Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 14
+ 14 MIDVIKUDAGUR 1. AGUST 2001 MIDVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 2001 19 Útgáfufélag: Útgáfufélagið DV ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Framkvæmdastjóri: Mjalti Jónsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason A&sto&arritstjórar: Jónas Haraldsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Fréttastjóri: Birgir Gu&mundsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiosla, áskrift: Þverholtl 11,105 Rvík, síml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Grsn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.netheimar.is/dv/ Fréttaþjónusta á Netinu: http://www.visir.is Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Strandgata 31, sími: 460 6100, fax: 460 6171 Setning og umbrot: Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerö: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Börnin úti að aka íslendingar eru ásamt Bretum eina þjóðin í allri Evrópu sem leyfir börnum sínum að setjast upp í bifreið og aka henni hvert sem er og hvenær sem er. Alstaðar annars- staðar í álfunni er ökuleyfisaldur miðaður við 18 ár sem er viðurkenndur fullorðinsaldur. Reyndar leyfðu nokkrar Evrópuþjóðir sautján ára börnum að aka bifreiðum um langt árabil en nær allar þeirra hafa séð að sér á síðustu árum af augljósum ástæðum og hækkað mörkin upp í 18 ár. Nema Bretar og íslendingar. Hér verður ekki gengið svo langt að segja að íslensk stjórnvöld sætti sig við að missa börn sín í örkuml og dauða. Áhugi þeirra á að að hækka ökuleyfisaldurinn eins og aðrar Evrópuþjóðir hafa gert virðist hinsvegar vera enginn. Það eru skilaboð. Það er til vitnis um að stjórn- völd vilji ekki grípa til allra mögulegra leiða til að fækka dauðaslysum í umferðinni óg þeim hörmulegu slysum sem leiða til örkumls fólks sem á allt lífið eftir. Þetta áhugaleysi er óskiljanlegt, ef ekki hreint til skammar. Tölfræði í þessu efni er öll á einn veg. Ungmenni valda hlutfallslega langflestum slysum í umferðinni. Æskuþrótt- ur þeirra og reynsluleysi gerir það að verkum að þau eru viljugri en aðrir til að taka áhættu í umferðinni, áhættu sem þau ráða ekki alltaf við, stundum með ömurlegum af- leiðingum. Með einni ákvörðun er hægt að fækka þessum slysum að mun, þar á meðal dauðaslysum. Með þessari sömu ákvörðun er hægt að bjarga mannsltfum og heilsu. Fórnin er eitt bíllaust æskuár. Á árunum 1996 til 2000 létu fjórir 17 ára ökumenn lífið, nánast einn hvert ár. Þeim hefði verið hægt að bjarga með einni ákvörðun. Á sama tímabili létust fimm 18 ára öku- menn. Þetta er fimmtungur þeirra sem fórst í bílslysum á þessum árum. Samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar umferðarslysa var 31 prósent ökumanna sem lét lífið á ár- unum 1998 til 2000 á aldrinum 17 til 24 ára, þar af ungir karlmenn i miklum meirihluta. Þetta eru sláandi tölur og segja harmsögu, sem hægt er að stytta. Ungir ökumenn eru helsta vandamál umferðarinnar á íslandi, sérstaklega ungir karlmenn. Samkvæmt tölum úr sektakerfi lögreglunnar fyrstu sex mánuði ársins voru alls 62 landsmenn sviptir ökuréttindum vegna uppsafnaðra umferðarpunkta, þar af ein 17 ára kona. Einn 32 ára karl- maður var sviptur ökuréttindum vegna þessara punkta en hinir voru allir ungir strákar á aldrinum 17 til 22 ára. 60 strákar. Þessar og enn fleiri tölur staðfesta vitneskju manna ár eftir ár. Samt er ekkert gert. Hvað liggur á? Hversvegna í ósköpunum er svona mik- ilvægt að koma ungu fólki sem fyrst út í umferðina hér á íslandi, landi