Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 25
FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 DV 29 „Þetta er margfalt betri stað- ur. Hér sér maður þó fólk,“ segir Þórarinn Þór, yfirþjónn á veit- ingaskipinu Thor, sem flutt hef- ur verið úr Hafnarfjarðarhöfn til Reykjavíkur og liggur nú bundið við Ingólfsgarð með öðr- um varðskipum. „Við opnum í dag og verðum með opið í hádeg- inu og á kvöldin." Þórarinn Þór og Thor Sá aldrei fólk í Hafnarfirði. Hafnarstjórn Reykjavíkur samþykkti umsókn eigenda veit- ingastaðarins um legupláss við Ingólfsgarð en skipið er 63 metra langt og vegur um 615 tonn. Legugjald er aðeins 60 þús- und krónur á mánuði og byggir á samningi sem gerður var við eiganda veitingarekstursins og gildir fram að áramótum. „Við ætlum ekki að sigla með gestina úr höfn og heldur ekki að dansa. Þetta er veitingahús,“ segir Sigríður Blöndal rekstrar- stjóri, en hún rekur einnig skemmtistað fyrir samkyn- hneigða á Hverfisgötu. ' Þórarinn Þór yfirþjónn er himinlifandi yfir því að vera kominn frá Hafnarfirði og til Reykjavíkur en ánægðastur er hann þó með nýjan landgang sem settur hefur verið upp og auðveldar mjög aðgengi gesta að skipinu. Jón sundmaöur. I sund þrisvar á dag „Það er hreyf- ingin og félags- skapurinn í vatn- inu,“ segir Jón Erlendsson, for- stöðumaður upp- lýsingaþjónustu Háskóla íslands, en Jón fer í sund þrisvar á dag. Fyrst snemma á morgnana áður en haldið er til vinnu. í hádeg- inu er hann mættur aftur og í dagslok skellir hann sér í skýl- una í þriðja sinn og stingur sér til sunds. Jón dvelur þó lengstum í heitu pottunum enda með afbrigðum viðræðugóður og vel heima í flestu. Menntaður verkfræðing- ur og handlaginn. Við fyrstu kynni virðist hann vita allt. Hann fer hratt yfir en gefur sér þó alltaf tíma til að tala. Jón er búinn að reikna út að það borgi sig að kaupa árskort f Sundlaug Vesturbæjar - ef maður fer þrisvar á dag. Leiðrétting Rangt var farið með lýsingu á Ólínu Þorvarðardóttur í Kastljós- þætti í ríkissjónvarpinu á þriðju- dagskvöldið. Þar var sagt að Ólína væri vestfirsk valkyrja. Hið rétta er að Ólína er austfirsk þokkadís. Með skærin í annarri og borinn í hinni: Tannlæknirinn sem dýrkar ráðherrann á átta úrklippubækur og allt sem birst hefur um Siv DV-MYND E.ÓL. Friöleifur tannlæknir meö úrklippurnar Siv alltaf sjálfstæð. Átti barn í miðju háskólanámi og missti ekki úr dag. „Ég á sex börn og geri ekki upp á milli þeirra. En ég er geysilega stolt- ur af Siv,“ segir Friðleifur Stefáns- son, tannlæknir á Rauðarárstígn- um, sem safnað hefur öllu sem birst hefur á prenti um umhverfisráð- herrann frá því að dóttir hans, Siv Friðleifsdóttir, hóf afskipti af stjórn- málum. Friðleifur tannlæknir á nú átta úrklippubækur með fréttum af Siv auk myndbandsspólu með upp- tökum af viðtölum og öðru úr sjón- varpi og útvarpi. „Þetta er orðið mikið safn enda Siv búin að vera lengi í pólitik. Hún fór á þing 1995 en áður hafði hún verið í bæjar- málapólitíkinni á Seltjarnarnesi." Friðlefur tannlæknir er alltaf með skærin á lofti. Hann klippir út úr Mogganum, DV, Fréttablaðinu og öllum tímaritum sem hann kemst yfir. Augu hans beinast að einu: Siv umhverfisráðherra, ástkærri dótt- ur: „Siv var strax sem barn ákaflega sjálfstæð. Ég þurfti aldrei að hafa neitt fyrir henni. Hún eignaðist meira að segja sitt fyrsta barn á meðan hún var í ströngu námi 1 Há- skólanum og missti ekki úr dag þrátt fyrir það. Siv er einstök," seg- ir Friðleifur tannlæknir sem síðast mundaði skærin á Séð og heyrt þar sem birtust myndir af Siv að opna eitthvert tölvuver. - Hvað ætlar þú að gera við þessi ósköp? „Ætli ég gefi henni þetta ekki í af- mælisgjöf þegar hún verður fertug í ágúst. Svo held ég áfram að safna eins og áður. Ég hef gaman af þessu.