Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Page 15
14 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 31, sfmi: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Höfuðið af skömminni Bandarísk yfirvöld hafa bitið höfuðið af skömm sinni í mannréttindamálum. Þetta gerðu þau með sjaldgæflega lágkúrulegum hætti um síðustu helgi, þegar Rick Perry, ríkisstjóri i Texas, beitti neitunarvaldi sinu gegn frum- varpi sem þingið í Texas hafði samþykkt og bannar aftök- ur manna sem dómarar telja þroskahefta. Efinn er ekki annað eðli þessa nýja rikisstjóra í Texas, heldur vissan um að dauðinn sé á valdi ráðamanna og vitið skipti þar engu máli. Rick Perry tekur að þessu leyti við keflinu þar sem George W. Bush skildi það eftir. Sá síðarnefndi var alla sína ríkisstjóratið eindreginn fylgismaður dauðarefsinga og setti reyndar Bandaríkjamet í þeim efnum sem margir héldu að erfitt væri að slá. Nýjustu yfirlýsingar Ricks Perrys benda til þess að met Bush standi ekki lengur. Þroskaheftir eru þar engin fyrirstaða. Ríkisstjórinn segir að þroskaheftir verði látnir standa reikningsskap gerða sinna eins og hverjir aðrir menn. Sjaldan hefur maður orðið jafn lítill af orðum sínum og Rick Perry í upphafi þessarar viku þegar hann neitaði frumvarpi Texasþings. Orð hans eru ekki einasta ósigur réttlætis. Þau eru vanvirða við mannlega hugsun, samúð og mannúð. Þau lýsa forhertum huga manns sem trúir því staðfastlega að ríkið sé hafið yfir allan vafa og geti drepið hvern sem er, ef því hentar. Fjölmörgum stuðningsmönn- um dauðarefsingar í Vesturheimi var brugðið við þessi orð. Þau stungu hugann. Rick Perry heldur því fram að lögin í landi sínu meini dómurum að dæma þroskaheft fólk til dauða. Lögin haldi þannig hlífiskildi yfir þeim sem minna megi sín. Þar með sé engin ástæða til að hefta kviðdóm og taka af honum þau ráð sem hann hefur til að sakfella menn. Ríkisstjór- inn bendir á að kviðdómur verði hér eftir sem hingað til að geta metið ástand manna og aðstæður. Hann verði að geta ráðið í huga þess ákærða án þess að ríkið leggi þar línur með téðu frumvarpi. Þetta er rangt. Lög í Bandaríkjunum hafa ekki komið í veg fyrir að þroskaheftir menn hafi verið dæmdir til dauða. Fyrir aðeins hálfum mánuði ógilti Hæstiréttur landsins dauðadóm yfir þroskaheftum manni. Hann taldi kviðdóm ekki hafa átt þess kost að kynna sér andlegt ástand hans. Þar við bætist sú staðreynd sem Perry sjálf- ur á að vita að dómarar í riki hans hafa á síðustu árum sent í dauðann ekki færri en sex fanga með greindarvísi- tölu undir 70. Sér er nú hver þroski manna. Mannréttindasamtök í Bandaríkjunum segja að ekki færri en 35 þroskaheftir menn hafi verið líflátnir í Banda- ríkjunum á síðustu 16 árum. Meirihluti Bandarilíjanna, 38 ríki, leyfa dauðarefsingar, hvaðan sem það léyfi er nú fengið. Fimmtán þessara ríkja banna aftökur þroska- heftra. Eftir stendur vel á annan tug ríkja í þessu landi sem telur sig hafa heimild til að senda þroskaheft fólk í dauðann. Og án nokkurs vafa, án þess að nokkur efi læð- ist að mönnum. Það er ómannleg vissa. Mannréttindi eru fótumtroðin víða um heim. Bandarík- in eiga þar ekki skildar mestu skammirnar. Stjórnvöld í Kína, írak og víða í einræðisríkjum Afríku hafa engan skilning á mannslífum. Þar herðast menn við gagnrýni. Bandaríkin