sem er alræmt fyrir illa skipulagt umferðar- kerfi í þéttbýli og stórhættulega vegi og vegleysur í dreif- býli? Hvað er það í fari íslenskra ungmenna sem réttlæt- ir að þau megi aka út á einbreiða hættuna ári fyrr en jafn- aldrar þeirra í Evrópu? Þetta eru eðlilegar spurningar þegar vitað er með vissu að einn 17 ára ökumaður missir lífið að jafnaði á hverju ári i umferðinni á íslandi. Eitt dauðsfall á ári. Eitt óþarft dauðsfall. Þá eru ótaldir þeir sem slasast, jafnaldrarnir sem sitja í farþegasætunum og halda sér fast á meðan flengst er um landið. Siðustu lögreglutölur yfir aldur slasaðra í bílslysum er að hafa frá 1997. Það ár slösuðust 122 17 ára krakkar í slysum á veg- um landsins, einatt krakkar í bíl sem stjórnað var af reynsíulausum jafnaldra þeirra. Þetta er stórt hundrað krakka, ár eftir ár, áratug eftir áratug. Hvað liggur á? Af- hverju mega börnin ekki fullorðnast? Sigmundur Ernir I>V Skoðun í þann tíð voru miðin full af fiski Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun, viðurkennir í DV 20. júlí að uppbygging þorskstofnsins sé ekki sam- kvæmt áætlun. Hann segir þó að hrun þorskstofnsins komi ekki til greina því ekkert bendi til þess að þorskstofn- inn sé lítill. Þá þyrfti hann minna að éta þó aðgengi hans hafi minnkað að loðnu. Uppbygging þorsk- stofnsins mistókst Jú, tölur Hafró benda til þess að þorskstofninn sé ekki bara lit- ill, heldur eins og flestir aðrir fisk- stofnar í sögulegu lágmarki. Það er þá ekki ofmælt að uppbygging þorsk- stofnsins sé ekki samkvæmt áætlun. Hún hefur gjörsamlega mistekist því hún hefur engin orðið. Seinni setning- in Hjálmars hlýtur að hafa skolast eitt- hvað til í meðförum blaðamannsins því ég sé ekki röklega samhengið. En fyrst rætt er um loðnu þá vil ég ekkert liggja á þeirri skoðun minni að glórulaust sé að veiða verðlausa loðnuna frá dýr- mætum þorskinum. Eina sem ég get hugsað mér enn heimskulegra er að hrópa síðan að það verði að grisja Einar Júlíusson dósent viö sjávarút- vegsdeild Háskólans á Akureyri þorskinn af því að hann hafi ekkert að éta. Hrun þorskstofnsins kem- ur því miður til greina, og ég er hræddur um að það þurfi talsvert meira til en kvóta- samdrátt eða nýja afiareglu til að koma í veg fyrir það. Ég tel að stærð kvótans skipti litlu máli fyrir þorskinn. Mér sýnist aflakvótakerfi aðallega virka þannig að flotinn veiðir það sem hann getur og land- ar því sem hann má. r»^a - Stofninn síminnkandi Meðfylgjandi mynd sýnir þróun þorskstofnsins frá 1950. í honum er 10 ára sveifla en annars er stefnan stöðugt á verri veg. Fram til 1999 er stofnstærðin reiknuð út frá aflatólum Hafró. Það ætti að gefa nokkuð raun- hæfa niðurstöðu fyrir það ár en nálæg ár eru verulega skekkt, eldri vanmetin en nýrri mundu ofmetin. Síðasta upp- sveiflan var því í raun miklu stærri en myndin sýnir, möguleikarnir meiri. Eftir 1999 er framreiknað með þeirri nýliðun sem stofnmælingin sýnir (reikningana má sjá i síðasta tölublaði Ægis). Er þá miðað við aflann 1999 og þann afia sem aflareglan leyfir eftir Það er ekki ofmœlt að uppbygging þorskstofnsins sé ekki bara lítil, heldur í sögulegu lágmarki. það. Það að ég nota fasta meðalþyngd og rétt skilgreindan meðalstofn i stað þess rangt skilgreinda stofns í byrjun árs sem Hafró notar, hefur lítil áhrif á myndina en kvarði Hafró hefur verið lauslega settur hægra megin á hana. Framrelkningar enda í núlli Eini raunverulegi munurinn á fram- reikningunum hér og framreikningum Hafró er þá að hér er reiknað með þvi að ca 15% af veiddu fiskunum týnist. Hvað reikningana varðar má einu