Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 13
13 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 DV Ólafur Jóhann í útlegð Ekki ætla ég aö spá fyrir um hvert leiö Ótafs Jóhanns mun liggja, en hann á skiliö aö vera metinn aö verðleikum fyrir Slóð fiörildanna sem er tvímælalaust hans langbesta bók á fimmtán ára ferli. Meö þeirri bók skrifaöi hann sig inn í íslenskar nútímabókmenntir. Eftir tíu ára starf sem gagnrýnandi hef ég lært dýrmæta lexíu. Hún er sú að gagnrýn- andi á ekki að gefa sér neitt fyrir fram um hæfni höfunda á ritvellinum. Ég ætla ekki að segja að þessi sannindi hafi fyrst opinberast mér í jólabókavertíðinni árið 1999, en það var samt um þau jól sem ég sannreyndi sem aldrei fyrr undarlegan viðsnúning. Höfund- ur, sem ég hafði árum saman talið hæfileika- snauðan, skrifaði bók sem mér fannst vera besta skáldsaga ársins. Ég vildi reyndar ekki gefast upp fyrir þeirri bók baráttulaus og las hana þrisvar. Hún varð betri við hvern lest- ur. Slóð fiðrildanna sigraði mig. Einn af fáum ósigrum í lífinu sem mér hefur fundist eftirminnilega sætur. Slóð fiðrildanna eftir Ólaf Jóhann Ólafs- son fékk sérlega dóma hér á landi. Samt reyndist of mörgum erfitt að viðurkenna hana sem afbragðs bókmenntaverk, eða hvernig á öðruvísi að skilja hvers vegna hún var ekki tilnefnd til íslensku bókmennta- verðlaunanna? Og þegar kom að því að til- nefna bækur til Menningarverðlauna DV komst hún heldur ekki á lista þar. Voru svo margar betri bækur á markaöi þetta árið? Hreint ekki, segi ég. En þá er ég reyndar ein- ungis að tala út frá eigin smekk. Hrifningarfullir gagnrýnendur Nú vill bara svo til að ég stend ekki ein. Ég get kallað til gagnrýnendur The Times, Daily Mail, Sunday Tribune, The Observer, New Statesman, Time Out, Sunday Tele- graph, Punch, Newsday, Washington Times, New York Times, Los Angeles Times, New Yorker... Fyrirgefið mér, en nú nenni ég ekki að pikka inn nöfn allra þeirra erlendu blaða sem hafa birt dóma um bókina. Mér leiðast nafnarunur, og vil ekki vera að bía þessa grein út með þeim, þótt allir þessir gagn- rýnendur séu reyndar mikilvæg vitni. Já, og svo eru italskir gagnrýnendur nýbúnir aö blanda sér í umræðuna og loga líka af hrifn- ingu. Bókin hefur ekki enn flakkað tii fleiri landa, en það stendur víst til bóta. Tíu landa samningur, ef allt er taliö, þar á meðal Kína. Erlendir dómar hafa langflestir verið á eina lund. Hafa þessir gagnrýnendur ekki á réttu aö standa? Eða getur það gerst að dómgreind evr- ópskra og bandarískra gagnrýnenda bili svo snar- lega og nær samtímis að þeir taki að hlaöa lofi á bók sem er hrein meðalmennsku? Og á sá vírus hugsanlega eftir að flakka til þriðju heimsálfunn- ar, Kína og herja á þarlenda gagnrýnendur? Er ekki bara rétt að horfast í augu við að Ólaf- ur Jóhann skrifaði hrífandi, undurfallega og minnisstæða skáldsögu. Hefðbundna skáldsögu, já, en mér hefur nú virst að bókmenntafræðileg umræða væri komin handan við það að gera formtilraunir að helsta mælikvarða gæða. Og bókmenntaumræðan á að vera orðin þroskaðri en svo að telja telja löst á bók að sagan dragi lesand- ann áfram, það gildi hafa flestar góðar skáldsög- ur - og mörg önnur þar á ofan. Nú finnst mér ég heyra hjáróma raddir segja að fleiri íslenskar skáldsögur gætu fengið sömu viðtökur gagnrýnenda væru þær þýddar á erlend- ar tungur. Sennilega einhverjar, já, en ekki ýkja margar. Og það segi ég vegna þess að mér finnst Slóð fiðrildanna vera ein af bestu skáldsögum tí- unda áratugarins. En allt tal um hugsanlega vel- gengni annarra íslenskra skáldverka erlendis er fánýtt í þessu samhengi og breytir engu um gæði umræddrar bókar. Fálæti á heimaslóðum Einhverjir bókmenntafræðingar hér á landi héldu því fram á sínum tíma að Slóð fiðrildanna væri afþreyingarbók. Kannski var það þeirra aö- ferð við að komast létt frá því að segja að þeim þætti fremur lítið til bókarinnar koma. Af lestri erlendra dóma verður ekki ráðið að menn flokki höfundinn sem afþreyingar- höfund. Á