Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2001, Side 25
mmmm wmmr wmmr mmmm mmm 29 FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 2001_______________________________ I>V Tilvera & þurrkum og hungursneyð. Landið er aftur á móti mjög fallegt og frjósamt. Frá Eþíópíu fórum við til Kenía og þaðan til Tansaníu og komum aftur að sjó við Indlandshafið eftir tveggja mánaða ferð þvert yfir Afríku. Frá Dar es Salam fórum við i tveggja daga ferð til Zanzíbar sem er eyja fyrir utan Tansaníu og slöppuðum af. Síðan héld- um við áfram í gegnum Malawi og dvöldum í góðu yfirlæti við Malawi- vatn áður en við fórum til Sambíu þar sem við skoðuðum Victoriufossa. Það- an fórum við í gegnum Botswana nið- ur til Suður-Afríku.“ Taxl í Níger Ferðamáti Nígerbúa er ólíkur því sem við eigum að venjast og ekki er óal- gengt að menn ferðist með þessum hætti á milli bæja. til öryggis áður en við fórum inn í Máritaníu en þurftu aldrei að nota þær vegna þess að umburðarlyndi gagnvart útlendingum er meira en við héldum. Gestrisni Súdana er alveg með ólíkindum. Gunnar og Lára lentu til dæmis í smáhremmingum með bíl- inn en við vorum varla komin inn á verkstæðið þegar einhver verk- smiðjueigandi kom til okkar og bauð fram aðstoð sína. Hann bauö okkur síðan heim i mat og seinna fórum'við í mat til bróður hans þar sem kven- fólkið í hópnum var litað á höndun- um með Hennalit en það þykir mjög fínt. Það var reyndar alveg sama hvar við fórum um, alls staðar kom fólk til að skoða okkur og margir buðu okkur í mat. Þegar maður kemur svo til Kenía og suður úr er það dýralífið sem vek- ur mesta athygli. Þarna eru sebra- hestar, fllar og ljón, svo eitthvað sé nefnt. í Tansaníu fórum við í Ngorongorogíginn og Serengedi þjóð- garðana til að skoða dýralífið og feng- um að sjá öll þau villtu dýr sem mað- ur getur hugsað sér í veröldinni ráfa umhverfis bílana.“ Chile þar sem við tókum ferju yfir Ma- geilansund til syðsta odda Suður-Amer- íku. Landslagið þar minnir einna helst á það sem maður hefur séð á myndum frá Alaska. Há fjöll og grenitré." Góður endir á ógleymanlegri ferö Aðspurð segja Stefán og Eyrún að ferðin hafi verið ótrúleg lífsreynsla og gengið mjög vel. „Krakkarnir höfðu með sér námsbækur og við hjálpuðum þeim með námið í ferðinni og sendum verkefnin þeirra heim til kennara þeirra. Þau eru alveg í sjö- unda himni eftir ferðina og við erum öll farin að láta okkur dreyma um þá næstu sem vonandi verður um Asíu og Ástraliu. Þegar við svo komum heim slógu vinir okkar upp stórri tjaldveislu og þar kom hátt á annað hundrað manns til aö að taka á móti okkur. Það var alveg frábær endir á ógleymanlegri ferð.“ -Kip Kryddmarkaður í Níger Á mörkuðunum varýmislegt nýstárlegt á boðstólum og þaö fór ekki mikið fyr- ir umbúðum utan um vörurnar. Mannlífið athyglisverðast „í mínum huga er það mann- og dýralífið sem er arhygliverðast. Mann- lífið í norðanverðri Afríku er mjög fjölbreytt og litskrúðugt og svona nokkurn veginn eins og ég ímyndaði mér það. Konurnar bera allt á höfðinu og karlarnir liggja í skugganum. Þar eru konurnar líka huldar með blægju vegna þess að íslams-trúin er allsráð- andi. Eyrún og Lára keyptu sér blæjur Skvísurnar í Níger / Afríku bera konurnar allt á höfðinu en karlarnir liggja í skugganum og horfa á. feta gám,“ segir Stefán og hlær. „Við flugum aftur á móti sjálf og gistum í viku frítt á hóteli mannsins sem við kynntumst í Máritaniu. Þegar bílarnir komu yfir ákváðum við að keyra suður til Eldlands í stað þess að halda beint norður. Við ókum sem leið lá suður Argentínu, í gegnum Heim á leið „Satt best að segja þótti okkur nóg um biðina og ákváðum að setja bílana i skip og flytja þá til Miami til að flýta fór okkar. Suður-Ameríkanar eru ótrúlega rólegir og viðkvæðið er yfir- leitt „manjana" eða á morgun. Við flugum sjálf frá Lima til Miami og biðum eftir bílunum þar. Síðan keyrðum við norður eftir austur- strönd Bandaríkjanna og stoppuðum í Baltimore auk þess að skoða Niagara- fossa. Eftir það var ekið sem leið lá til Halifax, bílarnir settir í skip og við komum heim með flugvél fyrir rúmri viku.