Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Blaðsíða 24
28 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 Tilvera DV Fjölskyldusafarí: Flakkað um f jórar heimsálfur DV-MYNDIR STEFÁN GUNNARSSON OG EYRÚN BJÖRNSDÓTTIR Safarí fjölskyldurnar Eyrún Björnsdóttir, Signý Stefánsdóttir, 7 ára, Jónas Stefánsson, 13 ára, Arnar Gunnarsson, 7 ára, Gunnar Valdimars- son, Lára Kristjánsdóttir og Stefán Gunnarsson. lí f iö E F T I R V I N N U J ónsmessuhlaup Miðnæturhlaup á Jónsmessu fer fram í Laugardalnum í 9. sinn í kvöld. Skráning hefst kl. 14 við Sundlaugina í Lauardal þar sem hlaupið hefst síðan kl. 23.00. Þátttökugjald er kr. 800 og 600 fyrir 12 ára og yngri. Innifalið er verlaunapeningur, bolur, svaladrykkur, súkkulaði, kex, útdráttarverðlaun og fl. Eftir hlaup er öllum boðið í sund. Leikhús ■ MEÐ VIFH) I LÚKÚNÚM Leikritiö Með vífiö í lúkunum eftir Ray Cooney veröur sýnt í kvöld klukkan 20 á Stóra sviöl Borgarleikhússins. Leik- stjóri er Þór Túlíníus og þýöandi Árnl Ib- sen. Nokkur sæti eru laus. ■ MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI Leikritiö Meö fulla vasa af grjóti eft- ir Marie Jones veröur sýnt í kvöld kl. 20 á Stóra sviöi Þjóöleikhússins. Örfá sæti eru laus. Kabarett ■ SNÆDROTTNINGINEFTIR H.C.ANDERSEN I Möguleikhúsinu veröur kynntur af- rakstur vinnu ungmenna á tveimur sýningum á Snædrottningunnl eftir H.C Andersen, kl. 14.00 og kl. 17.00. Ása Björk Ólafsdóttir aö- stoðaði hópinn við leikmynd. Sýningar ■ EGGERT PÉTURSSON í 18 Egg- ert Pétursson hefur opnað sýningu á nýjum verkum ÍI8. Allir eru vel- komnir. ■ KAREN KERSTEN Á MOKKA Nú stendur yfir sýning á Mokka- kaffil á verkum kalifornísku listakon- unnar Karenar Kersten, sem hún kallar Alls staöar, og stendur hún fram til 14. júlf. ■ MAGDALENA í HAFNARBORG Nú stendur yfir í Kaffistofu Hafnarborg- ar, menningar- og listastofnunar Hafnar- fjaröar, sýning á grafíkverkum Magda- lenu Margrétar Kjartansdóttur. Sýning- in, sem Magdalena nefnir Rispur, sam- anstendur af skissum og skyssum sem rispaðar eru á kopar-, plast- eöa tréplöt- ur meö beittum verkfærum en inntak flestra verkanna er að sögn Magdaienu heilbrigð sál og búkteygjur. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá klukkan 11 til 17 og hún stendur til 2. júlí. Sveitin ■ SKUGGA-BALDIIR A FLATEYRI Vagninn á Flateyri er vettvangur plötusnúösins Skugga-Baldurs í kvöld. Þaö þekkja allir reykinn og lætin sem fylgja kappanum. Kíktu á Skuggann í kvöid. ■ PENTA Á KAFFI AKUREYRI Hljómsveitin Penta skemmtir gest- um á Kaffi Akureyri f kvöld. Reykur og sviti eins og venjulega. ■ SIXTIES Á ODDVITANUM í kvöld mun hljómsveitin Sixties leika á Oddvitanum á Akureyri.Söngvari hljóm- svejtarinnar að þessu sinni verður Rún- ar Órn Friöriksson en hann var fyrsti söngvari sveitarinnar. Öll gömiu góðu lögin veröa rifjuð upp, svo sem Vor í Vaglaskógi, Alveg ær, Stjáni saxófónn ogfl. Krár ■ PÉTUR OG GARGIÐ Á KAFFl REYKJAVÍK Pétur Kristjáns og Gargið eru með tónlistarfestival á Kafli Reykjavík þessa helgina. ■ DANNI CHOCCO Á SKÚLA FÓ- GETA Stórhljómsveit Danna Chocco leikur á Skúla fógeta í kvöld. Sjá nánar: Lífið eftir vinnu á Vlsi.is í september í fyrra lögðu tvær is- lenskar íjölskyldur upp í rúmiega níu mánaöa ferðalag þar sem keyrt var í gegnum Evrópu og yfir Afríku til Höfðaborgar. Frá Höfðaborg flugu þær yfir til Suður-Ameríku og óku sem leið lá suöur á syðsta odda álfunnar á Eld- landi. Þaðan var stefnan tekin norður á bóginn og ekið gegn um Suður- og Norður-Ameríku til Halifax og flogið heim síðastliöinn fóstudag. Stuttur fyrirvari Að sögn Stefáns Gunnarssonar, eins ferðalangsins, héldu fjögur fullorðin og þrjú böm út í ævintýrið. „Auk mín var konan min, Eyrún Bjömsdóttir, og bömin okkar, Jónas Stefánsson, sem er nýlega orðinn þrettán ára, og Signý Stefánsdóttir sem er sjö ára. Vinafólk okkar, Gunnar Valdimarsson, Lára Kristjánsdóttir og Amar Gunnarsson, sem er sjö ára, ákváðu svo að fara með aðeins þrem mánuðum fyrir brottfór." Undirbúningur fyrir ferðina var skemmri en búast má við fyrir svona ferð. „Við emm týpiskir íslendingar hvað það snertir að láta okkur detta eitthvað í hug og hrinda því síðan strax í framkvæmd. Hugmyndin fæddist í kringum áramót og í lok mars vomm við Eyrún búin að ákveða að fara og' taka bömin með. Þegar við sögðum Gunnari og Lám frá þessu urðu þau strax mjög spennt og það tók þau ekki nema tvo daga að ákeða sig.