eiga hins vegar að taka mark á gagnrýni mannréttindahópa. Þau eiga að hafa til þess lýðræðisleg- an þroska. Þau eru ekki heft að því leyti. Ríkisstjórar eins og Rick Perry eiga að sveigja af villu síns vegar og viður- kenna að dauðarefsing er glæpur. Sigmundur Ernir DV íslenskan er okkar mál „Myndauðgi móðurmálsins verðum við að viðhalda sem allra best og einn þáttur þess er að beita orðtökum og málsháttum tung- unnar og þá auðvitað rétt. Þar er sannar- lega um auðugan garð að gresja sem hlúa þarf að hvar sem til þess eru tækifœri. “ - Á ráðstefnu um tungutœkni. halda sem flestum þeirra réttum, þó ekki væri nema til að auðga tungutak okkar og gefa því fleiri blæbrigði. Viðhöldum myndauðgi móðurmálsins Og boðorð foreldra minna og eflaust svo margra ann- arra eru enn í fullu gildi og því ættu menn að forðast orðtakanotkun þar sem meining og uppruni er ekki á hreinu. Sannast sagna gæti svo farið, ef svo heldur fram sem horfir, að menn afbaki svo og rangtúlki orðtök al- mennt, að það „skjóti mönn- um skelk 1 tá“ svo vitnað sé til eins gullkornsins sem heyrðist oftlega fyrir skömmu. Myndauðgi móðurmálsins verðum við að viðhalda sem allra best og einn þáttur þess í hinu fjölþjóðlega um- hverfl nútímans er sannar- lega að mörgu að hyggja fyrir þá sem bera heill móð- urmálsins fyrir brjósti og blessunarlega eru þeir margir. Vissulega hafa oft steðjað ýmsar hættur að tungunni og hún staðið það af sér, enda frjó og auðug og einkar myndrík um leið. Orðtök ýmis með ljósan og oft lifandi uppruna eru eitt af einkennum hennar og þar verðum við öll að vera vel á verði. Notkun þessara sígildu orð- taka er alltof oft andhverf réttri meiningu eða þá afbökuð á hinn herfilegasta hátt. Um þetta má nefna ærið mörg dæmi og skal hér aðeins á örfáum tæpt. „Ekki á vísuna róiö“ í nýlegu blaðaviðtali sagði um mann að hann hefði ekki verið „for- fallaður" veiðimaður þar sem auðvit- að átti að standa forfallinn, enda merking býsna ólík. í sjónvarpi var batnandi horfum í gengi hlutabréfa lýst svo að „nú væru blikur á lofti“. Allir kannast við „vonar-peninga" ýmissa íþróttafréttamanna þegar þeir eru að tala um einhverja þá íþróttamenn sem miklar vonir eru við bundnar, en orðið þýðir einmitt hið gagnstæða, þ.e. einhvern sem lítils er að vænta af eða getur brugðið til beggja vona um. Einu sinni var íþrótta- frömuður spurður um sigurlíkur liðs síns, og í stað þess að segja að þar væri ekki á vísan að róa, sagði hann „að ekki væri á vísuna róið“, en ekki fylgdi nein vísa í kjöl- farið. Snuðran er afar oft snuðruð uppi þegar talað er um að snurða hlaupi á þráðinn, sem vísar til spunakvenn- anna áður, sem þeyttu rokk sinn og fengu stundum haröan lítinn sam- snúning á snúnum þræðinum, svo vitnað sé til þess vísa manns Árna heitins Böðvarssonar. Rokkarnir eru að vísu þagnaðir, en enn getur hlaup- ið snurða á þráðinn svo víða í óeig- inlegri merkingu og snurðunni skal þvi réttilega til haga haldið. Því meiri ástæða... Á samkomu einni var vinningshafa í happdrætti fagnað af stjómanda svo að „gott væri að geta launað honum lambið gráa“ en sá hafði lagt samkomunni gott liö. Auðvitað var að þessu brosað þar sem orðtakið þýðir að hefna sin á ein- hverjum og ekki var það meining stjórnandans. Nýlega sá ég ágætan pistil í Morgunblaðinu um að kveðja sér