Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 9
MIDVIKUDAGUR 1. AGÚST 2001 I>V Fréttir Sunnlenskir bændur uggandi um framtíð á sölu afurða sinna: Lengja þarf sláturtíðina - segir Elvar Eyvindsson á SkíðbaJkka „Bændur á Suðurlandi og víöar eru í óvissu fyrir haustið með innlegg á sláturfé eftir að ákveðið var að hætta að slátra í sláturhúsum Goða í Þykkva- bæ og víðar. Erm er ekki vitað hvort Sláturfélag Suðurlands getur tekið við þessari aukningu á sláturfé á Suður- landi. Að vísu hefur Sláturfélagið oft vantað kjöt þegar kemur fram á sum- arið og hefur þá keypt kjöt af öðrum framleiðendum. Goði rak sauðfjárslát- urhús í Þykkvabæ þar sem slátrað var á milli 20 og 30 þúsund dilkum í haust- slátrun. Á Hellu rak Goði sláturhús fyrir stórgripi. Elvar Eyvindsson á Skíðbakka í Landeyjum telur að bænd- ur verði að bregðast við þessum breyttu aðstæðum, meðal annars með því að lengja sláturtíðina. „Ég held að menn hafi verið óþarf- lega tregir til að lengja sláturtíðina, það á að vera hægt að lengja hana um allt að tvo mánuði en það kostar auð- vitað ákveðnar tilfæringar og breyting- ar á sauðburðartíma," sagði Elvar. Varðandi sláturtíð á komandi hausti er hann uggandi, telur að erfitt sé að koma öllu fé til slátrunar hjá Sláturfé- laginu þar sem svo langt er liðið á sumarið og menn voru ekki undir Allt lokaö. Sláturhúsiö á Hellu er nú aðeins spegilmynd í Rangánni. breytingarnar búnir. En hvað er til ráða, fara menn út í að slátra slnu fé heima? „Nei, ég held ekki en eitthvað verða menn að gera. Ég er ekki viss um að bændur verði tilbúnir að leggja inn hjá Goða eins og staðan er. Ég veit ekki hverjir eru tilbúnir til að tak'a allt það fé sem bændur sitja nú uppi með, enda er ekki um aðra að ræða en Slát- urfélag Suðurlands hér á svæðinu. Lík- lega verður slátrað á Höfn en siðan er ekki um aðra sláturleyfishafa að ræða fyrr en norður í landi. Mér flnnst að sauðfjárbændur ættu að reyna að ná húsinu í Þykkvabæ og slátra sínu fé þar sjálfir," sagði Elvar. Vantar fjárfesta fáist húsiö keypt Elvar segir að með lokun stórgripa- sláturhússins á Hellu hafi menn lent í biðstöðu með innlegg á nautum. Slát- urfélag Suðurlands hafi hingað til ekki getað tekið á móti nautgripum frá bændum umfram það sem nú er. Hann hefur ásamt fleiri bændum hreyft þeirri hugmynd að reyna að fá slátur- húsið keypt. „Ef húsið fæst á skikkan- legu verði, svo að verði hægt að reka það, og ef hægt verður að byrja fljót- lega áður en allt starfsfólk- ið er farið út og suður á það að geta gengið," sagði Elvar. Hann vonast til að bændur komi til með að vilja taka þátt í kaup- unum en neitar því ekki að horft sé til stærri fjárfesta. Bún- Nýjr slökkvibíl: Yfirbyggður á Ólafsf irði Nýr slökkviliðsbíll var afhentur við formlega athöfh i Grundarfirði á dög- unum. Upphaflega stóð til að bíllinn kæmi i nóvember árið 2000 en fljótt varð ljóst að Brimborg gat ekki afhent bilinn á tilskildum tima til fyrirtækis Sigurjóns Magnússonar á Olafsfirði, sem byggði yfir bílinn og gekk endan- lega frá honum fyrir afhendingu. Síðar varð ljóst að ekki var hægt að afhenda bílinn fyrr en vorið 2001 í fyrsta lagi. Að sögn Bjargar Ágústs- dóttur, sveitarstjóra Eyrarsveitar, hef- ur svo afhendingin tafist enn frekar vegna ýmissa hluta sem óskað hefur verið eftir að fá aukalega á bílinn. -GG Sólarfilma á glugga - þegar sólin angrar - :'\ 1 B^SB • 1 DV-MYNDIR NJORDUR HELGASON. V\ t\ Helgi