Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Qupperneq 22
34
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001
íslendingaþættir______________________________________________________________________________________________________X>V
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
85 ára________________________
Margrét Larsen,
Hrísholti 22, Selfossi.
80 ára________________________
Guömundur Guöjónsson,
Brekkukoti, Reykholti.
Sigurbjörg Einarsdóttir,
Selnesi 36, Breiðdalsvík.
75 ára________________________
Auöur Bjarnadóttir,
Hafnarbraut 48, Neskaupstaö.
Guömundur Þorsteinsson,
Sjónarhóli, Grindavík.
Pálína Magnúsdóttir,
Asparfelli 12, Reykjavík.
70 ára________________________
Haraldur Sigfús Magnússon,
Hverfisgötu 23c, Hafnarfirði.
Margrét Björnsdóttir,
Víöigrund 6, Sauðárkróki.
Þorsteinn Jónsson,
Neströö 1, Seltjarnarnesi.
60 ára________________________
Böövar Árnason,
Hraunholti 3, Akureyri.
Hreinn Tómasson,
Eikarlundi 13, Akureyri.
Sigurjón Kristjánsson,
Geitlandi 6, Reykjavík.
Valgeröur Ebenesersdóttir,
Byggðarholti 41, Mosfellsbæ.
50 ára________________________
Birna Ólafsdóttir,
Suðurhvammi 9, Hafnarfirði.
Gunnar Gunnarsson,
Grettisgötu 11, Reykjavík.
Helga Kristín Ásgeirsdóttir,
Rauðalæk 41, Reykjavík.
Helgi Már Eggertsson,
Vallarbaröi 3, Hafnarfirði.
Jónas Sigurðsson,
Beykihlíð 5, Reykjavík.
Kristín Árnadóttir,
Selvogsbraut 11, Þorlákshöfn.
María Guömundsdóttir,
Drekagili 8, Akureyri.
Sigfríður Steingrímsdóttir,
Lautasmára 26, Kópavogi.
Þorsteinn Guömundsson,
Kjartansgötu 8, Reykjavík.
40 ára_______T________________
Helgi Ólafur Ólafsson,
Hrismóum 7, Garðabæ.
Ingibjörg Hulda Björnsdóttir,
Jörundarholti 9, Akranesi.
Kristófer Máni Bogason,
Hólabraut 27, Skagaströnd.
Magnús Bjarni Helgason,
Hafnargötu 6, Seyöisfiröi.
Unnur Einarsdóttir,
Neðstaleiti 8, Reykjavík.
Persónuleg,
aihliöa útfararþjónusta.
Swerrir Einarsson Bryndis
útfararstiórí Valbjamardóttir
útfararstjórí
Útfararstofa íslands
Suöurhlíö35- Sími 581 3300
allan sölarhringlnn. wWW.Utforin.is
Hrafnkell Gunnarsson,
Hverafold 146, Reykjavík, lést 21.6.
Guölaugur V. Helgason,
dvalarheimilinu Höföa, Akranesi,
andaðist 8.6. Útförin hefur fariö fram.
Magnús Þorsteinsson,
Hamrahlið 13, Reykjavík, lést 22,6.
Valgeröur Hrólfsdóttir,
Dvergagili 1, Akureyri, lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri, 21.6.
Andrés Helgi Magnússon,
Markarflöt 37, Garöabæ, lést á
Landspítala, Fossvogi, 20.6.
Ásgeir Þorbjörnsson
lést á Landspitala, Vífilsstöðum, 8.6.
Útförin hefur farið fram.
Vera E. Maack,
Sogavegi 103, Reykjavík, lést 21.6.
Matthildur Lyngdal Karlsdóttir,
Njálsgötu 20, Reykjavík, lést 22.6.
Hafdís Hlíf Björnsdöttir,
Dofrabergi 11, Hafnarfirði, lést 21.6.
Fólk í fréttum
Ólína Þorvarðardóttir
skólameistari
Ólína Þorvaröardóttir þjóöfræöingur
Ólína er á förum til Vestfjaröa þar sem hún verður skólameistari
Menntaskólans á ísafiröi.
Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræð-
ingur hefur verið skipuð
skólameistari Menntaskólans á
ísafirði.
Starfsferill
Ólína fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp fram til fjórtán ára aldurs
en átti síðan heima á ísafirði til
1979. Hún var búsett á Húsavík
1979-80 en hefur verið búsett í
Reykjavík frá 1980 að því undan-
skildu að hún bjó í Danmörku
1996-97.
Ólína lauk stúdentsprófi frá MÍ
1979, BA-prófi í íslenskum bók-
menntum og heimspeki 1985, cand.
mag.-prófi í íslenskum bókmennt-
um og þjóðfræðum 1992 og stundar
nú doktorsnám í þjóðfræði við
heimspekideild HÍ. Ólína var kenn-
ari við Gagnfræðaskólann á Húsa-
vík 1979-80, blaðamaður frá 1984,
fréttamaður við ríkissjónvarpið
1986-90, er dagskrárgerðarmaður og
pistlahöfundur við RÚV frá 1990,
hefur stundað bókmenntagagnrýni
og önnur ritstörf um árabil og
stundakennari í þjóðfræðum við HÍ
frá 1991. Ólína sat í Stúdentaráði HÍ
og í háskólaráði 1982-84, var borgar-
fulltrúi i Reykjavík 1990-94, sat í
borgarráði 1992-94, sat i stjórn Dag-
vistar bama 1990-94, í stjóm SVR
1994-97, í stjórn Neytendasamtak-
anna 1994-96, hefur gegnt fjölda
annarra trúnaðarstarfa fyrir félaga-
samtök og hópa og er nú varafor-
maður Kvæðamannafélagsins Ið-
unnar.
Fjölskylda
Eiginmaður Ólinu er Sigurður
Pétursson, f. 13.6.1958, sagnfræðing-
ur og kennari við VÍ og fyrrv. for-
maður SUJ. Þau hófu sambúð 1979
en giftu sig 28.3. 1983.
Sigurður er sonur Péturs Sigurðs-
sonar, f. 18.12. 1931, formanns Al-
þýðusambands Vestfiarða, og k.h.,
Hjördísar Hjartardóttur, f. 12.5.
1939, deildarstjóra.
Sonur Ólínu frá því áður er Þor-
varður Kjerúlf Benediktsson, f.
15.11. 1975. Börn Ólínu og Sigurðar
eru Saga, f. 30.6. 1982; Pétur, f. 24.10.
1983; Magdalena, f. 26.4. 1985; Andr-
és Hjörvar, f. 25.1 1994.
Alsystir Ólínu er Halldóra Jó-
hanna, f. 23.11. 1959, prófastur í
Rangárþingi. Háifsystir Ólínu, sam-
mæðra, er Dýrfinna Jónsdóttir, f.
9.2. 1947, húsmóðir á Selfossi. Hálf-
systkini Ólínu, samfeðra, eru Einar,
f. 16.3. 1944, umdæmisverkfræðing-
ur Vegagerðar rikisins á Austur-
landi, búsettur á Reyðarfirði; Sigríð-
ur, f. 3.8.1948, kaupmaður i Reykja-
vík; Guðbjörg, f. 30.3. 1951, dýra-
læknir á Hvolsvelli; Þorsteinn, f.
10.8. 1955, heilbrigðisfulltrúi í
Reykjavík; Dagbjört Þyri, f. 19.3.
1958, hjúkrunarfræðingur og bæjar-
fulltrúi á Húsavík.
Foreldrar Ólínu: Þorvarður Kjer-
úlf Þorsteinsson, f. 24.11. 1917, d.
31.8. 1983, sýslumaður i ísafiarðar-
sýslu, og Magdalena Thoroddsen, f.
7.2. 1926, húsmóðir og blaðamaður.