hljóðs á mann- fundum en alltof algengt er að þar séu menn að „kveða“ sér hljóðs án allrar kveðandi þó. Það er m.a.s. svo að ég hefi heyrt þokkalega skýra fundarstjóra segja í lok funda: „Þá hafa ekki fleiri kveðið sér hljóðs". Þegar ég var að alast upp austur á Reyðarfirði þótti það hrein goðgá ef orðtök eða málshættir voru vitlaust með famir og eitt brýnasta boðorð foreldra minna það að nota aldrei orðtak nema vera alveg viss um merkingu þess og hversu rétt væri með farið. Auðvitað vitum við að mörg þessara orðtaka vísa til fyrri hátta í lífi fólks á öldum áður, hátta sem nú eru óþekktir eða nær óþekkt- ir en því meiri ástæða er til að við- er að beita orðtökum og máls- háttum tungunnar og þá auð- vitað rétt. Þar er sannarlega um auð- ugan garð að gresja, sem hlúa þarf að hvar sem til þess eru tækifæri. Helgi Seljan Helgi Seljjan fyrrv. alþingismaöur Hrollvek j a Nýjustu skýrslu Hafrannsókna- stofnunar, Ástand nytjastofna á ís- landsmiðum, má að nokkru líkja við hrollvekju, því þrátt fyrir áratuga- starf við stjóm fiskveiða með háleit markmið í huga hefur árangurinn ekki oröið meiri en raun ber vitni. Hin háleitu markmið hafa verið að stuðla að vexti og viðgangi fiski- stofna, efla atvinnu og búsæld hinna dreifðu byggða landsins ásamt því að stuðla að hagkvæmni veiða og vinnslu, sátt og samlyndi um kerfið sjálft þannig að sem flestir geti vel við unað. Vafi á drápsmagni Þótt þessi meginmarkið séu vart á einum stað orðuð svona hefir þeim þó verið haldið á lofti og áhersla á þau lögð á ýmsum vettvangi. Ástæða er þó að taka fram að tekist hefir allvel að stjórna sókn í uppsjávarfiska eins og sild og loðnu og stuðla að viðgangi þeirra þótt of seint hafi verið í rassinn gripið þegar í hlut átti íslenska vor- „Úr þvísem komið var er íhugandi hvort ekki hefði verið gáfulegast fyrir eina ríkustu þjóð heims að sætta sig við tímabundnar þrengingar þar sem ekki verður hjá því komist síðar meir að þrengja aflaregluna að kjörsókn ..." Kjallari gotssildin þvi eitthvað lítið hefir til hennar spurst und- anfarna áratugi. Blessuð sé minning hennar. Eins og nafnið bendir til hrygndi hún á vorin, safnaði búkfitu yfir sumarið og var því í allan stað vænni átfisk- ur en sumargotsíldin. Nú hafa þær fréttir borist að höf- undur stofnmælinga, og sem nú er látinn, hafi dregið í efa að vit væri að stjóma fisk- veiðum með aflamarkskerfi, nema einstaka afmörkuðum stofnum. Reynsla okkar virðist einnig vera sú sem endurspeglast í góðu ástandi uppsjávarfiska en lélegu ástandi botnfiska. Vissulega þættu það undur og stór- merki ef við hefðum verið á villigötum að þessu leyti alla tíð síðan atlamarks- kerfið var tekið upp. En á því eru þeir meinbugir sem menn hafa ekki fýlli- lega áttað sig á hverjir eru, hvort í raun sé drepið svo miklu meira en á land kemur vegna þess að skip gæti verið búið með kvóta einnar tegundar en ætti eftir kvóta annarra og yrði því að henda kvótalausu tegundinni fyrir borð þar sem ekki borgaði sig að koma með hana að landi vegna þess hversu leiguverð kvótans væri hátt jafnvel þótt kvóti þeirrar tegundar fengist tek- inn á leigu. Umfram kjörsókn Þvi hefir einnig verið haldið fram að vegna þess hversu hátt leiguverð er sé eingöngu besti fiskurinn hirtur en annað fari fyrir borð. Ýmis fleiri atriði hafa verið nefnd