gilda hvernig, en brottkast liggur bein- ast við. En þeim gæti þess vegna hafa verið landað fram hjá vikt og fræðilega séð gæti verið komin upp langvarandi drepsótt í stofninum. Hún færi þó varla leynt og hungursneyð getur það ekki verið. Fiskifræðingar Hafró ættu ekki að láta hafa sig að fíflum með því að biðjast árlega afsökunar á þvi að þeir hafi bara týnt þeim, eða að þeir hafi ofmetið stofninn og þessir þorskar hafi því aldrei verið til. Sú skýring fær engan veginn staðist ár eftir ár og „of- matið" er langt utan við skekkjumörk. Stofnmælingin sýnir líka að týndu Ályktanir af Árnamálum Satt best að segja hefi ég lítinn áhuga á að hóa í lætin út af málum Árna Johnsens. Engu að síður er vert að skoða nokkur viðbrögð við þvi máli sem eru vanhugsuð, röng eða beinlínis skaðleg, svo langt sem þau ná. Raddir heyrast um að fjölmiðlar fari offari í þessum málum og að menn verði að vara sig á dómhórku. Þetta er ofmælt: þeir sem taka til máls um mál Árna Johnsens stíga yf- irleitt mjög varlega til jarðar, eru daprir á svip og tala mest um mann- legan harmleik. Reiði eða þá meinfýsi höfum við séð miklu meiri áður hjá fjölmiðlum eða almenningi - til dæm- is þegar upp komu fræg brennivíns- kaupamál handhafa forsetavalds. Alllr eru elns Önnur hæpin viðbrögð eru á Kjallari leið, að það sé rangt að taka mál Árna föstum tökum vegna þess að „svindl og svínarí" séu út um allt i þjóðfélaginu og ýmsir og sumir menn aðrir komist upp með vafasamt athæfi. Málum er drepið á dreif með því að vísa til þess að enginn sé með öllu synd- laus. Það er vissulega rétt: en hvaða ályktun vilja menn þá af þessum dæmum draga? Að allir séu jafn- syndugir? Það er líka rangt. Á að þegja yfir óllu misferli vegna þess að aldrei næst í alla þá sem sek- ir eru um eitthvað svipað? Er það þetta sem menn meina - og ef ekki, hvað þá? Menn hafi það í huga, að ef þessi afstaða á að ríkja er eins gott að hafa öngva spurula fjölmiðla, Arni Bergmann rithöfundur Ályktun frjálshyggjumanna er vissulega röng. Hún lœtur að því liggja að stjórnmálavafstur sé alveg dæmlaus vettvangur spillingar og misbrúkunar á valdi. öngva dómstóla og engin lög. Og hætta þeirri „mis- munun" að eltast við jafnt smáþjófa og stríðsgæpa- menn, einmitt á þeirri for- sendu að meðan einn er dæmdur sleppur annar. Merkilegust viðbrögð má svo finna hjá ýmsum félög- um Árna Johnsens í Sjálf- stæðisflokknum. Pétur Blöndal, Hannes H. Gissur- arson og fleiri taka til máls og segja sem svo: Það var leiðinlegt með hann Árna, er vænsti piltur. En svona fer vejjna þess að ríkið og þingmenn líata of mikil afskipti af peningum. Ef við tökum frá þingmönnum freist- ingarnar með því að skera opinber umsvif niður í sem allra minnst þá verður allt í lagi. Og Hannes slær upp í tilvísanasafninu og finnur Bacon sem sagði „tækifærið skapar þjófinn". Freistingastríöið Ályktun frjáls- hyggjumanna er vissulega röng. Hún lætur að því liggja að stjórnmálavafstur sé alveg dæmalaus vett- vangur spillingar og misbrúkunar á að- stöðu. Hún tekur und- ir það almenna níð um stjórnmálamenn sem er í tísku hjá þeim sem vilja færa vald frá kjörnum full- trúum almennings til eigenda fjármagns, frá þingum til kauphalla. Og rétt er að minna þá sem draga þá ályktun af Árnamálum á að best sé að þingmenn ráði sem minnstu, aö „freistingum" og „tæki- færum" til að gera óskunda er dreift út um allt mannlegt félag. Þingmenn taka við mútum um allan heim. En það þýðir ekki að það verði að banna þjóðþingum að taka ákvarðanir sem varða hag mútufúsra fyrirtækja. Spilltir embættismenn eru alls