Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.07.2001, Side 28
% FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2001 > t * i M Skrílslæti í Úthlíð: Lögregla varö frá aö hverfa Gerður var aðsúgur að Selfosslögregl- unni þegar hún reyndi handtöku í Út- hlíð í Biskupstungum í fyrrinótt. Mikil ölvun og samsöfnuður fólks var á svæð- inu og í kjölfar dansleiks upphófust slagsmál og óspektir meðal ballgesta. Um 5 til 700 manns voru í Úthlíð og réð 6 manna lögreglulið sem var til skipt- anna í Ámessýslu á tímabilinu ekki neitt við neitt. „Það voru almennar óspektir meðal fólksins og þegar lögreglumenn reyndu að handtaka mann fyrir ofsaakstur gerði lýðurinn aðsúg að þeim. Við urð- um frá að hverfa og gátum ekkert gert þótt verið væri að brjóta rúður í bílum og berja mann og annan,“ segir Svanur Kristinsson, lögreglumaður á Selfossi. Svanur segir skipulagsleysi valda því að illa fer. „Ballinu lýkur klukkan þrjú og þá er ekkert við að vera fyrir fólkið. Á venju- legum útihátiðum er eftirlit og gæsla á vegum aðstandenda hátíðanna. Þarna var greinilega gert ráð fyrir því að lög- reglan tæki að sér þessi störf en hún er alltof fáliðuð og getur ekkert gert til að hafa hemil á skrilnum sem er með óspektir," segir hann. -jtr Lokuð matvörubúð: Mjólkurpeningar gáfu 2,4 milljónir Hún datt aldeilis í lukkupottinn, konan á fertugsaldri sem ætlaði að versla i 10-11 í Glæsibæ i gærkvöldi klukkan 19.30. Hún kom að luktum dyrum þar sem nú stendur yfir vörutalning í verslunum landsins. Hún skellti sér í staðinn með mjólkurpeningana í spilakassa Gull- námu Happdrættis Háskóla Islands í sama húsi, i Ölveri í Glæsibæ, og vann 2.386.099 kr. Að sögn starfsmanns í Ölveri varð konunni mikið um. Konan, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagði að vinningurinn kæmi sér að sjálfsögðu vel enda væri hún að fara í sumarfrí í útlöndum eftir 2 vikur. Vinningurinn er ekki síður skemmtilegur þar sem Happdrætti Háskólans var að breyta kerfi sínu i Gullnámunni á föstudag og er þetta því fyrsti Gullpotturinn í nýja kerf- inu. -DVÓ Ofsaakstur: Fullur á 150 - sofnaði Ökumaður um tvítugt var tekinn á tæplega 150 kílómetra hraða nærri Laugarvatni um fjögurleytið aðfara- nótt sunnudags. Þegar lögreglan tók hann tali reyndist hann undir áhrif- um áfengis. Maðurinn sofnaði ölv- unarsvefni í bíl lögreglunnar þegar hún ræddi við hann. -jtr DV-MYND INGO Þórsmerkurgleöi Ekki finna sig allir knúna til að stunda slagsmál og ólæti í sumarfríum sínum. Þessi kátu ungmenni í Þórsmörk létu gleðina ráða ríkjum og höfðu engar áhyggjur af skrílslátum margra annarra. Og þannig á sumarið aö vera. Þroskaþ j álf averkf all: Verö aö vera bjartsýn - segir Sólveig Steinsson „Það er verkfall í gangi og mikil al- vara á ferðum en ég verð að vera bjart- sýn,“ segir Sólveig Steinsson, formað- ur Þroskaþjálfafélags íslands. Samn- ingafundur milli félagsins og samn- inganefndar ríkisins verður haldinn eftir hádegi í dag og kveðst Sólveig vonast til að ríkið komi með eitthvað bitastætt svo núverandi ástandi linni. „Við þurfum að gera miðlægan samn- ing við rikið til að geta gengið frá samningum við sjáifseignarstofhanir. Það er ljóst að peningamir verða að koma frá ríkinu," segir Sólveig. Þroskaþjáifar eru búnir að ganga frá samningum við Reykjavíkurborg og laúnanefhd sveitarfélaganna. Ósamið er við Skálatún og Styrktarfélag van- gefinna sem eru sjálfseignarstofnanir og Reykjalund sem telst einkastofnun. Ríkið hefur greiningarstöðvar og svæðisskrifstofur fatlaðra á sinni könnu og þar er allt í lamasessi meðan verkfall varir. -Gun Slagsmál og drykkjulæti í Þórsmörk: Fólk þarf reglulega að láta eins og skepnur - segir læknir sem sendi eftir aukabirgðum af tvinna Um 1500 manns voru samankom- in í Langadal í Þórsmörk á laugar- dagskvöldið. Samfögnuðurinn ein- kenndist af ' slagsmálum og drykkjulátum og þurfti fjöldi fólks að leita ásjár læknis og Rauða krossins. Lögreglan á Hvolsvelli þakkar Ólafi Árna Sveinssyni, af- leysingalækni á Hvolsvelli og Hellu, fyrir að ófremdarástand skapaðist ekki í Þórsmörk. Ólafur stóð vakt- ina í Langadal frá kvöldi laugardags fram á miðjan sunnudag, samtals 18 tíma. Hann segir stöðugan straum illa haldins fólks hafa legið til sín. „Ég hef ekki tölu á því hversu margir komu til mín en það hlýtur að hafa hlaupið á tugum. Það var ljótt að sjá hvernig fólk var farið. Menningarstigið var komið ansi langt niður þarna um nóttina og hrottafengin slagsmál voru mörg. Það fylgir kúltúrnum á íslandi að fólk þarf að láta eins skepnur við og við til þess að fá útrás,“ segir Ólafur. Ástandið var slíkt í Þórsmörk að lögreglan þurfti að sækja aukabirgð- ir af tvinna til Hvolsvallar, svo vett- vangslæknirinn í Mörkinni gæti haldið áfram að sauma. Þyrla Landhelgisgæslunnar var tvisvar kölluð á svæðið á laugardag. í annað skiptið var það vegna þess að maður sem talinn var ölvaður prílaði í klettum við hlíð Vala- hnjúks. Hann féll niður sex metra hæð og brotnaði á báðum höndum. Auk þess var hann talinn með inn- vortis blæðingar. Annar var sóttur eftir að hafa fallið niður meðvitund- arlaus af ókunnum orsökum. Þess utan kærði einn maður líkamsárás þar sem hann var sleginn í andlitið' með glerflösku. Hann skarst mikið í andliti. Ólafur læknir segist vona að fólk muni endurskoða þennan hátt sem það hefur á sumarfríum sínum. „Mikil hætta fylgir því ef fólk hópast saman ölvað á svæði eins og Þórsmörk. Þar eru gil og klettar sem eru slysagildrur fyrir fullt fólk að. Það þarf að endurskoða þessar sem finnur oft hjá sér hvöt til að samkomur rænulítils fólks.“ -jtr fara í gönguferðir hingað og þang- Þyrlan í Þórsmörk Tvö útkalla þyrlu Landhelgisgæslunnar voru í Þórsmörk. Þarna er hún að sækja mann sem hrapað hafði í klettum og brotnað á báðum höndum. Hér er verið að bera manninn slasaðan um borð. Neistaflug milli vélstjóra og annarra í forystusveit fiskimanna: Hef nóga til að tala við - segir Helgi Laxdal, formaöur Vélstjórafélagsins „Ef Sævar ætlar aldrei að ræða við mig aftur, þá verð ég að búa við það, ég hef nóga til að tala við. Við stungum engan i bakið með rýtingi en gerðum bara kjarasamning fyrir félagið. Haldi Sævar það virkilega að við hefðum feng- ið að vera í verkfalli marga mánuði í viðbót, þá er ég honum fullkomlega ósammála. Ég veit að allar ríkisstjómir hefðu gripið inn í deiluna," sagði Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags Is- lands, í gærkvöldi. Aðrir forystumenn fiskimanna hafa fordæmt framgöngu Helga og félaga hans harðlega I fram- haldi af kjaradómi sem úrskurðaði sjó- mönnum launahækk- anir um helgina. Helgi hafnar því að pólitísk afskipti sín hafi haft nokkuð með samninga vélstjóra að gera. Helgi segist ekki vilja úttala sig um Helgi Laxdal. hvort enn stæði verkfaU á fiskiskip- um ef ekki hefði verið gripið inn í en segir að markmið útgerðarmanna hafi verið að fá niðurstöðu í mönnun- armálum. Hann sagði að ljóst væri að Kristján Ragnarsson hafi ekki síst lát- ið af störfum vegna þessara mála. „Varðandi þennan dóm þá hef ég ekkert með það að gera í sjálfu sér. En mér sýnist að margt sé skárra hjá þeim ef eitthvað er. Grétar Mar var að tala um launalækkun hjá einhverjum sínum mönnum, skipstjórum á uppsjávarveið- um, en við sömdum auðvitað ekki fyrir skipstjóra. Þeirra samningur gildir í tvö og hálft ár en okkar í fjögur og hálft ár. Þeir hafa því svigrúm til að sækja bætt kjör fyrir sína umbjóðendur án þess að Vélstjórafélag íslands komi þar nokkuð nærri,“ sagði Helgi Laxdal. -JBP - Nánar bls. 2. Jói útherji Knattspyrnuverslun Ármúla 36 • sími 588 1560 Verö frá 35.500 EVRÓ Allar stærðir 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.