Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Qupperneq 4
4
MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001
DV
Fréttir
Eldsvoði á Hólum í Gaulverjabæjarhreppi:
Mildi að bóndinn
var enn á fótum
vinnufólkið vaknaði við vondan draum
DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON
Frá brunastaö
Helgi ívarsson, bóndi á Hólum, og Ótafur, vinnumaöur hans, við
upptakastaö eldsins.
DV, SELFOSSI:______________________
„Við vorum sofandi uppi á lofti,
ég og vinnumaðurinn, þegar eldur-
inn kom upp. Helgi, húsbóndinn á
bænum, var sem betur fer ekki
farinn að sofa í sínu herbergi sem
er á miðhæðinni. Hann vakti okk-
ur samstundis þegar hann varð
reyksins var. Þá fórum við Ólafur
strax fram úr rúmunum. Þá vissi
ekkert okkar hvaðan reykurinn
kom,“ sagði Áslaug Árnadóttir,
ráðskona hjá Helga ívarssyni,
bónda að Hólum í Gaulverjabæjar-
hreppi, við DV.
Eldur kviknaði í kjallara íbúðar-
hússins að Hólum aöfaranótt laugar-
dagsins. Talið er að kviknað hafi í út
frá hleðslutæki fyrir rafgeyma í kjall-
ara hússins. Áslaug segir að hurð í
anddyri hússins hafi verið lokuð. Við
útihurðina er einnig hurð niður í
kjallara hússins þar sem eldurinn
kraumaði. Þegar hurðin í anddyrinu
var opnuð gaus reykurinn um allt
húsið og þá hafi íbúamir vitað hvað-
an reykurinn kom.
„Við sáum ekki handaskil þegar
við fórum í gegnum reykjarmökk-
inn,“ sagði Áslaug. Hún segir að þeg-
ar þau vöknuðu hafi verið þunnur
reykur um allt húsið en þykkt reykj-
arkóf hafi farið um allt þegar opnað
var fram í anddyrið.
Strax eftir að fólkið var komið út
úr húsinu fór bóndinn aftur inn í
húsið og hringdi á slökkviliðið á Sel-
fossi sem kom skömmu siðar á stað-
inn og réð niðurlögum eldsins. Ás-
laug segir að geysilegar skemmdir
séu innanhúss af reyk og sóti. „Það
er ekki hægt að finna stað hér inni
þar sem hann hefur ekki komist, inn
í skápa og ofan í hirslur," sagði Ás-
laug. Hún segir að í kjallaranum hafi
mestar skemmdir verið næst elds-
upptökunum, þar hafi plast og annað
sviðnað. Húsið var reykræst strax
eftir að slökkvistarfi lauk.
„Við höfum eldaö matinn hér inni
þrátt fyrir allt. Húsbóndinn og vinnu-
maðurinn sváfu hér í nótt en ég
reikna með að sofa fyrst hér nú í
nótt, aðfaranótt mánudagsins. Helgi
fór fyrstu nóttina upp á Selfoss, því
þeir vildu lita á hann vegna gruns
um reykeitrun. En við vinnufólkið
fórum hér á næsta bæ sem heitir
Tunga, þar hefur fólkið verið okkur
afskaplega velviljað og hjálpað okkur
á allan hátt og er ég því afskaplega
þakklát. Þau sóttu okkur stax um
nóttina til að veita okkur húsaskjól
og aðra hjálp eftir eldsvoðann," sagði
Áslaug Ámadóttir, ráðskona að Hól-
um, við DV. -NH
Góö stemning á strætóhátíð
Stukku sumir hærra en aörir.
DV-MYND ÞOK
Gott start hjá
Strætó bs.
Nýtt strætisvagnafyrirtæki tók til
starfa í gær. Það heitir Strætó bs. og
nær leiðakerfi þess frá Kjalarnesi
suður til Hafnarfjarðar. Því er ætlað
að efla almenningssamgöngur á
svæðinu, auka hagkvæmni og bæta
þjónustu. Strætó bs. varð til við
sameiningu SVR og AV en farþegar
með þeim voru samtals um 9,2 millj-
ónir á síðasta ári. Nýja fyrirtækið
er í eigu allra sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu og vígðu full-
trúar þeirra nýja hringleið um
Reykjavík og Kópavog i gær, ásamt
stjórn fyrirtækisins og fleiri gest-
um. Bílstjóri í ferðinni var stjórnar-
formaðurinn, Skúli Bjarnason, en
hann kynntist akstri strætisvagna á
námsárum sínum.
Strætó bs. hélt fjölskylduhátíð við
bækistöðvar sínar í Mjóddinni síð-
degis í gær. Þar voru veitingar og
skemmtiatriði af ýmsu tagi. Meðal
annars stökk norsk-islenski ofur-
huginn Arne Aarhus ofan úr 75
metra háum byggingarkrana og
spennti fallhlíf á leiðinni niður.
-Gun
Egilsstaðir:
Stúturí
grjóturð
Mikil ölvun var á Egilsstöðum á
laugardagsnótt og var nokkuð um
pústra; þrjár líkamsárásir, þar á
meðal eitt nefbrot. Tveir voru tekn-
ir fyrir að keyra ölvaöir. Annar
þeirra hafði þá þegar keyrt út af
veginum og velt bíl sínum niður í
grjóturð. Hann sakaði ekki, slapp
með skrámur. Að sögn lögreglunnar
á Egilsstöðum mættu hátt í 1000
manns á dansleik í bænum og
skemmtu sér margir fram á bjartan
morgun, í misjöfnu ástandi. -jtr
Bílvelta í Selvogi
Hollenskt ferðamannapar velti bil í
Selvogi um klukkan tvö í gær. Þau
sluppu ómeidd en bifreiðin skemmd-
ist mikið. Nokkuð algengt er að ferða-
menn velti bílum sínum á malarveg-
inum suður með sjó. Kaflinn er vin-
sæll en flestir ferðamenn eru óvanir
akstri á malarvegum. -jtr
Glæsilegur
Það var hátíöisdagur þegar Huginn kom
til heimahafnar eftir langa siglingu.
