Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Qupperneq 13
13
MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001
I>V
Alræðisvald tímans
„Tíminn er trunta“ segir
Heidegger á einum stað í bók
sinni „Sein und zeit“. Eða var
það Egill Ólafsson? Beint eða
óbeint er tíminn umfjöliunar-
efni allra myndlistarmanna;
því í eðli sínu er sérhvert
listaverk tilraun til að stööva
tímann. Um leið er myndlist-
armaðurinn meðvitaður um
það að hann getur ekki skap-
að meðan hann upplifir held-
ur er efniviður hans ævinlega
hið liðna, það sem er handan
hins sýnilega. Alræðisvald
tímans og vanmáttur okkar
andspænis honum hafa kveikt
af sér mörg stórbrotnustu og
angistarfyllstu listaverk sög-
unnar.
Horfst í augu við
tímann
Enginn íslenskur myndlist-
armaður hefur horfst eins ein-
arðlega í augu ofangreindrar
„truntu" eins og Gretar Reyn-
isson. Raunar má segja að
hann sé ofurseldur tímanum,
því um margra ára skeið hef-
ur nánast öll myndlistarleg
viðleitni hans gengið út á
meðvitaða tímamælingu. Ár-
inu 1997 eyddi hann í að
teikna með grafiti á 12 x 12 cm
krossviðarplötu upp á hvern
dag, blýduftið sem féll til við
hverja „teikningu" notaði
hann til að nudda á pappírs-
örk sem hann lagði yfir andlit
sitt; þannig urðu til daglegar -
og annars konar - „sjálfs-
myndir“ hans.
Myndlist
Árið 1998 breytti Gretar um
aðferð, gerði þá grafitteikn-
ingar vikulega á 21 x 21 cm
krossviðarplötur, bakaði auk
þess eitt brauö fyrir hvem
dag ársins. Ári seinna var
hann enn á ferðinni, nú með
grafítteikningar fyrir hvern
mánuð og þar að auki 12
„kaffidagbækur" með samtals
365 síöum meö hringlaga for-
um eftir kaffibolla sem lista-
maðurinn hafði drukkið á
hverjum degi ársins 1999.
55 uppvafin baöhand-
klæöi
Loks klykkir Gretar út með
eins konar hlutgervingu árs-
ins 2000: 100 x 100 cm kross-
viðarplötu með teikningu
„sem myndar endalausa
hringi utanum tómið“, svo
vitnað sé I Ólaf Gíslason,
skrásetjara listamannsins, og
52 uppvöfðum baðhandklæð-
um hans. Öll þessi verk eru nú
sameinuð undir heitinu 1461
dagur og sett upp í miðrými
Kjarvalsstaða í tilefni alda-
móta.
Fyrsta spumingin sem kem-
ur upp í huga manns er raun-
ar ofur praktísk: hvort þessi
eltingaleikur Gretars við tím-
Skírskotun tíl líkklæða Krists
„En upp í hugann kemur einnig aldagam-
alt myndstef um klút Veróníku, konunnar
sem perraði svitann af andliti Jesú á leið
upp á Hauskúpuhæð. Og „líkamsþrykk“
Gretars frá árinu 2000, handklæðin 52,
hafa einnig klára skirskotun til líkklæöa
Krists en varla er til sterkara tákn um
fjarveru Guðs úr lífi nútimamannsins
heldur en það. “
Osýnileg ásjóna Guðs
„/ heild sinni er þetta „vaxtarverk“ (work in progress) Gretars stórbrotin og
margræö glíma við helsta viðfangsefni heimspekinga, veru og óveru. Og þá
ekki síst „veru i Kristi", ef svo má segja. Því það sem er sérlega merkilegt við
hana, burtséð frá íðilfrjórri vitund síkrassandi listamannsins, er hve einarð-
lega hún beinist að því aö birta okkur það sem Ólafur Gíslason nefnir „ósýni-
lega ásjónu Guðs“. “
ann hafi ekki rænt hann bæði
sálarró og tómstundum? Því i
þessu stífa prógrammi mátti
sjálfsagt ekkert út af bera, kaffi-
bollinn varð að fara á sinn stað á
pappírinn á hverjum morgni,
bannað að henda brauðinu og
þvo handklæðin.