einum stað er honum líkt við Ishiguru. Þar er ekki leiðum að líkjast. En þaö er eins og þessir erlendu dómar hafi í engu breytt afstöðu ákveðins hóps bókmenntafræðinga til Ólafs Jóhanns. Þannig birtist á dögunum löng grein í Lesbók Morgunblaðsins um bókmenntir tíunda áratugarins og tugir rithöfunda kallaðir til sögu. Nafn Ólafs Jóhanns var ekki nefnt. Það var eins og hann væri ekki til. Er ekki rétt að hætta að sýna Ólafi Jó- hanni þann dónaskap að sniðganga hann sem höfund. Hann er búinn að sanna sig með Slóð fiðrildanna, og ég skal fúslega viðurkenna að það kom mér á óvart hversu vel honum tókst það. Hér koma nokkur lýsingarorð um Slóð fiðrildanna, úr smiðju erlendra gagn- rýnenda: „Mikilfengleg", „Undraverð", „Geislandi“, „Fullkomin og heillandi", „Tilkomumikil“, „Tilfinningarík og út- hugsuð." Og þetta er einungis brot af því sem sagt hefur verið. Bók sem fær slíkar mótttökur fær óneitanlega á sig verð- launastimpil. Hér á landi var hún ekki einu sinni tilnefnd til verðlauna. Helst sá maður von í því að eftir þær móttökur sem hún hlaut erlendis hefði menn haft vit á að tilnefna hana til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Það hefur ekki veriö gert. Hvers vegna ekki? Af þvi mönnum líkar ekki bókin? Eða af því höfundurinn þarfnast ekki peninganna? Eru verðlaun ölmusa? Eiga þau ekki að vera viðurkenning? Hæfileikaríkur höfundur Af hverju stafar þessi fælni ákveðins hóps bókmenntamanna? Eru fyrri bæk- ur höfundar að trufla þá? Af hverju ættu þær að gera það? Á löngum ferli skrifa menn misjafnar bækur. Sumir hefja fer- il sinn með glæsibrag en geta aldrei fylgt fyrstu verkunum eftir. Aðrir eiga í erfiðleikum í byrjun en springa síðan út. Hjá flestum blandast þetta saman, eftir tug bóka eru lélegu verkin innan um þau góðu. Það hefur ekki hamlað því að höfund- ar hafi komist í heiðurslaunaflokk Alþingis. Ekki ætla ég að spá fyrir um hvert leið Ólafs Jóhanns mun liggja. En hann á skilið að vera metinn að verðleikum fyrir Slóð fiðrildanna sem er tvímælalaust hans langbesta bók á fimmtán ára ferli. Með þeirri bók skrifaði hann sig inn i íslenskar nútímabókmenntir. Ég er ekkert viss um að hann eigi í framtiðinni eftir að skrifa sig út úr þeim. Hann hefur opinberað umtalsverða hæfileika og það væri skaði fyrir íslenskar bók- menntir ef hann nýtti þá ekki til fullnustu í fram- tíðinni. Kolbrún Bergþórsdóttir Leiklist Úr öskunni í eymdina Rokksöngleikurinn um Hedwig lýsir átakanlega misheppnaðri leit söguhetjunn- ar að sjálfri sér. Fæddur og uppalinn sem strákurinn Hans í Berlín lendir hann „vit- lausu megin" við múrinn í margfóldum skilningi. Hann er tilbúinn til að fórna hverju sem er til að komast í sæluna fyrir vestan og gengst í þeim tilgangi undir mis- heppnaða kynskiptaaðgerð hjá skottulækni. Þar með er hann orðinn Hedwig og kemst að vísu til fyrirheitna landsins en aðeins til að lifa þar enn ömurlegra lífi en fyrr. Við fall Berlínarmúrsins breytist allt á svip- stundu og hin misheppnaða fórn verður nánast brandari eins og svo margt annað í lífi Hedwig þar sem ekta gervi glys er alls ráðandi. Verkið er nánast einleikur, þó að Yitzak, maður Hedwig, fylgi henni eins og skuggi á sviðinu. Á sama hátt liggur sýningin ein- hvers staðar mitt á milli þess að vera söng- leikur og hreinir rokktónleikar með töluð- um texta inn á milli. Þeim sem fylgst hafa með frammistöðu Björgvins Franz Gísla- sonar í Nemendaleikhúsinu í vetur kemur ekki á óvart að hann fer létt með að túlka leikrænu hliðina á hlutverki Hedwig, en hitt var ekki eins gefið hvort hann réði jafn vel við sönginn. Eftir að sýningin komst á skrið lá það þó ljóst fyrir að ekki vafðist það fyrir honum og í yfirþymandi hörðum og Björgvin Franz Gíslason „Eftir aö sýningin komst á skriö lá þaö þó Ijóst fyrir aö ekki vafö- ist þaö fyrir honum og í yfirþymandi höröum og hráum rokklögun- um tókst honum jafnvel aö sýna aö undir brynju óskammfeilni og storkandi groddaskapar er Hedwig ótrúlega tragísk og viö- kvæm