Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.2001, Blaðsíða 15
14 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2001 19 Útgáfufólag: Útgáfufélagiö DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvœmdastjórí: Hjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Guömundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Grnn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Rltstjórn: dvritst@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dvdreif@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverö 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim. Forboðnar auglýsingar íslensk löggjöf stenst á stundum ekki raunveruleikann. Eitt gleggsta dæmi þess er sjötti kafli áfengis- og tóbaks- laganna frá 1998 sem bannar íslendingum að auglýsa áfengi og tóbak. Fáeinir menn hafa verið dæmdir fyrir að brjóta þessa skrýtnu lagagrein, gjarna menn sem hafa af nokkurri hugsjón verið að reyna á lögin - og fengið bágt fyrir. Viðleitni þessara manna ber að þakka, enda brýnt að fólk láti ekki löggjafarsamkunduna komast upp með vitleysu og níðast á sjálfsögðum rétti þess. Vitlausa löggjöf á að leiðrétta. Það er alvarlegt mál þeg- ar sett eru lög í landinu sem eru á svig við grundvallar- rétt manna. Fyrrnefnd löggjöf við þessum auglýsingum stenst ekki jafnræðisreglu íslenskrar stjórnarskrár. Það vita allir lærðir menn í þessum fræðum en fáir eru til að benda á vitleysuna, ef til vill sakir þess að ekki þykir fint að auka frelsið í áfengisumræðunni. Algengt er reyndar að menn blindist af göfgi lagasetninga en i þessum efnum sem öðrum er hollt að opna augun öðru hvoru. Það gengur ekki að Alþingi setji lög sem framkvæmda- valdið leyfir að brjóta. Svo er í tilviki áfengis- og tóbaks- laganna. íslenskum framleiðanda löglegrar vöru, svo sem bjórs, er harðbannað að auglýsa vöruna hér á landi á sama tíma og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið sendir frá sér bréf og segir ekkert vera athugavert við vín- og tóbaksauglýsingar í víðlesnu íslensku tímariti. Hér er átt við eitt helsta áfengis- og tóbaksauglýsingablað lands- ins, Atlanticu, sem dreift er í miililandaflugi. í nýjasta hefti Lögmannablaðsins bendir Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður á þennan tvískinnung i íslenskri lagasetningu. Hann spyr hvort ekki sé kominn tími til að hugsa þetta mál upp á nýtt. Hann minnir á að framboð á þessum forboðnu auglýsingum í „erlendum“ miðlum sé á engan hátt heft en íslenskir fjölmiðlar og selj- endur geti þurft að sæta refsingum fyrir að miðla ná- kvæmlega sömu upplýsingum til nákvæmlega sömu les- enda. Von er að lögmaðurinn sé hlessa. Umrædd áfengislög eru mikil fljótaskrift og því miður brosleg á köflum. í þeim er til dæmis að finna vissar und- anþágur, jafn undarlega og það hljómar ef mið er tekið af göfugum tilgangi þeirra. Sú undanþága sem vekur mesta athygli er sú sem lýtur að „erlendum prentritum sem flutt eru til landsins“. Lögin heimila þeim ritum að auglýsa for- boðna varninginn í öllum regnbogans litum en útskýra að öðru leyti ekki hvað sé „erlent". Mætti DV auglýsa bjór ef það stofnaði útgáfufyrirtæki í Færeyjum? Von er að spurt sé þvi lagasetning sem þessi kallar á fleiri spurningar en svör. Þegar á reynir verður svona lagasetning ekki að öðru en orðaleik lögmanna í réttarsal og niðurstaðan ræðst af dagsformi dómarans, því prinsippið er í reynd ekki neitt. Vín- og