Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001
DV
Fréttir
Byssum beint að bæj-
arstjóra Hveragerðis
- var aldrei hræddur enda ekki ástæða til
Bæjarstjórinn og hermennirnir
Atmenn ánægja meö heimsóknina í bænum þó skoöanir séu vissulega skiptar.
DV, HVERAGERDI:____________________
Ekki eru allir á eitt sáttir um
leigu Grunnskóla Hveragerðis fyrir
stjórnstöð bandarískra hermanna.
Erlendur F. Magnússon, trélista-
maður og bókagerðarmaður, kom
að máli við DV vegna atburðar sem
átti sér stað í gær. „Ég er mikill
áhugamaður um sögu Hveragerðis-
bæjar og er að vinna að ljósmynda-
bók um bæinn. Þess vegna geng ég
um þessar mundir með myndavél-
ina framan á mér til þess að festa á
blað heræfingar Bandaríkjamanna
hér. Mér datt i hug að gaman væri
að fá bæjarstjóra Hveragerðis, Hálf-
dán Kristjánsson, til þess að stilla
sér upp fyrir framan hermenn og
herbúnað, sem er nú við Grunn-
skóla Hveragerðis. Myndin yrði
geymd sem innlegg í sögu bæjar-
ins,“ sagði Erlendur.
Hálfdán hafði brugðist vel við og
kom á staðinn skömmu á eftir Er-
lendi. Erlendur sagðist hafa gengið
upp að gaddavírsgirðingunni þar
sem hann hitti fyrir mann með
byssu og sá sagt honum að fara
burt. „í því kom Hálfdán á fullri
ferð og byssumanninum brá. Ég
gekk að Hálfdáni og í því komu her-
menn hlaupandi út úr skólanum.
Þeir hrópuðu: „Leave, leave!, eða
farið burt,“ sagði Erlendur.
„Byssum var beint að okkur og
reynt að koma í veg fyrir mynda-
töku. Hálfdán og ég reyndum síðan
að sannfæra þá um að við værum
ekki hryðjuverkamenn í dulbún-
ingi, heldur væri Hálfdán gestgjafi
þeirra, bæjarstjórinn á staðnum."
Hálfdán bæjarstjóri segist þó hafa
upplifað þetta á alla annan hátt en
Erlendur:
„Ég var aldrei hræddur enda ekki
ástæða til. Ég ræddi þarna við
liðþjálfa sem bauð mér inn til að
skoða. En þess þurfti ég ekki.
Konan mín vinnur í skólanum
þannig að ég þekki þetta allt,“ sagði
Hálfdán og bætti því við að sér
fyndist almenn ánægja í Hveragerði
með heimsóokn hermannanna í
bæinn. „Tívolíið fór og
hermennirnir komu í staðinn. Þetta
vekur sannanlega athygli og flestir
sem ég hef hitt eru bara ánægðir
með tilbreytinguna í bæajarlifinu
þó skoðanir séu vissulega skiptar."
-eh
Dvergshúsi breytt í íbúðarhús samkvæmt nýju deiliskipulagi:
Þetta hús er skipulagsslys
- segja samfylkingarmenn í Hafnarfirði og vilja rífa það
Átök eru í bæj-
arstjóm Hafnar-
fjaröar um fram-
tíð svokallaðs
Dvergshúss, und-
ir Hamrinum við
Lækjargötu, þar
sem héraðsdóm-
ur hefur m.a. ver-
ið til húsa. Húsið
er að stærstum
hluta í eigu bæj-
arins og hefur tillaga skipulags-
nefndar um að breyta húsinu í íbúð-
arhúsnæði verið samþykkt inn í
deiliskipulag miðbæjarins.
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinn-
ar lögðu fram tillögu á fundi bæjar-
stjórnar á þriðjudag og vildu fá sam-
þykkt að húsið yrði rifið. Kvöð er á
húsinu samkvæmt nýju deiliskipu-
lagi fyrir miðbæ-
inn sem sam-
þykkt var á
þriðjudag. Þar er
gert ráð fyrir að
hægt verði að
breyta Dvergs-
húsi í íbúðarhús.
Þessari kvöð
vildu samfylking-
armenn aflétta
svo hægt væri að
rífa húsið. Magnús Gunnarsson
bæjarstjóri lagði þá fram tillögu um
að visa tillögu Samfylkingar til um-
ræðu í bæjarráði og var það sam-
þykkt af meirihlutanum. Samfylk-
ingarmenn sátu hins vegar hjá og
lýstu því jafnframt yfir að þeir gætu
ekki samþykkt nýtt deiliskipulag
fyrir miðbæinn þar sem opinn væri
möguleiki á að breyta Dvergshúsi í
íbúðarhús. Tillaga um niðurrif
hússins hefur áður verið lögð fram í
skipulagsnefnd og féll þar á jöfnum
atkvæðum.
