Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Qupperneq 14
14
+
27
Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aöstoöarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, augiýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Grafið undan krónunni
Hægt en örugglega er unnið að því að grafa undan
íslensku krónunni. Svo virðist sem sérskipaðir post-
ular og jafnvel heilu samtök atvinnulífsins hafi það
að markmiði að eyðileggja sjálfstæðan gjaldmiðil lít-
illar þjóðar. Aðilar sem misst hafa trúna á krónuna
róa að því öllum árum að tekin verði upp önnur
mynt hér á landi. Evran, sameiginlegur gjaldmiðill
flestra ríkja Evrópusambandsins, er lausnarorðið í
misskilinni leit þeirra að stöðugleika. Upphrópanir
um veikleika krónunnar og nauðsyn þess að taka
upp annan gjaldmiðil eru vísasta leiðin til að grafa
undan trúverðugleika krónunnar. Trúverðugleiki
skiptir meira máli en flest annað þegar kemur að
efnahagslegum stöðugleika og sæmilega traustum
gjaldmiðli.
Þeir sem hæst tala nú um nauðsyn þess að taka
upp evruna eru ekki að gera annað en nýta sér stöðu
efnahagsmála til að sannfæra landsmenn um nauð-
syn þess að ganga í Evrópusambandið. Þeir treysta
sér hins vegar ekki til að tala hreint út, fara eins og
kettir í kringum heitan graut og vilja beina umræð-
unni í annan farveg. Veik staða krónunnar, sem er
að hluta vegna þess að Seðlabankinn brást og að
hluta vegna þess að sjálfstraust markaðsaðila hefur
brugðist, getur aldrei orðið röksemd fyrir því að ís-
land gangi í Evrópusambandið. Sá tími kann að
koma að skynsamlegt sé fyrir íslendinga að haga
peningamálum sínum með öðrum hætti en nú er, ef
til vill með því að tengja krónuna beint við einhvern
gjaldmiðil eða leggja hana hreinlega niður. En það er
ekkert sem segir að hagsmunum íslendinga verði þá
best þjónað með því að taka upp evruna. Miklu nær
væri fyrir litla þjóð, sem á allt sitt undir milliríkja-
viðskiptum til austurs og vesturs, að taka upp
Bandaríkjadollar, líkt og margar smáþjóðir hafa þeg-
ar gert. En tími þess að leggja krónuna niður er langt
frá því að vera runninn upp. Það bíða okkar fleiri og
mikilvægari verkefni. Til að vinna sig út úr þeim
tímabundna vanda sem nú blasir við þarf engar
töfralausnir. Hin gömlu sannindi um ráðdeild og hóf-
semd eiga hér við eins og alltaf. Mestu skiptir að
skera niður útgjöld ríkissjóðs og nýta tækifærið til
að selja ríkisfyrirtæki til að slá á neyslu. En sam-
hliða verður að gera róttækar breytingar á skatta-
kerfinu, með það að markmiði að laða hingað erlent
fjármagn. Með skattalegum aðgerðum er hægt að
örva sparnað almennings. Óvarleg ummæli og upp-
hrópanir þeirra sem veita samtökum atvinnurek-
enda forstöðu um íslensku krónuna eru ekki til ann-
ars fallin en gera það verkefni sem fram undan er
miklu erfiðara en ella. Hin eðlilega krafa atvinnurek-
enda er að stjórnvöld tryggi stöðugleika hér á landi
og þar með eðlilegt rekstrarumhverfi fyrirtækja.
Órói síðustu vikna á sér fyrst og fremst sálfræði-
legar skýringar og margt bendir til að menn séu aft-
ur að ná áttum og sjá björtu hliðarnar á efnahags-
málunum og tækifærin sem eru allt í kring. Já-
kvæðni af því tagi vinnur sem betur fer gegn upp-
hrópunum um ónýta krónu.
