Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 1. AGUST 2001 Fréttir ÐV Endurskoðunarnefndin um fiskveiðistefnu mun skila af sér í byrjun september: Stefnt að sameigin- legri niðurstöðu - tekið verður bæði á smábátum og kvótakerfi, en skoðanir skiptar Arni Mathiesen. „Jú, það er rétt að nefndin stefnir að því að skila af sér í byijun septem- ber og ég er að vonast til að nefhdin gæti skilað sameiginlegri niðurstöðu," segir Friðrik Már Baldursson, formað- ur nefndar sem sjávarútvegsráðherra skipaði í september 1999 til að endur- skoða lög um stjóm fiskveiða. Friðrik telur þó aðspurður líkur á að einhverj- ir nefndarmenn muni skrifa upp á slíkt samkomulag, ef næðist, með fyr- irvara. Upphaflega stóð til að nefndin skilaði af sér fyrir ári en ekki hefur náðst samstaða í nefndinni og um tíma var talað um að starf hennar gæti dregist langt fram á veturinn. Friðrik Már bendir hins vegar á að lögum samkvæmt eigi endurskoðun laganna að vera lokið fyrir 1. september nk. og hann muni reyna að fara ekki langt fram yfir það. Störf nefndarinnar hafa komist í brennidepil vegna þess að Kristinn H. Gunnarsson, sem sæti á í nefndinni fyrir Framsóknarflokkinn, hefur lýst því yfir að hann telji að nefndin eigi að fjalla um málefni smá- báta sem hluta af heildarendurskoðun- inni og vildi hann fresta kvótasetningu þessa útgerðarflokks þar til þeirri end- urskoðun væri lokið. Stjórnarflokkarnir mynda polana Kristinn segir að í nefhdinni séu enn skiptar skoð- anir og er hæfi- lega bjartsýnn á að menn nái sam- an um eina niður- stöðu. Það sem gerir málið óvenju snúið er að það eru ekki síst fulltrúar stjómar- flokkanna i nefndinni, Kristinn H. annars vegar og svo Tómas Ingi Olrich og Vilhjálmur Egilsson hins vegar, sem mynda pólana þar en kunnugir telja að nefndin geti ekki í raun skilað gagnlegri niðurstöðu nema þessir aðil- ar nái saman. Spurður hvort hann teldi líklegt að hann myndi skila sér- stöku minnihlutaáliti eða fyrirvara sagði Kristinn H. að það væri alls ekki víst, hann teldi allt eins líklegt að það yrði hlutskipti sjálfstæðismanna. Þó sagði hann að þrátt fyrir langt starf nefhdarinnar og marga fundi væm til- raunir til að ná samkomulagi í raun komnar mjög stutt á veg. Þetta stað- festa aðrir nefndarmenn og segja að nú fyrst sé nefndin farin að tala saman um hluti sem skipta máli. í fyrravetur megi hins vegar segja að starfið hafi einkennst af því að menn væm meira að endurtaka sjálfa sig og sin sjónar- mið. „Ég myndi segja að nefhdarstarfið væri komin i nýtt og betra far núna þar sem menn eru í alvöru að skoða hvað sé mögulegt, hvað skilji á miili manna og hvort vilji sé til að finna málamiðlun," segir Jóhann Ársælsson, fulltrúi Sam- fylkingarinnar í nefndinni. Allt kerfið undir Ljóst er að nefndin skilgreinir alla fiskveiðistjómun undir sitt verksvið þannig að málefni smábáta em þar tO umfjöllunar ekki síður en málefni stærri útgerðarinnar. Þó þessi mál séu að hluta tO ólik þá tengjast þau engu að síður og segir Friðrik Már Baldurs- son að þó hann vOji sem minnst um það segja hvort einhverjar tOlögur séu í umræðunni hjá nefndinni sem tengj- ast vanda smábátaeigenda nú, þá sé hins vegar ljóst aö nefndin líti svo á að smábátamálið faOi innan síns verk- sviðs. Það verður því tekið á báðum fiskveiðistjórnunarkerfunum samtím- is og er greinOegt að menn eins og Kristinn H. Gunnarsson að minnsta kosti telja ekki útOokað að ná fram f TÚ+. Friðrik Már Baldursson. Jóhann Ársælsson. Kristinn H. Gunnarsson. Tómas Ingi Orich. Vilhjálmur Egilsson. að afleggja með kvótasetningunni felist mikO sprengihætta. Um 500 bátar séu í heOdina í þessu kerfi og þar af veiði um 100 þeirra langmestan hluta auka- tegundanna. Ekkert hefði hins vegar staðið í vegi fyrir því að þeir 400 sem minna