í gærmorgun var málið tekið fyr-
ir í bæjarráði. Þar lét Lúðvík Geirs-
son, fulltrúi Samfylkingar, bóka að
bæjarstjóra yrði falið að láta gera
yfirlitsmynd sem sýndi svæðið án
Dvergshúss.
„Við teljum það ekki ganga upp
að leyfa íbúðir í þessu húsi. Þar
með væru menn að auka verðmæti
þess og festa það í sessi. Ég held að
allir Hafnfirðingar séu sammála um
að þetta hús sé eitt mesta skipulags-
slys sem gert hefur verið á undan-
fórnum áratugum," sagði Lúðvík
Geirsson. Ekki náðist niðurstaða
um framtíð hússins i bæjarráði í
Dvergshús undir Hamrinum
í Hafnarfiröi
Þarna hefur Héraösdómur Reykja-
ness veriö meö aösetur en er nú á
förum í nýtt húsnæöi.
gær. Lítil starfsemi hefur verið i
húsinu að undanfornu og er héraðs-
dómur t.d. að flytja í nýtt húsnæði.
-HKr.
Magnús
Gunnarsson.
Óvenju kaldur júnímánuður dregur úr grassprettu:
Einn kaldasti júnímánuður í
áratugi í Skagafirði
Bændur í kulda
Júní er kaldur en Veöurktúbburinn á Dalvík boöar nýja og enn befri spá fyrir
júlí á næstu dögum.
Heyskapur er hafinn víða á Suð-
urlandi. Bændur undir Eyjafjöllum
eru að venju fljótastir til á landinu
en þar er yfirleitt klakalaus jörð og
tún þar yfirleitt tilbúin til sláttar
um hálfum mánuði fyrr en annars
staðar á Suðurlandi. Sláttur er t.d.
hafinn á Þorvaldseyri og Guðna-
stöðum í Landeyjum. Sláttur er ekki
hafinn í Árnessýslu, að sögn ráðu-
nautar, en tún eru fremur sein á
ferðinni vegna þurrks en rigningar
að undanförnu hafa aukið sprettuna
verulega. Kúabændur byrja slátt yf-
irleitt eins snemma og þeim er unnt
og þannig hefur Jóhann Nikulásson
í Stóru-Hildisey slegið um 5 hektara
af um 60 hektara túni. Hann lýkur
heyskap í þessum mánuði ef hann
helst þurr þann tíma.
í Borgarfirði er bændur ekki
farnir að slá og byrja ekki fyrr en í
byrjun júlímánaðar, að sögn Magn-
úsar Kolbeinssonar að Stóra-Ási í
Hálsahreppi. Hann segir að nú líti
hins vegar vel út með grassprettu.
Mjög kalt hafi verið á Ströndum og
jafnvel næturfrost sumar nætur.
Því líti mun verr út með grassprettu
nú en í meðalárferði en ástandið sé
einna best inni í Hrútafirði. í Húna-
vatnssýslum sé heyskapur ekki
byrjaður en vonir standi til að hægt
verði að byrja innan tíðar ef eitt-
hvað hlýnar í veðri. Vel leit út með
sprettu í maí en kuldar í júní hafa
dregið úr sprettu. Reiknað er með,
að venju, að bændur á Skriðulandi
og Holtastöðum í Langadal verði
fyrstir til að hefja slátt. Júnímánuð-
ur hefur verið með þeim kaldari í
Skagafirði síðustu áratugi og segir
ábúandinn á Silfrastöðum að helst
sé von grassprettu þessa dagana í
kirkjugörðunum. Þar sé hafinn ein-
hver sláttur.
Heyskapur er lítillega hafinn í
Eyjafirði en að venju var bóndinn á
Brakanda í Öxnadal fyrstur til að
slá. Það er skiki sem skepnum er
ekki beitt á á vorin. Eiríkur Helga-
son á Ytra-Gili í Eyjafjarðarsveit
segist hafa slegið lítillega en almenn
hefjist sláttur ekki fyrr en hlýnar í
veðri. Ljár hefur einnig verið lítil-
lega verið borinn í gras á Hrafna-
gili. Enginn sláttur er hafinn í Þing-
eyjarsýslum og þarf aö hlýna til
þess að það verði hægt. Sömu sögu
er að segja frá Austurlandi en vegna
kuldans er grasspretta seinna á
ferðinni þar en í meðalárferði. Þar
örlar einnig á skorti á vætu.