Snorrason s: 863 5757 helgisn@binet.is Elvar Eyvindsson, bóndi á Skíöbakka. aðarbankinn hefur nýlega eignast stæsta hlutann í Reykjagarði á Hellu og Elvar telur ekki óeðlilegt að fjárfest- ar fáist til að taka þátt í kaupum á slát- urhúsinu á Hellu. „Ég trúi ekki öðru en hægt sé að reka sláturhús hér á þessu svæði, þar sem eru 40% af kún- um í landinu, og flest stæstu búin," sagði Elvar Eyvindsson. -NH Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands: Getum tekið á móti öllu sauðfé af svæðinu „Það verður ekkert vandamál fyrir Sláturfé- lag Suðurlands að taka á móti því fé sem hefur ver- ið slátrað í Þykkvabæ ef við lengjum sláturtimann. Það má þó segja að um miðbik venjulegrar slátur- tíðar hefur húsið á Sel- fossi verið fullnýtt," sagði Steinþór Skúlason, for- stjóri SS. Fyrirtækið hef- ur nýlega kynnt bændum hækkum á innleggsverði í meðan Goði boðaði lækkun Steinþór Skúlason. um 7% haust á . Að sögn Steinþórs hefur verið sent út frétta- bréf til innleggjenda á svæði SS þar sem kynntar eru yfirborganir og greiðslufyrirkomulag fyrirtækisins til bænda í komandi sláturtíð. „Það er ekkert vandamál fyrir okk- ur að slátra allt að 50% meira en við gerðum í fyrra, það á eftir að koma í Ijós hvort bændur taka við sér og panta nógu tímanlega fyrir slátrun- ina, það koma fljótt til með að fyllast margar sláturvikur yfir megintimann. En það er mikið hringt til okkar og spurt um okkar kjör," sagði Steinþór. Steinþór Skúlason segir að ef bændur nýti sér lengri slátur- tíma eigi SS að geta tekið á móti allt að 50 þúsundum diik- um til viöbótar því sem slátrað var siðastliðið ár, þegar slátrað var rúmlega 60 þúsund fjár. Steinþór segir að ekki komi til greina fyrir SS að fara að byggja upp fleiri sláturstöðvar. „Vandamálið í sauð- fjárslátruninni er að einingarnar hafa verið nýttar í allt of stuttan tíma, við höfum sagt að það sé ekki rekstrargrundvöllur nema verið sé að slátra í að minnsta kosti þrjá mán- uði í þessum húsum, þannig að þetta fer nánast í það far hjá okkur með þeim breytingum sem nú verða. Hvorki við né aðrir láta sér detta í hug að byggja ný sláturhús, afkoman í þessu leyfir það nú ekki," sagði Steinþór. Nautakjötsmarkaöur fullnýttur Varðandi aðra slátrun á Selfossi en sauðfjárslátrun segir Steinþór að hægt sé að taka við fleiri svínum til slátrun- ar, eftirspurn eftir hrossakjöti sé þokkaleg til útflutnings. „Vandinn er fyrst og fremst í ungneytum, þar er það frekar spurning um söluleiðir en sláturgetu. Við getum slátrað töluvert meira. í dag erum við að slátra um 100 nautgripum á viku. Framboðið hefur vaxið mikið á síðastliðnum árum. Þannig að það hefur verið bið eftir ungnautaslátrun hjá okkur en annars staðar er lítil bið í þeim geira slátrun- arinnar svo þetta er að færast til betri vegar og jafhar sig á einhverjum tíma. En eins og staðan er í dag komum við ekki til með að geta tekið á móti fleirri nautum til slátrunar umfram það sem nú er," sagði Steinþór Skúlason, for- stjóri Sláturfélags Suðurlands. -NH tilboð tm || IIDOi á notuðum vélum og tækjum Mikill afsláttur Gjalddagi 10. mars 2002 Ingvar Helgason hf. Sœvarshöfða 2 Simi 525 8000 www.ih.is M. BENZ E 220, ARG 1993, ek. 100 þús., ssk., ABS, topplúga, þjófavörn, álfelgur, dráttarkrókur og fl. Ásett verð 1.490.000. Bíldshöfða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is LGlíÖJ EtiSB 'éllífelíMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.