Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 4
MIDVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 Fréttir J>V Skattarnir komnir: Eiríkur á toppnum Hagkaupserfingjainir allt um kring Eiríkur Sigurösson, fyrrum kaup- maður I 10-11 verslununum, er lang- hæsti greiðandi opinberra gjalda á landinu en hann greiðir tæpar 100 milljónir í skatta. Ganga má út frá þvi að sala hans á 10-11 verslununum á ár- inu valdi þessari skattbyrði. Það var Baugsveldið sem keypti á annan tug verslana af Eiríki sem hagnaðist vel á sölunni enda voru þær á einkaeigu hans. Upphafið í Starmýri Eiríkur hefur fengist við verslunar- störf allt frá barnæsku þegar hann ólst upp í austurbæ Reykjavíkur en Sigurð- ur faðir hans stofnaði og rak verslun- ina Víði í Starmýri. Sú verslun flutti síðar niður í Austurstræti og varð stórveldi á sínu sviði. Eiríkur og Matthías bróðir hans tóku við rekstr- inum við andlát föðursins og lentu síð- ar í viðskiptalegu þroti. Upp úr því stofnaði Eiríkur 10-11 verslanirnar einn síns liðs og blómstruðu þær í höndum hans. Afraksturiim má nú lesa í skattskránni þar sem á herðar hans eru lagðar 93 milljónir í skatta. Ingibjörg borgar mest Allt um kring Eirík á listanum yfir hæstu greiðendur opinberra gjalda 2001 má sjá erfingja Hagkaupsveldis- ins, Jónínu S. Gísladóttur, ekkju Pálma Jónssonar í Hagkaupi, Sigurð Gísla Pálmason, Jón bróður hans og yngri systur þeirra, þær Ingibjörgu og Lilju. Þar sem Eiríkur Sigurðsson er búsettur á Selrjarnarnesi og greið- ir því skatta i Reykjanesumdæmi er Jónína ekkja Pálma í toppsætinu yfir greiðendur hæstu gjalda í Reykjavík; samtals er henni gert að greiða tæp- ar 38 milljónir í skatta. Af börnum hennar greiðir Ingibjörg Pálmadóttir hæstu skattana eða um 15 milljónir króna. Systkini hennar greiða minna enda deila þau öll skattbyrðinni með mökum sínum en Ingibjörg býr ein ásamt þremur börnum sínum rétt við Hljómskálann. Alllr hinlr í öðru sæti t'opplistans i Reykja- vík situr Guðmndur T. Sigurðsson, Funafold 30, með 20 milljónir, Jón Guðmundsson, Skúlagötu 20, með 19 milljónir og Jón Hjartarson, Haðalandi 2, með 18 milljónir. Sjötta sætið skipar svo Færeyingur- inn Jákup Dul Jacobsen í Rúm- fatalagernum. Hörður Sigurgests- son, fyrrum forstjóri Eimskip*afé- lagsins, nær ekki nema 17. sætinu með tæpar 12 milljónir í skatta og skríður þar rétt yfir Kristin Björns- son, forstjóra Skeljungs, sem er nokkrum krónum undir. í Reykjanesi er Benóný Þórhalls- son í Grindavík í öðru sæti á eftir Eiriki skattakóngi en Benóný er gert að greiða rúma 53 milljónir í I M» m Sigurður Gísli Lilja Pálmadóttir wm m m Pálmason / sjötta sæti Deilir skattbyrði eignaskattalist- PálmiJónsson með konu ans ásamt eigin- Erfmgjarnir hafa ávaxtað pund hans sinni og er í manm smum, vel og eru enn aö. 13. sæti. Baltasar Kormáki. Jón Pálmason Likt og systkinin. í sjötta sæti á Reykjanesi. skatta. Þar á eftir er Sólveig Edda Bjarnadóttir í Hafnarfirði með 30 milljónir. Heildarskattar i Reykjavík þetta árið nema tæp- um 48 milljörð- um