Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Qupperneq 12
12 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001 Skoðun DV Brunabótamat íbúöa veröur hækkaö Og „verdmyndun" mun ekki skekkjast. Skattborgarar frá vöggu til grafar Hvað finnst þér um breyttan afgreiðslutíma skemmtistaða? Sigríöur Pálsdóttir kennari: Mér finnst í lagi aö afgreiðslutími skemmtistaða sé takmarkaður. Elva Dögg Blumenstein nemi: Mér finnst nýr afgreiðslutími mjög gott mál. Eva Sæmundsdóttir, í Bæjarvinnu: Mér finnst þetta gott mál. Alma Rós Ágústsdóttir, atvinnulaus: Ég vil helst að skemmtistaðir séu opnir allan sólarhringinn. Guðrún Valsdóttir hjúkrunarfræðingur: Ég vil ekki stytta afgreiöslutímann. Berglind Heiða Guðmundsdóttir hestakona: Mér finnst þetta glataö. Ég vil frjáls- an afgreiðslutíma. Geir R. Andersen blm. skrifar:__________________________ Það er ekki á hverjum degi að skatt- borgarar hér fá tilkynningu um skattalækkun. Þetta skeði þó með bréf- inu til okkar skattborgaranna um lækkun brunabðtamats. Brunaiðgjald- ið sem tryggingafélögin innheimta er nefnilega miðað við brunabótamat en er þó ekki raunverulegt iðgjald nema að sáralitlu leyti. Mestur hluti bruna- iðgjalds er skattur til ríkisins. Þessi nýja og óvænta tilkynning þýddi, að öðru jöfnu, að brunaiðgjaldið, sem gjaldkræft er í janúarmánuði ár hvert, myndi lækka. - En eins og venjulega er sjaldan allt sem sýnist. Þvi stuttu seinna tjáði Samband íslenskra trygg- ingafélaga sig um málið og lét þess get- ið að ekki væri sjálfgefið að iðgjaldið (brunatrygginga) sjálft lækkaði þótt brunabótamatið lækkaði. Þar með hvarf sá sólskinsblettur á bak við skattaskýin. Heilu „stigagangarnir" snerust líka öndverðir gegn lækkun brunabóta- matsins og hyggjast kæra! Þeir vilja hafa matið óbreytt - helst hærra. Til hvers? Jú, til að halda uppi söluverði íbúðanna og hugsanlegir kaupendur Einar Ingvi Magnússon skrifar: Ég heyrði í fréttum nýlega, að Eð- vald Hinriksson hefði verið fundinn sekur fyrir alþjóðadómstóli og sakaður um stríðsglæpi. Hefði hann undirritað margar dauðarefsingar eftir hernám Þjóðverja í Póllandi og Litháen, þar sem hann bjó á stríðstíma seinni heimsstyrjaldar. Eðvald lést fyrir nokkrum árum. Furðulegt er þegar verið er að draga gamla nasista fyrir rétt, jafnvel að þeim látnum, fyrir tengsl þeirra við þriðja ríki Hitlers. Þessi árátta sem er fáránleikinn og hégóminn uppmálaður viirðist engan endi ætla að taka. Nasistar töpuðu striðinu og eru Nýjasta en jafnframt ósvífn- asta dœmið er svo að Orku- veita Reykjavíkur býður íbú- um Akraness 34% lœkkun á heitu vatni og 11% lækkun á rafmagni og tekur á sig einn milljarð í skuldum Skaga- manna. eigi kost á hærra láni. „Stigagangarn- ir“ mótmæltu ekki sérstaklega hækk- un fasteignamatsins, þeir hrærðu öllu saman í blaðaviðtölum en lögðu áherslu á brunabótamatið. Nú hefur viðkomandi ráðherra, fyrir eftirgangs- semi samtaka fasteignasala, lofað að hækka brunabótamatið, svo að verð- myndun á markaðnum „skekkist ekki“. - Lögin höfðu klúðrast i með- ferð, svo þetta verður auðveldur við- snúningur. En þetta er nú bara eitt og nýjasta dæmið i skattakraðakinu. Tekjuskattur hefur verið undir stækkunargleri hins opinbera um ára- bil, allt frá þvi að lofað var að hann yrði „afnuminn í áfóngum". Og nú eru eignaskattar komnir undir glerið líka „Furðulegt er þegar verið er að draga gamla nasista fyr- ir rétt, jafnvel að þeim látnum, fyrir tengsl þeirra við þriðja ríki Hitlers. “ hundeltir enn þann dag í dag. Fyrir skömmu þótti sagnfræðingi einum ástæða til að fjalla um háaldraða konu, sem er nú nýlátin, og bendla hana við nasista úti í hinni gömlu Tékkóslóvak- íu, þar sem