I heild sinni er þetta „vaxtar-
verk“ (work in progress) Gretars
stórbrotin og margræð glíma við
helsta viðfangsefni heimspek-
inga, veru og óveru. Og þá ekki
síst „veru í Kristi", ef svo má
segja. Því það sem er sérlega
merkilegt við hana, burtséð frá
íðilfrjórri vitund síkrassandi
listamannsins, er hve einarðlega
hún beinist að því að birta okkur
það sem Ólafur Gíslason nefnir
„ósýnilega ásjónu Guðs“. Og þá
jafnvel með beinni ívitnun í ritn-
inguna. Öðrum þræði er „And-
litsnuddið" frá 1997 auövitað af-
þrykk af því sem var, ásjónu
listamannsins sjálfs, upprifjun
gersneydd fortíðarþrá.
Fjarvera Guös
En upp í hugann kemur einnig
aldagamalt myndstef um klút
Veróníku, konunnar sem þerraði
svitann af andliti Jesú á leið upp
á Hauskúpuhæð. Og „líkams-
þrykk“ Gretars frá árinu 2000,
handklæðin 52, hafa einnig klára
skírskotun til líkklæða Krists, en
varla er tU sterkara tákn um fjar-
veru Guðs úr lifi nútimamanns-
ins heldur en það.
Brauðin („hold Krists") sem
Gretar bakar eru síðan annað
áþreifanlegt tákn um fráveru
hins geistlega en eins og Ólafur
Gíslason segir árétta þau einnig
að hvernig sem við skynjum
reynslu okkar af því að vera tU í
tímanum, „þá erum við að tala
urti mælikvarða sem standa utan
allrar hefðbundinnar rökhyggju
sem miðar að því að hlutgera líf
okkar og tilveru sem meðhöndl-
anlega „staðreynd““.
Aðalsteinn Ingólfsson
Snæði stundum kvöldverð á einum minnsta
veitingastað Reykjavíkur, austarlega á Lauga-
vegi. Smávaxinn eigandi staðarins tekur aUtaf á
móti mér með brosi sem nær djúpt inn í sálu
hans. Það finnst. Og einlægni hans og aUt lát-
bragö til þess faUið að gera mann velkominn.
Panta einatt sama réttinn, af því hann er
alltaf eins: Góður, yfimáta góður. í fyrstu hafði
eigandinn bent með varfærnum fingri á þessa
mæru, sem er blanda af grænmeti og núðlum og
ofboðlitlu svíni, baðað ljósri og heitri karrísósu.
Ég hafði beðið um eitthvað sterkt. Og viti menn:
Tungan krumpaðist af kæti. Andlitið stundi af
sterkju. Dásemd. Og hæfileg kvöl.
Frá fyrsta sinni afréð ég að þetta væri staður-
inn minn - austarlega á Laugavegi, einn af þess-
um léyndu blettum tilverunnar. Eigandinn aUtaf
í sama skapi þá ég kem, tístir litlum hlátri þeg-
ar ég panta sama réttinn, aftur og aftur. Alltaf
það sama. Hann veit sem er að kúnninn, hversu
skrýtinn sem hann er, kann sína för. Svo setur
hann taílenskt lag á fóninn, stríðar strokur af
bambus og belgjum. Færir mér lifandi öl úr
heimalandinu - með ríku stolti.
Því næst þegjum við nokkra stund, meðan
rétturinn mallar, einir í þessum litla heimi á
Laugavegi, langt uppi á heimskringlunni. Horf-
um út í veggina sem eru skreyttir blævængjum
og drekum og hlustum á fólkið strjúka strengi í
öðrum heimsálfum. Sáttir. Kúnninn og þjónn-
inn. Ljóshærður og hár, dökkhærður og smár.
Þessar stundir eru meiri en margar aðrar.
Þær segja ekki margt, en eru þess meira. Sterk-
ar, svíða og eru alltaf eins.
Og seðja.
__________Menning
Umsjón: Sigtryggur Magnason
tt
Von í Suður-
Frakklandi
Á laugardag var formlega opnuð í
Cavalaire í Suöur-Frakklandi sýningin
Autour de la lumiére eða Kringum birt-
una. Þetta er í annað skiptið sem
Cavalaire-borg stendur fyrir sumarsýn-
ingu en í þetta skiptið er um að ræða sýn-
ingu á útiverkum sem öh hafa eitthvað
með ijós, sól eða birtu að gera. Tíu mynd-
listarmenn eiga verk á sýningunni og
meðal þeirra er Sigurður Árni Sigurðsson.