og í Reykj- ansumdæmi eru þeir rúmir 32 milljarðar. -EIR Skattakóngar landsbyggðarinnar Það er útgerðarmaður í Grimsey sem slær Samherjafrændum og öðr- um við á topplista skattstjórans á Norðurlandi eystra. Henning Jó- hannesson í Grímsey greiðir tæpar 12 milljónir i skatta á meðan Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, stendur í rétt rúmum 8 milljónum. I Vestmannaeyjum er það einnig fyrrum útgerðarmaður og skip- stjóri á Gandi sem er efstur með tæpar 16 miHjónir í skatta. Á hæla honum fylgir Guðbjörg M. Matthí- asdóttir, ekkja Sigurðar Einarsson- ar, með 9,5 milljónir. Á Vesturlandi er Aðalsteinn Haraldsson trillukarl efstur með 19 milljónir og Marteinn Gíslason, skipstjóri í Snæfellsbæ, í öðru sæti með þrisvar sinnum minni skatt- byrði. Vestur á ísafirði trónir ekkja á níræðisaldri á toppnum með 16,5 milljónir í skatta. Ekkjan heitir Kristjana Ólafsdóttir og háa skatta i ár getur hún þakkað eða kennt um því að hún seldi rækjubát í fyrra. Á Austurlandi er það Gunnar Ásgeirsson, skipstjóri og útgerðar- maður á Höfh, sem greiðir hæstu skattana eða tæpar 9 milljónir. í öðru sæti er Jón Karlsson, útgerð- armaður á Djúpavogi, með tæpar 7 milljónir. -EIR Kópavogshöfn: Vesturbakki vill reisa 5000 fer- metra vöruhús Fyrir skömmu hélt hafharstjórn Kópavogs fund með tveimur fyrirtækj- um sem sótt hafa um aðstöðu við Kópavogshöfh, Eignarhaldsfélaginu Vesturbakka ehf., sem sótt hefur um aðstöðu við Vesturvör 32b .og c, og Landnema ehf. sem sótt hefur um að- stöðu við Vesturvör 32a. Á fundinn mætti fyrir hönd Land- nema ehf. Sigurður Björnsson í forföll- um Tryggva Sigurðssonar og frá Vestur- bakka voru mættir Kristinn Már Þor- steinsson verkfræðingur og Kristinn Ragnarsson arkitekt. Fram kom hjá full- trúum Eignarhaldsfélagsins Vestur- bakka ehf. að fjármagn væri tryggt til að reisa allt að fimm þúsund fermetra Honco-vöruhús meö minnst 7 metra loft- hæð. Það væri vöntun á slíku vöruhúsi og kæmi höfninni til góða. Fram kom hjá fulltrúa Landnema ehf. að hjá kanadíska fyrirtækinu sem fjármagnar fyrirtækið væri verið að at- huga aðstöðu á írlandi ef dráttur yrði á lóðaúthlutun við Kópavogshöfn. Bæði þessi fyrirtæki verða með hafnsækna starfsemi, sem svo er kölluð. -DVÓ Háskólinn á Akureyri: 30% aukning í aösókn Ásókn nemenda í Háskólann á Ak- ureyri er um 30% meiri í ár en hún var í fyrra. Nú stefnir í að um 900 nem- endur stundi nám við skólann i vetur en þeir voru tæplega 690 í fyrra. Mest er fjölgunin í rekstrardeild þar sem nemendum mun fjölga um 125, úr 168 í 293, og í kennaradeild þar sem þeim fölgar um 84 eða úr 258 í 342. Þá tekur ný deild til starfa við skólann, upplýs- ingatæknideild, en í henni munu 33 nemendur stunda nám til BS-prófs í tölvunarfræði. Að sögn Bjarna P. Hjarðar, deildar- forseta rekstrardeildar, má ætla að þessa miklu fjölgun nýnema í deild- inni megi skýra með tvennum hætti. Annars vegar sé rekstrardeildin að sanna sig sem valkostur fyrir þá sem áhuga hafa á viðskiptatengdu námi, deildin sé önnur af tveimur upphaf- legu