Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 12
12 MIDVIKUDAGUR 1. AGUST 2001 Skoðun JOV Spurning dagsins Hvernig finnst þér veðrið hafa verið i sumar? Guðni Guönason: Það hefur verid sæmilegt á köflum, svona ágætt veöur til útivistar. Magnús Kristjánsson: Bara mjög gott þaö sem af er sumri. Ég vona aö hinn helmingurinn veröi jafngóbur. Reynir Hermannsson: Mjóg gott, ég hef allavega komist í sólbaö. Helga Helgadóttir: Þaö hafa veriö fáir góðviðrisdagar en þeir hafa þó verið yndislegir. Þór Olafsson: Ég hef nú reyndar veriö eitthvaö er- lendis i sumar en sá tími sem ég hef eytt á íslandi hefur verið góður. Erla Pétursdóttir: Það hefur verið frekar kalt í Rvk en hlýtt á ísafirði þannig að ég er sátt. A Austurvelli Þaö getur vel verið aö það sé bara orðið sýnilegra en engu síður líöur ekki sá dagur að maður rekist ekki á svona hóp og það vita allir sem rölta reglulega í miöbænum. Slæmt ástand í miðbænum Margrét skrífar. Töluverð umræða hefur verið undanfarið um ástandið 1 miðbæn- um að degi til. Margir hafa ímugust af svokólluðum.rónum sem hægt er að sjá á hverjum degi á Austurvelli og Lækjartorgi. Þetta ógæfufólk ráfar um ofurölvi og illa til reika og ekki fer á milli mála að þarna eru einstaklingar á ferð sem búa við mikil vandamál. Það er hægt aðfull- yrða að svona fólki hefur fjölgað til muna í miðbænum. Það getur vel verið aö það sé bara orðið sýnilegra en engu síður líður „Sumarlokanir og fjársvelt- ar meðferðarstofnanir er eitthvað sem við eigum ekki að líða." ekki sá dagur að maður rekist ekki á svona hóp og það vita allir sem rölta reglulega i miðbænum. Eitt- hvað hlýtur að hafa breyst. Sumir segja þetta sé vegna þess að arftaka Keisarans sé nú að finna í miðju Austurstrætinu en aðrir segja að skýringin sé mun alvarlegri og hún liggi í verri þjónustu hins opinbera við þetta fólk. Sumarlokanir og fjársveltar meðferðarstofnanir er eitthvað sem við eigum ekki að líða. Við verðum að muna að þetta fólk hefur líka rétt, rétt til heilsu og bata. Endurbætum frekar þjónust- una við þetta fólk og hjálpum því til heilsu i eitt skipti fyrir öll í staðinn fyrir að koma með heimskulegar lýðskrumshugmyndir um bann við ölvun á sérstökum svæðum. Fyrir utan mannlega harmleikinn sem hlýst af óreglu þá er það mjóg dýrt fyrir samfélagið að missa ¦ heilan einstakling út í iðjuleysi og sjálfstortímingu. Enginn af sláttur Jón Sigurðsson veitingamaöur hringdi: í bréfi frá Siguröi sem birtist i DV síðastliðinn mánudag kvartar mað- urinn mjög undan háu verði í veit- ingahúsum hérlendis. Ekki telur hann upp alla þá miklu kostnaðar- liði og opinberu álögur sem veit- ingamenn verða að standa undir. Ein af rangfærslum Sigurðar er að hann segir að veitingahús fái bjórinn á heildsöluverði. Þetta er Veitingamenn okra ékki á viðskiptavinum sínum eins og Sigurður staðhœfir og þeir fá ekki áfengi á lægra verði í Ríkinu en aðrír við- skiptavinir. rangt. Við verðum að kaupa ölið á sama útsóluverði og aðrir. Þar að auki verðum við að bera kostnað af rýrnun á kranaölinu sem alltaf er nokkur. Það eru ótal aðrir kostnaðarliðir sem veitingahús verða að standa undir sem að lokum lenda á við- skiptavininum. Veitingamenn okra ekki á við- skiptavinum sínum eins og Sigurð- ur staðhæfir og þeir fá ekki áfengi á lægra verði í Ríkinu en aðrir við- skiptavinir. Mark er aö draumum Þá hefur það loksins sannast í eitt skipti fyrir öll að Þorsteinn á Borg hafði rangt fyrir sér þeg- ar hann sagði í Gunnlaugssögu ormstungu að ekki væri mark að draumum. Enda trúði Þor- steinn svo sem ekki sjálfur sínum eigin yfirlýs- ingum eins og fram kemur í sögunni. En Garri hefur loksins fengið þá staðfestingu á drauma- ráðningum og forlagatrú sem hann þurfti og mun nú óragur láta konuna á efri hæðinni spá fyrir sér í bolla í framtíðinní. í DV í gær er upp- ýst að Bæjarpósturinn á Dalvík hafi birt spádóm dalvískrár völvu um síðustu áramót og þar sýn- ist Garra sem flest sé komið fram og, það sem meira er, spádómur völvunnar sé ekki svo al- menns eðlis að hann hljóti að koma fram hvað sem gerðist, eins og títt er um svona spádóma, heldur sé þarna verið að spá ólíklegustu hlutum. Þegar spádómar um hið fjarstæðukennda ganga eftir þá er ekki annað hægt en staldra við og kanna málið betur. Hiö fjarstæðukennda Og það sem var fjarstæðukenndast af öllu í spádómi