Óli Björn Kárason
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001
I>V
Ólætin í miðborginni
Ólæti i miöborg Reykja-
víkur. - Eitthvað hljómar
þetta nú kunnuglega, enda
oft heyrst áður og löngu fyr-
ir daga erótískra veitinga-
staða og frjáls afgreiðslu-
tíma veitingastaða. Fyrir
ijórum árum kom fram í
viðhorfakönnun, sem ég
gerði í samvinnu við Fé-
lagsvísindastofnun Háskóla
íslands, að yflr 80 prósent
íslendinga óttuðust að
Helgi
Gunrtlaugsson,
ganga einir um miðborg ^HáJkóiaÍsÍands V'° einstaklinga getur auðveld-
Reykjavíkur að næturlagi ................ lega alið af sér pirring og
þangáð streyma höfuðborg-
arbúar af yngri kynslóðinni
í örfáar klukkustundir á
nætumar um helgar og
fylla alla veitingastaði og
krár. Ekki þarf aö koma á
óvart að stundum sjóði upp
úr og stimpingar eigi sér
stað og að sumir komi jafn-
vel sárir af vettvangi eftir
hildarleik næturinnar.
Biðraðir, þrengsli og æði-
bunugangur misölvaðra
um helgar.
Á níunda áratug síðustu aldar var
talað um það í fúlustu alvöru í borg-
arstjóm Reykjavíkur að láta lög-
regluþjóna ganga um með hunda til
að stemma stigu við óspektum i mið-
borginni um helgar. Vandinn er því
ekki nýr en þaö veldur vissulega
vonbrigöum að heyra um að nýbúar
á íslandi veröi fyrir aðkasti inn-
fæddra.
Einkenni skemmtanalífsins
Opinbert skemmtanahald landans
fer að mestu leyti fram á tiltölulega
afmörkuðu svæði í miðbænum og
árásargirni þegar á að skemmta sér
hressilega eftir hina löngu vinnu-
viku. Og fjölmiðlar í leit að dramatík
og sterkum lýsingarorðum eru fljótir
að beina kastljósinu að miðborginni
þó líkamsmeiðingar og voðaverk af
því tagi séu langt frá því að vera
bundin við þann stað í samfélaginu.
í raun er það hin mesta furða hvað
skemmtanahaldið gengur þó yfirleitt
stóráfallalaust fyrir sig í miðborg-
inni og langflestir eru sjálfum sér og
höfuðborginni til mikils sóma. Lítill
minnihluti er þó stundum til vand-
ræða og vafamál hvort almennar að-
gerðir eins og takmörkun á af-
greiðslutíma veitinga-
staða til fyrra horfs breyti
miklu til að halda aftur af
þessum hópi. Líklegt má
telja að skemmtanahaldið
færi sig út á göturnar í
ríkari mæli eða inn í
heimahúsin sem ekki er
nauðsynlega betri kostur.
- Og ekki var ástandið
betra þegar vínveitinga-
hús lokuðu dyrum sínum
fyrir nýjum gestum eftir
háiftólf að kvöldi sem síð-
an var blessunarlega
rýmkað fyrir um 20 árum.
Kostir í stefnumótun
En hvað ber að gera? -
Fyrst verður að skilgreina
vandann og síðan meta vænleg úr-
ræði til lausnar. Er einhver nýr
vandi á ferðinni? Felst vandinn í
frjálsum afgreiðslutíma veitinga-
staða? Fjölda erótískra staða? Er
lausnin fólgin í fjölgun lögregluþjóna
á vettvangi? Ekki er ólíklegt að ein-
hverjir þessara síðarnefndu þátta
spili hlutverk í þeim darraðardansi
sem stundum er stiginn í miðbænum
um helgar og vissulega ber okkur sí-
Vínmenning landans, eða öllu heldur skortur
á henni, hefur einnig lengi verið þrándur
í götu eðlilegra samskipta. “
— Örtröð við ÁTVR eftir sopanum
fellt að vaka yfir fyrirkomulagi á
skemmtanahaldi í borginni.
