Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 23
27 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 I>V Tilvera Kris Kristofferson 65 ára Leikarinn og söngvarinn geðþekki, Kris Kristofferson, er afmælisbarn dagsins. Kristofferson, sem er sonur hershöfðingja í flugher Bandaríkj- anna, gaf lítið fyrir það að feta í fótspor fóðurins, lærði að vísu flug en sneri sér að tónlistinni með góðum árangri. Það var vinur hans, Dennis Hooper, sem fékk hon- um fyrsta kvikmyndahlutverkið i The Last Movie en Kristofferson hefur leikið í yfir sextíu kvikmyndum. Til íslands kom Kristofferson fyrir nokkrum árum og hélt tónleika. Gildir fyrir laugardaginn 23. Júní Vatnsberinn (20. ian.-ifi. fshr.i: , Samskipti milli manna ganga vel þannig að heppilegt er að ræða við þá sem þú þarft . oft að eiga samskipti við. Happatölur þíanr eru 6, 22 og 35. Fiskarnir (19. febr.-20. mars>: Eitthvað sem á að ger- last í næstu viku á hug þinn allan. Þú ert mjög upptekinn af heimiiisstörfum en kvöldið notar þú til að hvílast. Hrúturinn (21. mars-19. aprfl): IH Þú veltir fyrir þér hvort ^ þú hafir verið nógu fórnfús og ekki sinnt áhugamálum nægilega. Vinir þínTr rifja upp hðna tíð og skemmta sér konunglega. Nautið (?0. anril-20. maíl: Þú hefur nægan tíma fyrir sjálfan þig í dag. Hafðu ekki áhyggjur af þvi þó að þér verðir líBF úr verki, reyndu heldur að skemmta þér. Tvíburarnir (21. maí-?i. iúniu Þér bjóðast ný tæki- "færi, jafnvel á per- sónulega sviðinu eða með óbeinum hætti. Ekki fálla í gryfju kæruleysis. Happatölur þínar eru 7, 13 og 35. Krabbinn (22. iúni-22. íúiíu Nú er góður tími til að I ræða mikilvæg mál en þú þarft að sýna sveigjanleika. Þú ert Eu en ekki hæðast að orkuleysi annarra. Liónið (23, iúlí- 22. ágústl: WXBSk Þetta verður ánægjuiegur w i dagur hjá þér og þú nærð árangri í þvi sem þú ert að fást við. Einhver veld- ur þér mikilli undrun og þú fmnur fyrir þörf til að gera athugasemdir. Mevian (23. áeúst-22. sept.l: Eitthvað sem ætlað er að virka jákvætt á þig .hefur þveröfug áhrif. Þú þarft að leggja tölu- vert á þig til að eyða misskilningi. 1 viuuiqmii iz. </ n Ekki falla í 1 Kjarngóð dagskrá á kirkjudögum Kirkjudagar verða haldnir í fyrsta skipti á ís- landi nú um Jónsmessuhelgina. Umgjörð þeirra er Skólavörðuhæðin með Iðnskólann, Vörðuskól- ann og sjálfa Hallgrímskirkju sem aðalsamkomu- staði. Hátíðin hefst í kvöld með kvöldvöku kl. 20.30 í Hallgrímskirkju og á morgun verður viða- mikil og spennandi dagskrá frá 9.30-0.45. Hún er öllum opin endurgjaldslaust. Þar fær fólk tæki- færi til að njóta tónlistar, leiklistar og myndlist- ar. Þar verður kröftug umræða í gangi um mann- réttindi, umhverfismál, siðfræði, samskipti hjóna og uppeldismál. Auk þess verður fjöldi málstofa um helgisiði og trúmál. Nefna má einnig sýnis- horn af nýjungum í helgihaldi kirkjunnar, svo sem djassmessu, þjóðlagamessu og kaffistofu- messu. Sérstök barnadagskrá er allan morgun- daginn í Vörðuskóla