Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Qupperneq 12
12
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001
Skoðun DV
Siðspillingin svífst einskis
Engar skyldur, engar hömlur.
Grímulaus óhugnaöur í höfuöborginni.
Ertu hjátrúarfull/ur?
Sigurbjörn Ármannsson múrari:
Nei, þaö er ég ekki.
Lena Sól Sörensen nemi:
Nei, ég verö alla vega ekki
vör viö þaö.
Guöjón Smári Guðmundsson öryrki:
Já, ég geng ekki undir stiga og si/o
stoppa ég þegar svartir kettir ganga
í veg fyrir mig.
Arnar Gunnar Hjálmarsson nemi:
Nei, ekki neitt.
Héðinn Helgason verktaki:
Nei, og hef aldrei veriö.
Bjarni Waage bakari:
Nei, ég pæli aldrei í þessum
hjátrúm.
Hvemig svo
sem þjóðin reynir
að afsaka sjálfa
sig gagnvart vax-
andi ofbeldi, villi-
mennsku og sið-
spillingu, sem
senn verður rót-
föst í íslensku
GejrR samfélagi, þá er
Andersén jafnvíst og nótt
blm. skrifar: fylgir degi að frá
——— ósköpunum verð-
ur ekki komist án hugarfarsbreyt-
ingar okkar sjálfra. Siðspillingin
svífst einskis og verður ekki upp-
rætt af dómskerfmu, löggæslunni,
skólunum eða með breyttum lokun-
artíma skemmtistaðanna, og ekki
heldur af borgarstjórn. - Alþingi
verður þó ekki hvítþvegið og kem
ég að því hér síðar.
í öllum þeim umræðuþáttum og
viðtölum sem ég hef orðið vitni að á
síðustu misserum, um aukna glæpa-
tíðni, vaxandi ofbeldi og villi-
mennsku, sem hefur nú náð ein-
hvers konar hámarki (þótt enn
kunni að syrta í álinn), hef ég aldrei
heyrt svo mikið sem minnst á meira
aðhald þegnanna á þjóðarvisu, líkt
og aðrar þjóöir eru aldar upp við. -
Auðvitað á ég við þegnskylduvinnu.
Flestar þjóðir, og allar okkar ná-
grannaþjóðir, búa við herskyldu.
Þetta er sumstaðar ævilöng kvöð,
líkt og í Sviss. Hér hafa menn ekki
mátt taka sér orðið þegnskylda i
munn (hvað þá herskylda) án þess
að viðkomandi hafi verið úthrópað-
ir fasistar eða eitthvað þaðan af
verra. Og því forðast menn svona
tal í lengstu lög. - Utan hvað
menntamálaráðherra hefur ýjað að
aðild okkar að vamarstarfi því sem
NATO er nú ábyrgt fyrir með veru
vamarliðsins á Keílavíkurflugvelli.
Það hefur líka sætt aðkasti og skopi
þegar best lætur.
Flestir sem líta raunsætt á málið
hljóta að sjá hve lítil hyggindi það
eru hjá einni þjóð (mannfjöldi skipt-
ir ekki máli) að líta fram hjá upp-
Sigurpáil Óskarsson
skrifar:
Eitt af því sem einn pistlahöfund-
ur á Skjá einum hefur tönnlast á er
fyrirhuguð skattalækkun á fyrir-
tæki sem forsætisráðherra hefur
boðað að undanfómu.
Mér er ofarlega í minni það sem
kennari minn sagði einu sinni um
pólitískan áróður: Þingmaður nokk-
ur, kunningi hans, gisti hjá honum
á kosningaferðalagi og sá hann
(kennarinn) hjá honum framboðs-
ræðuna áður en hún var flutt opin-
berlega. „Heldurðu að nokkur trúi
þessu skrumi,“ varð þá gestgjafan-
„í dag hefur íslenska þjóðin
ekki neinum skyldum að
gegna við land og þjóð,
utan hvað skólaskylda er
lögboðin með svokölluðum
grunnskóla. “
eldisskyldum og aga sem alls staðar
annars staðar er flokkað sem for-
senda fyrir marktæku þjóðfélagi. í
dag hefur íslenska þjóðin ekki nein-
um skyldum að gegna við land og
þjóð, utan hvað skólaskylda er lög-
boðin með svokölluðum grunn-
skóla.