sem bera vott um sóun kerfisins. Höfundur tekur Kristjón Kolbeins viöskiptafræöingur ekki afstöðu til þess hvort þessar sögusagnir séu á rök- um reistar, séu rógur einn, illmælgi sprottin af öfund og afbrýðisemi, eða eigi sér stoð í raun. Þannig skýri það að einhverju leyti hvernig nú er komið fyrir stofnum helstu nytjafiska ásamt því að lengst af hafa aflaheimildir verið langt umfram ráðgjöf og þannig verið gengið á höfuðstólinn í stað þess að njóta hluta vaxtanna og stuðla þannig að viðreisn stofanna. Ýmsum hefir brugðið þegar til- kynnt var að nú hefði komið í ljós að veiðistofn þorsks hefði skroppið sam- an um 400 þúsund tonn frá fyrra mati. í stað þess að stofninn yxi og þar með aflaheimildir blasir nú við samdráttur þorskafla þótt minni en fjórðungs aflareglan hefði gefið til kynna. Hefði henni verið haldið til streitu ættu heimildir að minnka um sjötíu þúsund tonn á milli fiskveiði- ára. Þess í stað er aflareglan rýmkuð, var þó yfrin fyrir, töluvert umfram kjörsókn. Úr því sem komið var er íhugandi hvort ekki hefði verið gáfulegast fyr- ir eina rikustu þjóð heims að sætta sig við tímabundnar þrengingar þar sem ekki verður hjá því komist síðar meir að þr'engja aflaregluna að kjör- sókn, því sé tekið tillit til þyngdar- aukningar smáfisks á milli ára er fátt arðsamara en að minnka sókn í yngstu árgangana, þrátt fyrir náttúr- leg afföll og það óábyrga hjal að geymdur fiskur í sjó sé gleymdur. Kristjón Kolbeins Ummæii Reykjavík á aö þora „Reykjavíkurborg á að þora að gera til- raunir eins og þá sem Hafnfirðingar eru nú að gera. Það er mikilvægt að fjöl- breytni sé í skóla- starfi. Sveitarfélög, sem bera ábyrgð á því að nemendur njóti skólagöngu eins og lög kveða á um, eiga að skapa skilyrði fyrir fjöl- breytni, m.a. með því að leyfa mis- munandi rekstrarformum skóla að njóta sín. Það á ekki að skipta máli hver rekur skólana svo framarlega sem rekstraraðilar uppfylla þær kröfur sem gerðar eru. Greiðslur til skóla eiga að byggjast í meginatrið- um á nemendaíjölda og það á ekki að mismuna eins og nú er gert af hálfu R-listans í Reykjavík, þar sem nemendur í einkaskólum eru lægra metnir.“ Inga Jóna Þórðardóttir borgarfulltrúi á Frelsi.is. Gamlar tuggur „Það kemur ekki á óvart að Snorri G. Bergsson, sjálfskipað- ur talsmaður Israels- stjórnar hér á landi, skuli gera athuga- semdir við skrif mín um hið hörmulega ástand í Palestínu. Þegar að upp- hrópunum sleppir er þó fátt í at- hugasemdum Snorra sem vert er að staldra við enda beitir hann ódýrum útúrsnúningum, almennum yfir- hylmingum og gömlum áróðurstugg- um að hætti þeirra sem hafa veikan málstað að verja.“ Eiríkur Bergmann Einarsson á Kreml.is. Er almenningur meðvitaðnr um þcer miklu verðhœkkanir sem Spurt og svarað Þórólfur Ámason forstjóri TALS Símgjöld hafa lœkkað „Maður hrekkur við því að t.d. hafa símgjöld ekkert hækk- að, heldur lækkað stöðugt. Þetta kemur mér mjög á óvart. Skýringa á þessu er að hluta til hægt að leita til gengisbreytinga, sem hafa virkað hvetjandi. En forsendur hljóta að vera fleiri því gengis- breytingar eiga ekki alla þessa miklu hækkun. Ég hefði getað trúað að hækkunin væri 10 til 12%, alls ekki meira. Ég óttast að almenningur hafi alls ekki gert sér grein fyrir þessum miklu hækkunum, þótt fólk hafi orðið vart hækkana við kassana í