“ Hemmi í Taílandi Unir hag sínum vel og gamli keppnisandinn hefur blossað upp á ný. Sam og Bolli Arni Samúelsson bíó- kóngur og Bolli Kristins- son í Sautján hafa tekið höndum saman um að hrinda í framkvæmd sam- eiginlegum draumi beggja. Að hækka upp gamlan róluvöll sem stendur á bak við gamla Austurbæjarbíó og koma þar fyrir 150 bOa- stæðum, að hluta til neðan- jarðar. „Við Bolii höfum fundað og stefnum að þvi að ýta á ráðamenn borgarinnar. Þetta er þarft mál og rólu- völlurinn þjónar ekki leng- ur tilgangi sínum. Það eru i Róluvöilurinn 150 bílastæði myndu rúmast undir honum. börn borginni," þarna í hverfinu lengur, sagði Árni Samúelsson. Bolli Kristinsson sér framkvæmdirnar fyrir sér sem lið i endurreisn Reykjavíkurborgar en hug- myndir hans um stækkun Sundhallarinnar eru þegar landsfrægar. Gamla Aust- urbæjarbíó eigi aldrei eftir að nýtast sem skyldi vegna þess hversu þröngt er um það: „Þarna er kjörinn staður fyrir bílastæði hvort sem áfram verður kvikmyndahús eða önnur menningarstarfsemi i Bíó- sagði Bolli á dögunum. B Landvinningar í Taílandi: Hemmi Gunn söðlar um - yfirtekur veitingareksturinn á Diana Estate Hemmi Gunn hefur yfirtekið veit- ingarekstur á Diana Estate-hótelinu á Pataya-ströndinni í Taílandi en þar hefur Hemmi sjálfur búið undanfarna mánuði við ritun ævisögu sinnar. Ekki er ljóst hvað olli þessari stefnu- breytingu í lífi Hemma en hér er um stórvirki að ræða. „Þetta er risastór hótelsamstæða sem samanstendur af þremur bygg- ingum sem hver er 15 hæða há. í hót- elinu eru um 400 herbergi og öllu þessu ætlar Hemmi að þjóna auk sundlaugarbarsins sem gefur ekki minnst af sér,“ sagði Vilhjálmur Ást- ráðsson, gamall vinur Hemma og Taílands. Sjálfur rekur Vilhjálmur gistihús í Búðardal auk veitingasölu, en ekkert í líkingu við það sem Hemmi ætlar sér í Pataya. Sannleikurinn allur Hemmi Gunn hélt utan til að setjast við skriftir og rita ævisögu sína. Ekki gat hann hafist handa strax því hann vantaði lyklaborð með íslensku letri á tölvuna sína. Lyklaborðið hefur nú verið sent til hans en ekki er ólíklegt að viðamikill veitingarekstur eigi eft- ir að setja strik i ævisöguritunina. Hemmi Gunn lýsti hugmyndum sín- um um ævisöguna í sjónvarpsþætti skömmu áður en hann hélt til Taílands og staðhæfði þar að ekkert yrði dregið undan. Allt yrði sagt - að minnsta kosti það sem hann myndi. í finu formi Að sögn vina og félaga Hemma er kappinn í góðu formi í Pataya og unir hag sínum vel. Þykja veitinga- áfrom hans staðfesta að gamli keppnisandinn hafi blossað upp því þegar sá gállinn er á Hemma stend- ur ekkert í vegi hans. Minnast menn gamalla orða er hann lét falla þegar staðan var 8-1 í landsleik viö Dani sem tapaðist 14-2 og Hemmi var sjálfur í liðinu: „Nú tökum við þá, strákar!" Toppstykkið Það er þarna sem hlutirnir gerast. Fyrir ofan gleraugun og undir hárinu. Björn hugsar sitt. Fyrir sig - og aðra. 4T yf' r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.