stað- ar til, en það þýðir ekki að menn leggi af stjórnsýslu. Kaupmenn standa í stóðugum freistingum til að hafa fé af kaupendum með verðlags- brellum: það þýðir ekki að menn banni kaupskap og taki upp til dæm- is úthlutun á nauðsynjum. Verð- bréfafyrirtæki hafa ótal tækifæri til að „fitla við gengi hlutabréfa með óeðlilegum hætti" eins og sagt er þegar kurteisir menn vilja ekki brúka dónaleg orð eins og stela - en það þýðir varla að Hannesarnir vilji loka kauphöllum. Og svo framvegis. Kynhvötin getur freistað karla til of- beldis og nauðgana - ráðið við þeim ósköpum er ekki að gelda allan karl- pening. Baráttan við „freistingar og tæki- færi" er náttúrlega eilíf. Hún fer eins og allir vita fram á ýmsum vett- vangi: lög eru sett og reglur, boð og bönn, eftirlít er haft og fjölmiðlar reyna að hafa augu og eyru opin. Með öðrum orðum: það verður að skerða það geðþóttafrelsi sem segir: ég geri rétt eins og mér sýnist. Menn eiga ekki annars kost. Svo banalt og einfalt er það - rétt eins og baulið í kúnum. Arni Bergmann Spurt og svarað A Byggðastofnun að vera hafin yfir pohttskt dœgurþras? Kristinn H. Gunnarsson, formaður Byggdastofnunar Jafhvœgi verði í byggð landsins „Byggðastofnun er pólítísk í eðli sínu því henni er ætlað að framfylgja markmiðum um jafn- vægi í byggð landsins sem stjórnmálamenn setja á hverjum tíma. Stofnunin veröur að hafa tiltækar upplýsingar um byggðaþróunina og geta lagt fram skýringar og tillögur um aðgerðir sem byggjast á hinum pólítísku markmiðum sem hljóta eðli rháls- ins samkvæmt að vera umdeilanlegar. Sú pólitík sem hefur verið ofan á síðustu áratugi er byggða- stefna höfuðborgarsvæðisins, þ.e. að byggja þar upp öflugt svæði. En pólítíkin sem menn hafa sagst hafa í fyrirrúmi er jafnvægi í byggð landsins - en árangurinn af henni er lítill." Bjarni Hafþór Helgason viðskiptafrœðingur Lýtur pólítískum vilja „Byggðastofnun hefur senni- lega verið allra stofnana háðust pólítísku dægurþrasi enda lýtur hún pólítiskri stjórn og fjölmargar ákvarðanir hennar lúta pólítískum vilja. Hvort mönnum líka þessir starfshættir eður ei er svo pólítík út af fyrir sig. Ég held því að alltaf hafi verið einhver pólitík tengd þessari stofnun. Flest af því sem Byggða- stofnun gerir er vel meint en margt af því hefur skaðað ímynd landsbyggðarinnar og sett á hana stimpil ölmusunnar. Allir fjárfestingarkostir þurfa, þegar upp er staðið, að svara kröfunni um arðsemi." Karl Th. Birgisson blaðamaöur Kvótabátar og frelsandi englar „Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hugsunina. Byggðastofnun getur ekki, eðli málsins samkvæmt, verið hafin yfir pölítískar deilur frekar en aðrar stofn- anir sem fara með og útdeila almannafé. Þarna gæti hins vegar leynst sú hugsun að pólitikusar hafa kom- ið óorði á Byggðastofnun og hugtakið byggðastefnu yf- irleitt. Það eru þeir sem meö annarri hendinni grafa undan byggð í landinu, svo sem þeir sem kvótasettu smábáta, og vilja svo koma sem frelsandi englar og halda lífi byggðanna í sinni pólítísku hendi. Byggða- stofnun er nauðsynleg en aðgerðir hennar þurfa að vera eftir skýrt markaðri heildarstefnu en ekki lúta kjördæmahagsmunum einstaka þingmanna." þorskarnir voru alveg örugglega til og stofnstærðin '98 náði vafalaust 600 þús- und tonnum. Hafró ætti þvi fremur að krefja aðra um skýringar á því af hverju þeir hafi vanmetið veiðarnar eða hvar þorskarnir séu nú niður- komnir. Hafró ætti að fá sömu niðurstöðu og myndin sýnir, meö þvi að framreikna frá 1999 með 50, 30, 20 og 10% afföllum af 3, 4, 5 og 6 ára fiski og 5% af eldri