Líklegast þykir mér þó að hér sé
aðeins tæpt á yfirborðinu en undir
niðri kraumi aðrir þættir sem tengj-
ast m.a. samfélagslegri spennu og
vaxandi neysluhyggju. Vínmenning
landans, eða öllu heldur skortur á
henni, hefur einnig lengi verið
þrándur í götu eðlilegra samskipta.
Þótt ólögleg fikniefni valdi vaxandi
Saklaus þar til annað sannast
Fjölmiðlar hafa birt niðurstöður
alþjóðlegrar rannsóknarnefndar þar
sem nafn Eðvalds Hinrikssonar var
bendlað við glæpi gegn mannkyn-
inu í seinni heimsstyrjöldinni. Sjón-
varpsstöðin Stöð 2 sviðsetti viðtal
við tvo háskólaprófessora í þættin-
um ísland í dag þar sem rætt var
um lagalega hlið þessa máls og svo
hvaða afstöðu íslensk stjórnvöld
ættu að taka varðandi þessa niður-
stöðu.
Viðmælendur voru frekar varkár-
ir í svörum, enda ekki furða, þar eð
þeir stíga á mjög hálan ís ef þeir
„Gyðingar gerðu hrapalleg mistök í seinni
heimsstyrjöldinni gagnvart Þjóðverjum.
Þeir börðust ekki með vopnum gegn þessu
ofbeldi og afleiðingar þessara mistaka má
greinilega sjá í viðleitni gyðinga gegn
Pálestínumönnum..."
mæla með frekari rannsókn ís-
lenskra stjómvalda á því þegar um-
ræddar ásakanir í garð Eðwalds
Hinrikssonar komu fyrst fram í
dagsljósið. íslensk stjómvöld tóku
algerlega rétt á þessu máli þegar
fyrstu „ásakanir" fóru að berast frá
gyðingasamtökunum í Sviss. ís-
lensk stjórnvöld sögðu einfaldlega:
„Sýnið okkur sönnunargögnin og
við munum rannsaka þetta frekar „.
Tvíverkandi niöurstöður
Aðeins nokkur orð um heimssög-
una og helförina í Þýskalandi. -
Eins og lögfróðir
menn vita þá voru
réttarhöldin í Núm-
berg fyrsti atburður
menningarsögunnar
þar sem hinir sigr-
uðu voru dregnir fyr-
ir „rétt“ og sakaðir
um stríðsglæpi gegn
mannkyninu. At-
burðirnir sem áttu
sér stað í Auschwich,
Buchenwald og ann-
ars staðar í þýska
ríkinu voru sannar-
lega eitthvað það
hryllilegasta sem
mannkynið hefur
kynnst. Þetta var ein
martröðin eftir aðra.
Ég er sjálfur kom-
inn af dönskum gyð-
ingum, í föðurætt, og
hef ég þannig mjög
sterkar tilfinningar
til gyðinga. í Banda-
rikjunum kynntist ég
merkum lögfræðingi,
Robert Bernstein,
sem í dag er hæsta-
Baldvin Berndsen
framkvæmdastjóri
réttardómari í New
York-fylki. Robert Bern-
stein, gyðingurinn upp-
málaður, sagði mér eitt
sinn að réttarhöldin
yfir nasistum í lok
seinni heimsstyrjaldar-
innar hafi verið ólögleg,
á hvaða mælikvarða
sem hugsast getur. Ro-
bert sagði mér að þessi
réttarhöld hafi verið
ákvörðuð eftir mikinn
þrýsting frá fjársterkum
bandarískum gyðingum
vegna forsetakosninga í Bandaríkj-
unum í lok stríðsins.