veiddu bættu við fiskiríið hjá sér þannig að sprenging yrði í heOdar- aflanum. Mörgum þætti nóg um afla- hlutdeOd þessara báta í ýsu og steinbít eins og staðan væri í dag, hvað þá ef þetta hefði aukist tO mikilla muna enn. Friðrik vOl hins vegar ekkert gefa út á það í hveiju tOlögur hans eða ann- Smábátamál vinda upp á sig Málefni smábáta I þorskaflamarkskerfinu hafa valdiö miklum deilum upp á síökastiö og nú síöast beint kastljósinu aö störfum endurskoöunarnefndar um lög um stjórn fiskveiöa. efnum mætti taka frá t.d. 5% afla- heimilda í botn- flski sem væri síð- an bundið við skO- greind atvhinu- svæði sem eru mjög háð sjávarút- vegi, sérstaklega veiðum minni báta. Þannig má búa tO ákveðinn stöðugleika," segir Kristinn. Aðspurð- ur telur hann ekki útOokað að hug- myndir af þessu tagi gætu átt hljóm- grunn hjá ákveðnum hluta fuOtrúa í endurskoðunamefndhmi. Nefitd Framsóknar Ýmsir viðmælendur DV, sem grannt hafa fylgst með störfum endurskoðun- amefhdarinnar, em vantrúaðir á að það samkomulag sem kynni að verða í nefndinni muni rista djúpt eða leysa þann ágreining sem uppi hefur verið. Þó vOja menn ekki alveg afskrOa slíkt, og allra síst nefndarmenn sjáfflr. Bent er á að ef samkomulag næst muni það geta skipt sköpum fyrir sjávarútvegs- umræðuna í framtíðinni því i þessari nefnd eiga jú sæti fúOtrúar allra þing- flokka nema Frjálslynda flokksins. At- hygli vekur að skýrsla endurskoðunar- nefndarinnar mun koma fram aðeins nokkrum vOmm áður en Framsóknar- flokkurinn hefur áformað að ljúka sinni endurskoðun á sjávarútvegs- stefnunni en á síðasta flokksþingi var ákveðið að stofna stóra nefnd tO að fara yfir það mál aOt saman. Kristinn H. Gunnarsson segir að störf þessara nefhda skarist að sjálfsögðu talsvert en það sé ekki tO vansa. Niðurstaða fram- sóknarmanna hljóti auðvitað að taka mið af niðurstöðu endurskoðunarnefn- arinnar enda svipuð sjónarmið uppi á báðum stöðum. Hann telur hins vegar ljóst að ef ekki náist raunveruleg nið- urstaða úr starfi endurskoðunamefnd- arinnar þá muni mikOvægi sjávarút- vegsnefndar Framsóknar aukast veru- lega - ekki bara fyrir Framsókn held- ur fyrir pólitíkina almennt. „Og ég held raunar að það muni verða auð- veldara að ná lendingu í framsóknar- nefndinni en endurskoðunamefndinni því þar em að talast við pólitískir sam- heijar sem þurfi að fmna sameiginlega lausn, en ekki póltitískir andstæðing- ar,“ segir Kristinn. einhverri bót fyrir smábátasjómenn i þessu ferli. Fymingarleió rædd UmræðugrundvöOurinn varðandi kvótakerfið hefur að verulegu leyti mótast af niðurstöðu Auðlindanefndar, sem skOaði af sér í vetur en lengi fram- an af var nefndarstarf endurskoðunar- nefndarinnar sagt stranda á því að þá niðurstöðu vantaði. Sem kunnugt er lagði Auðlindanefhd til tvær hugsan- legar leiðir - fymingarleiðina svoköO- uðu annars vegar og veiðigjaldsleiðina hins vegar. HeimOdir DV herma að í endurskoðunarnefndinni sé nokkuð bærOegur hljómgmnnur fyrir ein- hvers konar útfærslu á fymingarleið þar sem 2-5% heOdarkvótans yrðu innköOuð árlega tO endurúthlutunar. Sjálfstæðismenn munu hins vegar hrifnari af veiðigjaldsleiðinni. Á það er bent að fymingarhlutfaO af þessari stærð rýri vissulega verðmæti afla- heimflda um einhverja mifljarða en þó ekki svo mikið að bönkum og lána- stofnunum stafi hætta af, eins og hærra fymingarhlutfaO kynni að gera. Einnig hafa menn velt því upp að fym- ing af þessu tagi gæti verið álíka kostnaðarsöm fyrir útgerðina og ef sett yrði á hæfdegt veiðOeyfagjald. Rétt er þó að ítreka það sem áður kom fram að þótt þessir hlutir séu uppi á borðum er endurskoðunamefndin komin tOtölu- lega skammt á veg í sinni vinnu og engum formlegum tiOögum hefur enn verið kastað á mOli manna. Lausn fyrir smábáta? Augljóslega mun endurskoðunar- nefndin