tóbaksauglýsing- ar flæða yfir landið, hvort heldur er í „erlendum" tímarit- um, í formúlu og boxi sjónvarpsstöðvanna, að ekki sé tal- að um Netið. Að neita nokkrum miðlum en leyfa öðrum er misrétti sem veikir tiltrú almennings á landslögum. Nýjustu lögin í þessa veru eru enn meiri vitleysa. Þar er ritfrelsinu hent fyrir róða. Ekki má fjalla um tóbak nema því sé lýst sem hræðilegum viðbjóði. Hér seilist rík- ið inn í höfuð manna og vill hafa vit fyrir þeim. Dóm- greindin er ríkisins, ekki fólksins. Sykur er vanabindandi og matur er misnotaður - og matur, ef að er gáð, kannski mesta heilsuvandamál þjóðarinnar. Mat má auglýsa, alls staðar. Skrýtnast af öllu er að enginn auglýsir áfengi og tóbak meira en ríkið sjálft, með því að selja vöruna. Sigmundur Ernir I>V Efling verkfræðideildar HÍ Um 200 nemendur hafa sótt um skólavist í Verk- fræðideild Háskóla Islands næsta haust. Á síðasta ári hófu nám í verkfræði 175 nemendur. Mikil þörf er á fólki sem kann til verka við framkvæmdir og tölvur og iðnríkin flytja inn þúsundir verkfræðinga frá öðrum löndum til þess aö sinna sí- vaxandi þörf. Verkfræðideild Háskóla íslands hefur veriö að þróast undanfarin ár. Kjallarí Guðmundur G. Þórarinsson formaöur Senats Þörf á nýju húsnæði Forseti verkfræðideildarinnar, Valdimar Kr. Jónsson, prófessor í vélaverkfræði, hefur verið mikill hvatamaður að eflingu deildarinnar og honum hefur orðið talsvert ágengt. - Verið er nú að efla nám í efnaverk- fræði með því að koma á samstarfi við háskóla í Bandaríkjunum og jafn- framt er stefnt að því að hefja kennslu í hugbúnaðarverkfræði. Einmitt á sviði hugbúnaðar og tölvutækni hefur veriö talsverð útrás og gróska meðal íslenskra fyrir- tækja. En háskólinn býr við þröngan efnahag og húsakostur verkfræði- deildarinnar er knappur. Fyrir nær 20 árum var gerður grunnur að nýju húsi deildarinnar en fram- kvæmdir stöðvuðust og nú er mikil þörf á að hefja þær að nýju. Samstarf viö Samtök iönaöarins Innan samtaka iðnaðar- ins starfa samtök fyrir- tækja í upplýsingaiðnaði sem nefnast Samtök ís- lenskra hugbúnaðarfyrir- tækja. Nýlega var undirritaður sam- starfssamningur Háskóla íslands og Samtaka iðnaðarins sem hefur að geyma ákvæði um samstarf Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja og og verkfræðideildarinnar. Hér er um gríðarlega mikilvægan samning að ræða. Þróun hugbúnaðar er mikið unnin í fyrirtækjunum og tengsl fyr- irtækjanna og verkfræðideildarinnar ætti að vera báðum styrkur. Raunar er hér um fyrsta samninginn að ræða milli háskólans og hinna öfl- ugu samtaka iðnaðarins og vonandi verður þar framhald á. Gert er ráð fyrir að fyrirtækin út- „Háskólinn býr við þröngan efnahag og húsakostur verk- frœðideildarinnar er knappur. Fyrir nær 20 árum var gerð- ur grunnur að nýju húsi deildarinnar en framkvœmdir stöðvuðust og nú er mikil þörf á að hefja þær að nýju.“ vegi sérfræðinga á sviði tölvu- og upplýsingatækni sem munu halda fyrirlestra eða námskeið á völdum áföngum innan verkfræðideildar. Einnig láta fyrirtækin í té hugbúnað og aðrar tæknilausnir sem geta nýst við kennslu innan deildarinnar. Samkvæmt samningnum fá Samtök Réttlæti eða hefnd? Ástæðan fyrir því að Milosevic er nú fyrir rétti er fyrst og fremst fjár- hagsleg. Bandaríska þingið batt alla efnahagsaðstoð við Júgóslavíu því skilyrði, að hann væri framseldur. Réttarhöldin eru ekki aðeins yfir Milosevic persónulega heldur öllum Serbum þar eð