fiski. Strax á næsta ári er ólíklegt að kvótinn náist og eftir það næst afla- mark nýju aflareglunnar ekki. Að hika er sama og tapa Þorskstofninum sem ætti að geta gefið af sér 100 milljarða krðna útflutn- ingstekjur á hverju ári verður varla við bjargað. Næst kemur röðin að karf- anum, ýsunni o.s.frv. Öllu verður fórn- að fyrir stundargróða sægreifanna. Þeir verða bara að flýta sér að hirða úr sjónum þau verðmæti sem þeir geta áður en einhver annar sægreifi eða þá trillukarl hirðir þau frá þeim. Enginn á það sem allir sægreifar eiga saman. Góðærið verður dýru verði keypt, því það gæti orðið jafnseinlegt og dýrt að endurreisa fiskistofnana og að klæða landið aftur skógi milli fjalls og fjóru. Einar Júliusson Ummæli Skipulag og skuggahliöar „Með breytingum á skipulagi, sem takmarkað hafa umferð og sömuleiðis með ákvörðunum, sem leiddu til fækkunar verslana hefur Kvosin orð- ið einsleitur staður veitingahúsa, sem dregur fyrst og fremst að sér fólk á kvöldin og nóttunni. Fjölmennir vinnustaðir hafa horfið úr miðborg- inni og fátt bendir til að þessi þróun sé að breytast. Meirihlutinn, sem nú fer með völd i borginni virðist láta sér þessa þróun í léttu rúmi liggja og telja að markaðssetning undir for- merkjum „the cool city", þar sem áhersla er á hávært næturlíf og nekt- arstaði, sé borginni til framdráttar. En málið á sér því miður sínar skuggahliðar." Inga Jóna Þóröardóttir, á www.reykjavik2002.is Vegið að rótum menningar „Ef það vegur að rótum menningar okk- ar að við virkjum fall- vötain þá undrast ég hvernig aldamótaskáld- in sem ortu dýrustu Ijóðin gátu jafnframt lagt á ráðin um stór- kostlegar virkjanaframkvæmdir. Auk þess var það þannig að þegar grunnur var lagður að okkar menningu þá hafði almenningur alls ekki séð snefil af há- lendinu þó að höfðingjar riðu þekkta reiðvegi til Alþingis og i öðrum erinda- gjörðum milli landshluta. Og að við verðum enskumælandi við það að Norsk Hydro eigi aðild að byggingu ál- vers á Austurlandi og Bandaríkjamað- urinn Peterson eigi álverið í Hvalfirði er ofar mínum skilningi." Valgeröur Sverrisdóttir á heimasiou sinni. Gublaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstœðisflokks Bœtum sam- göngur „Ég er sammála þessu, það er að segja Byggðastofnun á ekki að vera til. Ef menn ætla sér að tryggja hag hinna dreifðu byggða er það best gert með bættum samgöngum. Nú éru að verða liðin þrjátíu ár síðan hringvegurinn var opn- aður en enn pá er hann ekki allur lagður bundnu slitlagi og enn hefur ekki verið lagt slitlag á vegi til margra þéttbýlisstaða. Ferðalög um landið hafa auk- ist mikið og sú þróun mun halda áfram. Það er deg- inum ljósara að ef landsbyggðin á að nýta þau tæki- færi sem í því felast þurfa vegir að vera góðir. Þvi segi ég: Eyðum þeim peningum sem við höfum úr að spila í vegi en ekki Byggðastofnun." Fjaðrafok í logninu öfe í leiöara Bændablaösins er mikilvægi Byggöastofnunar undirstrikaö. i Hvergi rikir meiri jöfn- uður en á íslandi og póli- tísk spilling er óþekkt, enda er hvergi betra að búa. Á þessum sannindum er búið að hamra svo vel og lengi, að maður er fyrir langa- löngu farinn að halda að það sé alveg hreina satt. Ef hægt er að fetta fingur út í eitthvað sem kann að þykja ámælisvert er það helst grænmetisverðið, sem er aðeins hærra hér en í spilltu hallærislöndunum kringum okkur. Þar eru þeir ríku ríkari en þeir fátæku og stjórnmála- menn eru settir á sakamannabekk hver um annan þveran fyrir siðferð- isbresti margs konar, svo sem fjár- málasukk og skrautlegar framhjá- tökur í hjónaböndum. Þar bera