Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Qupperneq 22
26
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára________________________________
Jóhann Valdemarsson,
Hrísalundi 10g, Akureyri.
Sigurliöi Jónasson,
Mýrarvegi 111, Akureyri.
SS-áia_________________________________
Guörún Jónsdóttir,
Garösenda 15, Reykjavík.
75 ára_________________________
Helga Anna Pálsdóttir,
Borgarhóli, Mosfellsbæ.
Ingibjörg Guölaug Jónsdóttir,
Álftamýri 56, Reykjavík.
Jónatan Ágúst Ásvaldsson,
Vesturgili 6, Akureyri.
Magnús Thorvaldsson,
Kaplaskjólsvegi 39, Reykjavík.
Svanhild Ágústsson,
Bauganesi 7, Reykjavík.
70_ára_________________________
Garöar Gíslason,
lllugagötu 50, Vestmannaeyjum.
Hjördís Þorgeirsdóttir,
Sólheimum 23, Reykjavík.
Svala Ásbjörnsdóttir,
Hjaröarhaga 46, Reykjavik.
Svava Benediktsdóttir,
Sunnuvegi 4, Þórshöfn.
60 ára
Gunnar Þór Alfreösson,
Hrísateigi 45, Reykjavík.
Ólafur Ingólfsson,
Arnarhrauni 48, Hafnarfirði. Af því tilefni
taka Ólafur og kona hans, Svanhildur
Guömundsdóttir, á móti
gestum i sumarhúsi sinu
á Eyri í Ingólfsfirði,
laugardaginn 23.6. kl. 18.
50 ára
I Asta G. Siguröardóttir,
rögrubrekku, Borgarf.
rdda Baldvinsdóttir,
Dvergaborgum 3, Reykjavík.
Geir Þorsteinsson,
Engjaseli 67, Reykjavík.
íngibjörg Hjartardóttir,
Bollagöröum 39, Seltjarnarnesi.
Karl Lúðvíksson,
Furulundi 10, Varmahlíö.
Margrét Sigurjónsdóttir,
Egilsgötu 10, Reykjavík.
Sóley ísaksdóttir,
Ægissíöu 25, Grenivik.
Svanhildur Ólafsdóttir,
Vesturholtum 1, Rangárvallasýslu.
Sverrir B. Þorsteinsson,
Furuhjalla 10, Kópavogi.
| Þorkell Elí Guömundsson,
Logafold 123, Reykjavík,
læknir, er fimmtugur i dag.
| Þorkell er kvæntur
Ragnhildi B. Karlsdóttur
hjúkrunarfræöingi.
40 ára____________________________
Agnes Heiöa Skúladóttir,
Helgamagrastræti 22, Akureyri.
Björn Vignir Björnsson,
Húnabraut 3, Blönduósi.
Bozena Modzelewska,
Suöurgötu 7, Sandgerði.
Friöþóra E. Þorvaldsdóttir,
Hólabraut 2, Höfn i Hornafirði.
Halldór Guömundsson,
Skálaheiöi 1, Kópavogi.
Helga Baldvina Ásgrímsdóttir,
Heiömörk 15, Hverageröi.
Jóhannes Ágúst Stefánsson,
Foldahrauni 42d, Vestmannaeyjum.
Jón GTsli Þorkelsson,
Vatnsendabletti la, Kópavogi.
Kristín Þorsteinsdóttir,
Veghúsum 17, Reykjavík.
Ólafur Örn Ólafsson,
Hlunnavogi 12, Reykjavik.
Ólöf Magnúsdóttir,
Byggðavegi 92, Akureyri.
Sigurlaug Eggertsdóttir,
Grensásvegi 60, Reykjavík.
Arndís Guömundsdóttir,
Hvassaleiti 14, Reykjavík, lést 19.6.
Kolbrún Jóhannesdóttir,
Völvufelli 20, Reykjavík, lést á
Landspítalanum 18.6.