yfirgnæfandi meir- hluti þeirra studdi stríðsrekstur „Kostunica viðurkenndi ekki lögsögu dómstólsins í Haag en Djindjic, forsætis- ráðherra og keppinautur hans, framseldi Milosevic upp á sitt eindæmi, því að gildistími tilboðsins um efnahgsaðstoð í skiptum fyrir Milosvic var að renna út. “ hans. Þótt hann væri hrakinn frá völdum kusu samt yfir 40 prósent Milosevic gegn Kostunica, núver- andi forseta, í kosningunum í fyrra. Kostunica viðurkenndi ekki lög- sögu dómstólsins í Haag, en Djindjic, forsætisráðherra og keppinautur hans, framseldi Milosevic upp á sitt eindæmi, því að gildistími tilboðsins um efnahagsaðstoð í skiptum fyrir Milosvic var að renna út. Framsalið getur haft þau áhrif að auka enn á sundr- unguna, því að Montenegro, síðasta sambandsrikið sem eftir er, kann að segja sig úr lögum við Serbíu vegna hins mikla stuðn- ings sem Milosevic nýtur þar. Þá mundi enn eitt ríkið bætast viö á Balkanskaga, Kósóvó yrði næst, og trúlega Stór-Albanía með hluta Makedón- íu innaborðs líka. Fall Milosevic tákn- ar ekki endalok ófriðarins, né heldur er hægt að kenna honum einum um upptökin. Pólitík Ef réttlæti væri eina viðmiðið um stríðsglæpi, væri Pútín Rússlandsfor- seti nú í Haag vegna framferðis Rússa í Tsjetsjeniu og Bush eldri Bandaríkjaforseti fyrir inn- rásina í Panama árið 1989. Milosevic sjálfur var vanur að segja i Króatíu, Bosníu og Kósóvóstríðinu, að hann væri í sömu sporum og Abraham Lincoln árið Í860; hann væri að berjast fyrir heild sambandsrikis- ins. Þetta féll þó ekki í góð- an jarðveg utan Serbíu. En Milosevic hefur rétt fyrri sér þegar hann segir að réttarhöldin í Haag séu pólitík. Þar vegur þungt sú ákvörðun dóm- stólsins að ákæra Milosevic fyrir stríösglæpi í Kósóvó tveimur dögum fyrir lofthernað NATO gegn Júgóslavíu 1999. Þar með lagði dóm- stóllinn blessun sína yflr loftárásirn- ar, sem margir Serbar, þ.á. m. Kost- unica, telja stríðsglæp. Ekki er með góðu móti hægt að samþykkja að Milosevic einn sé sekur. Hvers vegna var Tudjman, forseti Króatíu, aldrei ákærður, heldur hampað af Vestur- veldunum? Tudjman var þó stórtæk- astur allra í þjóðemishreinsunum og rak t.d alla Serba frá Krajina, 500-700 þúsund, suma aUa leið til ísafjarðar, og lét drepa þúsundir manna. En hann naut blessunar vestrænna ríkja, m.a.s, Jóns Baldvins, utanríkisráð- herra á Islandi, sem fór í kapp við Þjóðverja um hverjir yrðu fyrstir til að viðurkenna sjálfstæði Króatíu. - Segja má að þar sé upptakanna að leita. - Samt er ákæran nú eingöngu vegna Kósóvó. Sigurvegararéttlæti Sá er háttur fjölmiðla að forðast Gunnar Eyþórsson blaöamaöur flókin mál en einbeita sér að persónum. Því var Milos- evic úthrópaður sem djöfull í mannsmynd, rétt eins og Saddam Hússein í írak, Manuel Noriega í Panama, Aidid í Sómalíu og fleiri. Slíkar áróðursherferðir virðast nauðsynlegar til að virkja almenningsálitið. En Milosevic var aðeins þjóð- höfðingi, ómögulegt er að sanna að hann persónulega hafi fyrirskipað þau óhæfu- verk sem framin voru í Kósóvó. Ef þjóðhöfðingjar eru ábyrg- ir fyrir öllu sem gerist á stríðstím- um, mættu ýmsir vara sig. Það er hæpið að það sé glæpur gegn mannkyni að reyna að halda sambandsríki saman. Fyrir slíkt mætti dæma Gorbatsjov fyrir átökin í Litháen, svo og Jeltsín og Pútín fyr- ir Tsjetsjeníu og ýmsa Afríkuleið- toga í aðskilnaðarstríðum í Afríku. Annað gildir t.d. um þá Karadic og Mladic í Bosníu sem sannanlega eru