Ætt
Þorvarður var bróðir Þorgeirs,
lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli,
foður Herdísar ritstjóra og bróðir
Margrétar, móður Eiriks Jónssonar
blaðamanns. Þorvarður var sonur
Þorsteins, kaupfélagsstjóra á Reyð-
arfirði, Jónssonar, kaupfélagsstjóra
á Egilsstöðum, Bergssonar. Móðir
Þorsteins var Margrét Pétursdóttir,
b. í Vestdal, Sveinssonar. Móðir
Þorvarðar var Sigríður Kjerúlf Þor-
varðardóttir, læknis og alþm. á
Ormarsstöðum, Andréssonar Kjer-
úlf, bókbindara á Melum. Móðir Sig-
ríðar var Guðríður, dóttir Ólafs
Hjaltested og Þorgerðar Magnús-
dóttur. Meðal systkina Magdalenu
má nefna Einar lögmann og Þor-
vald, hreppstjóra á Patreksfirði.
Magdalena er dóttir Ólafs Thorodd-
sen, útvegsb. og kennara í Vatnsdal,
Einarssonar, b. i Vatnsdal, Jónsson-
ar, b. á Vatneyri, Þóroddssonar,
bróður Þórðar beykis, föður Jóns
Thoroddsens sýslumanns, föður
Skúla alþm., Þorvalds náttúrufræð-
ings, Sigurðar verkfræðings og
Þórðar læknis. Móðir Ólafs var Sig-
ríður Ólafsdóttir, b. í Sviðnum,
Teitssonar, og Bjargar Einarsdótt-
ur, eyjajarls og alþm. í Svefneyjum,
Eyjólfssonar.
Móðir Magdalenu var Ólína
Andrésdóttir, b. á Vaðli, Björnsson-
ar, og Jónu Einarsdóttur.
Merkir Islendingar
María Markan Östlund fæddist 25.6.
1905 i Ólafsvík á Snæfellsnesi. For-
eldrar hennar voru Einar Mark-
ússon, síðar aðalbókari ríkisins, og kona
hans, Kristín Árnadóttir.
María stundaði nám í Kvennaskóla
Reykjavíkur í tvö ár. Hún æfði píanó-
leik frá 8 ára aldri. Árið 1927 hóf Mar-
ia söngnám í Berlín; lærði bæði fyrir
konsert og óperu. Hún lauk óperuprófi
við Buhnen Nachweis í Berlín 1935.
María starfaði sem konsert- og óperu-
söngkona í Kaupmannahöfn, Ósló,
Stokkhólmi, Hamborg, Berlín og Reykja-
vik á árunum 1935-1939.
Hún starfaði í London, Glyndebourne
Kaupmannahöfn og Ástralíu 1939-1940,
María Markan
Vancouver og Winnipeg 1940-1941. María
starfaði við Metropolitan-óperuna í New
York 1941-1942 en vegna heimilisanna
framlengdi hún ekki samning sinn þar.
Hún hélt áfram söngnámi undir leið-
sögn tónskáldsins Pietros Cimara en
fluttist heim og settist að í Keflavík.
Frá árinu 1962 bjó María i Reykjavík
þar sem hún rak raddþjálfunar- og óp-
erusöngskóla. Árið 1949 hélt hún tón-
leika við mikla aðsókn og söng í ís-
lenska útvarpið. Útvarpsráð lét og gera
hljómplötur með henni með tíu íslensk-
um sönglögum til sölu erlendis.
María var gift Georg Östlund, f. 25.1.
1901, d. 30.12. 1961, syni Davíðs trúboða og
prentsmiðjustjóra. Maria lést í maí 1995.
Jarðarfarir
Kristmundur Breiöfjörö Bjarnason,
Dalbraut 59, Akranesi, verður
jarðsunginn frá Akraneskirkju 25.6. kl.
14.00.
Guðrún Magnúsdóttir,
Hrafnistu, verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni, 25.6. kl. 13.30.
Pálmi Steingrímsson,
Hávegi 15, Kópavogi, verður jarðsunginn
frá Kópavogskirkju, 25.6. kl. 13.30.
"---A
Allt milli himins ogjarðar...
J,
rr
DV
Smaauglysingar
550 5000
Skoðaðu smáuglýsingarnar á VÍSÍf.ÍS
0jrftL
'<*7