem birtist í 138. tölublaði DV þ.á. hinn 19. júní undir fyrirsögninni „Vesturlönd hossa Pútín“. Höfundur greinarinnar lýsir einhliða og rang- lega stefnu ríkisstjómar Rússlands í innan- og utanríkismálum og hefur í frammi ruddalegt orðbragð um æðsta leiðtoga sjálfstæðs ríkis. Að framan- sögð grein skuli birtast í virðulegu blaði yðar sama daginn og íslenskir fjölmiðlar skýra frá því að forseti ís- lands muni fara í fyrstu opinberu heimsókn íslensks þjóðhöfðingja til Rússlands og samskipti þjóðanna fara jafnframt batnandi, leiðir hugann að því að ekki séu allir jafn hrifnir af slíkum staðreyndum. Með virðingu, Blaðafulltrúi sendiráðs Rússlands, V. Alexeev Ferðamenn í hættu Sigrún hringdi: Loks eru að opnast augu ráða- manna, a.m.k. sumra eins og t.d. ferðamálastjóra, ftrir því að hér á íslandi er ekki eins vistvænt iand og af hefur verið látið. Ég á auðvit- að við óróann í þjóðfélaginu og af- leiddan vanda sem lýsir sér m.a. í árás- arhneigö fólks hvers á annað eftir að það hefur verið í samkvæmum heima eða á opinberum skemmtistöðum. Ólætin og uppþotin í miðborg Reykja- víkur, og svo einnig á minni stöðum vítt og breitt um landsbyggðina, sýna að erlendir ferðamenn eru í hættu séu þeir einir á ferð. Ekki er eftir neinu að bíða, öryggi almennra borgara verður að tryggja með öllum ráðum. Förum ekki á taugum Snæbjörn skrifar: Við fréttir af aukinni verðbólgu er eins og þjóðarlíkaminn hafi fengið harkalegt högg og menn keppast við að sverta ástandið hver fyrir öðrum. Allt orðið ískyggilegt eða kreppueinkenni á næsta leiti, segir fólk. En ég spyr: Hvað hefur breyst, er ekki sama óðagotið í mannskapnum? Allir á hlaupum í inn- kaupum. Eina breytingin er að nú er kapphlaupið hafið um að koma pening- unum frá peninganna furstum í eitt- hvað arðbært í stað bréfanna sem svik- in voru inn á okkur af þessum fúrstum í gegnum litauglýsingar. Förum nú ekki á taugum, en pössum upp á aur- inn og afraksturinn. Idv Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Ógnvænlegt ástand að kvöldi 17. júní Öryggi borgaranna veröur aö tryggja.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.