þeir líka ljúgvitni til að bjarga sjálfum sér og óðrum út úr skómmunum en eru samt reknir úr ríkisstjórnum, þjóðþingum og sum- um hverjum jafnvel stungið inn. Fyrir nokkrum árum skipti ítalska þjóðin um nær alla sina stjórnmála- menn og flokka. Allt gamla klabbið var gengið sér svo til húðar að ekk- ert nýtilegt var eftir af skepnunni. Kerfið var sokkið svo djúpt í eigin skít að því var ekki við bjargandi og kom því ekki annað til greina en uppstokkun. Annars staðar u ¦¦ •..','-— heldur spillingin velli, en þó með þeim formerkjum að meiri háttar leiðtogar eru annað slagið neyddir til að segja af sér og þeir jafnvel dæmd- ir. Aðrir lenda í út- legð. Hér er aðeins átt við lýðræðisrík- in sem sæmir að bera sig saman við. Týrannar og stór- glæpamenn annars og þriðja heimsins eru ekki taldir með. Grandvör þjóð En á íslandi rik- ir jöfnuður og heið- arleiki og lýðræðið leikur við hvern sinn fingur. Hér þekkja allir alla og því er ekki hægt að komast upp með svínarí, svik né pretti. Stjórnvöld eru afar fús að upp- lýsa almenning um Oddur Olafsson skrifar: allar sínar athafnir og gjörðir. Það er meira að segja búið að setja lög um upplýsingaskyldu og það er ekki fyrr en á þau reynir að í ljós kemur að það er ekk- ert að fela og því er engin ástæða til að veita upplýs- ingar um eitt né neitt. Grandvarleikinn umlyk- ur hinn mikla íslenska fjár- málaheim eins og önnur svið þjóðlífsins. Þegar bankamenn og aðrir trún- aðarmenn á leikvelli verð- bréfaviðskipta misstíga sig aðeins og nokkrar eða margar milljónir hrökkva ofan í vasa þeirra er það að- eins vegna þess að markaðurinn er enn að slíta barnsskónum. Þess vegna þekkja þeir ekki leikreglurnar til að geta varast vítin. Þeir eru ekki alveg vissir um hvað þeir eru að gera þegar þeir stunda innherjavið- skipti eða skrökva til um stöðu fyrir- tækja áður en þeir selja hlutabréf sín. Því er þeim fyrirgefið eins og rómversku hermönnunum forðum þegar þeir voru að negla í Austur- lóndum nær. Fjármál stjórnmálaflokka eru einkamál, enda nenna engir að fjalla um þau nema þeir pólitíkusar sem telja sig afskipta og heimta að þeir sem betur mega upplýsi um sínar auðsuppsprettur í trausti þess að T> þær bækur verði aldrei opinberaðar. Því þarf enginn flokkur að gefa neitt upp um sitt rekstrarfé og fer vel á því. Mútuþægni er nefnilega smit- andi og er eins gott að veita þeirri. plágu ekki út í þjóðfélagið. Hænsnahúsiö Eins og forsætisráðherra vor minnti eftirminnilega á í frægu DV- viðtali er allt heiðarlegast og best á íslandi. Jafnvel kuldinn er yndisleg- ur og stórkostleg auðlind. Hið eina sem setur ofurlítinn blett á hrein- leika þjóðlífsins eru nokkrir villuráf- andi vinstrimenn sem misnotuðu að- stöðu sína i stjórnmálavafstrinu án þess að bæta fyrir yfirsjónirnar. Að öðru leyti er allt eins og best verður á kosið. Stúlkurnar fallegast- ar, landslagið stórkostlegast, menn- ingin hátimbraðri en í öðrum lýð- veldum, jöfnuður og velferð magn- aðri en annars staðar þekkist og pólitíska spillingin svo tíkarleg að varla tekur því að minnast á hana. Samt er uppi óttalegt fjaðrafok út af smáræði en fyrsta fjöðrin féll í lag- ernum í byggingabúð. Nú var hverri fjöðrinni rótað á loft af annarri. En við verðum aðeins að vona og biðja að fjöðrin í BYKÓ verði ekki að heilu hænsnahúsi, eins og í ævintýr- inu góða. Þá gæti farið svo að elsku samfélagið okkar sé ekki eins vamm- laust og ríkistrúin kveður á um. Á íslandi ríkir jöfnuður og heiðarleiki og lýðrœðið leikur við hvern sinn fingur......

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.