persónulega ábyrgir fyrir fjölda voðaverka, svo og ýmsa leiðtoga serbnesku lögreglunnar þar og i Kósóvó sem nú leika lausum hala. Milosevic segir að dómstóllinn í Haag hafi ekkert umboð til að dæma sig og þar með Serbíu alla, enda sé hann aðeins verkfæri NATO og ekki stofnaður af allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna, heldur öryggisráðinu undir forystú Bandaríkjanna. Víst er að margir hafa efasemdir um þessi réttarhöld. Þau sýna fyrst og fremst að sigurvegari í stríði getur farið sínu fram. Slíkt leysir engan vanda né heldur afstýrir nýjum. Gunnar Eyþórsson íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja að- gang að ákvörðunum sem teknar eru varðandi uppbyggingu og þróun náms i tölvunarfræðum innan deild- arinnar með skipan aðjúnkta við tölvufræöiskor. Frumkvæði Senatsins Senat verkfræðideildar er ráðgjaf- arnefnd verkfræðinga sen fylgist með og styður starf verkfræðideildar Háskóla íslands. Senatið hefur unnið ásamt Samtökum íslenskra hugbún- aðarfyrirtækja og starfsmanni þeirra Guðmundi Ásmundssyni, að gerð þessa samnings um nokkurt skeið. Senatið gerir sér von um að í fram- tíðinni verði unnt að koma á fleiri hliðstæðum samningum við aðrar skorir deildarinnar, s.s. umhverfis- og byggingarverkfræðiskor, véla- og iönaðarverkfræðiskor og rafmagns- verkfræðiskor. Senatinu er ætlað að vaka yfir háum gæðastuðli verkfræðináms á íslandi en á sínum tíma stóð Verk- fræðingafélag íslands að úttekt á náminu, úttekt sem sýndi að námið við verkfræðideildina er í háum gæðaflokki. Guðmundur G. Þórarinsson Flott í Gleðivík „Djúpivogur er fal- legt þorp í svipríku umhverfi. íbúamir hafa sýnt sögu staðar- ins ræktarsemi með þvi að halda vel við gömlum húsum og minjum og skapa þannig hlýlega umgjörð um þorpið, sem laðar að ferðafólk. Það er skemmtilegt að koma í ráðherrastofu Eysteins Jónssonar og skoða lista- verk Ríkarðs Jónssonar í Löngubúð, en sá fyrrnefndi er frá Hrauni og sá síðarnefndi frá Strýtu og sýndu þeir báðir fæðingarsveit sinni mikla ræktarsemi alla tíð. Þess vegna er minningu þeirra haldið á lofti. Það er mikið líf í höfninni og nóg að gera. Og það ríkir bjartsýni á staðn- um, enda ástæða til. Miklum hafnar- framkvæmdum er að ljúka í Gleði- vík, sem treystir rekstrargrundvöll fiskimj öls verksmiðj unnar. “ Halldór Blöndal, forseti Alþingis, á islendingur.is Rekstrarbasl „Það er heldur dauft hljóðið í at- vinnurekendum þessa dagana og það á ekki eingöngu við um iðnaðinn. Ástæðan er sú að þeir eiga í mesta basli með reksturinn. Mjög margir voru með taprekstur í fyrra. Ástæðan er fyrst og fremst sú að í fyrra rak hver vaxtahækkunin aðra í þeim yf- irlýsta tilgangi að sporna við verð- bólgu og þenslu en með þeim afleið- ingum að gengi krónunnar styrktist talsvert fram eftir árinu. AUir vita hvað það þýðir fyrir samkeppnis- greinar að greiða þrefalda vexti á við keppinautana á sama tíma og innflutt vara og þjónusta lækkar í verði.“ Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaöarins, á si.is Spurt og svarað A ríkið að styrkja innanlandsflugið svo ekki fari enn verrfyrir l - ^ V-' - w Magrtús B. Jónsson, rektor á Hvanneyri: Úr samfélags- legum sjóðum „Það kemur mjög vel til greina að vera með sérstaka að- stoð við að halda uppi sam- gönguneti í dreifbýlinu sem yrði greitt með einhverjum hætti úr samfélags- legum sjóðum. Ekki á að fljúga á alla flugvelli en ég tel æskilegt aö það sé flogið til Vestmanna- eyja, Hornafjarðar, Egilsstaða, Húsavíkur, Ak- ureyrar, Sauðárkróks og ísafjarðar og síðan er spurning um Hólmavík og Þórshöfn. Svo má auðvitað koma til móts við þetta fólk með því að bæta vegakerfið. Eftir dvöl i Noregi sé ég hver reginmunur er á byggðastefnu Norðmanna og íslendinga í samgöngumálum, okkur í óhag.