Þessi ákvöröun hafði tvíverkandi
niðurstöður. Annars vegar að friða
þessa fjársterku bandarísku gyð-
inga og hins vegar að beygja þýska
almúgann til hlýðni í kjölfar striðs-
ins. Þessir þættir leiddu til þess að
samtök gyðinga í Sviss fengu byr
undir báða vængi og hófu leit að öli-
um yfirmönnum þýska hersins og
SS-sveitanna sem höföu beina yfir-
stjóm fangabúða gyðinga. Eins og
allir vita var besta uppskera þeirra
handtaka Adolfs Eichmann.
En hvað með Eðvald?
í okkar nútima og alþjóðlega
samfélagi ætti ekki að vera mögu-
legt að sakfella, dæma og úrskurða
menn seka og skrá þá sem stríðs-
giæpamenn, nema að yfirvöld, ann-
aðhvort eistnesk, þýsk eða íslensk,
sanni með vitnisburði að sakborn-
ingur sé sekur. Þetta er grundvall-
aratriði í löggjöf hverrar siðmennt-
aðrar þjóðar.
Gyðingar gerðu hrapalleg mistök
í seinni heimsstyrjöldinni gagnvart
Þjóðverjum. Þeir börðust ekki með
vopnum gegn þessu ofbeldi og
afleiðingar þessara mistaka
má greinilega sjá í viðleitni
gyðinga gegn Palestínumönn-
um og öðrum Arabaþjóðum í
Mið-Austurlöndum, þar sem
gyðingar berjast nú í dag með
vopnum gegn hverjum sem
treður þeim um tær. Þetta er
auðvitað eina leiðin fyrir gyð-
inga. En gyðingar eru allt of
grimmir í sókn sinni gegn
andstöðunni og ofsókn á alla
_____ þá sem tengst hafa nasistum
og Þjóðverjum.
Þetta endurspeglast í niðurstöð-
um alþjóðlegu nefndarinnar sem
dæmdi Eðvald Hinriksson sekan án
réttarhalda, án vitnisburðar, án
verjanda, án nokkurra sannana í
rétti, og að manninum látnum.
Þetta er mikil smán fyrir gyðinga
og eistneskt réttarfar.
Að lokum vil ég geta þess að ég sá
Eðvald Hinriksson fyrst á gamla
íþróttavellinum í vesturbænum
1956. Jafnvel í þá daga var talað um
að hann væri „þýskur nasisti" sem
hefði flúið til íslands.
Hann var frábær í öliu sem hann
tók að sér. í samtölum við hann
sagði hann að það væru menn sem
hann þekkti tii sem vildu sakfella
hann fyrir hluti sem hann kom
ekki nærri. Þetta þekkist vel í
heimi glæpastarfsemi þar sem
sökudólgar kasta skuldinni til ann-
arra og fá sjálfir að sleppa.
Ég er sannfærður um að Eðvald
Hinriksson er saklaus og ég vona
að börn hans verði ekki niðurlægð
vegna fööur síns. - Ein samhljóma
rödd, gegn ofsóknarbrjálæði ísraels-
manna, er allt sem þarf.
Baldvin Berndsen
usla í vímuefnaflór-
unni er það þó enn
áfengið sem leikur hér
stærsta hlutverkið.
Spurning er hvort
ekki beri að efla um-
ræðu og fræðslu um
hvemig við eigum að
umgangast áfengi í
stað þess að einblína á
að koma i veg fyrir að
við tökum fyrsta
sopann.
Víman skipar
ákveðinn sess í öllum
samfélögum, brýtur
upp hversdagslegan
veruleika og er oft
ánægjuleg upplyfting.
Þess vegna er afar
brýnt að við lærum að umgangast
vímuna á sómasamlegan hátt og lær-
um að lifa með henni. Áferð skemmt-
anahalds í miðbænum myndi örugg-
lega breytast með bættri vínmenn-
ingu þó að vandinn hverfi ekki með
öllu. Hins vegar verðum við öll að
taka ábyrgð á þessum vanda og ekki
síst ber okkur að taka nýbúum fagn-
andi.