SS-menn höfðu leigt her- bergi í húsi hennar og maður hennar hyllst stefnu Þjóðverja. Hvað með stríðsglæpi bandamanna? en ólíklegt verður að telja að þeir hreyfist nema upp á við. Félag eldri borgara hefur verið að möndla með ályktanir og sett fram rökstuddar kröf- ur um afnám óréttmætra skatta eftir- launaþega. En þar sem vitað er að eldri borgurum vex ekki ásmegin héð- an af eru þeir ekki virtir viðlits. - „Die himmelfahrt" þykir næg uppskera þeim til handa. Nýjasta en jafnframt ósvífnasta dæmið er svo að Orkuveita Reykjavik- ur býður íbúum Akraness 34% lækk- un á heitu vatni og 11% lækkun á raf- magni. - í Reykjavík skal hins vegar koma um 5% hækkun á hvoru tveggja! Orkuveita Reykjavíkur mun svo i allri auðmýkt taka yfir einn milljarö króna í skuldum orkufyrirtækja Akraness! Rembihnúturinn verður svo hnýtt- ur á allra næstu vikum, þegar fyrir- tækin í landinu, hverju nafni sem nefnast, verða verðlaunuð enn á ný meö verulegum skattalækkunum. Al- menningur, hinn sauðsvarti skatt- borgari, skal liggja óbættur, enda inn- heimta fyrirtækin skatta hans fyrir ríkið með stakri prýði. - Ég á heim’á Skattlandi, Skattlandinu góða. Var það ekki glæpur gegn mannkyni að varpa kjarnorkusprengju á Hiros- hima og Nagasaki? Sá sem það gerði var aldrei sakaður um glæpi gegn mannkyninu, þótt hann hefði orðið valdur að dauða þúsunda flölskyldna. Hann framfylgdi skipunum ríkisins. Það gerðu þýskir hermenn líka. Og hvað með Víetnamstríðið? Þessar ásakanir á hendur nasista eiga fullan rétt á sér eingöngu ef allir aðrir gerast ábyrgir gjörða sinna. Eini munurinn á nasistum og bandamönn- um er sá að nasistar töpuðu stríðinu en bandamenn fóru með sigur af hólmi og réttinn til að ófrægja til hinsta manns. Jafnvel út yfir gröf og dauða. N asistaof sóknir John O’Lafs kaupir banka Garri sér fyrir óorðna hluti. Garri sér jafnvel lengra en Davíð. Og sér hann þó talsvert. Það er löngu ljóst. Þessu til staðfestingar skal eftirfarandi upp- lýst: Garri hefur fyrir margt löngu áttað sig á öllum flækjunum sem tengjast lönguvitleysunni í Landsbankamálinu. Þar er teningunum kastað fyrir margt löngu. Kaupandinn, sem er einn kjölfestufjárfestir úti í heiminum ljóta, er búinn að setja sig í stellingar og mun kaupa þegar sist varir. Gaga mál Mál þetta allt er fyrir löngu orðið gaga. Og minnir okkur blaðalesendur á að það er erfitt að kenna gamalli pólitík að sitja. í Landsbankamál- inu hafa ráðamenn ekki einasta misst út úr sér vitleysu, heldur og misstigið sig og fallið og gott ef ekki fótbrotnað - í pólitískum skilningi. Allt hefur komið fyrir ekki; málið er komið í graut og almenningur, sem ætlaði að dreifa sér í smærri einingar og kaupa hlut, má það nú ekki. Og hver má það þá? Jú, einn erlendur kjöl- festuijárfestir. Nógu flott er orðið og fer vel í möppum. En hvað þýðir það? Hvað merkir þetta orð sem fer eins og ormur um fæla i íslensku viðskiptalífi þessi dægrin? Sem fyrr sér Garri fyrir óorðna hluti og hér kemur fléttan: Só sorrí Þessi eini erlendi kjölfestufjárfestir er þegar kominn á stúfana og farinn að telja kort sin og sjóði. Hann er búsettur í Lundúnaborg og hefur svo verið um alllangt skeið. Hann flutti, sumir segja flúöi, úr landi fyrir nokkrum misserum eftir að hafa þeytt skífum í mann og annan og fengið heldur bágt fyrir. Hann er í hópi efnuð- ustu manna í innhverfum heimsborgarinnar og slær þar um sig ekki ósvipað og Mohammad Al- Fayed. Þessi brottflutti borgari hefur hins vegar, ólíkt Al-Fayed, hlotið náð fyrir augum breskra immigranta, enda þegar búinn að kaupa eina innflytjendaskrifstofu í útjaðri Watford. Hann er, ólíkt Al-Fayed, hvítur - og kominn með papp- íra upp á það að hann