Huginn til Eyja:
Eitt öflugasta
skip flotans
DV, VESTMANNAEYJUM:
Nýtt og glæsilegt nóta- og togveiði-
skip, Huginn VE 55, kom til heima-
hafnar í Vestmannaeyjum á fóstudag
eftir liðlega þriggja vikna siglingu frá
Chiie þar sem skipið var smiðað. Hug-
inn er með öflugustu skipum íslenska
flotans með 5.800 hestafla aðalvél.
Hann er 68 m langur og 14 m á lengd.
Burðargetan er 2000 tonn af síld, loðnu
eða kolmunna og er þá miðað við að
farmurinn sé kældur en annars getur
hann borið vel yfir 2000 tonn.
Eigandi Hugins er Huginn ehf. sem
er í eigu Guðmundar Inga Guðmunds-
sonar, skipstjóra og útgerðarmanns, og
fjölskyldu hans. Skipstjóri er Guð-
mundur Huginn Guðmundsson. Skipið
fer sennilega á kolmunnaveiðar. Gert
er ráð fyrir fullvinnslu um borð og
verður tækjabúnaði komið fyrir í
haust. -ÓG
Veörið í kvöld
/?
f* i io"
5
r
V,
rs
'V'
"■1
Sólargangur og q
REYKJAVIK
Sólarlag í kvöld 23.55 00.27
Sólarupprás á morgun 03.09 02.00
Siódegisflóö 16.29 23.02
Árdeglsflóó á morgun 04.46 09.19
Skýringar á veöurtáknum
Hlýtt í innsveitum norðaustanlands
Suðvestan 5-8 og léttir heldur til norðaustan
til á landinu en áfram verður dálítil rigning
norövestan til. Hiti 8 til 15 stig en 15 til 20
stig í innsveitum norðaustanlands.
^VINDÁTT 10°—HITI “J -10°
W/INDSTYRKUR í matrum á sekúndu *VR0ST HEIÐSKÍRT
O lO
IETTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKÝJAÐ
"w w Q
RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA
W : P w
ÉUAGANGUR RRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR POKA
iMMiÍlÁléÁ/ÍjjiJ
Búið að opna Sprengisandslei
Hálendisvegimir eru nú óðum aö
opnast. Fært er um Sprengisand, Kjöl
Kaldadal og Fjallabaksleiðir, nyrðri og
syöri. Einnig er búið aö opna veginn
upp í Laka og eru áætlunarferðir að
hefjast þangað. Þá er fært í
Heröubreiðarlindir en ekki lengra eftir
þeirri slóð.
Skúrir sunnan- og vestanlands
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt og skúrir, einkum sunnan- og
vestanlands. Hiti 8-13 stig.
Fimnitu
Vindur:
4-7 m/»
Hití 8° til 18°
Fremur hæg vestlæg eða
breytlleg átt og víða bjart
veður en þykknar upp
vestan tll með kvöldlnu.
Hltl 8 tll 18 stlg, hlýjast
Inn tll landslns.
Vindur:
5-8 m/s'
Hítí 8° tíl 18°
Fremur hæg suðvestlæg
eða breytlleg átt og víða
skúrlr eða dálítll rlgnlng.
Hltl 8 tll 13 stlg.
Vindiir:
4-8 m/a
Hiti 8° til 13°
J
Hæg suðvestlæg eða
breytlleg átt. Viða skúrlr
eða jafnvel rlgnlng. Hltl 8
tll 13 stlg.
AKUREYRI skýjaö 9
BERGSSTAÐIR alskýjaö 7
B0LUNGARVÍK skýjað 11
EGILSSTAÐIR 12
KIRKJUBÆJARKL. rign. á síö. kl. 10
KEFLAVÍK rigning 10
RAUFARHÖFN skýjaö 7
REYKJAVÍK rign. á síö. kl. 10
STÓRHÖFÐI súld 9
BERGEN súld á síö. kl. 12
HELSINKI léttskýjað 12
KAUPMANNAHÖFN skýjaö 20
ÓSLÖ skýjað 19
STOKKHÓLMUR skúr 16
ÞÓRSHÖFN skýjaö 10
ÞRÁNDHEIMUR skúr 14
ALGARVE heiöskírt 30
AMSTERDAM léttskýjaö 20
BARCELONA léttskýjaö 26
BERLÍN skýjaö 20
CHICAGO skýjaö 20
DUBLIN léttskýjaö 22
HALIFAX þokumóöa 17
FRANKFURT skýjaö 23
HAMBORG skýjaö 19
JAN MAYEN þokumóða 4
LONDON léttskýjaö 24
LÚXEMBORG skýjaö 21
MALLORCA léttskýjaö 31
MONTREAL alskýjaö 21
NARSSARSSUAQ skýjað 12
NEW YORK skýjaö 26
ORLANDO skýjað 25
PARÍS léttskýjaö 23
VÍN skýjað 23
WASHINGTON skýjaö 24
WINNIPEG heiðskírt 7