Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Qupperneq 10
10 Útlönd FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 DV Michael Portillo Vinsælastur þrátt fyrir skrautlega fortíö. Fjórir í framboði Michael Ancram, formaður íhaldsflokksins breska, tilkynnti í gær að hann sæktist eftir embætti leiðtoga flokks síns. Hann er sá fjórði sem sækist eftir embættinu en áður voru komnir þeir Iain Duncan Smith, einn talsmanna íhaldsflokksins, þingmaðurinn Dav- id Davis og Michael Portillo . Erfitt verkefni liggur fyrir þeim leiðtoga sem tekur við íhaldsflokkn- um. Flokkurinn er nú í sárum eftir annað stóra tapið í röð gegn Verka- mannaflokknum. Flokkurinn hefur aldrei tapað tvennum kosningum í röð áður. Allir fjórir frambjóðendumir eiga það sameiginlegt að vilja fara var- lega með þátttöku í Evrópusam- bandinu. Þeir vilja allir halda pund- inu í stað þess að taka upp evruna. Portillo er talinn sigurstrangleg- astur. Hann er afar vinsæll í flokkn- um þrátt fyrir að hafa færst nærri miðju í stjórnmálaskoðunum. Hann hefur einnig viðurkennt kynferðis- leg sambönd við karlmenn á yngri árum. Gereyðing á skæruliðum Makedónski herinn hóf sókn að þorpinu Aracinovo nálægt Skopje, höfuðborg Makedóniu. Tilgangur- inn er að sögn talsmanns hersins að uppræta og útrýma skæruliðum í því. Herþyrlur hófu skothríð á þorp- ið í dögun. Skæruliðar hafa hótað sprengjuárásum á Skopje frá þorp- inu. Árás þessi er skýlaust brot á vopnahléi því sem gilt hefur síðustu 11 dagana í Makedóníu. Því virðist sem tilraunir Evrópusambandsins við að koma á friði hafl ekki gengið. Óttasta er að borgarastyrjöld brjót- ist út í landinu. írar verða að sam- þykkja Nicesáttmálann Romano Prodi, formaður framkvæmdastjómar Evrópu- sambandsins, segir að án sam- þykkis íra á Nice-sáttmálan- um verði ekkert úr stækkun Evrópusambandsins í austur. Tvær vikur eru síðan írar felldu sáttmálann í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Nice-sáttmálanum er m.a. ætlað að straumlínulaga stofn- anir Evrópusambandsins svo þær vinni með meiri mýkt og auðveldi inntöku nýrra aðild- arlanda. Margar stofnanir hafa ekki verið endurskipu- lagðar síðan Evrópusam- bandsríkin voru aðeins 6 að tölu. Prodi kom til írlands í gær til viðræðna við ráðamenn þar f landi um stöðu mála eft- ir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Áður en Prodi lenti í írlandi f gær var haft eftir honum í Stokkhólmi í Svíþjóð að í raun þyrfti ekki samþykki allra að- ildarlanda til að hrinda Nice- Romano Prodi Gaf út misvísandi yfiriýsingar um gildi neitunar íra. sáttmálanum í framkvæmd. Prodi dró þetta til baka við komuna til írlands. Hann sagði að haft hefði verið vitlaust eft- ir sér. Það sem hann hefði sagt væri að nokkrir lögmenn hefðu sagt að tæknilega væri hægt að hrinda sáttmálanum í framkvæmd án samþykkis íra. Það væri hins vegar hans skoð- un að allir þyrftu að sam- þykkja áður en af stækkun yrði. Prodi benti á írar hefðu tíma þar til á næsta ári til að samþykkja og vonaðist hann að það yrði raunin. Aðild írlands að Nice-sátt- málanum var felld með 54% gegn 46% í þjóðaratkvæða- greiðslu. Meðal þess sem fólk hræddist var að sáttmálinn þröngvaði upp á íra lögleiðingu fóstureyðinga. Auk þess óttað- ist fólk að hlutleysi írlands væri í hættu þar sem sáttmál- inn gerir ráð fyrir að írar taki þátt hernaðaðaruppbyggingu Evrópusambandsins. Afganar flýja land Nýkomin yfir landmærin í flóttamannabúöir í 'iran kastar þessi afganska kona mæöinni ásamt tveimur börnum sínum. Fjöldi afganskra flóttamanna í íran er nú um 1,5 milljónir og fjölgar dag frá degi. Ástæöan er langvinn átök milli stríöandi fylkinga í heimalandinu auk uppskerubrests og matarskorts. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þelm sjáif- um sem hér segir: Dalbraut 1, 0301, 117,3 fm 5 herb. íbúð á 3. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Elías Halldór Elíasson og Elísa Hjördís Ás- geirsdóttir, gerðarbeiðendur Bjami Stein- grímsson og Ibúðalánasjóður, þriðjudag- inn 26. júní 2001 kl. 10.30. Sóltún 20, 010102, 239,6 fm, 1. hæð í forhúsi, A-hluti, Reykjavík, þingl. eig. H.J. Sveinsson ehf.. gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf., höfuðst., þriðju- daginn 26. júní 2001 kl. 11.00. SYSLUMAÐURINN I REYKJAVIK Elskar eiginkonuna þrátt fyrir morðin Russell Yates, eiginmaður Andreu Yates sem drekkti fimm börnum sinum í baðkari á miðviku- dag, segist enn þá elska eiginkonu sína. „Andrea, ef þú sérð þetta: Ég elska þig,“ sagði hann á blaða- mannafundi fyrir utan heimili sitt í úthverfi Houston í Texas. Hann kennir veikindum eiginkonu sinnar um barnamorðin, en hún var haldin Reiðhjólauppboð Sýslumaðurinn á Akranesi mun selja á opinberu uppboði óskilamuni í vörslu lögregl- unnar á Akranesi laugardaginn 30. júní 2001 kl. 11.00 en uppboðið mun fara fram í porti lögreglustöðvarinnar að Þjóðbraut 13, Akranesi. Þeir munir sem boðnir verða upp eru ca 50 reiðhjól. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Yates-fjölskyldan Börnin gáfu móöur sinni hjartaiaga bókamerki á Valentínusdaginn. fæðingarþunglyndi. „Hún var blíð og góð manneskja. Þegar hún var með fullu ráði kenndi hún bömun- um heima og umvafði þau athygli. Á Valentínusdaginn gáfu þau henni útskorið hjartalaga bókamerki," segir RusseÚ. Börnin voru frá aldr- inum sex mánaða til 7 ára. Ná- grannar Yates-fjölskyldunnar segja hana hafa litið út fyrir að vera full- komlega hamingjusama. Andrea Yates var á lyfjakúr til að komast yfir þunglyndið þegar hún framdi morðin. Hún tók meðal ann- ars inn lyf sem ætlað er geðsjúkum og raunveruleikafirrtum. Russell segist andvígur þvi að eig- inkona sín verði tekin af lífi, enda hafi hún ekki verið með sjálfri sér. Næsta víst er að ákærendur krefjist dauðarefsingar. mm m Bush tapar fylgi Samkvæmt nýrri skoðanakönnun minnkaði stuðning- ur við George W. Bush Bandaríkja- forseta um fjögur prósent frá því í síðasta mánuði. Nú styðja 53 prósent Bandaríkjamanna forseta sinn. Um 60 prósent studdu hann í mars. Þjóöernisskærur í Nígeríu Nokkrir eru látnir og þúsundir hafa flúið heimili sín vegna þjóðern- isátaka í miðhluta Nígeríu. Lest keyrði á herbíl Lest og bandarískur herflutninga- bíll skullu saman í bænum Vilseck í Suður-Þýskalandi um klukkan hálfsjö í morgun. Tilkynnt hafði verið um ljóra látna þegar blaðið fór í prentun. Skæruliðar sleppa þremur Múslimskir skæruliðar á Filipps- eyjum slepptu þremur gíslum í gær, samkvæmt tilkynningu frá tengiliði þeirra. Skömmu áður en tilkynning- in barst fundust þrjú stök höfuð á svæði skæruliðanna. Talið er að þau séu af hermönnum. Flóttamannaskip týnt Skip með 180 líberískum flótta- mönnum hefur verið týnt síðustu 4 daga. Talið er að það hafi stefnt frá Benín til Nígeríu, en ferðin ætti að taka einn dag. Tekið á mótmælendum Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, kallar á aukna hörku gagn- vart ofbeldisfulllum mómælendum. Andkapítalistar rústuðu miðborg Gautaborgar þegar leiðtogafundur ESB var haldinn þar á dögunum. Dúman gegn reykingum Dúman, neðri deUd rússneska þingsins, samþykkti í gær lög sem setja þröngar skorður á reykinga- frelsi. Rússland var lengi griðastað- ur fyrir reykingamenn. Njósnarana heim Fidel Kastró Kúbuleiðtogi lýsti yfir nýrri baráttu fyrir lausn fimm kúbverskra njósn- ara sem dúsa i bandarískum fang- elsum. Þeim er lýst sem hetjum í heimalandinu. Sjómaður aflimar spúsu Kóreskur sjómaður situr í gæslu- varðhaldi fyrir að saga fót af eiginkonu sinni. Hann grunaði hana um að halda fram hjá þegar hann var á sjó. Látin eftir tívolíslys Tvítug stúlka lést af sárum sínum sem hún hlaut við tívolíslys í Norður-Englandi í gær. Þrír aðrir meiddust. Philip-Morris í viðræður Tóbaksframleiðandinn Philip- Morris hóf viðræður við dómsmálaráðuneyti Bandarikjanna i gær um sættir í máli alríkisins gegn tóbaksfyrirtækjum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.