deildum skólans og sífellt fleiri séu að átta sig á tilvist hennar. Hins vegar bendir Bjarni á að rekstrardeild- in bjóði upp á fjarnám sem hófst af krafti í fyrrahaust, þegar kennt var á Reykjanesi hópi sem náði ágætum ár- angri. „Nú höfum við breikkað væng- hafið og tökum inn á annað hundrað fjarnemendur á 10 stöðum á landinu. Og þar má í raun skýra þessa tvöfóld- un nýnema í deildinni," segir Bjarni. Kennsla hefst þann 20. ágúst. -BG Veöriö í kvöld Sólargangur og siávarföll | Veðríð á morgun "• REYKJAVÍK Sólariag í kvöld 22.31 Sólarupprás á morgun 04.37 Sí&deglsflóo 17.06 Árdegisflöð á morgun 05.23 Skýringar é ve&urtáknum 10°«—n|T1 ^ .VINDÁTT Bjartviðri á Norðurlandi Hæg suðlæg eða breytileg átt - skýjaö veröur aö mestu og skúrir á sunnan- og vestanverðu landinu. Bjartviöri á Noröurlandi en hætta á síðdegisskúrum. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast í innsveitum á Norðurlandi. -^ -10! >VINDSTYRKUR "y. í (DtftriHn á íkíkHníli) AKUREYRI 22.34 04.03 21.39 09.56 HEIDSKÍRT DJlL 5 LETTSKYJAD HALF-SKÝJAÐ SKÚRIR SKYJAD ALSKYJAO RIGNING SIYDDA SNJÓKOIViA ÉUAGANGUR ÞRUMU-VEÐUR SKAF-RENNINGUR ÞOKA Aítand Qallvega Vegir landsins Upplýsingar um ástand og opnanir á fjallvegum, vegaframkvæmdir og vegalokanir er að fá hjá Vegagerð- inni. Heimasíöa hennar er www.vegag.is en einnig er hægt að hringja í þjónustusíma hennar. m V»gk á skyggðum sv»ðum tru loktólr þ*í tH annaA """"w^ www.v^(agJ»/fMrd BYGGT A UPPIYSINCUM FRA VEGACERO RIKISINS fö '0O f ^ Noröan og norðaustan Norðaustan 5 til 10 m/s veröa um suðaustanvert landiö og dálítil súld eöa rigning þegar líöur á daginn en annars fremur hæg norðlæg átt, skýjað með köflum og þurrt að mestu. Vindur: 3-8 ;rL^> ITgp??^'. Hiti 7° til 17' Norðlæg átt, 3 tll 8 m/s. Dálitll súld e&a rlgnlng austanlands en yflrleitt bjart veour um su&vestanvert Inndið. Vindur: ( 3-5 itvs \ Hiti 7° til 17° Fremur hæg norölæg eoa breytileg átt, l'rtils háttar rlgnlng eba skúrlr austan tll, en annars skýjað með köflum og þurrt a& mestu. Hiti 9° til 18 Hæg nor&læg e&a breytlleg átt, ví&a bjart ve&ur tll landslns, en sums sta&ar þokuloft vl& ströndlna, elnkum noroan og austan tll AKUREYRI skýjaö 9 BERGSSTAÐ IR alskýjaö 9 BOLUNGARVÍK úrkoma 10 EGILSSTAÐ IR skýjao 9 KiRKJUBÆJARKL. skýjaö 9 KEFLAVÍK rigning 9 RAUFARHÖFN alskýjao 9 REYKJAVÍK skýjaö 9 STÓRHÖFÐ1 skýjaö 9 BERGEN skýjað 12 HELSINKI KAUPMANNAHÖFN léttskýjaö 16 ÓSLÓ léttskýjaö 11 STOKKHÓLMUR 16 ÞÓRSHÖFN skýjaö 11 ÞRÁNDHEIMUR skúrir 9 ALGARVE þokumóö a 17 AMSTERDAM BARCELONA heiöskírt 25 BERLÍN skýjaö 16 CHICAGO heiöskírt 26 DUBUN léttskýjaö 13 HAUFAX skýjað 17 FRANKFURT léttskýjaö 19 HAMBORG léttskýjaö 15 JAN MAYEN léttskýjaö 4 LONDON skýjaö 17 LÚXEMBORG léttskýjaö 16 MALLORCA heiöskírt 22 MONTREAL heiöskírt 21 NARSSARSSUAQ skýjaö 6 NEW YORK hei&skírt 23 ORLANDO skýjaö 23 PARÍS léttskýj'aö 19 VÍN léttskýjaö 24 WASHINGTON léttskýjaö 18 WINNIPEG 18 BIiXslU f.1' 1 ¦ '¦ Si-i K Wiú ¦i:»'»iin:«n;4ip| -¦*rf'i;!r,--"jj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.