líka taka á málefnum smábáta í hinu svokaOaða þorskaflamarkskerfi. Mjög ótrúlegt er að það kerfi muni ganga í endumýjun lífdaga og því við- búið að gripið verði tfl annarra ráð- stafana til að mæta hagsmunum sem þar liggja. Friðrik Már Baldursson bendir á að í því kerfi sem nú sé verið Birgir Guömundsson fréttastjóri arra nefndarmanna felist en af samtöl- um við nefndarmenn em þeir ekki nema í meðaOagi bjartsýnir á að end- urskoðunamefndin geti sameinast um tOlögur sem almenn sátt yrði um. Ýmislegt í spilunum Ýmislegt er í spOunum hvað varðar að koma tO móts við smábátaflotann. Þekkt er tfllaga sjávarútvegsráðherra um 3.300 tonna viðbótarkvóta, hin svo- kaflaða miðlunartiflaga sem ekki náð- ist sátt um i vor en er nú aftur komin upp á borðið. Sjálfstæðismenn eru nokkuð hlynntir þessu sem einum lið í víðtækari aðgerðum. Aðrir, t.a.m. Kristinn H. Gunnarsson, telja þetta ganga aflt of skammt. Hann hefur áður viðrað hugmyndir um byggðakvóta og er enn talsmaður hans. „Menn verða að taka út úr kvótakerfmu ákveðinn hluta af veiðiheimildunum og ráðstafa þeim tfl ákveðinna landsvæða. í þeim Urnsjón; Birgir Guðniundsson Árnamál í ýmsum myndum Málefni Árna Johnsens birtast í ýmsum myndum og ein birtingar- myndin er sú að landsmenn virðast sjá sig knúna til að segja Árna- brandara ef það . fer og verslar í | BYKO, en það | var hjá BYKO | sem málið byrj- aði eins og I menn muna. ] Þannig mun af- greiðslufólk í | verslunum fyrir- tækisins fá að I heyra þetta frá 10-40 Árnabrandara á dag og flestir eru það sem flokka má sem 5 aura brandara. Eru ýms- ir orðnir afskaplega leiðir á þessu en sifeflt koma nýjar sveitir brand- arakarla. I pottinum hefur meira að segja frést af fólki sem lagði á sig að læra kennitölu Þjóðleikhúss- ins til að geta þulið hana við kass- ann þar sem skrifa hefur átt vör- urnar á einhvern reikning... Björn beri ábyrgð Framsóknarmenn á hriflu.is hafa verið að kanna það hjá sér hvort fólki þyki Björn Bjarnason bera ábyrgð í Árnamálum Johnsens. Spurt er á vefnum: „Á að draga fram ábyrgð Björns Bjarna- * sonar mennta- málaráðherra : og Sjálfstæðis- flokksins í máli Árna Johnsens?" Það sem vekur at- hygli þarna er að mikifl meirihluti þeirra sem heimsækja vefmn vifl draga fram ábyrgð Bjöms, eða 64% á móti 36%. Þar sem gera má ráö fyrir að flestir sem þama greiða at- kvæði séu framsóknarmenn virðist ráðherrann ekki njóta mikOs stuðnings í röðum samstarfsflokks- ins... Baunað á Ingu Jónu Ungliðar stjórnmálaflokkanna eru iðnir við að koma höggi hver á annan og láta ekki deigan síga þótt hásumar sé. Á politik.is, vef ungra jafnaðarmanna, er eftirfarandi I tilvitnun að finna:' „Það verður I ekki annað sagt en að hlegið hafi verið að, eða í besta fafli hrist | hausinn yfir, til- lögum sjálfstæð- ismanna í' Reykjavík vegna ímyndaðs vanda í miðborg Reykjavíkur." Þetta segir Björgvin Guðmundsson, formað- ur Heimdallar, Reykjavíkurfélags ungra sjálfstæðismanna, á frelsi.is um tillögur íhaldsins um að banna meðferð áfengis á AusturveOi að degi til.“ Frægir feðgar í pottinum tóku menn eftir skel- eggum talsmanni smábátaútgerðar vestur á fjörðum sem vandaði ekki stjórnvöldum kveðjurnar og málaði framtíðina held- ur ófógrum lit- um ef kvóta- setning smá- báta yrði látin ganga i gegn. Þessi hvassyrti útgerðarmaður er hjá fyrirtæk- inu Öngli og heitir Kristján A. Guðjónsson. Mönnum þótti það því ekki skrýtið þegar fréttist í pottinum að þarna væri á ferðinni sonur Guðjóns A. Kristjánssonar sem þekktur er fyr- ir skoðanir sínar og að vera ódeigur við að láta þær í ljósi. Þeir feðgar eru jafnframt aðalsprauturnar í Frjálslynda flokknum fyrir vestan en Guðjón er sem kunnugt er eini kjördæmakjömi þingmaður þess flokks...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.