Sláttur hófst fyrir viku á Selja-
völlum og á Svinafelli í Austur-
Skaftafellssýslu. Þar rigndi alla sið-
ustu viku og við það hefur gras-
spretta örvast mjög. Sláttur ætti að
komast þar á fullan skrið á næstu
dögum ef hann hangir þurr og ekki
væri verra að hitastig kæmist í
tveggja stafa tölu. -GG
Umsjón: Hörður Kristjánsson
netfang: hkrist@ff.is
Guösmanni úthýst
Norðlendingar kunna greinilega
ekki gott að meta. Nýjasta sendingin
að sunnan, sjálfur Snorri Óskars-
son úr Betel í,
Vestmannaeyjum,
er nú hundsaður I
nyrðra og fær ekki
vinnu. Þessi marg-1
frægi og skörulegi I
predikari hugðist
miðla eyfirskum |
ungmennum af I
viskubrunni sínum '
með kennslu í Hrafnagilsskóla
næsta vetur. Sagt er að undirskrifta-
söfnun hafi farið í gang gegn guðs-
manninum sem ætlaði bara að
kenna dönsku. Björn Þórleifsson
skólastjóri segir að það vanti bara
engan dönskukennara. í heita pott-
inum er hins vegar piskrað að
Bjössi ætli að leggja dönskukennsl-
una niður og taka upp kennslu í
rússnesku til að þurfa ekki að ráða
Snorra...
Á teppið
ísfirskir útsvarsgreiðendur eru nú
saltvondir út i bæjaryfirvöld vegna
óráðsíu og misnotkunar á bifreiðum
bæjarins. Halldór
Halldórsson bæj-
arstjóri ver starfs-
menn sína fimlega
þó málstaðurinn sé
dapur. Hann hefur
þó sér til málsbótar
að ná meiri tekjum
inn i bæjarsjóð en
gert hafði verið ráð
fyrir. Ibúar gefa lítið fyrir það og um
þverbak gekk þegar fréttist af ómerkt-
um Toyotajeppa i eigu bæjarins við
Vatnsdalsá fyrir skömmu. Halldór
mun í verulegum vanda með að verja
þetta, enda áin alls ekki í eigu bæjar-
ins. Segir sagan að þar hafi einn af
stjórum stofnana Isaflarðarbæjar ver-
ið í fjögurra daga veiðiferð með fjöl-
skylduna. Fram undan munu vera
annir hjá verkstjórum og öðrum yfir-
mönnum að hlusta á skammarræður
á teppi bæjarstjórans...
Sýslumaður flengdur
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra hefur tekið upp vöndinn að
hætti góðra húsmæðra og flengir nú
óþekku bömin sín.
Þannig hefur
dómsmálaráðu-
neytið fellt úr gildi
ákvörðun Rík-
harðs Mássonar,
sýslumannsins á
Sauðárkróki, þess
efnis að embættið
gefi aðeins út
skemmtanaleyfi fyrir dansleiki að
aldurstakmark sé 18 ár. Frægt var er
hljómsveitin Á móti sól flutti einfald-
lega tónleikahald sitt úr Miðgarði yfir
í Húnaver í næstu sýslu vegna
ákvörðunar sýslumanns. Ljóst er nú
aö skemmtanaglaðir Skagfirðingar
unnu sigur í málinu. Líkur eru því á
að ný-rassskelltur Ríkharður sýslu-
maður verði að horfa skömmustuleg-
ur og aðgerðarlaus á ef Á móti sól
dettur í hug að gera aðra tilraun til
að troða upp í Miðgarði...
Keikó fer hvergi
Sagt er að Hallur Hallsson, tals-
maður Keikósamtakanna á íslandi, sé
farinn að huga að því að koma upp
risabaðkari heima
hjá sér. Ástæðan
er ekki sú að hann
sé með einhverja
sérstaka baðdellu
heldur hitt að hann
sér fram á að losna
ekki við vatnskær-
m vin sinn. Vinur-
nn góði er háhyrn-
ingurinn Keikó sem hefur fengið að
svamla í Klettvikinni í Vestmanna-
eyjum í vetur. Tilraunir Keikóvina tO
að sleppa hvalnum á haf út hafa til
þessa ekki gengið upp. Keikó er svo
heimaríkur að hann vill hvergi fara.
Bandariskir þjálfarar hans eru sagðir
pirraðir enda úthaldið dýrt. Allt
bendir þvi til að Hallur sitji sjálfur
uppi með Keikó og þurfi því að koma
upp veglegu baði...