Helgi Gunnlaugsson
Ummæii
Engir hermenn
„Það rétta er að hér voru engir her-
menn á þjóðhátíðardaginn eins og
kom fram í fjölmiðlum. Það var kom-
ið með bíla sem tilheyra æfingunni
Norðurvíkingur og þeim lagt við
íþróttavöllinn en bækistöðvar her-
mannanna eru í grunnskólanum með-
an á æfingunni stendur. Það er orð-
um aukið að megn óánægja hafi verið
í bænum. Það hefur aðeins einn aðili
haft samband við mig út af þessu
máli og er það Ingibjörg Sigmunds-
dóttir sem sá sig knúna til þess að
lýsa þessu „ástandi" fyrir alþjóð.
Vinnubrögð RÚV eru ekki síður ein-
kennileg þar sem Ingibjörg er beðin
að lýsa því sem ég sagði við hana.“
Aldís Hafsteinsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar Hveragerðisbæjar,
í SUNNLENSKA.
Hópslagsmál
„Um helgina kom isaSfeisf:
til átaka og
fjöldaslagsmála þar
sem áttust við hópar
Islendinga og nokkrir
nýbúar, sem sumir
vilja kalia landnema á
íslandi. Þá var ráðist
á ferðamann vegna gruns um að
hann tilheyrði innflytjendahópi. Sagt
er að töluvert hafi borið á pústrum
milli unglinga í Skautahöllinni í
Reykjavík í vetur þar sem kynþátta-
undirtónar hafi búið að baki. Nauð-
synlegt er að greina vel hvað hér er á
ferðinni. Er þetta einhver tilviljana-
kennd bóla sem hjaðnar ef hún er lát-
in afskiptalaus að mestu eða er
ástæða til þess að lögregla og félags-
málayfirvöld snúist til varnar og fyr-
irbyggjandi aðgerða?"
Ágúst Einarsson varaþingmaöur á
heimasíöu sinni.
Spurt og svarað
Hefur íslenska þjóðkirkjan orðið nútímavœnni í síðari tíð og nálgast k
Pétur Sigurðsson,
forseti Alþýdusambands Vestfjaröa:
Sr. Gunnlaugur Stefánsson,
prestur í Heydölum í Breiddal:
Fjarlœgst
þegnana
„Kirkjan hefur verið að fjar-
lægjast þegna landsins að und-
anfömu. Mér finnst tiltektir
hennar upp á síðkastið við að nálgast þjóðina
vera mjög tilgerðarlegar og skila ekki þeim til-
gangi að fólk komi í kirkju meira en verið hef-
ur til aö hlusta á orðið.
En margir prestar landsins eru úti meðal
fólksins eins og Kristur forðum en mér finnst yf-
irbyggingin og prjálið vera eitthvað svo fjar-
lægt.
En sennilega er þetta ekki viljandi en þá
þurfa æðstu menn kirkjunnar að líta í eigin
barm.“
j| Ekki kirkjan held
■ ur einstaklingar
„Kirkjan hefur alltaf verið í ná-
lægð viö þegna landsins og fáar eða
engin stofnun starfað í eins mikilli
nálægð við fólkið í landinu. En hvort að kirkjan hafi
svaraö kalli nútímans um að breyta starfsháttum sín-
um til þess að bregðast við ýmsum breyttum aöstæðum
er aftur á móti stór spurning. Kirkjan er alltaf að leit-
ast við að gera átak í þessum málum en hvort hún ger-
ir það rétt og leggur nógu mikla áherslu á það getur
orkaö tvímælis. En kirkjunni er mikil nauðsyn á því að
fylgjast með og taka þátt í mótun allrar þjóðfélagsþró-
unar. Kirkjan hefur ekki mætt andstreymi á undan-
fórnum áratugum, heldur fáeinir einstaklingar innan
hennar sem hafa lent í persónulegum vandræöum."