stór- mörkuðunum að undanfórnu." Valgerður Bjamadóttir framkvstýra Jafnréttisstofu Svakaleg einkaneysla „í fyrsta lagi geri ég mér enga grein fyrir því hvort almenningur er almennt meðvitaður um þessar miklu hækkanir. Mér bregður nokk- uð við þessar tölur sem eru þó ekki langt fyrir ofan þær sem ég hafði gert mér í hugarlund. Mér hefði ekki kom- ið á óvart aö hækkunin væri 10 til 15%. Áður gat mað- ur skroppið í búð og verslað fyrir 3 til 5 þúsund krón- ur en það er liðin tíð. Það hefur verið dálítið „klikkuð" þensla í þjóðfélaginu. Almenn neysla hefur að undan- fórnu verið alveg svakalega mikil og mér finnst gott ef úr henni dregur eitthvað og fólk fer aö hugsa. En það á því miður aðeins við um hluta þjóðarinnar, margir eru með laun sem vart duga fyrir nauðsynjum." Ari Teitsson formaöur Bœndasamtaka tsl. Mjög alvarlegt mál „Almenningur hefur fundið fyrir verðhækkunum en það er alveg óskaplegt að hún skuli vera svona mikil, ég hafði alls ekki gert mér grein fyrir því að þetta væri svona svart. Þetta er mjög alvarlegt mál. Ef það eru einhverjar ís- lenskar landbúnaðarvörur í könnuninni get ég fullyrt að verðhækkun á þeim hefur ekki skilað sér til íslenskra bænda á síðustu fimm mánuð- um. Þetta er sérstakt rannsóknarefni fyrir þau stjórnvöld sem fara með málefni neytenda og einnig fyrir launþegahreyfinguna. Mér sýnist það augljóst að kjarasamningar geta verið í upp- námi.“ Kristján Haraldsson framkvstj. Orkubús Vestfjarða Kryfja þarf málið „Það tel ég alls ekki. Ég vissi að það hefðu orðið einhverjar hækkanir en ég hafði ímyndað mér að þær væru innan við 10%. Það hefði ekki komið mér á óvart en það segir mér að það eru einhverjir að hagnast á þeim breytingum sem eru nú á verðbólgu og gengi. Ég sé ekki hvað það er sem hefur valdið þessum hækkunum því innlend- ur kostnaður hefur ekki hækkað svona mikið. Ég vona að málið verði krufið til mergjar, fólkið í landinu á fullan rétt á því. Raforkuverð Orku- sjóðsins hefur ekki hækkað óralengi en Lands- virkjun hefur boðað 4,9% hækkun 1. júlí og við þurfum ekki að hækka umfram það.“ Samkvæmt könnun DV hefur verö matarkörfu hækkaö um 17 til 25% á síöustu 5 mánuöum. Skoðun Allir njóti Kjaradóms „Af hverju borðar fólkið ekki kökur heldur en að deyja úr hungri." Þessi til- vitnun er flökkusögn og er höfð eftir mörgum drottn- ingum einvaldsríkja Evr- ópu. Á íslandi voru kökur óþekktar á þeim tímum þeg- ar hungur svarf stundum að og þá var haft eftir drottningum landsins að það væri óþarfi að svelta þegar hægt væri að borða brauð og smjör. I höllum drottninga voru ávallt næg- ar matarbirgðir og því þótti þeim óhugsandi að ekki væri hægt að grípa til kökubirgða þegar ekki var til brauð, fiskur eða kjöt handa al- múganum að éta. í ræðu sinni á þjóðhátiðardaginn minnti Davíð Oddsson forsætisráð- herra nokkuð á frægar tilvitnanir um drottningar sem aldrei skildu hvers vegna þegnar þeirra kusu held- ur að deyja úr hungri en að éta kök- ur. Hann kvartaði sáran yfir því að launafólk gripi til verkfalla til að freista þess að bæta kjör sín. Það tel- ur hann mikla þjóðarógæfu. Jafn- framt lætur ráðherrann að því liggja að þeir sem leggja í verkfóll tapi mestu sjálfir á þeim tiltektum. - Dav- íð gæti alveg eins hafa sagt: Af hverju lætur fólkið ekki heldur Kjaradóm ákveða launakjör sín