“ Úr dagbók safarí- fjölskyldnanna Á heimasíóunni www.uti-lif.is/fiol- skvldusafari/ er aö finna dagbók safaríf- aranna og nákvœm- ari feróasögu. 2. febrúar 2001 Föstudagurinn 2. febrúar rann svo upp - nú skildi bílunum komið í gám. Eftir að allir pappírar voru klárir var ekið niður á hafnarbakka og leitað að gámnum. Fannst hann eftir smá leit og var ekki mjög bjart yflr gáma- mönnunum þegar þeir sáu flykkin sem fara áttu inn í gám- inn. Eftir ýmsar til- færingar, 2 affelguð dekk og lyftarakitl í bossann á bílunum var gámnum lokað og hann innsiglaður. ÞETTA TÓKST - HÚRRA!! 12. febrúar 2001 Vöktum við mikla athygli meðal þorps- búa og var óspart togað í hárið á Signýju sem sagði: „Mamma, ég held að ég verði orðin sköllótt þegar við komum heim.“ Rétt utan við Sokolo ókum við inn í lítið þorp að nafni „Farabou- gou“. Þar var okkur tekið með virktum og boðið til setu með höfö- ingja þorpsins. Höfðinginn átti ekki færri en sjö konur og töluvert fleiri börn, enda þykir mikil gæfa að gifta dóttur sína höfðingjanum. Vildi hann helst slátra lambi og halda okkur veislu. Fíll í Ngorongoro. 27. febrúar 2001 Undir kvöld þann 27/2 komum við svo á „enda“ vegar nr. 3 (13.790 km frá Reykjavík, segir Garmin GPS-inn) og stóðum á „hjara verald- ar“, aðeins 3.920 km frá Suðurpóln- um... lengra komumst við ekki á bíl- unum!!! (Einhver af yngri kynslóð- inni stakk upp á því að fara bara á hjólabát því þetta væri svo stutt.) Bestu kveðjur þar til næst! Safarifj ölskyldumar i Ljón í veginum. Fengum öll í magann '„Lífsmátinn í Afríku er náttúrlega allt annar en við eigum að venjast, flestir búa í strákofum og sofa á gólf- inu. Vatnið í vatnsbólunum var líka oftast þannig að við treystum okkur ekki til að drekka það og keyptum því gerilsneytt vatn á flöskum. Við notuð- um vatnið úr brunnunum aftur á móti til að fara i sturtu og þvo þvott. Maður verður líka að passa sig mjög vel á því sem maður setur ofan í sig, við vorum til dæmis bara búin að vera í Marrokkó í nokkra daga þegar við fengum öll í magann sem var rakið til geitaosts sem Eyrún keypti á markaði. Eftir það héldum við okkur að mestu við soðinn mat sem við elduðum sjálf. Við leyfðum okkur það þó aö fara stundum út að borða í löndum eins og Keníu, Tansaníu og Suður-Afríku.“ Stefán segir að Suður-Afríka sé lík- lega vestrænasta landið í Afríku sem hann hafi komið til og að þar sé mikil vínrækt og blómstrandi veitingahúsa- menning i Höfðaborg. Flogiö til S-Ameríku í Höfðaborg voru bflamir settir í gám og sendir með skipi til Úrúgvæ. „Við rétt náðum að smeygja þeim báö- um með skóhomi inn í einn fjörutíu Chile og kókate í Bólivíu „Síöan ókum við norður eftir Chile og skoðuðum Torres del Paine-þjóðgarðinn og graníttindana þar. Við tókum svo bílferju norður með strönd Chile og sigidum inn þrönga firði með snævi þakta tinda Andesfjalla yfir okkur. Héldum við svo norður til Atacama-eyðimerk- urinnar og skoðuðum saltslétturn- ar miklu þar. Þaðan fórum við til Bólivíu og drukkum kókate sem átti að hjálpa okkur gegn fjallaveiki en það virk- aði ekki betur en svo að ég fékk lungnaþembu og lá í viku á spítala. Vistin þar kom mér þægilega á óvart og var í raun betri en ég átti von á. Læknirinn kunni sitt fag en þar sem spítalinn var vanbúinn af tækjum og tólum keypti Eyrún öll lyf og sprautur sem ég þurfti að fá úti í apóteki. Þegar ég hafði náö mér fórum viö til Perú til að skoða Machu Picchu, hina tíndu borg Inkanna sem fannst ekki fyrr en árið 1911. Á leiðinni til Lima bræddi vélin í bílnum okkar úr sér og það kostaði flögurra vikna bið eftir nýrri vél sem við þurftum að panta frá Bandaríkjunum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.