Þórhildur Þorleifsdóttir
leikstjóri:
Biskupinn hreytt
ásýndinni
„Mér finnst hún hafa vOja til
þess að nálgast fólkið í landinu og
verða nútímavænni. Hún er a.m.k.
sýnilegri í dag en hún var fyrr á árum og núverandi
biskup, Karl Sigurbjömsson, hefur bæöi til þess vilja
og getu. Sr. Karl hefur mikla hæfileika til þess að tala
við fólk og til fólks svo ásýnd kirkjunnar hefur breyst
til batnaðar við hans komu. En stundum hefur sú
gagnrýni sem kirkjan hefur mætt verið réttmæt en
það er þetta með mannanna verk, þau eru ekki full-
komin. Guð gerði heldur ekki ráð fyrir því. Eins og
allar aðrar stofnanir þarf kirkjan að hlusta á gagn-
rýni, hvort sem hún er réttmæt eöa ekki. Kirkja sem
ekki hlustar á fólk sitt er illa stödd.“
Garðar Cortes,
skólastjóri Söngskólans:
Er alltaf til staðar
„Ég hef alls ekki orðið var
við það. Ef það kæmi sér vel
fyrir bæði kirkju og kristna trú
að verða nútímavænni en hún
er mætti hún það gjarnan.
En það er rikjandi mikil afturhaldssemi í öll-
um trúmálum og kirkjumálum, sem er ekki
endilega af hinu góða.
Ég hef hins vegar ekki þá reynslu að kirkjan
sé fjarlæg fólki.
Ef við viljum leita til hennar er hún alltaf til
staðar en ég sé ekki að prestarnir gangi um eins
og trúboðar, enda kannski ekki til þess ætlast af
þeim. Það gæti valdið misskilningi ef þeir gerðu
það.“
Prestastefna 2001 fór fram í Dómklrkjunni og Grensáskirkju í vikunni.
4-
Skoðun
Byggðanefnd finn-
ur upp hjólið
Það er löng leiðslan í flestum þeim
sem líta á það sem hlutverk sitt í líf-
inu að hafa þungar áhyggjur af bú-
seturöskun. Það fólk er yfirleitt fast
í þeirri hugmynd að byggðamynstur
fyrri hluta síðustu aldar sé hið eina
sem hæfi landi og þjóð og allar breyt-
ingar frá því eru af hinu vonda og
stefna íslensku þjóðlífi í hreinan
voða. Þetta eru almælt tíðindi og
nánast trúarbrögð í sveitarstjómum,
svo ekki sé talað um Alþingi sem
lengi hefur hoft ruglað um öxl og
lagt ofurkapp á að herða átthaga-
fiötra og endurheimta bændasamfé-
lagið og sjávarpláss þeirra Péturs
þríhross og Bogesens athafnaskálds.
Nokkra þungavigtarmenn sveitar-
stjórna var farið að gruna að svona
hugsjónir ganga ekki upp og settu
sjálfa sig í nefnd til að gera tillögur
um hvernig halda má lífi í byggðar-
lögum fiarri fiörinu og stjórnsýsl-
unni í höfuðborginni. Nú eru þeir
búnir að skila áliti og komast að því
að fáir en öflugir byggðakjamar eru
vænlegasta leiðin til að hlúa að
framforum og búsetu og jafnvel
fólksfiölgun í stórskrítnu kjördæm-
unum sem taka við af hörmulega
ólýðræðislegri kjördæmaskipan.
Tillögur sveitarstjórnarmannanna
eru nánast hinar sömu og nær 40 ára
gamlar hugmyndir sem á sínum
tíma voru birtar á skýran og að-
gengilegan hátt. Þeir pólitíkusar sem
á annað borð nenntu að kynna sér
nýjar hugmyndir um æskilega
byggðaþróun fussuðu og sveiuðu og
héldu áfam einstrengislegu kjör-
dæmapoti með alkunnum árangri.