Alþingi átti fyrir löngu að hafa
frumkvæði um þegnskylduvinnu
fyrir ungt fólk í svo sem eitt ár æv-
innar. Af nægum verkefnum er að
taka til sjós og lands og þarf ekki að
teygja lopann í því efni í þessum
„Hjá núverandi valdhöfum
þýðir lœkkun skatta á fyrir-
tæki aukin gjöld á almenn-
ing i landinu, því að skatt-
heimtusvikamyllan er ífull-
um gangi eins og almenn-
ingur hefur orðið var við...“
nógu oft á því, þá fara menn að trúa
því,“ svaraði hinn. „Menn álykta
sem svo að þetta hljóti að vera satt
og rétt fyrst maðurinn er að endur-
taka þetta aftur og aftur.“
Hjá núverandi valdhöfum þýðir
pistli. En þar er ekki samstaða um
svo mikilvægt mál, enn sem komið
er a.m.k. Margt myndi breytast hér
við jákvæða afstöðu löggjafans og
þjóðarinnar.
í fréttatíma Skjás eins sl. fimmtu-
dag voru vegfarendur teknir tali og
spurðir hvað þeim fyndist um nið-
urstöðu könnunar DV um verð-
hækkun matarverðs. Svör fólksins
reyndust einungis rugl, enda spurn-
ingin galtóm. Spyrja átti frekar:
Hvernig ætlar þú að bregðast við
þessum verðhækkunum? - Aðeins
einn aðspurðra svaraði skynsam-
lega. „Enginn annar en við sjálf get-
um mætt þessu vandamáli - með
samdrætti og sparnaði. Og þannig
er það um villimennskuna og siö-
spillinguna sem nú er í hámarki.
Hún verður ekki kveðin niður nema
þjóðin taki nýjan kúrs. Taki í
hnakkadrambið á sjálfri sér. - Allir
skilja og vita hvað það þýðir.
lækkun skatta á fyrirtæki aukin
gjöld á almenning í landinu því að
skattheimtusvikamyllan er í fullum
gangi eins og almenningur hefur
orðið var við á undanfömum miss-
erum og það í flestum greinum þjóð-
lífsins.
En um leið finnst þarna kjörin
leið fyrir fjárplógsmenn og braskara
að komast hjá tekjuskatti, sem stór-
minnkað hefur tekjur sveitarfélag-
anna eins og þingmaður einn benti
svo rækilega á. Það er þó huggun
harmi gegn í skattpíningunni aö
grynnkað hefur verið á erlendum
skuldum þjóðarbúsins. En skylt er
að geta þess sem vel er gert.
um að orði. „Um að gera að stagla
Garri
Fyrirhuguð skattalækkun
Með Betelstaf í hendi
Samkvæmt fréttum eru ýmsir þessa dagana of-
sóttir sakir uppruna síns, útlits og skoðana.
Einkum er það fólk frá Austurlöndum sem
kannski trúir á Búdda, Allah eða Konfúsius sem
verður fyrir barðinu á þessum ofsóknum. Þetta
er auðvitað til háborinnar skammar og smánar-
blettur á íslenskri þjóð.
En það eru fleiri sem þurfa að búa við for-
dóma og fordæmingu vegna skoðana sinna og
uppruna, meðal annars sannkristnir Vestmanna-
eyingar. Því hefur Snorri Óskarsson, safnaðar-
formaður úr Betel, fengið að kynnast norður í
Eyjafirði að undanfómu þar sem hann þrammar
nú milli Pílatusar og Heródesar með Betelstaf í
hendi að leita sér að vinnu.
Vaxtarlag
Ef marka má DV (og það má oftast, enda skrif-
ar Garri f blaðið) þá taldi Snorri sig hafa vilyrði
fyrir kennarastarfi nyrðra en annað kom á dag-
inn. Talað er um undirskriftalista foreldra ey-
firskra skólabarna gegn Snorra, fordóma skóla-
stjórnenda í málinu og guð má vita hvað (og það
veit guð, enda sá sem allt veit).
