Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2001, Side 28
Helgason hf.
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 2001
' ->
Breiðdalsvík:
Alvarlegt slys
Harður árekstur varð við Breið-
dalsvík um fimmleytið í gær.
Tvær stúlkur slösuðust alvarlega
við áreksturinn. Að sögn lögregl-
unnar á Fáskrúðsfirði ók jeppi af
afleggjaranum til Breiðdalsvíkur
inn í hliðina á fólksbíl sem var ek-
ið um þjóðveginn. Einn var í jepp-
anum en fjórir í minni bílnum og
voru stúlkurnar tvær í honum.
Þær voru fluttar á Egilsstaði með
sjúkrabifreið og þaðan með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á bráðamót-
töku Landspítalans í Fossvogi.
Ökumaður jeppans slapp
ómeiddur en hinir farþegarnir
tveir úr fólksbílnum hlutu minni
háttar áverka og voru fluttir til að-
hlynningar á heilsugæslustöð.
Lögregla rannsakar tildrög slyss-
ins.
MA
Slysið í Álverinu:
Maðurinn enn
í lífshættu
Maðurinn sem brenndist meira
í slysinu í Álverinu á föstudag var
I aðgerð í allan gærdag og var
áætlað að henni lyki um miðnætt-
ið. Á laugardag kom bandarískur
sérfræðingur hingað til lands með
gervihúð. í fréttatilkynningu frá
Jens Kjartanssyni lýtalækni kem-
ur fram að ástand mannsins sé
enn mjög alvarlegt og hann enn í
lífshættu. Manninum, sem brennd-
ist minna, heilsast eðlilega eftir
aðgerð á föstudag, en ástand hans
er eftir atvikum.
-Kip
Feðgar slösuðust
í bifhjólaslysi
Feðgar slösuðust i bifhjólaslysi við
Borgarnes skömmu fyrir hádegi í
gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti
þá á bráðamóttöku Landspítalans 1
Fossvogi. Faðirinn reyndist alvarlega
slasaður, með innvortis meiðsli. Son-
urinn, sem er níu ára, fótbrotnaði og
hlaut minni háttar áverka.
-MA
Konubjargað
úr Ölfusá
Konu var bjargað úr Ölfusá rétt
eftir hádegi í gær. Að sögn lögregl-
unnar á Selfossi er ekki vitað hvað
konunni gekk til með svamlinu en
vitni sá hana í ánni. Bátadeild
björgunarsveitarinnar á Selfossi
var kvödd á vettvang og fór hún á
bát út í ána og náði konunni um
borð í hann. Hún var flutt á Heil-
brigðisstofnun Suðurlands til að-
hlynningar.
DV-MYND ÞOK
Forsætisráðherra írlands á íslandi
Bertie Ahern, forsætisráöherra írlands, kom i opinbera heimsókn til landsins í gærkvöld. Meö honum á myndinni er eiginkona hans, Celia Larkin, og Guðni
Bragason prótókollsstjóri. í dag situr Ahern morgunveröarfund hjá Verslunarráöi. Því næst hittir hann Davið Oddsson forsætisráöherra í Ráöherrabústaönum
viö Tjarnargötu og heimsækir forsetann aö Bessastööum. Síöan veröur haldið i skoöunarferö til Þingvalla, aö Gullfossi, Geysi og Bláa lóninu.
Vandamálin sífellt alvarlegri, segir Ólafur F. Magnússon, læknir og borgarfulltrúi:
Vitneskja um vændi
- á nektardansstöðum - víma meðverkandi þáttur
„í gegnum starf mitt hef ég upplýs-
ingar um að á einhverjum hinna svo-
nefndu nektardansstaða í borginni sé
stundað vændi. Til mín á læknastof-
una hafa verið að leita skjólstæðingar
sem þarna hafa lent í ýmiss konar
hremmingum og þá er vímuefnanotk-
un mjög meðverkandi þáttur,“ segir
Ólafur F. Magnússon, heimilislæknir
og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík. Hann staðfestir með þess-
um orðum þann orðróm, sem hefur
verið í gangi að undanfórnu, að vændi
sé stundað á nektarstöðunum í borg-
inni. Telur Ólafur mikilvægt að grip-
ið verði til aðgerða vegna þessa hið
fyrsta.