“ Friðrik Guðmundsson, framkvœmdastjóri, Vopnafirði: Knýr á jarð- gangagerð „Þetta blessaða Flugfélag ís- lands hefur hækkað svo óskaplega fargjöldin eftir að samkeppninni lauk en það dugir ekki til. Það kostar t.d. okkur Vopnfirðinga yfir 20 þúsund krón- ur að komast til Reykjavíkur en hingað er flogið 6 sinnum í viku. Það virðist því vera heldur lítið við- skiptavænt, svarar varla í símann. Þetta ástand knýr á að það verði grafin jarðgöng hér og þar til þess að fólk komist leiðar sinnar og það er skynsam- legra en að rikisstyrkja þetta flugfélag en þó held ég að innanlandsflugið leggist ekki. af. Þeir hafa þó fengið styrk til flugs á Þórshöfn, Vopnafjörð, Rauf- arhöfn og Grænland en hefur ekki dugað til.“ Halldór Halldórsson, bœjarstjóri ísafjarðarbœjar. Styrkja sam- göngukerfi i „Það eru talsverðar svipting- ar fram undan í þessu flugi og ■m væntanlega er ísafjörður einn af þessum þremur stöðum og kemur betur út en Vestmannaeyjar. I flestum samfélögum er eitthvert almenningssamgöngu- kerfi sem nýtur styrkja, s.s. járnbrautir. Ákveðnir kjarastaðir á landinu, 3-4, þurfa á inn- anlandsfluginu að halda vegna hraðans i við- skiptalífinu. Svo kunna flugvélarnar að breytast og verða hagkvæmari í rekstri. Samgönguráðu- neytið hefur fylgst vel með þessu máli svo ég tel það útilokað að flugsamgöngur leggist af, með eða án ríkisstyrks." Ámi Johnsen, formaöur samgöngunefndar: Olíuhœkkun og laun flugmanna „Ég tel ekki rétt að ríkisstyrkja sérstaklega þetta félag og jafnvel ekki leyfilegt gagnvart samkeppn- isreglum sem við erum háð í al- þjóðasamningum. En það er full ástæða til þess að búa í haginn fyrir þá sem eru í þessum rekstri með því að ofbjóða þeim ekki með gjöldum og sköttum. Svo kemur þessi gífurlega olíuverðshækkún mjög bratt inn sem vegur þyngst nú og gerir rekstrar- umhverfið óhagstætt í þetta sinn. Svo er þetta spurning um samsetningu flugflotans og atriði sem alltaf hefur verið feimnismál, þ.e. kjör flugmanna. Er það eðlilegt að fá sömu laun fyrir að fljúga með hundruð farþega eða nokkra farþega? Erfiöleikar eru í rekstri Flugfélags íslands og boðaö aö hugsanlega veröl aöeins flogiö á 3 staöi í framtíöinni. Skoðun Bjart yfir góð- ærinu á íslandi Úr stjórnarráðinu berast eingöngu góðar fréttir. Þar lætur góöærið eng- an bilbug á sér finna og gengishrun gjaldmiðilsins er aðeins flökt á krón- unni og tveggja tölustafa verðbólgu- spár ábyrgðarlausra hagdeilda eru fúllkomlega marklausar. Stjórnrráð- ið hefur nefnilega ákveðið að verð- bólgan sé á niðurleið og muni snar- minnka á næstu mánuðum. Sá sem fer með æðstu stjórn efnahagsmála veit sem er að þeir sem guð gefur embætti gefur hann einnig vitið. Það er staðfest af þjóökirkjunni sem grundvallar sínar kenningar á helgri bók og segir okkur aö trúa því og treysta sem þar stendur. Þangað er sótt viskan um embættiö og vitið. Hollara að leggja eyrun við ... Því er það pottþétt að æðsta vit efnahagsmálanna hefur sína bæki- stöð í gamla tugthúsinu við Lækjar- torg en ekki handan við Arnarhól- inn, þar sem Þjóðhagsstofnun og Seðlabanki kúldrast á rústum