Hallgeröur Jónsdóttir,
frá Miðskeri, Hornafiröi, lést á
hjúkrunarheimilinu Skjólgaröi 17.6.
Jón Kr. Jónsson,
Hvanneyrarbraut 56, Siglufirði, lést
17.6.
Dýrlelf Ármann
kjólameistari er látin.
Margrét Lára Þóröardóttir,
Hjallabraut 3, Hafnarfiröi, lést á
Landspítalanum 19.6.
Hinrik Pétursson,
Hrauntungu 6, Hafnarfiröi, lést á
Landspítalanum 19.6.
Guðni E. Gunnarsson,
Hvolsvegi 27, Hvolsvelli, lést á
líknardeild Landspítalans 19.6.
FÖSTUDAGUR 22, JÚNÍ 2001
J>V
Fófk r f'réttum_________________
Jóhann Óli Guðmundsson
athafnamaður
Jóhann Óli Guðmundsson hefur
mikið verið í fréttum undanfarið
vegna umsvifa sinna, ekki síst þeim
sem tengjast innbyrðis átökum í
Lyfjaverslun íslands.
Starfsferill
Jóhann Óli Guðmundsson er
fæddur 2.9. 1954. Hann lauk gagn-
fræðaprófi. Hann sneri sér ungur að
viðskiptum, kom sér upp eins
manns skrifstofu í húsi Egils Vil-
hjálmssonar í Reykjavik. Skömmu
síðar var Jóhann Óli búinn að gera
öryggisþjónustuna Securitas að
stórveldi.
Jóhann hefur um árabil verið
nokkuð áberandi í íslensku við-
skiptalifl. Hann hefur tengst ís-
lenska útvarpsfélaginu, Delta og
Lyfjaverslun íslands. Þá er Jóhann
Óli fráfarandi formaður Víkings.
Jóhann Óli er búsettur ásamt fjöl-
skyldu sinni á Gíbraltar.
Fjölskylda
Jóhann Óli er kvæntur Guðnýju
Kristínu Ólafsdóttur, f. 16.12.1954.
Börn Jóhans Óla og Guðnýjar
Kristínar eru Elísabet Rósa, f. 19.8
1976, Arnar Hrafn, f. 11.1. 1979,
Anna Lísa, f. 5.12. 1983 og Thelma
Rut, f. 15.2. 1996.
Foreldrar Guðnýjar Kristínar eru
Ólafur Halldórsson, f. 15.8. 1928 í
Reykjavík, og Hrefna Knudsen Lár-
usdóttur, f. 25.7.1926 í Reykjavík.
Jóhann Óli er sonur Guðmundar
Halldórs Halldórssonar, f. 27.6. 1924,
og Guðrúnar Karólínu Jóhannsdótt-
ur, 18.11. 1930. Þau eru búsett í
Reykjavík.
Ætt
Faðir Guðmundar Halldórs var
Halldór Benediktsson, f. 28.1. 1891 á
Dönustöðum í Laxárdal, d. 14.10.
1970, skipstjóri á ísafirði. Móðir
Guðmundar Halldórs var Jóna
Kristjana Jónsdóttir, f. 29.9. 1900 í
Þverdal í Sléttuhreppi, húsmóðir á
ísafirði.
Faðir Halldórs var Benedikt, f.
10.9.1861, d. 21.4.1910, frá Bolungar-
víkurmölum, Halldórssonar, bónda
að Leysingjastöðum í Hvammssveit,
f. 3.2. 1828, Péturssonar, bónda að
Leysingjastöðum, f. 14.4. 1798,
Helgasonar, hreppstjóra að Skarf-
stöðum, Jónssonar, Guðmundarson-
ar, Péturssonar.
Halldór og Jóna Kristjana bjuggu
á ísafirði. Þau skildu.
Foreldrar Guðrúnar Karólínu
voru Jóhann Isfeld Ólafsson, f. 5.11.
1892 í Skörðum í Reykjahverfi, d.