völvunnar hafði ekkert með veðurfar, náttúruhamfarir eða íþróttir að gera - þött völv- an hafi raunar náö ágætum árangri í þeim efn- um líka. Það fjarstæðukenndasta sneri að stjórn- málamanninum Árna Johnsen. Um Árna segir völvan: „Árni Johnsen verður í sviðsljósinu í vor. Ég fmn fyrir þessu að þetta verði mikið fjöl- miðlafár. Mikið blásið út og gott ef Árni stendur ekki sterkari eftir." Hér er greinilega næm manneskja á ferðinni því þessi orð voru töluð i janúar. Aðeins er um tvennt að ræða til skýring- ar á þessari framsýni. Annaðhvort er völvan ein- faldlega forspá eða þá aö hér er á ferðinni ein- hver sem vinnur í byggingavöruverslun og hefur fylgst með úttektum Árna á nöfn ístaks og bygg- ingarnefndar Þjóðleikhússins. Sá hinn sami hef- ur áttað sig á að svona nokkuð gengi ekki til lengdar og því séð fall Árna fyrir af þessum sök- um. En þar sem Árni verslaði mest fyrir sunnan og völvan er á Dalvík hallast Garri að því að hið fyrra sé rétt, völvan sé einfaldlega svona forspá. Hellabrot En það er einmitt þessi niðurstaða - að völvan sé í raun og veru sannspá - sem hefur valdið Garra talsverðum heilabrotum. Völvan spáir þvi nefnilega líka að Árni muni standa sterkari eftir þetta gjörningaveður en hann var fyrir það. í sjálfu sér er freistandi að segja að þetta hljóti að vera mistök hjá völvunni en það er alls ekki nægjanlega sannfærandi afgreiðsla. Hin æpandi 2001 ¦sSH i staðreynd er sú að hún spáði fyrir um Árnamál- ið sem þá var talið fjarstæðukennt. Því ætti hún ekki að geta spáð fyrir um fjarstæöukenndar lyktir þess líka? Þessi spádómur hefur vakið ótölulegar spurningar og þá ekki síst þá hvort það geti verið að Sjálfstæðisflokkurinn muni koma Árna til hjálpar þegar mestu lætin eru hjá. Eða kemur kannski einhver annar honum til hjálpar? Er kannski helgarviðtálið fræga við Davið i DV til marks um að þaðan sé að vænta hjálparhandar - mörgum fannst jú forsætisráð- hera vera að verja sinn mann dálítið þar? Marg- ar fieiri spurningar vakna viö þessi tíöindi en vegna þess að Garri hefur ekki sjálfur spádóms- gáfuna verður hann einfaldlega aö bíða ásamt þúsundúm annarra spádómsgáfulausra lands- manna eftir næsta þætti í sápu- * óperunni um Árnamálið! GéUTI Undarlegar skoð- anakannanir Kristján hringdi: Mikið verð ég hissa þegar ég sé skoðanakannanir um stjórnmála- fiokkana og kemst að því að allt að fjórðungur þjóðarinnar styður jafn- hættulegar hugmyndir og Vinstri grænir boða. Ég hef aldrei verið tal- inn vera mikill hægrimaður en mál- flutningur Vinstri grænna er mér ekki að skapi. Það yrði þjóðinni ekki til góða að mínu viti ef Ög- mundur Jónasson stjórnaði efna- hagsmálunum eða Kolbrún Hall- dórsdóttir stjórnaði því hvað við mættum sjá í sjónvarpinu. Við myndum uppskera þjóðfélag forræð- ishyggju og afturhalds. Fólkinu í landinu væri ekki treyst fyrir einu eða neinu heldur væru „góðar" rík- isstofnanir sem sæju um þetta fyrir okkur. Ég vona að samborgarar mínir átti sig fyrr en seinna á því hvað Vinstri grænir eru að boða í raun og veru.' Bjórglas. Endurvinnsla á gleri Auðunn skrifar: Mér er fyrirmunað að skilja eitt varðandi endurvinnslu á drykkjar- ílátum. Hvernig stendur svo undar- lega á, að endurgreiðsla fæst fyrir áldósir, plast- og glerflöskur, sem áður hafa geymt gos eða djús eða aðra þá drykki sem ríkið telur holl- ari þeim sem ég kýs að slókkva þorstann með, en ekkert fæst fyrir bjórflöskur? Ég er mikill bjórmað- ur. Mér fmnst fátt betra en að svolgra i mig öl þegar viðrar jafn vel og undanfarið eða eftir vinnu. Nú er svo komið að minjarnar um drykkju sumarsins eru að sprengja af sér allar mínar hirslur. Hvers á ég að gjalda? .l.j,-...-,...,., ...m ^HH^wBfe- tev "***$í w~jjM mi^^a^^ irk'* ^^* Bílastæöi I Noregi eru nú komnar sérstakar bakkperur sem eiga aö koma í veg fyrir slys. Vandamál með bílastæði Hér í miðborginni eru víða þrengsli með bílastæöi. Þröng bíla- stæði gera það að verkum að menn þurfa aö bakka út án þess að sjá svo vel hvað kann að vera fyrir aftan bifreiöina. í Noregi eru nú komnar sérstakar bakkperur sem eiga að koma í veg fyrir slys. Þá gefa bakk- ljósin frá sér sérstakt hljóð þegar bakkað er, eins og er t.d er í mörg- um vörubílum. ÍDV Lesendur Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, ÞverhoKI 11,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.