Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 11
11 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001_______________________________________________________________________________________________ I>V Útlönd IGNIS 4x4 SPORTJEPPLINGURINN Meðaleyðsla 6,9 I 1.575.000,- SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Slmi 568 51 00. Langur laugardagur 15% afsláttur Trúlofunar- hringir Gott verð, mikið úrval im Spunitason Skartgripaverslun, Laugavegi 5,sfmi 551 3383. Spönginni.Grafarvogi, sími 577 1660. Órólegt upphaf á vopnahléi í Makedóníu Portúgalskt partí í Malasíu Malasíubúar af portúgölsku bergl brotnir skemmta sér á hátíö til heiöurs heilögum Pétri, Festa San Pedro, 1 borginni Malakka. Meira en 1000 afkomendur portúgalskra sjómanna sem sigruöu soldáninn af Malakka búa þar enn. Eiginkona Kohls framdi sjálfsmorð Smáskærur héldu áfram milli makedónska hersins og albanskra skæruliða fram yfir gildistöku nýs vopnahlés á miðnætti í gær. Vopna- hléinu var komið á af NATO sem samdi við deiluaðila sinn í hvoru lagi. Stjórnvöld í Makedóníu sam- þykktu að skrifa undir vopnahléið eftir að hafa fengið staðfestingu á að skæruliðar hefðu einnig skrifað undir. Nokkurrar bjartsýni gætir hjá deiluaðilum og sendifulltrúum NATO, Evrópusambandsins og Bandaríkjanna þrátt fyrir þær skærur sem átt hafa sér stað eftir að vopnahléið tók gildi. Öryggisráð- gjafi Boris Trajkovski, forseta Makedóníu, kallaði vopnahléið stórt skref í rétta átt. Samkvæmt fréttastofu BBC sann- færði sendimaður NATO skæruliða Albana um að skrifa undir þar sem viðræður stjórnmálamanna deiluað- ila væru komnar á góðan skrið. Stund milli stríöa Þessir makedónsku hermenn fá smáhvíld í gær áður en vopnahléiö tók gildi. Bardagar hafa nú staöiö í rúma fjóra mánuöi. Eiginkona Helmuts Kohls, fyrr- verandi kanslara Þýskalands, tók líf sitt á miðvikudagskvöld. Hannelore Kohl, 68 ára, þjáðist af sjaldgæfum sjúkdómi sem gerði hana ofnæma fyrir sólarljósi. Ofnæmið vaknaði upp við pensillínkúr árið 1993 og gerði hana aö fanga á eigin heimili síðustu 15 mánuðina. Hún mun hafa framið sjálfsmorð vegna vonlauss ástands heilsu sinnar. Helmut og Hannelore hittust fyrst á árunum eftir seinna stríð, hún 15 ára en hann 18. Helmut náði loks að fanga hjarta hennar eftir að hafa sent yfir 2000 ástarbréf. Hannelore, sem var grönn, ljóshærð og fmgerð, stóð þétt við hlið vörpulegs eigin- manns síns í gegnum súrt og sætt. Hún starfaði sem þýðandi en Helmut og Hannelore Kohl Helmut fékk Hannelore til viö sig meö 2000 ástarbréfum. beindi orku sinni í miklum mæli að góðgerðarmálum. Þá skrifaði hún matreiðslubækur, með nokkrum af uppáhaldsréttum Helmuts, þar á meðal var fylltur svínsmagi. Samúðarskeytum rigndi yfir kanslarann fyrrverandi í gær. Kohl er sá valdhafi Þýskalands sem lengst hefur setið í embætti frá því Bismarck var og hét. Eftir 16 ára valdatíma, meðal annars með falli Berlínarmúrsins, var veldi Kohls kollvarpað af Gerhard Schröder, núverandi kanslara. Eftir það leit dagsins ljós eitt mesta spill- ingarmál síðari ára. Kohl þurfti að líða opinbera niðurlægingu vegna skattsvika. En eiginkonan brást ekki. „Ég stend við bakið á mannin- um minum,“ sagði hún. NATO hefur lofað 3000 manna friðar- gæsluliði til að hjálpa til við afvopn- un skæruliða ef samningar milli deiluaðila takast. Gezim Ostreni, einn af forystumönnum Frelsishers- ins, eins og skæruliðar kalla sig, sagði í viðtali að pólitískt samkomu- lag þyrfti td að afvopnun yrði að veruleika. NATO hefur líka tekið það skýrt fram að friðargæslulið fari ekki inn í Makedóníu nema vopna- hlé verði búið að festa sig í sessi. Leiðtogar stjórnmálaflokka deilu- aðila fara nú yfir uppkast að nýrri stjórnarskrá sem franski lagasér- fræðingurinn Robert Badinter riss- aði upp. í því er komið til móts við kröfur albanska minnihlutans. Á meðal krafna sem settar hafa verið fram af minnihlutanum, 30% af íbú- um Makedóníu, er að albanska verði gerð að öðru opinberu máli landsins, auk annarra krafna sem rétta eiga hlut Albana gagnvart slavneskum íbúum Makedóníu. Vill lögleiða kannabis Breski íhaldsmaðurinn Peter Lilley skorar á samflokksmenn sína að taka róttæka afstöðu í átt að lög- leiðingu kannabisefna. Lilley segir helsta vandamál flokksins vera að kjósendur líti á baráttumálin sem neikvæð. Enn fremur segir hann að löggjöf gegn kannabis sé erfitt að fram- fylgja og ómögulegt að verja þegar efni eins og áfengi og nikótín eru lögleg. Slobodan Milosevic Margir vilja hjálpa honum út úr kiemmunni í Haag. Milosevic fær til sín lögfræðinga Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseti Júgóslavíu, fær heimsókn frá alþjóðlegu liði lögfræðinga á næstunni. Kanadíski lögfræðingur- inn Christopher Black segir að Mira Markovich, eiginkona Milosevic, hafl leitað til hans með lögfræði- hjálp. Black mun fara ásamt fleiri lögfræðingum, þar á meðal Ramsey Clark, fyrrverandi dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, td Milosevic I Haag. Black er foringi 200 manna hóps lögfræðinga, rithöfunda og mennta- manna sem myndað hafa verndar- hóp utan um Milosevic. Hópurinn lítur á Serbann, sem nefndur hefur verið slátrarinn frá Belgrad, sem pólitískan fanga Vesturlanda. „Með- limir hópsins trúa því að hann sé ekki sekur um þessar ákærur og að í raun séu þær ekkert annað en áróðurstilraun til að réttlæta grimmilega árás Nató á Júgóslavíu," segir Black. Hann seg- ist líklega munu ræða mögulegar úrlausnir í máli Milosevic og at- huga aðstæður hans í fangelsi Stríðsglæpadómstólsins í Haag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.