19.2. 1986, bifreiðarstjóri og Ólína
Sigtryggsdóttir
Jóhann Oli Guömundsson
Jóhann Óli hefur um árabil verið nokkuð áberandi í íslensku viðskiptalífi.
Hann hefur tengst íslenska útvarpsfélaginu, Delta og Lyfjaverstun ísiands.
Fertúgcir
Ólafur Rúnar Ólafsson
sölustjóri
Attræður
Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason
fyrrverandi verkstjóri
Ólafur Rúnar Ólafsson, Laugar-
túni 6a á Akureyri, sölustjóri hjá
Kjarnafæði, er fertugur í dag.
Starfsferill
Ólafur Rúnar er fæddur á Akur-
eyri. Hann ólst upp á Akureyri og
Seltjarnamesi. Ólafur Rúnar varð
kjötiðnaðarmaður árið 1982. Hann
lærði slátrun í Danmörku 1984 og
markaðsfræði hjá Útflutningsráði
1998. Frá árinu 1978 hefur starfs-
vettvangur Ólafs Rúnars verið
kjötiðnaður og sölustörf.
Fjölskylda
Ólafur Rúnar kvæntist 25.6.1983
Oddnýju Steinunni Kristjánsdótt-
ur húsmóður. Hún er dóttir Krist-
ins Steinssonar húsasmiðs og
Auðbjargar Sigursteinsdóttur hús-
móður.
Börn Ólafs Rúnars og Oddnýjar
eru Alma Rún, f. 14.2. 1982, nemi,
Eva Dögg, f. 6.1. 1984, nemi, og
Gyða Björk, f. 24.12. 1993.
Systkini Ólafs Rúnars eru Guð-
björn St. Ólafsson, f. 7.11. 1957, sjó-
maður. Anna Elísabet, f. 9.6. 1958,
lögreglukona og þroskaþjálfi í
Kópavogi. Helgi Þór, f. 1.9. 1962,
matreiðslumaður á Akureyri.
Foreldrar Ólafs Rúnars eru
Ólafur Guðbjömsson, f. 19.8. 1925,
framreiðslumaður, og Gyða Ein-
arsdóttir, f. 21.11. 1928.
Bergsveinn Breiðfjörð Gislason,
Skúlagötu 20 í Reykjavík, verður átt-
ræður í dag.
Starfsferill
Bergsveinn er fæddur og uppal-
inn í Rauðseyjum á Breiðafirði.
Hann lærði skipasmíði á Akureyri.
Lengst starfaði Bergsveinn sem
verkstjóri við hafnargerðir hjá
Hafnamálastofnun. Hann flutti til
Reykjavíkur 1947 og hefur búið þar
æ síðan, ef frá eru talin árin
1967-1969 en þá var hann búsettur í
Stykkishólmi.
Fjölskylda
Bergsveinn er ókvæntur. Hann á
fimm börn:
Brynju, Sig-
urð, Láru,
Ölmu og
Freyju.
Foreldrar
Bergsveins
voru Gísli
Bergsveins-
son, bóndi í
Rauðseyj-
um, d. 1939,
og Magða-
lena Kristjánsdóttir
húsmóðir, f.
13.11. 1897, d. 2001.
Bergsveinn tekur á móti vinum
og vandamönnum í Breiðfirðinga-
búð, milli kl. 18 og 21 á afmælisdag-
inn.
Andlát
William Erling Kristjánsson
fyrrverandi prófessor
William Erling Kristjánsson, fyrr-
verandi prófessor, andaðist í Fargo í
N-Dakóta í Bandarikjunum, þann 12.6.
sl.
Starfsferill
William Erling fæddist í Svoldar-
byggð í Norður-Dakóta 28.4. 1920.
Hann lauk BS-prófi í búvísindum frá
Oklahoma-háskóla 1941 og doktors-
prófi frá Perdue-háskóla í Indíana
1949. William var prófessor við South
Dakota State College og frá árinu 1949
við landbúnaðarháskólann i Fargo.