Og hvaö hefur Snorri svo til saka unnið til að
fá þvílíkar trakteringar á hinu annars gestrisna
Norðurlandi? Jú, í fyrsta lagi er hann auðvitað
Vestmannaeyingur og ber það með sér en það
hefur nú ýmsum verið fyrirgefið til þessa. í ann-
an stað er hann einn af fáum sannkristnum
mönnum á íslandi en það hefur heldur ekki
alltaf verið lagt mönnum til lasts. Og í þriðja
lagi mun Snorri hafa látið þau orð falla um til-
tekinn skólastjóra nyrðra, sem ekki vildi ráða
hann til starfa, að viðkomandi væri „vonandi
karlmannlega vaxinn.“
Djöfullinn er danskur
Hvað síðasttalda sakarefnið varðar þá brestur
Garra skilning og skortir upplýsingar um vaxt-
arlag viðkomandi skólamanns til þess að geta
metið hve alvarleg téð ásökun er. En er ekki
alltaf hægt að biðjast afsökunar og draga til baka
móðgandi ummæli? Þarna ætti hnífurinn fjanda-
komiö ekki að standa verulega fast í kúnni. Því
verður hins vegar því miður ekki breytt ef maö-
ur er Vestmannaeyingur en það verða Snorri og
aðrir Eyjamenn bara að sætta sig við og lifa
með. En umburðarlyndir Norðlendingar hljóta
að geta horft fram hjá þessari staðreynd.
Hins vegar áttar Garri sig alls ekki á því að
trú eða trúgimi manna þurfi að koma í veg fyrir
að þeir geti kennt dönsku hvar á landi sem er,
nema helst í Danmörku sjálfri, því djöfullinn er
náttúrlega danskur. Góður dönskukennari í
Vestmannaeyjum er ekki síður á vetur setjandi í
þeim efnum á Akureyri.
Garri vill því hvetja Eyfirðinga til að endur-
skoða afstööu sína til Snorra og hafa í huga hans
fleygu orð úr mörgum predikunum: „Niður með
fordóma og dómhörku, upp með _
umburðarlyndi og víðsýni!" Gam
Við grilliö
Já, steikja betur og hart í gegni
Sjóða og steikja
í gegn!
Erla Magnúsdóttir skrifar:
Nú hefur Héraðsdómur Reykja-
víkur sýknað Reykjagarð fyrir að
selja campylobactersýkta kjúklinga
og hafnað í leiðinni skaðabótakröfu
fólks sem veiktist af því að borða
kjúkling frá þessu sómabúi. Þetta
þýðir auðvitað að héðan í frá munu
matvælaframleiðendur kæra sig
kollótta um framleiðslu sína og
verja sig með því að merkja vöru
sína: Sjóðið eöa steikið í gegn! Fín
lausn í matvælabransanum, ekki
rétt? Og nú er bara að halda áfram
að framleiða, því réttarstaða þeirra
framleiðenda er skýr; ef lýðurinn
ekki sýður eða steikir í gegn þá er
þeim sjálfum um að kenna maga-
kveisan, spítaladvölin eða heim-
sókn mannsins með ljáinn. En er
þetta ekki annars dæmigert fyrir ís-
lenskt dómskerfi? - Og nú í neyt-
endamálum.
Krárnar loki
kl. 2 og 4
Kristinn Sigurösson skrifar:
Full ástæða er til að taka orð lög-
reglumannsins sem var í Kastljósi
nýlega alvarlega um að harka og
mannvonska hafi aukist í kjölfar
þess að veitingastaðir eru opnir til
morguns. Hann var sá eini í Kast-
ljósþættinum sem virtist ábyrgur í
málflutningi. Aðrir bulluðu og
hlógu. Lögreglumaðurinn hló ekki,
enda reynslunni ríkari af ástandinu
í borginni í dag. Loka ætti hluta
kránna kl. 02 og öðrum kl. 04, í síð-
asta lagi. Verði opið lengur þá borgi
veitingahúsin þann mannafla lög-
reglunnar sem til þarf eftir þann
tíma, eða milli kl. 04 og til morguns.
Þú dásamlegi
hversdagur
Einar Ingvi Magnússon skrifar:
Spár eru nú
uppi um vaxandi
verðbólgu og
minnkandi kaup-
mátt. Enn eitt
tímabil sem gefur
bölsýnismannin-
um aukna ástæðu
til að kvarta og
vera leiður á líf-
inu, þegar sumar-
fríin ganga í garð.
Holl væri
manninum hug-
arfarsbreyting í
þessu sem öðru.
Ef við göngum til
starfa okkar sérhvern dag með
þjónustulund og gleði fer lífið að
taka á sig aðra mynd. Við upplif-
um allt annan veruleika, ekki
grámyglu hversdagsins, heldur
gleði hans. Sumarleyfin verða
ekki skemmtilegri eftir því sem
ellefu mánuðir ársins eru leiðin-
legri. Sumir ganga með það í
buxnaskálmunum að vera sífellt
óánægðir og sjá ekkert til að gleðj-
ast yfir. Með því að læra að njóta
hversdagsins getum viö notið þess
að vera til alla mánuði ársins og
lifað af vaxandi verðbólguspár.
n
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11, 105 ReyKjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.