persóna. “ hráum rokklögunum tókst honum jafnvel að sýna að undir brynju óskammfeilni og storkandi groddaskapar er Hedwig ótrúlega tragísk og viðkvæm persóna. Ragnhildur Gísladóttir í hlutverki Yitzaks og hljómsveitin „Reiða restin" eiga að von- um stóran og góðan hlut í sýningunni, þar sem tónlistin gegnir lykilhlutverki. Lögin eru alls ekki einsleit og innan um rosarokk- ið eru nokkrar ljúfari melódíur sem milda yfirbragðið. Magnús Geir Þórðarson leik- stjóri gefur líka færi á smá gamansemi í bland við tregann, sérstaklega í framgöngu Yitzaks. Sviðið er hrátt, sviðsbúnaður í lág- marki en mikið lagt upp úr ljósasjóinu sem rennur nánast saman við tónlistina. Sýningin á efalaust eftir að falla vel í kramið hjá þeim sem vilja njóta tónlistar á mesta styrk sem mannleg heyrn þolir því að hvergi er dregið af trukkinu. Undir yfir- borðinu liggur þó saga einstaklings sem ör- lögin hafa sett á einhvern bandvitlausan stað í tilverunni og það getur reynst þraut- in þyngri að greiða úr slíkri flækju. Auður Eydal Leikfélag íslands sýnlr í Loftkastalanum: Hedwig eftir John Cameron Mitchell og Stephen Trask. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson. Búningar: Halla Gunnarsdóttir. Lýsing: Þóröur Orri Pétursson. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. ________________Menning Umsjón: Sigtryggur Magnason Þjóölagahátíð á Siglufirði 10.-15. júlí Eins og margir muna þá var haldin þjóðlaga- hátíð á Siglufirði síðastliðið sumar. Hátíðin í sumar verður haldin dagana 10.-15. júlí og verður með svipuðu sniði. Boðið verð- ur upp á tíu námskeið, bæði fyrir börn og fullorðna, auk tónleika á hverjum degi. Þá verður sérstök lygavaka þar sem helstu lygalaupar norðan heiða segja sögur, kveðnar verða vísur og sunginn fjöldasöng- ur. Kennarar á námskeiðum eru bæði innlendir og erlendir. Poul Hoxbro og Miriam Andersen frá Danmörku kenna norræna þjóð- dansa, evrópska hirðdansa og ball- öður og Kristín Valsdóttir verður með námskeið einkum ætlað grunnskólakennurum þar sem hún sýnir hvernig nýta megi þjóðlög, þulur og kvæði í almennu skóla- starfi. Gunnsteinn Ólafsson kennir kórstjórum að fást við þjóðlagaút- setningar fyrir barnakóra og bland- aða kóra, Sigurður Flosason og fé- lagar í Flís-tríóinu kenna þjóðlaga- djass og Steindór Andersen kvæða- maður leiðbeinir um rímnakveð- skap. Mikil áhersla er lögð á að þátt- takendur á þjóðlagahátíðinni taki börn sín með og þvi verður boðið upp á tvenns konar námskeið fyrir börn, þeim að kostnaðarlausu. Leiklistarnámskeið verður fyrir böm 10-12 ára í umsjá Theodórs Júlíussonar og síðan verður leikja- námskeið fyrir 9 ára og yngri. Nán- ari upplýsingar eru á heimasíðu hátíðarinnar á www.siglo.is/festi- val2001. Tríó Árna Heiðars á Jómfrúnni Á sjöttu tón- leikum sumar- tónleikaraðar veitingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu, laugardaginn 7. júlí, kemur fram tríó píanóleikar- ans Árna Heið- ars Karlssonar. Meö Áma Heiðari leika Tómas R. Einarsson á kontra- bassa og Matthías Hemstock á trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og standa til kl. 18. Tónleikarnir fara fram utandyra á Jómfrúartorg- inu ef veður leyfir en annars inni á Jómfrúnni. Aðgangur er ókeypis. Jonna á Karólínu Jonna opnar sýningu á Café Kar- ólínu laugardaginn 7. júlí kl. 15.00, sýningin stendur til 27. júlí. Jonna sýnir 35 mósaíkspegla, einn spegil fyrir hvert ár sem hún hefur lifað. Jonna tekur þátt í sýningunni Ak- ureyri í myndlist sem nú stendur yfir i Listasafninu. Þar var gefin út vegleg sýningarskrá sem i er að finna allar helstu upplýsingar um lisrænan feril Jonnu. Önnur kona á Akureyri í myndlist, Margrét Jónsdóttir, opnar sýningu í Safna- safninu á laugardag. Þar sýnir hún spUadósir sem hún hefur unnið úr leir. Sú sýning stendur til 3. ágúst. Sama dag, 7. júlí kl. 18.00, opnar Magnús Logi Kristinsson sýningu í KOMPUNNI. 1 tilefni opnunarinn- ar verður hann með uppákomu „á slaginu sex“.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.