þar sem skipt verður í deild- ir eftir aldri. Á kvöldvökunum í Hallgrímskirkju verða söngur, ljóð og leikir í öndvegi bæði kvöld- in. -Gun. Fordæmið sterkasta upp- eldisaðferðin „Ég ætla að fjalla um það þjóðfé- lag sem við lifum í og þann vanda sem uppalendur standa frammi fyr- ir,“ segir sr. Sigurður Pálsson. Hann hefur framsögu í málstofu er ber heitið Trúaruppeldi barna í fjöl- hyggjuþjóðfélagi og byrjar kl. 10 í fyrramálið. Þar er vísað til þess að i samfélaginu eru ekki bara mörg trúarleg viðhorf heldur margs kon- ar lífsviðhorf þar fyrir utan. „Guð- leysi er líka viðhorf og má segja að það sé trúarafstaða út af fyrir sig. í þessum margbreytileika lifum við og þeir sem vilja leggja áherslu á trúarlegt uppeldi þurfa að huga að þeim vanda sem því fylgir,“ segir sr Sigurður. Hann kveðst ætla að skoða hvað sálarfræðin og guðfræð- in geti sagt okkur um börn og upp- eldismótun þeirra og einnig ræða um mikilvægi félagsmótunar. En skyldi hann eiga einhver húsráð til hins almenna foreldris sem vill ala börn sín upp í kristinni trú? „Þar gildir það sama og í öUu öðru, að vera sjálfum sér samkvæmur," svarar hann og heldur áfram: „For- dæmið er sterkasta uppeldisaðferð- in. Því meiri samvistir sem foreldr- ar hafa við börnin sín því öflugri áhrifavaldar eru þeir. Það gUdir um hið trúarlega uppeldi eins og aUt annað. Umræðan vekur meðal ann- ars upp spurningar um hvort for- eldrar séu í of ríkum mæli að af- henda öðrum mótun barna sinna til þess að geta blómstrað sjálf.“ -Gun DV-MYND PJETUR Guðni Már Harðarson Rödd unga fólksins mun heyrast. Getur kirkjan nýtt sér GSM? I. li J-t .* . , í. % ■ifZi > >, . j m ' • ' iv 1 : ■ Í , 1 J • íp. '.í. J. ■ ■ /■ ! , - « ■■'?/■ ■ t ■ , r- v.-\ ,• • ■ í / j v ;y " 5 • ' ' * , • '' ' r - / r ^ ■ -•• - V> i. . ' i'■;>■■-; - . •■■:■•:- '•■/ •;«*■ ' v'••'; Getur kirkjan nýtt sér GSM-sím- ann í boðun sinni? Er Intemetið sóknarfæri fyrir kirkjuna? Þarf að auka fjölbreytni í helgihaldi kirkj- unnar? Er ímynd kirkjunnar góð meðal ungs fólks? Þessar spurning- ar og fleiri verða ræddar á kirkju- þingi unga fólksins sem fram fer í Iðnskólanum milli 10 og 12 á morg- un, laugardag. Guðni Már Harðar- son er meðal þeirra sem hafa undir- búið það. „Við fengum tíu manna hóp á aldrinum 15-22 ára til að ákveða umræðuefnin. Markmiðið var að þar kæmi fram hvernig unga fólkið teldi að best mætti efla kirkj- una á nýrri öld,“ segir hann. Guðni Már segir átta spurningar teknar fyrir á þinginu. „Þeim verður for- gangsraðað og sumar þeirra ræddar ítarlegar en aðrar,“ segir hann. Gestir á þinginu verða að minnsta kosti á þriðja tuginn, að sögn Guðna Más, og þeir koma alls staðar að af landinu. „Það verða fulltrúar frá flestum prófastsdæmum og að minnsta kosti um 10 héðan af Reykjavíkursvæðinu," segir hann. Á kvöldvökunni í Hallgrímskirkju annað kvöld munu svo fulltrúar af báðum kynjum kynna niðurstöður hópsins i stuttu máli. „Við vonumst til að þær niðurstöður verið kynnt- ar biskupi og prestum landsins og teknar þar til athugunar sem rödd unga fólksins," segir Guðni Már að lokum. -Gun Sr Sigurður Pálsson “Þeir sem vilja ieggja áherslu á trúarlegt uppeldi þurfa aö huga aö þeim vanda sem þvi fytgir" Vogin (23. sept.