sé Breti og gott betur, hann er Englendingur með hreim, ríkur og refFi- lega klár. Og núna er hann í essinu sínu úti í heimi. Hann er að selja hluti sina í einhverjum smá- bönkum uppi á íslandi og sömuleiðis arfabletti í úthverfum - og það, ásamt innistæðunum í Hambros, virðist ætla að duga fyrir þeim fáu milljörðum sem það kostar að kaupa þriðj- ungspart í þjóðbankanum heima á Fróni. Hann er það sem þarf: Einn, erlendur og með fastan kjöl. Sorrí Dave! Garri Ferðalög forseta og kærustunnar AuSur Jónsdóttir skrifar: Ég ætla ekki að setja mig á háan hest vegna einka- mála forsetans okkar eða hneyksl- ast á því hvernig hann hagar sam- búð með sinni heitkonu. Hins Forsetinn til vegar finnst mér . Færeyja það óviðeigandi að Asamt heitkonu forsetinn skuli ít- sinn{ ~ ekki ei& rekað koma fram á inkonu. erlendum vett- vangi og fara í opinberar heimsóknir með konu sem hann er ekki giftur. ís- lenska ríkið greiðir fyrir allar ferðir þeirra saman og þjóðin á því kröfu á að samband forsetans við sambýlis- konu sína sé lögum samkvæmt. Þarna fer forsetinn yfir strikið í einkamál- um sínum. Beygluð Bylgjufrétt Magnus Gunnarsson skrifar: í hádegisfréttum Bylgjunnar fimmtud. 28. júní sl. var vitnað til um- mæla forsætisráðherra sem hefði nefnt töluna 20 milljarða króna sem það kostaði að taka upp evruna sem mynt hér á landi. Til að staðfesta þetta var svo skotið inn örstuttu broti úr viðtali við utanríkisráðherra, Hall- dór Ásgrimsson, frá þvi fyrr um morguninn í þættinum I bítið og átti að sanna fyrir hlustendum að forsæt- isráðherra hefði nefnt þessa upphæð - eða kannski til að gera ómerk orð for- sætisráðherra! Það eina sem þó kom fram hjá utanríkisráðherra í hádegis- fréttinni var þetta: „Þekki ekki mál- ið“. - Svona frétt hjá Bylgjunni finnst mér vera ansi „beygluð" og ekki sæm- andi fréttastofu sem vill láta taka mark á sér. Karadzic og Mladic Ólafur Ólafsson hnngdj: Nú berast frétth að utan um að skúrkurinn Slobodan Milos- evic, fyrrv. forseti i Júgóslavíu, sé næsti maður frá Júgóslavíu fyrir stríðsglæpadóm- Radovan stólinn í Haag Karadzic vegna ýmissa spill- /M/'k/u verri en ingarmála og Milosevic. ábyrgðar vegna fjöldamorða í Bosníu á sínum tíma. Ekki efa ég sekt Milosevics þessa en umfram allt voru þeir læknirinn Radovan Karadzic og hershöfðinginn Mladic ábyrgh fyrir hinum hryllilegu atburðum og svæsnustu glæpamenn- irnir sem hafa að margra mati haft Milosevic í vasanum og fjarstýrt hon- um. Það stingur því í stúf við offorsið gegn Milosevic að leita ekki þessa kóna, Karadzic og Mladic, uppi og ákæra þá. Leitum sannleikans Jón_Valur Jensson skrifar: Það er að sjálfsögðu fréttnæmt ef ís- lendingur var meðal mestu striðs- glæpamanna Eistlands á hernámsár- um nasista en það er álit alþjóðanefnd- ar, stutt heimMum. í DV 21/6 álasar E. Á. Bylgjunni fyrir frétt um þetta. Vill hann þá ekki harma frétt Mbl. 20/6 um ákæruna? Er ekki meiri ástæða til að gagnrýna þá valdamenn sem komu í veg fyrir að mál mannsins yrði rannsakað í dómskerfi okkar? Erum við þó skuldbundin til þess að kanna meinta þátttöku manna í þjóð- armorði. - Ágæt frammistaða hans i ísl. samfélagi breytir engu um þá ábyrgð. Ég trúi því að réttlætiö sigri að lokum en hef áhyggjur af þeim ís- lendingum sem töldu og telja sér heim- ilt að leggja stein í götu sannleikans og réttvísinnar varðandi hugsanlega hlutdeild Eðvalds í útrýmingu gyðinga og annarra saklausra manna. mm Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eða sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eða sent bréf tll: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reylgavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.