Jafnvægisdraumar
Það var snemma á sjöunda áratug
aldarinnar sem leið að þeir
Valdimar Kristinsson, hag-
og landfræðingur, og Jó-
hannes Nordal, sem veit
sínu viti, birtu hugmyndir
sinar um æskilega byggða-
þróun. Þær byggðust á að
hlúa að lífvænlegri kjarna-
byggð í hverjum landsfiórð-
ungi sem styrkt væri af
baklandi landbúnaðarhér-
aðs og einhvers þéttbýlis ef
svo vildi verkast. Eyjafiarð-
arsvæðið var þá sem nú
vænlegasti kosturinn sem
mótvægi höfuðborgar og nágrennis
en ísafiörður og Egilsstaðir áttu að
tryggja farsæla búsetu í sínum fiórð-
ungum.
Um Suðurlandið þarf enginn að
hugsa. íbúarnir þar sjá um sig sjálf-
ir og mannlífið blómstar sem aldrei
fyrr. Þeir heimta ekki einu sinni
miðbæjarflugvöll handa sér og samt
eykst íbúafiöldinn jafnt og þétt.
Þegar komið er fram á 21. öld setj-
ast sveitahöfðingjar niður og remb-
ast við að finna lausnir á byggða-
vandanum, sem svo er kaliaður. Nið-
urstaðan er hin sama og ára-
tugagamlar tiliögur kveða á um og
enginn kjörinn fulltrúi í sveitar-
stjórn eða á löggjafarsamkundunni
vildi vita af. Sumarhús Bjarts á
óbyggilegri heiði og útvegsómyndin
á Fæti undir Fótarfæti voru þeirra
stóru dráumar um jafnvægi í byggð
landins.
Höfuðþrengsli
Betra er seint en aldrei að tekið sé
á byggðamálum og búseturöskun af
einhverju viti og forsjá og telja verð-
ur að niðurstaða byggðanefndarinn-
ar sé sæmilega grunduð. Að
minnsta kosti ef miðað er
við allt það rugl og fortíðar-
hyggju sem einkennt hefur
umræðuna um búsetu fólks-
ins á landinu.
Vera má að það sé líka
fortíðarhyggja að vitna til
áratugagamallar álitsgerðar
um hvernig hægt er að
skipuleggja æskilega
byggðaþróun. En þegar
áhrifamiklir sveitarstjórn-
armenn finna upp hjólið á
ný af eigin hyggjuviti eru
það nýjar fréttir og er ástæða tii
bjartsýni og von um að þrátt fyrir
allt eigi búseta í öllum landsfiórð-
ungum einhverja framtíð.
En hugmyndir um lífvænlega
byggðakjarna eiga sér hatramma
andstæðinga sem líta á litlu þorpin
sin og útkjálkabyggðir sem miðju al-
heimsins sem býður upp á lífsstíl
sem alls ekki má missa sin. Þeir
heimta göt í fiöll fyrir umferð sem
varla er til, verst nýttu hafnarmann-
virki í veröldinni, miðbæjarflugvöll
handa drykkjuóðum unglingum sem
leita ýmist frá eða til höfuðborgar-
innar í leit að sínu donti. Háskólar
og hátækni skulu vera til í hverri
krummavík og svona má lengi telja.
Það eru einkum svona höfuðþrengsli
sem standa lífvænlegri byggð fyrir
vestan, norðan og austan fyrir þrif-
um.
En þegar byggðanefndin mikla
hefur loks séð ljósið er einhver von
til að úr rætist. En varla fyrr en
kemur fram á öldina, því draugar
íhaldssemi og fortíðarhyggju munu
tröllríða íslensku þjóðfélagi um ótrú-
lega langa framtíð.
Seint og um síðir eru sveitarstjórnarmenn famir að átta sig á að skipulagðir
byggðakjamar með lífvcenlegu baklandi er það byggðamynstur sem haldið getur lífi
í landsbyggðinni. - Frá Akureyri.
4 ^
*
K
*