Batt- erísins sem var vamarvirki og kom aldrei að neinu gagni. Efnahagsspár sem gerðar eru norðan Arnarhóls eru því ekki marktækar en trúuðum og öðrum sjálfstæðismönnum er hollara að leggja eyrun við þegar viskubrunnurinn í Múrnum birtir sínar útgáfur af framgangi efnahags- mála, þar sem vondar bólgur hjaðna af eins náttúrlegum orsökum og svellbólstrar á vordegi. Allsendis er óþarfi að taka ofan sólglegaugun í skjannabirtu góðæris- ins sem hvergi sér fyrir endann á. Von er til að viðskiptahallinn sé í rénum, þar sem hvert fyrirtækið af öðru gefur út afkomuviðvaranir og hagræða í ofboði. Samdrátturinn er lika merki um síbatnandi þjóðarhag samkvæmt kenningum þess sem guð gaf vitiö og máttinn. Slettirekur Þótt allt sé í finasta lagi í rekstri þjóðarbúsins eru fyrirbæri úti í bæ að sletta sér fram i það sem þeim kemur ekki við og vilja leiðbeina sjálfu efnahagsvaldinu um hvaða kúrs þjóðarskútan á að taka. Alþýðusambandið leggur til að mynda til að slegiö verði stórt lán í útlöndum til að grynnka á erlendu skuldasúpunni og leiðrétta gjaldeyr- isstöðuna sem þjáist af uppdráttar- sýki vegna langvarandi viðskipta- halla. Byggöastofnun og viðskipta- ráðherra, sem er nokkurn veginn sama batteríið, heimta að sölu ríkisfyrir- tækja verði hraðað og að aurarnir verði lagðir í verst skilgreinda hugtak ís- lenskrar tungu og þjóð- menningar sem er Jafn- vægi i byggð landsins". Svona afskiptasemi er eins óþolandi og hún er óþörf. Launþegahreyfingin heldur að þaö sé hennar hlutverk að verja kaup- mátt og skilur ekki að hennar rulla i farsanum, er aðeins að viðhalda þjóðarsáttinni og stein- halda kjafti þegar Kjaradómur vinn- ur sin grófu hermdarverk á sömu sáttagjörö. Launþegahreyfingin ætl- ar seint að skilja að kjaraaðallinn með forseta, biskup og forsætisráð- herra í broddi fylkingar hlýtur sitt vit og umbun eftir öðrum leiðum og samkvæmt öðrum lögmálum en þeir sem guð gefur ekki annað en Grétar í ASÍ og Ögmund í BSRB til að ann- ast sina afkomu og efnalegu forsjá. Ráöstöfun söluhagnaðar herra eru aftur á móti hluti af stjórnsýslunni og gefa út yfirlýsingar i trássi við til- skipanavaldið sem ákveður framtíðarhorfur góðærisins eftir sinu höfði. Að ákveða einhliða i hvað á að verja söluverði ríkiseigna er hressilega gert af tvieykinu. En af þvi að það er Valgerð- ur sem selur bankana hlýt- ur hún að hafa ráðstöfunar- rétt yfir þeim peningum sem fást fyrir þá. Yfirlýsing- ar hennar um að kasta þeim þeim í skuldahít Byggðastofnunnar verða tæpast skildar á annan veg. Og þar sem Byggðastofnun verður í kjördæmi ráðherrans eftir næstu kosningar er ekki seinna vænna að hygla henni vel svo hún geti haldið áfram að veita víkjandi lán sem eng- inn þarf að borga, til þjóðþrifa. Hvað sem því líður er framtíðin björt og sé horft út um gluggann í gamla tugthúsinu við Lækjartorg sér hvergi óveðursbliku á heiðríkum himni efnahagslífsins. Þar ríkir bjartsýnin ein, eins og fegurðin yfir jöklinum þegar annað skáld gekk þar upp á vit örlaga sinna. Byggöastofnun og viðskiptaráð- „Launþegahreyfingin œtlar seint að skilja að kjaraað- allinn með forseta, biskup og forsœtisráðherra í farar- broddi hlýtur sitt vit og umbun eftir öðrum leiðum og samkvœmt öðrum lögmálum en þeir sem guð gefur ekki annað en Grétar í ASÍ og Ögmund í BSRB til að annast sína afkomu og efnalegu forsjá. “ - Stjómarráðshúsið við Lœkjartorg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.