William stafaði í stjórnskipuðum
nefndum er vörðuðu vísindagrein
hans (Animal nutrition Committee o.
fl.). Hann gegndi herþjónustu í Banda-
ríkjaher á íslandi 1942-1944. William
skrifaði greinar í Journal of Animal
Science og fleiri blöð vestra.
Fjölskylda
William kvæntist 1944 Ingibjörgu
Hermannsdóttur, f. 22.6.1918.
Foreldrar hennar voru séra
Hermann Hjartarson á
Skútustöðum og Kristín Sig-
urðardóttir.
Börn Williams og Ingi-
bjargar eru Frida Kristin, f.
15.6.1945, og Erling, f. 12.3.1951.
Foreldrar Williams voru Tryggvi
Dínusson, f. 30.4. 1875, d. 23.7. 1945,
bóndi í Svoldarbyggð, og Hallfriður
Guðbrandsdóttir, f. 17.3. 1875, d. 21.6.
1942, Erlendssonar og Sig-
riðar Hávarðsdóttur.
Foreldrar Tryggva
voru Dínus Jónsson, frá
Mýlaugsstöðum í S-Þing-
eyjarsýslu, og Kristjana
María Andrésdóttir,
bónda í Fagranesi, Ólafssonar. Þau
íluttust vestur um haf 1879, settust
fyrst að í Nýja-íslandi, en komu til
Dakóta 1882 og bjuggu í grennd við
Svoldarpósthús.
! Merkír islertdfngar
Ragnar Þ. Stefánsson þjóðgarðsvörður fæddist
22. júní árið 1914. Hann var sonur hjónanna
Stefáns Benediktssonar bónda og Jóhönnu
Jónsdóttur húsfreyju. Ragnar fæddist í
Skaftafelli. Hann naut barnaskólafræðslu í
sveitinni og varð síðar bóndi i Skaftafelli.
Árið 1966 seldi Ragnar jörðina Náttúru-
vemd ríkisins. Þykir það skýrt dæmi um
áhuga hans á náttúruvernd. Hann var
einn af brautryðjendum náttúraverndar á
Islandi og átti á þessum tima um aðra
kosti að velja en valdi að vemda landið til
frambúðar.
Endurminningar Ragnars komu út hjá
Hörpuútgáfunni árið 1995 undir heitinu
Ragnar í Skaftafelli - endurminningar og frá-
sagnir. Þaö var Helga K. Stefánsdóttir sem skráði.
Ragnar Þ. Stefánsson
Ragnar var tvígiftur. Fyrri kona hans hét
Anna Pálsdóttir og eignaðist hann með
henni bömin Jóhönnu og Einar Þorstein,
sem bæði dóu ung. Seinni kona hans var
Laufey Lárusdóttir og eignuðust þau
dótturina önnu Maríu.
Ragnar var einkar fróður og vel að
sér um allt sem viðkom íslenskum
skáldskap, hvort sem var í bundnu eða
óbundnu máli, og hafði ætíð
tilvitnanir á reiðum höndum. Á ferli
sínum sem þjóðgarðsvörður átti
Ragnar samskipti við marga merka
fræðimann, þeirra á meðal Jack Ives sem
lagði grunninn að ævistarfi sínu í
Skaftafelli.
Ragnar lést 1.9.1994.
Jarðarfarir
Ingi Björgvin Ágústsson,
Hátúni 10a, Reykjavík, veröur
jarösunginn frá Laugarneskirkju, 22.6.
kl. 13.30.
Ása Valdís Jónasdóttir,
Silungakvísl 19, Reykjavík, lést 15.6.
Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju 22.6.
kl. 13.30.
Vigfús Einarsson,
Smáratúni 20, Selfossi, veröur
jarösunginn frá Selfosskirkju 22.6. kl.
15.30.
Óskar Gíslason,
Grænumörk 5, Selfossi, verður
jarðsunginn frá Þykkvabæjarkirkju 22.6.
kl. 14.