Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Side 9
9
MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001_____________________________
DV Fréttir
Víkin fagra fegruð
Helsti baðstaöur Reykvikinga, Nauthóisvíkin, er aö veröa glæsileg í alla
staöi, enda hefur mikiö veriö lagt í endurbætur á baöaöstööunni þar á
síöustu misserum. Þessi málari lét ekki sitt eftir liggja í veðurblíöunni.
Suðræn jurt kemur starfsmönnum í opna skjöldu:
Landsbankinn
ilmar
- hefur aldrei blómstrað fyrr hér á landi
„Það fer ekkert á milli mála. Það
er komin allt önnur lykt í aðalsal
Landsbankans hér við Austurstræti
og það er blóminu að þakka,“ segir
Erla Waage ræstingakona sem gekk
fram á skrautjurt í bankanum þar
sem hún var við vinnu sína og sá
sér til mikillar furðu að jurtin
blómstraði. „Ég hef sjálf átt svona
blóm í 16 ár og það hefur aldrei
blómstrað. Ég veit ekki til þess að
þetta blóm hafi nokkru sinni
blómstrað hér á landi. Lyktin er dá-
samleg og það er allt annað að
vinna hér eftir en áður,“ segir Erla
sem telur að hér sé um að ræða svo-
kallaða Aspardesta-jurt en hún er
höfð til skrauts í annarri hverri
stofnun í höfuðborginni.
Starfsfólk Landsbankans í Aust-
urstræti hefur ekki farið varhluta af
nýju lyktinni sem leggur um alla
sali líkt og mjúkur blær. Ánægjan
er almenn en þó mest hjá Erlu
Waage sem er mikill blómaaðdá-
andi og vinnur oft ræstistörf sin í
Landsbankanum ein síns liðs. Nú er
hún ekki lengur ein. Ilmurinn fylg-
ir henni eins og traustur vinur og
það á við um fleiri starfsmenn bank-
ans svo ekki sé minnst á viðskipta-
vinina sem sumir hverjir halda að
þeir séu komnir til himna þegar
þeir ganga inn í bankann: „Það er af
sem áður var,“ eins og einn þeirra
orðaði það. -EIR
Milljónafolar
að Möðrufelli
- fangið kostar tugi þúsunda
Hestaræktun þarf að taka eins og
hvert annað starf en ekki sem tóm-
stundagaman sem stundað er eftir aðra
hefðbundna vinnu. Ræktun íslenskra
gæðinga er heldur ekki á allra færi, til
þess verður viðkomandi að hafa góða
innsýn í hegðun og atferli íslenska
hestsins og hafa gott næmi fyrir því
hvaða hryssa og foli gefi saman bestan
árangur. Matthías Eiðsson á Möðru-
felli í Eyjafirði, oft kenndur við bæinn
Brún við Akureyri þar sem hann bjó
þar til fyrir nokkrum árum, segir að
þrátt fyrir að menn séu alltaf að læra
sé enn gríðarlega margt ólært. Úrvals-
gæðingur skili ekki alltaf þeim árangri
sem vænst er, bæði folar og hryssur
séu t.d. misjafnlega erfðafóst.
Hryssan Ósk er í eigu Matthíasar,
en á 20 ára tímabili hefur hún sýnt
mikla erfðafestu, alltaf góð folöld, sama
hver faðirinn hefur verið. Hún er nú á
Hólum þar sem tekin verða úr henni
egg og sett í aðra hryssu en faðirinn
verður Nagli frá Þúfu. Matthias eign-
ast helminginn í folaldinu sem fæðist
næsta vor. Matthías segir að þessi að-
ferð njóti vaxandi fylgis, en á þessu
vori verður Ósk einnig haldið undir
folann Kormák frá Flugumýri. Matthí-
as segir að það gangi illa að sæða, ólíkt
því sem t.d. gerist í sauðfé, og hann
segist verða manna glaðastur ef það
tekst ekki. Það mundi koma niður á
gæðum og því mannlega næmi sem
þurfi einnig að vera til staðar þegar
velja eigi saman hryssu og fola.
Éitt mesta efni sem komið hefur
fram á siðustu árum er Óskar-Hrafn,
undan Ósk og hinum eina og sanna
Hrafni frá Holtsmúla. Um hann var
stofnað hlutafélag. Óskar-Hrafn er í
tamningu á Feti í Rangárvallasýslu og
DV-MYND BRINK
Matthías Eiðsson á Möðrufelli í Eyjafirði með helsta djásn
og gullmola hestaeignar sinnar, Dósent.
Dósent er fallegur foli sem hefur gefiö góö afkvæmi, m.a.
folana Víking og Hreim, en ráöunautar eru ekki sáttir viö
byggingu hans, og því er Matthías mjög ósammála. Sölu-
verömæti Dósents er um milljón nú, sem Matthías telur
langt undir sannviröi. í húsi þennan dag voru nokkrir folar og
verömæti þeirra er taliö í tugum milljóna króna.
verður til notkunar seinni hluta júlí-
mánaðar. Matthías telur dóm „sérfræð-
inga“ um hann vera mjög sérkennileg-
an, þeir hafi ekki gefið honum nógu
góða einkunn fyrir byggingu en hins
vegar fái hann 8,7 fyrir hæfileika. Það
kostar 30 þúsund krónur að fá hryssu
fyljaða af Óskar-Hrafni en meðalverð í
dag er á bilinu 20 til 25 þúsund krónur
fyrir hryssu í hólfl.
Bölvaðar skóhlífar
Dýrast er að halda undir Orra frá
Þúfu, allt upp í 50 þúsund krónur, en
hann mun vera
í Auðsholtshjá-
leigu og þangað
er stefnt undir
hann öllum
helstu hryssum
landsins.
Matthías segir
að helsti galli
Orra sé að hann
sé hæggengur
en með gott
brokk, ekki
mikið skeið og
það vanti rými
í ganginn. En
hann sé hríf-
andi hross.
Hann sé hins
vegar ekki mjög
erfðafastur og
undan honum
komi stundum
„bölvaðar skó-
hlífar“. Matthí-
as segir að
hrossasóttin
fyrir þremur
árum hafi skað-
að söluna erlendis en það hafi gripið
um sig eitthvert æði þegar hún gekk
yfir og það sé ekki í fyrsta skipti hér-
lendis en áður hafl hún ekki verið eins
skæð. Það sé viðurkennt nú að á lands-
mótinu á Melgerðismelum hafi verið
veik hross, jafnvel verðlaunahross, en
sannleiknum haldið í þagnargildi. Sal-
an í Þýskalandi hafi ekki náð sér aftur
sem hafi glatt margan Þjóðverjann en
á síðasta Evrópumóti hafi hestar héð-
an komið til baka með krafti og skilið
Þjóðverjana eftir á hælunum. -GG
Blómiö í Landsbankanum
ilmurinn liggur í loftinu líkt og mjúkur þlær.