“ Fjölskyldumar tvær fóm því næst út í að innrétta tvo Econoline húsbíla og breyta þeim fyrir ferðina. Bílamir stóðu sig mjög vel og það var lítið um bilanir fyrr en í Suður-Ameríku þegar vélin í bílnum þeirra Stefáns og Eyrún- ar bræddi úr sér. Sú bilun tafði fórina um fjórar vikur á meðan þau biöu eftir nýrri vél frá Bandaríkjunum og varð til þess að þau þurftu að breyta áætlun sinni. Ferðin hefst „Ferðin hófst 6. september í Reykjavík og við keyrðum sem leið lá austur á Seyðisfjörð og sigldum til Danmerkur. Þaðan lá leiðin í gegnum Danmörku til Þýskalands þar sem við gistum hjá gömlu vinafólki sem ég var í sveit hjá sem unglingur. Síðan var ekið í gegn um Frakkland og Andorra til Spánar þar sem við vorum í viku hjá fööur mínum i sumarhúsi. Við sigldum svo yfir Gíbraltarsund yfir til Tanger í Marrokkó þar sem mætti okkur algerlega nýr heimur." Létt menningarsjokk „Frá Tanger var ferðinni heitið í gegnum Marrokkó upp til Meknes og yfir Atlasfjöllin að landamærum Alsír og inn í Sahara-eyðimörkina. Það verður að segjast eins og er að það var mikið „kúltúrsjokk" að koma frá Evr- ópu til Marrokkó. Þrátt fyrir glæsileg- ar byggingar og forna menningu voru öll farartæki mjög frumstæð og lifnað- arhættir allt öðruvísi en við eigum að venjast. Við áttum satt best að segja von á því að fá meiri aðlögun og að Marrokkó væri evrópskara en raun varð á. Maður stökk í raun heila öld aftur í tímann í einu vetfangi. Við ókum eftir Vestur-Sahara að strönd Altantshafsins og þaðan í her- fylgd yfir landamærin frá Marrokkó til Máritaníu. Það hefur verið mjög stirt á milii þessara tveggja landa lengi og mikið af jarðsprengjum á landamærunum þannig að það borgar sig að fara varlega. Ferðin yfir landa- mærin tók tvo daga þó leiöin væri ekki nema rétt rúmir hundrað kíló- metrar. Við byrjuðum á því að skrá okkur í fylgdina og svo var gist á ein- hverju bílaplani á miðri leið. Þegar við komum til Máritaníu fengum við áritun inn í landið og vorum toliaf- greidd í tjaldi úti í eyðimörkinni en því hafði verið slegið upp af því tUefni. Til öryggis vorum við með nokkur karton af sigarettum, eitthvað af áfengi og doUaraseðla tU að nota sem mútur í ferðinni en við sluppum nán- ast alveg við að grípa til þess aUa ferð- ina. Að minnsta kosti eru nánast aUar sígrettumar enn til.“ Sandur og meiri sandur Stefán segir að i Máritaníu hafi tek- ið við sandur og meiri sandur enda er landið í vestanverðri Sahara-eyði- mörkinni. „Eftir þriggja daga ferð yfir Sahara komum við út að strönd Atl- antshafsins og þurftum að sæta sjávar- fóllum til að halda áfram suður Márit- aníu næstu tvo hundruð kílómetrana. í höfuðborginni Nouakchott hittum við hóteleiganda og margmiUjóner frá Úrúgvæ sem hreifst svo af bílunum okkar að hann bauð okkur umsvifa- laust gistingu á hótelinu sínu heima í Úrúgvæ. Sem við nýttum okkur seinna í ferðinni. Frá Máritaníu héldum við tU aust- urs og keyrðum yfir tU Malí og Níger sem er mjög þurrt svæði og gróður- snautt. í Malí heimsóttum við Dogon- landi sem einu sinni var heimkynni Pigmía og fórum í þriggja daga göngu- ferð með leiðsögumanni. Þegar við komum til Níger urðum við að breyta ferðaáætluninni vegna ástandsins í Saír. Við ætluðum upprunalega í gegn- um Nígeriu, Kamerún, Kongó og það- an tU Saír og Úganda en þess í stað fórum við til Tsjad í gegnum Súdan og tU Eþiópiu." Spólaö í Sahara Feröast var um í tveimur sérútbún- um Econoline-húsbílum sem voru heimili þeirra í rúma níu mánuöi. Eþíópía kom á óvart „Til þess að fá vegabréfsáritun inn í Súdan, sem er fremur lokað land, þurftum við að setja upp smáleikrit. Við höfðum bömin með okkur í sendi- ráðið og bámm okkur aumlega. Sögð- umst við hafa ætlað í gegnum Saír en þar væri nú aUt vitlaust og við vildum miklu frekar skoða hans faUega land. Sendiherrann hýmaði við það og gekk frá árituninni á tveimur tímum í stað tveggja vikna eins og það tekur yfir- leitt. Eþíópía kom okkur verulega á óvart því í mínum huga tengdist landið Heimsins stærsti sandkassi Signý og Arnar leika sér í Sahara- eyöimörkinni. Torres del Paine / Chile voru graníttindarnir í Torres del Paine skoðaöir en þeir eru í stærsta þjóðgaröi landsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.