-23. okU: J Vertu viðbúinn seink- fNy/ unum við að fram- V f fylgja áætlunum þín- r f um vegna þess að ein- hver er í kringum þig er verulega óstundvís. Sporðdreki (24. okt.-?i. nnv.r Þér fmnst þú hafður út imdan, sérstaklega finnst >þér einhver ákveðinn að- ] ih hafa horn í síðu þinni. Þetta er fremur htilfjörlegt og ekki ástæða til að hafa áhyggjur. Bogamaður (22. nóv.-2l. des.i: jDagurinn er einkar /hagstæður til að ræða málin og geta margar gagnlegar hugmyndir komið fram. Hópvinna skilar ekki miklu um þessar mundir. Steingeitin (22. des.-19. ian.t: Tilfinningasemi verður ráðandi í dag og fólk virðist fúst til sam- vinnu. Þú ættir að dekra svolítið við sjálfan þig og kannski fara í stutt ferðalag. Hjartað tekur aukaslög „Ég verð þarna sem al- mennur íbúi svæðis 101,“ segir Magga Stína söng- kona. Hún er meðal máls- hefjenda i umræðum um miðborgarkirkju í mark- aðsumhverfinu sem fara fram á efstu hæð Vörðu- skóla milli 10 og 12 í fyrra- málið. „Þetta verða um- ræður um hvernig kirkj- an getur komið inn í líf al- mennings í miðborginni á nóttu sem degi. Ég kem til með að lýsa því hvernig er að búa í miðbænum 13 ára og 33 ára,“ heldur Magga Stína áfram. Að- spurð kveðst hún aldrei hrædd í miðbænum og hefur sínar skýringar á þvi. „Ég lít á alla sem vini mína og mig sem vini þeirra,“ segir hún og bros- Magga Stina er meðal málshefjenda „Mér eru málefni nýbúa hugleikin". ir sínu fallega brosi. Hún vill líka halda uppi vörn- um fyrir miðbæinn. „Skelfilegir hlutir geta gerst alls staðar, ekki bara í miðbænum. Of- beldi í samfélaginu er vissulega orðið hrotta- legra en það var. Það er hægt að kenna hinu og þessu um, þar á meðal kapítalismanum og sjón- varpinu." Enn ein heimskan Magga Stína neitar því ekki að þótt hún sjálf hafi aldrei lent í hremming- um í miðbænum þá heyri hún um óhugnanlega hluti sem gerist þar. „Mér eru málefni nýbúa hugleikin," segir hún og kveðst hafa verið að vona að frétt- irnar af kynþáttahatrinu sem bloss- aði upp í borginni á sjálfan þjóðhá- tíðardaginn væru orðum auknar. „Ég hef megnustu fyrirlitningu á fólki sem hagar sér svona fyrir neð- an fávitamörk. Þetta er enn ein heimskan sem bætist við í þessu einkennilega samfélagi sem er farið að mótast af græðgi og peninga- hyggju. Hjartað i mér tekur auka- slög þegar ég fer að tala um þetta. Ég verð svo reið.“ Rykfellur ekki í guðshúsi Þótt Magga Stína telji sig ekki sérstaka kirkjunnar manneskju þá kveðst hún bera mikla virðingu fyr- ir miðborgarstarfi hennar. „Þar rykfellur hún ekki inni í einhverju guðshúsi heldur er úti meðal fólks- ins og lætur gott af sér leiða. Þannig á kirkjan að vera.“ -Gun

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.