Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 I>V 9 Fréttir . Enginn kaupandi á þriðjungi Landsbankans í sigtinu: Islenskir kaupend- ur ekki útilokaðir Valgerður Sverrisdóttir við- skiptaráðherra segir að enginn kaupandi sé í sigtinu hvað varðar sölu á þriðjungshlut í Landsbankan- um en hún hafi ákveðna tilfinningu fyrir því að með því að fara með þessum hætti í málið séu möguleik- arnir mun meiri en ef farið væri í það að selja mun minni hlut og til fleiri aðila. „Ég vil ítreka að það er alls ekki búið að útiloka íslendinga í þessum efnum en þau skilyrði sem við setj- um i sambandi við söluna, þ.e. þau að auka samkeppnishæfni félagsins og markaðarins, finnst okkur að það séu nokkuð þröngar aðstæður á íslenska markaðnum og því hefur verið gefið út að það sé líklegra að um erlendan aðila verði að ræða. Og við sjáum ýmsa kosti við það en það er mikill misskilningur að við séum að útiloka innlenda aðila. Það er stefna ríkisstjórnar- innar að ljúka sölu ríkis- bankanna á þessu kjörtíma- bili, m.a. 68% hlut í Lands- bankanum," segir við- skiptaráðherra. Valgerður segist ekki ef- ast um að tillaga ASÍ um 20 milljarða erlent lán til að greiða niður erlendar skuldir sé úthugsuð en vill ekki tjá sig um það að öðru leyti. „Vegna þess orðróms sem var uppi í fyrra um að viðskiptabank- arnir héldu að sér höndum gagnvart viðskiptavinum á lands- byggðinni skrifaði ég þeim bréf í fyrra og miðað við svörin átti sá orðrómur ekki við rök að styðjast. En það hefur almennt dregið úr útlánum samkvæmt til- mælum Seðlabankans. Veðhæfni sumra eigna á landsbyggðinni er ekki mikil og því er mikil þörf fyrir Byggðastofnun. Það er svo álitamál hversu mikið hún á að vera í út- lánum og það er ekki verið að tala um að stofna nýjan banka. Það er pólitískt mál hversu miklu fjármagni hún hefur úr að spila hverju sinni,“ segir Valgerður Sverrisdóttir. -GG Valgerður Sverrisdóttir iönaöar- og viö- skiptaráöherra. Vélbyssan fer trúlega aftur í vota gröf Stór vélbyssa, ásamt nokkrum birgðum af skothylkjum, er enn um borð í E1 Grillo, oliuskipinu sem sökkt var við Seyðisfjörð á stríðsár- unum. Skipið var búið langdrægum byssum sér til varnar en það stoðaði litt þegar þýskar flugvélar sökktu því. Magnús Stefánsson, kafari á Seyöisfirði, sagði í gær að byssan sem nú er geymd í vatni í keri und- an mjöli og er undir eftirliti lögregl- unnar muni að öllum líkindum fara niður aftur í hina votu gröf, henni verði sökkt í flakinu. Byssan er svo- kallaður 20 pundari. Önnur byssa af sömu gerð var áður komin upp, og gerð upp, en hún er til sýnis á safni á Seyðisfirði. Stærsta loftvarna- byssa E1 Grillo er aftur á skut. Ætl- unin mun að kafa eftir henni og gera hana upp, enda eru byssur af þessari gerð fágætar mjög. „Það var vitað um þessa byssu, hún var fest á einum bolta á brúar- vængnum og það hefur verið auð- velt að losa hana,“ sagði Magnús. Félagi hans Þorgeir Jónsson, kafari á Neskaupstað, sagðist halda að hún hafi verið á 24-26 metra dýpi og auð- velt að sækja hana. Þorgeir hefur kafaö talsvert í flakið og er kunnug- ur E1 Grillo. Óráðlegt er að fara undir þiljur, hætta á að kafarar villist, því mikið gruggast upp þeg- ar farið er um skipið. Kafarar hafa hins vegaf skoðað inn í stýrishúsið og farið um þilfor skipsins og víðar. Köfun vegna björgunar á olíu- farmi E1 Grillo hefst i ágúst og munu norskir björgunarmenn vinna að verkinu. -JBP DV-MYND HELGI EINARSSON Vélbyssa kemur úr kaflnu Hér er Magnús Stefánsson, kafari á Seyöisfiröi, aö skoöa bresku vélbyss- una sem starfsbræður hans úr Reykjavík færöu úr kafinu og hugöust fara meö til Reykjavíkur. Heiðarskóli Foreldrar í Keflavík mótmæltu og höföu sitt í gegn. Myllubakka- og Heiðarskóli: íbúar beygðu bæjarstjórn Hópur foreldra í Heiðar- hverfi í Keflavík afhenti bæj- arstjóra undirskriftalista fyr- ir skömmu þar sem þeir mót- mæltu því að Myllubakka- skóli og Heiðarskóli yröu á sama skólasvæði. Á bæjar- stjómarfundi þann 8. maí var samþykkt að skólasvæði Reykjanesbæjar yröu sveigj- anleg til að jafna fjölda bama í hverjum árgangi og nýta skólahúsnæði sem best. Málið var tekið fyrir í bæj- arráði síðastliðinn fimmtudag og þar var málinu vísað til af- greiðslu næsta bæjarstjómar- fundar. Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar í fyrradag lögðu fulltrúar í bæjarstjóm fram tillögu þar sem fram- kvæmdin var tekin til baka. Bæjarstjóm samþykkir að skólahverfi verði óbreytt frá því sem verið hefur. Húsnæð- isvandi fjölmennra árganga verði leystur með lausum kennslustofum. Bæjarstjórn samþykkti að setja tvær laus- ar kennslustofur við Heiöar- skóla nú í haust. Kostnaði er vísað til endurskoðunar fjár- hagsáætlunar. -DVÓ Til sölu viðskiptanetskrónur. Tilboð óskast i 1.455.000.00 viðskiptanetskrónur. Selst aðeins gegn staðgreiðslu. Tilboð sendist auglýsingadeild DV fyrir 12. júlí nk., merkt: BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deiliskipulag og breytingar á deiliskipulagi í Reykjavík í samræmi viö 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, meö síöari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar eftirtaldar tillögur að breytingum á deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík: Barónsstígur, Hverfisgata, Vitastígur, Skúlagata, breyting á deiliskipulagi. Um er aö ræöa breytingu á deiliskipulagi svæöis er afmarkast af Barónsstíg í austur, Hverfisgötu í suður, Vitastíg í vestur og Skúlagötu í norður. Tillagan gerir m.a. ráö fyrir aö heimilt verði aö byggja ofan á nyrstu húsin á reitnum, niöurrifi hluta bygginga við Skúlagötu 26, 28 og Vitastíg 3, tveggja hæöa nýbyggingum á lóðunum nr. 85-91 við Hverfisgötu og Vitastíg 5 og bílakjallara á þremur hæöum. Suðurgata, Túngata, breyting á deiliskipulagi Suðurgötu. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi svæðis er afmarkast af Suðurgötu í austur, Kirkjugarðsstíg í suður, Garðastræti í vestur og Túngötu í norður. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að heimilt verði að byggja bílgeymslu, sem að mestu verður neðanjarðar, fyrir allt að 207 bíla, undir lóðirnar nr. 2-8b við Suðurgötu. Hluti bílgeymslunnar verður undir Suðurgötu og Túngötu og hluti hennar teygir sig út fyrir skipulags- svæðið þ.e. undir lóðir við Aðalstræti og lóðir við Túngötu norðanverða. Sá hluti bílgeymslunnar, sem er utan skipulagssvæðisins, er hins vegar innan deili- skipulagstillögu sem unnin hefur verió af Grjótaþorpi en hún er til kynningar á sama tíma. Kvos/Grjótaþorp, breyting á deiliskipulagi Kvosarinnar og nýtt deiliskipulag fyrir Grjótaþorp. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar og nýtt deiliskipulag fyrir Grjótaþorp. Skipulagssvæðið afmarkast af Aðalstræti í austur, Túngötu í suður, Garðastræti í vestur og Vesturgötu í norður. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir aö svæðið verði hverfisverndað, nokkrar breytingar verði á lóðamörkum, töluverðar breytingar verði á byggingaráformum á lóðinni nr. 16 við Aðalstræti (áður Aðalstræti 14-18/Túngata 2-4), niðurrifi og nýbyggingum á lóðunum nr. 4 og 10 við Aðalstræti og 23 við Garðastræti, viðbyggingu við Húsið að Grjótagötu nr. 5, ásamt frekari takmörkun á landnotkun á miðborgarhluta svæðisins þannig að óheimilt verði að setja á stofn eða starfrækja þar; næturklúbba, dansstaði, skemmtistaði og spilasali. Verði tillagan samþykkt fellur eldra deiliskipulag Grjótaþorps úr gildi svo og hluti deiliskipulags Kvosarinnar, þ.e. sá hluti sem tekur til húsanna vestan Aðalstrætis. Tillögurnar liggja frammi í sal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 6. júlí - til 3. ágúst 2001. Eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér þær ítarlega. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflegatil Borgarskipulags Reykjavíkur eigi síðar en 17. ágúst 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 6. júlí 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.