Vandamálin alvarlegri
Mikilvægt er að starfsemi þessi
verði tekin réttum tökum og skikki
komið á hana, segir Ólafur. Það sé
ekki tækt að félagsmálaráðuneytið af-
greiði mál stúlkna sem koma til starfa
á dansstöðunum með þeim hætti að
þær séu listamenn. Hér verði að kalla
hlutina sinum
réttu nöfnum og
starfa samkvæmt
því. Hann segir
það mikilvægt að
stúlkunum, sem
koma til starfa á
nektarstöðunum,
verði gert skylt að
gangast undir
„vandaða heilsu-
farsskoðun". Á
slíku sé full þörf vegna eðlis starfsem-
innar því ætla megi að samskipti við
viðskiptavini séu oft náin.
„Þau vandamál sem skjólstæðingar
hafa leitað til mín með vegna heim-
sókna á nektarstaðina eru bæði fjár-
hagslegs og heilsufarslegs eðlis," segir
Ólafur. „Svona vandamál eru góðu
heilli ekki daglegt brauð í mínu starfi,
en þau fóru fyrst að koma upp fyrir
um ári síðan. Þeim hefur farið fjölg-
andi og vandamálin eru að verða mun
alvarlegri með hverjum mánuðmum
sem líður.“
Slæleg vinnubrögð
Ólafur á sæti í stjórn Heilsugæsl-
unnar í Reykjavík og hefur, að eig-
in sögn, reynt að beita sér í máli
þessu með það að markmiði að
vinnubrögð félagsmálaráðuneytis-
ins verði bætt. „Á þessum vettvangi
hef ég komið mínum sjónarmiðum á
framfæri og í framhaldinu tel ég
rétt að þau berist ráðuneytinu, en
vinnubrögð þess i málefnum nektar-
staða hafa verið slæleg og bera vott
um kæruleysi."
-sbs
Ólafur F.
Magnússon.
Vopnaö par í Engjahverfi:
Táragas notað eftir ógn-
un með hnífum
Maður og kona voru látin gista
fangageymslur eftir að hafa verið
með ólætiú Engjahverfi í Grafar-
vogi á laugardagskvöldið. Að sögn
sjónarvotta lenti maðurinn í rifr-
ildi við fyrrverandi sambýliskonu
sína fyrir framan húsið. Hann,
sem var ölvaður, gekk berserks-
gang þar og réðst meðal annars á
bíl konunnar, sparkaði í hann,
braut rúður og reif af honum ljós-
in. Maðurinn olli einnig skemmd-
um á öðrum bíl. „Hann kom síðan
inn aftur, öskraði á mig í stiga-
ganginum, kallaði mig öllum ill-
um nöfnum og hótaði síðan að
skera mig á háls,“ segir einn sjón-
arvotta sem var að vonum skelk-
aður en náði að forða sér inn í
íbúð sína.
Eftir það kom maðurinn aftur
út með tvo stóra hnifa og var þá
kallað á lögreglu. Sambýliskona
mannsins tók á móti lögreglunni
- •• ■
Og OXI
vopnuð öxi og var hún yfirbuguð
með táragasi. Maðurinn hljóp
hins vegar í burtu en náðist fljót-
lega og var einnig handtekinn.
„Þetta var mjög óskemmtileg lífs-
reynsla," segir sjónarvotturinn.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni fannst enginn hnífur á
manninum. Lögreglu tókst að ná
öxinni af konunni en hún haföi
meðal annars skemmt grindverk.
-MA
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560