Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001
I>V
5
Fréttir
Orkureikningar Akurnesinga lækka um 60-70 milljónir á ári:
Enn nánara samstarf viö
borgina hugsanlegt
- segir bæjarstjórinn á Akranesi
DV, AKRANESI:"
Akurnesingar munu fá lægri
orkureikninga eftir að sameining
orkufyrirtækja þeirra og Orku-
veitu Reykjavíkur gengur í garð í
lok ársins. En fleira kann að vera
fram undan í samstarfi nágranna-
bæjanna, Reykjavíkur og Akra-
ness. DV tók Gísla Gíslason, bæjar-
stjóra á Akranesi, tali í gær.
Eins og DV greindi frá verða
Hitaveita Akraness og Andakílsár-
virkjun sameinuð Orkuveitu
Reykjavíkur þann 1. desember.
Gísli Gíslason segir að ávinningur
Akurnesinga við sameininguna
verði margs konar:
„I fyrsta lagi lækka orkureikn-
ingar bæjarbúa verulega eða sem
nemur allt að 60-70 milljónum
króna á ári. Þyngst vegur lækkun
á heitu vatni eða um 34% og raf-
magn til heimila lækkar um 11%
að meðaltali og tU fyrirækja um að
meðaltali 5%. Að auki verður
gjaldskrá fyrirtækja endurskoðuð
tU frekari lækkunar. Þá má nefna
að með þessari aðgerð verður
orkumálum Akurnesinga komið í
örugga höfn. Áhætta okkar af
óvissu í breyttu raforkuumhverfí
og óhagstæðri gengisþróun verður
eytt, jafnframt því sem við leggjum
öfluga eignarhluta inn í mjög
sterkt fyrirtæki sem mun tU fram-
tíöar eflast. Þannig verða hags-
munir bæjarbúa best tryggðir bæði
hvað varðar eignarhlut okkar í
orkufyrirtækjum og hvaö varðar
eins hagstæða gjaldskrá og kostur
er,“ sagði Gísli Gíslason.
En hvað með önnur hugsanleg
samstarfsverkefni?
„Hvaö það varðar þá verða hags-
munir bæjarbúa látnir ráða ferð-
inni sem og áhugi annarra að taka
þátt í samstarfi við okkur. Því er
hins vegar ekki að neita að vera
kann að mögulegt sé að efna tU
samstarfs á sviði almenningssam-
Fá Borgnesingar heita vatnið á sama verði og
____ Akurnesingar?
Tvær gjald-
skrár í sama
fyrirtæki
DV, BORGARBVGGD:___________________
A fundi bæjarráðs Borgarbyggðar
í gær var fjallað um áform Akranes-
kaupstaðar um að leggja 53,7% eign-
arhlut sinn i Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar inn í Orkuveitu
Reykjavíkur en Borgarbyggð á
21,3% í HAB, Hitaveitu Akraness og
Borgarfjarðar, Borgarfjarðarsveit á
4,3% og ríkissjóður 20,7%.
„Málið var rætt en það liggur
ekkert fyrir um hver afstaða Borg-
arbyggðar verður," segir Stefán
Kalmansson, bæjarstjóri Borgar-
byggðar, við DV þegar hann var
spurður um nýjustu tíðindi af orku-
málum á Vesturlandi. „Það er eðli-
legt að menn kynni sér þá stöðu
sem upp er komin, spyrjist fyrir um
áform hins nýja meirihlutaeiganda
á Hitaveitu Akraness og Borgar-
fjarðar (HAB), gangi þessi mál eftir
eins og fram hefur komið í fjölmiöl-
um. Það virðist liggja fyrir að HAB
muni selja Akurnesingum heitt
vatn á sama verði og Orkuveitan
gerir í
Reykjavík.
Við eigum
eftir að fá að
vita hvort
HAB ætlar
þar með að
vera með
tvær gjald-
skrár gagn-
vart við-
skiptavinum
sínum eða
bjóða Hita-
veitu Borgar-
ness að kaupa vatnið á sama verði.
Það verður farið yfir þessi mál með
skipulögðum hætti og svo sjáum við
hvernig málin þróast,“ sagði bæjar-
stjórinn.
„Annars vil ég nota tækifærið og
óska Akurnesingum til hamingju
með þá lækkun á orkuverði sem
þeir virðast eiga í vændum með
þessum samruna," sagði Stefán
Kalmansson bæjarstjóri. -DVÓ
gangna, hafnarmála og f fleiri
málaflokkum. Reyndar má telja
nauðsynlegt að sveitarfélögin frá
Reykjanesi að Selfossi og norður
fyrir Hvalfjörð láti gera sameigin-
legt svæðisskipulag þar sem ljóst
er að mikil þróun mun eiga sér
stað á þessu svæði í komandi fram-
tíð,“ sagði Gísli Gíslason, bæjar-
stjóri á Akranesi við DV.
-DVÓ
__ Innköllun:
Rafræn skráning
hlutabréfa Flugleiða hf.
frá og með 30. júlí 2001
Mánudaginn 30. júlí 2001 verða hlutabréf í Flugleiðum hf. tekin til rafrænnar
skráningar hjá Verðbréfaskráningu Islands hf. í samræmi við ákvörðun stjómar
Flugleiða hf. þar að lútandi. Þar af leiðandi verða engin viðskipti með hlutabréf
félagsins þann dag. Frá þeim tíma ógildast liin áþreifanlegu hlutabréf í fyrirtækinu
í samræmi við ákvæði laga og reglugerðar urn rafræna eignarskráningu verðbréfa.
Nánar tilgreint verða öll hiutabréf í Flugleiðum hf. tekin til rafrænnar skráningar
en þau em í þremur flokkum, auðkennd raðnúmerum J300001 — J800000;
N000001 - N400000; S000001 - S030000 og gefin út á nafh hluthafa.
Útgáfixdags er getið á hveiju bréfi.
Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa sem telja nokkum vafa
leika á að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá Flugleiða hf. að staðreyna
skráninguna með fýrirspum til hlutaskrár Flugleiða hf., Reykjavíkurflugvelli, 101
Reykjavík, eða í síma 5050-289, netfang: shares@icelandair.is. Komi i ljós við
slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur
á þau gagnvart félaginu fyrir áðumefndan dag.
Enn ffemur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra
hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reikningsstofnun,
þ.e. banka, verðbréfafyrirtæki eða sparisjóð sem gert hefur aðildarsamning við
Verðbréfaskráningu Islands hf., fyrir skráningardag.
Athygh hluthafa er vakin á að hin áþreifanlegu ldutabréf felagsins verða ógild
sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til felagsins. Jafhframt er vakin athygh
á að ferh rafrænnar skráningar hefur engin áhrif á möguleika hluthafa til að eiga
viðskipti með hluti sína í félaginu að undanskildum sjálfum skráningardeginum.
Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun umsjón
með eignarhlut sínum í félaginu til að geta framselt hluti sína svo sem vegna sölu
eða skipta. Reikningsstofnun mun í þessu skyni stofna VS-reikning í nafni
viðkomandi hluthafa. Hluthöfhm félagsins verður kynnt þetta bréfleiðis.
Stjóm Flugleiða hf.
ICELANDAIR
ÍSLENSKA AUCLÝSINCASTOFAN EHF./SIA.IS • ICE 1 44 86 »5/200 1