en að fara í verkfóll sem það tapar svo á? Ráðherra, þingmenn og gjörvallur kjaraaðall embættismannakerfisins þarf aldrei að hafa minnstu áhyggj- ur af afkomu sinni. Kjaradómur gengur óhikað í sjóði allra lands- manna og hækkar kaup og bætir kjör allra sinna háttsettu umbjóð- enda og gengur ávallt á undan með því fordæmi að hækka laun Davíðs og allra hinna og forseti íslands skal fá mest allra af því hann gegnir tign- asta embættinu. Heimsmetið í hvert sinn sem Kjaradómur kveð- ur upp sina úrskurði fylgir nóta með, þar sem sannað er að háaðall launa- kerfisins hafi dregist aftur úr. Eru þá launin hækkuð og bætt um betur þar til óútskýrðum jöfnuði er náð. For- sætisráðherra hefur aldrei unnið á svokölluðum frjálsum vinnumark- aði. ígripavinna með fram námi er ekki talin með. Hann hefur ekki þurft að ólmast neins staðar og kljást við vinnuveitendur um kaup sín og kjör. Forstjóri sjúkrasamlags, borg- arstjóri og forsætisráðherra fá sín digru umslög á álíka sjálfgefmn hátt og drottningarnar kökurnar úr eld- húsum halla sinna, hvað sem líður matarskorti utan veggja. Ef íslendingar eiga heimsmet í verkfollum sið- ustu árin, eins og fram kom i hátíðarræðunni, ætti for- sætisráðherra að líta sér nær og hyggja að hver hef- ur verið mótpartur verk- fallsmanna. Þeir hafa með einni undantekningu verið opinberir starfsmenn. Það er hið opinbera sem neitar að semja við starfsfólk sitt fyrr en það beitir eina vopninu sem það ræður yfir til að knýja á um skárri kjör. Þegar kennarar og aðrir fara í verkföll er það ekkert síður sök valdahafanna að neyða þá til að- gerða en samtaka launafólksins. Það er dregið að semja mánuðum og árum saman eftir að samningar ganga úr gildi og lítið mark tekið á verkfallsboðunum fyrr en allt er komið í óefni. Að kenna svo launþeg- um á kaupi hjá þvi opinbera einhliða um verköllin og skaðsemi þeirra er annað hvort ósvífni eða dæmafá ein- sýni, sem oft hrjáir einvalda. En kannski er þetta bara fyndni, sem flesta skortir húmor til að skilja fremur en hvað holugröfturinn á Austurvelli á að merkja. Ný þjóðarsátt Hitt er svo annað að það hefur margsýnt sig að verkföll borga sig, eins og framhaldsskólakennarar sönnuðu í vetur sem leið. Þeir náðu umtalsverðum kjarabótum, sem tæp- ast hefðu fengist með öðrum hætti. Um sjómannaverkfallið gildir öðru máli, enda stöðvaði einveldið það að sínum hætti. En þar sem forsætisráðherra er eins mikið á móti verkfóllum og raun ber vitni og telur þau alvarleg þjóðar- mein gæti hann vel útfært sín eigin kjaramál á launþega almennt. Það er að láta Kjaradóm sjá um laun og lifs- kjör í landinu. Þeir sem þar sitja fylgj- ast gjörla með hverjir eru að dragast aftur úr og eru þá ekki svifaseinir að bæta úr, eins og dæmin sanna. Það er í raun réttlætiskrafa að öll þjóðin fái að njóta sömu aðstöðu og ráðherrar, þingmenn og háembættis- menn og fái sína kjaradóma. Þá munu allir hafa nóg af kökum að borða og kjaradeilur og verkföll hætta að skaða þjóðarhag. „En þar sem forsœtisráðherra er eins mikið á móti verkföllum og raun ber vitni og telur þau alvarleg þjóðarmein gœti hann vel útfœrt sín eigin kjaramál á launþega almennt. Það er að láta Kjaradóm sjá um laun og lífskjör í landinu. “ - Forsœtisráðherra á Austurvelli 17. þ.m.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.