Verkið sem Sigurður Ámi sýnir er end-
urgerð á verkinu Von sem var sýnt í til-
efni Kristnihátíðar á Þingvöllum í fyrra.
Verkiö er dúkur, 8 sinnum 10 metrar að
stærð, sem er strekktur lárétt í fimm
metra hæö yfir jörðu. í dúkinn hafa verið
gerð hringlaga göt sem hleypa sólarljósi í
gegn svo ljóspunktur myndast í
skuggafleti undir dúknum, eins konar óá-
þreifanlegir sólstafir eða geislar sem
áhorfandi gengur inn í.
Með Sigurði Árna á sýningunni eru
Curt Asker, Laurent Baude, Ben, France
Cristini, Bertrand Gadenne, Dimitry Or-
lac, Eric Orr, Takis og Hap Tivey. Sýning-
in stendur til 15. september og sýningar-
stjóri er Elisabeth Lavrov.
260 þúsund blaðsíður
á Sagnanetinu
Mánudaginn 2. júlí kl. 16 verður Sagna-
netið opnað umheiminum í Þjóðarbók-
hlöðu. Sagnanetið (http://sagnanet.is) er
samstarfsverkefni Landsbókasafns Islands
- Háskólabókasafns og íslenska Fiske-
safnsins við Cornell-háskóla, með aðild
Stofnunar Árna Magnússonar á Islandi,
en einnig sér Hagfræðistofnun Háskóla ís-
lands um einn verkþátt. Verkefnið felst í
meginatriðum í þvi að setja íslenskar
fornsögur á stafrænt form og gera þær aö-
gengilegar um Netið. Þetta er metnaðar-
fullt verkefni og óhætt er að fullyrða að
það er viðamesta verkefni á sviði staf-
rænnar endurgerðar safnefnis sem ráðist
hefur verið í hérlendis og þótt víðar væri
leitað.
I gagnagrunni Sagnanetsins eru nú staf-
rænar myndir af um 870 handritum og um
450 bókum, samtals um 360 þúsund blað-
síður, og á næstu mánuðum munu um 100
handrit með um 40 þúsund blaðsíðum bæt-
ast við. Verkin hafa öll verið nákvæmlega
skráð og gert hefur verið mjög gott not-
endaviðmót sem býður upp á fjölhæft leit-
arforrit og allt sem til þarf til að vinna
með efniö um Vefmn.
Efniviður Sagnanetsins samanstendur
af íslenskum fombókmenntum, m.a. heild-
stæðu safni íslendingasagna og -þátta.
Einnig er þar nú þegar drjúgur hluti
norrænnar goðafræði, biskupasagna, forn-
aldarsagna og riddarasagna, auk þess sem
mörg handritanna hafa einnig að geyma
kvæði, rímur og lausavísur. Þetta efni er
geymt í Landsbókasafni íslands - Háskóla-
bókasafni (um 171 þús. bls.), Stofnun Árna
Magnússonar á íslandi (um 38 þús. bls.) og
íslenska Fiske-safninu í Cornell (um 151
þús. bls.). Öll handrit í þessum flokkum,
auk prentaðra útgáfna og lærdómsrita um
efnið, sem gefin eru út fyrir 1901, verða að-
gengileg á þennan hátt.
Plata aldarinnar
Um þessar mundir gefst tækifæri til aö
velja bestu plötu aldarinnar á Vísi.is. Búið
er að velja hundrað plötur til þátttöku en
lesendum Vísis.is býðst að velja tíu plötur
úr þessum hópi.
Gunnhildur í Taívan
Gunnhildur Einars-
dóttir hörpuleikari er
nú á tónleikaferðalagi í
Taívan með Paul Leen-
houst blokkflautuleik-
ara. Á föstudag hélt
hún tónleika fyrir fúllu
húsi í Taipei og fékk
hún frábærar móttök-
ur. Löngu uppselt var á
tónleikana. Á laugardag lék hún í
Taichung sem er þriðja stærsta borg Taív-
an. Gunnhildur hlaut styrk til fararinnar
frá menntamálaráðuneytinu.
-SER