Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 01.08.2001, Blaðsíða 24
-!-. 28 MIDVIKUDAGUR 1. AGUST 2001 Tilvera I>V 1í fift OIBmBÐI EHKKK9 \ Gengið um Elliðaárvog og Grófina í kvöld stendur Hafnagöngu- hópurinn fyrir gönguferð eftir göngustígum um Fossvogsdal, með Fossvogi og Öskjuhlíð, niður í Hljómskálagarð og að Hafnar- húsinu. Farið verður frá . Hafnarhúsinu kl. 20.00 og með strætó inn í Elliðaárvog. Allir eru velkomnir í ferð með Hafnagönguhópnum Krár ¦ DEAD SEA APPLE A GAUKNUM Hljómsveitin Dead Sea Apple heldur eitt stykki tónleika á Gauki á Stöng í kvöld. Steini og þessir strákar. Pjass I KRISTJANA STEFANSDOTTIR A * MULANUM Jazzsöngkonan Krist- jana Stefánsdóttir, verður meö tón- leika á Múlanum kl. 21 í tilefni af því aö hún hljóöritar fyrsta sólódisk sinn um þessar mundir. Agnar Már Magnússon hefur útsett alla tónlist- ina fyrir diskinn og leikur jafnframt á píanó meö Kristjönu en með þeim leika Birkir F. Matthíasson, Austurík- ismaðurinn Michael Erian, Þjóð- verjarnir Uli Glassmann og Thorsten Grau. Miðaverð er kr. 1.200. ¦ JONAH HEX Á VÍDALÍN Djassgítarhljómsveitin Jonah Hex leikur í kvöld á Vídalín, Aðalstræti. Sveitin leikur kántrídjass og annan djass þar sem gítarinn er í öndvegi. Hljómsveitin er skiþuð Róbert Reynissyni og Ragnari Emilssynl á gítara, Jóhannl Ásmundssyni á , bassa og Helga Svavarl Helgasynl á trommur. Jonah Hex hefur leik sinn kl. 22.30 og aögangseyrir er 500 krónur. Þess má geta aö þetta er eitt af síðustu tækifærum til að heyra Robert og Helga leika áður en þeir halda utan til frekara tónlistarnáms. Myndlist ¦ BRYNDIS BRYNJARSDOTTIR I GALLERI ASH Um helgina opnaði Bryndís Brynjarsdóttir aðra einka- sýningu sína í Gallerí Ash, Lundi í Varmahlíð. Sýningin er framhald á málverkasýningu sem Bryndís hélt á Dalvík fyrr í sumar. Viöfangsefnin í þeirri syningu voru fjöllin í Svarfaðar- dal og óendanleiki hafsins, sett saman í rýmisform er túlkuðu dýþt- ina umhverfis Dalvík. Á þessari sýn- , ingu hins vegar taka rýmisformin á sig aöra þríviða mynd þar sem form- in eru tekin úr samhengi viö lands- lagið og tvívíða flötinn, með fjórum þnvíöum verkum úr áli og gleri. Bryn- dís útskrifaðist úr málunardeild Myndlista- og handíðaskólans voriö 1999. Sýningin er oþin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11-18 og stendur til 15. ágúst. ¦ ÍSLENSK GRAFÍK í HAFNARHUSINU I sal félagsins Islensk grafík í Hafnarhúslnu, hafnarmegln, hefur Olöf Björk Bragadóttir, Löa, opnað myndlistar- sýningu. Á sýningunni eru Ijósmyndir í lit, teknar a flóamarkaðinum í ¦, borginni Montpellier í Suöur- Frakklandi. Á myndunum má flnna hluti sem teknir eru úr sínu vanalega samhengi. ¦ LEIRLIST Í GULLSMIDJU HANSINU JENS Leirlistarkonan Þóra Sigurjónsdóttlr sýnir í Gullsmiðju Hansínu Jens að Laugavegi 20b. Sannleikur og lygi Gunnar Gunnsteinsson leikstjóri er höfundur ao nýju útvarpsleikriti sem verður tekiö upp í ágúst. Nýtt útvarpsleikrit: Grimmur gamanleikur Gunnar Gunnsteinsson, leikari og leikstjóri, er með mörg járn í eld- inum þessa dagana. Hann er nýbú- inn að semja útvarpsleikrit sem verður tekið upp í ágúst og svo er hann í samstarfi við Kristlaugu Mariu Sigurðardóttir rithöfund í kvikmyndagerð og gerð barnaefnis sem heitir Lukka. Draumasmiðjan „Undanfarið hef ég aðallega starf- að sem leikstjóri. Ég stjórnaði til dæmis uppfærslunum á Ávaxtakörf- unni, Baneitruðu sambandi og Góð- um hægðum." Gunnar segist einnig reka leikhús sem nefnist Drauma- smiðjan í samstarfi við Margréti Pétursdóttur og leika í hjáverkum. „Útvarpsleikritið er afrakstur af Maður Irfandi námskeiði sem ég fór á hjá Endur- menntunarstofnun Háskóla íslands til að læra að skrifa leikrit. Ég byrj- aði á verkinu þar og hélt áfram að vinna að því eftir að námskeiðinu lauk. Verkið fjallar um sannleika og lygi. Það gerist á tveimur stöðum í einu. í bíl á leiðinni úr Mosfellssveit og vestur í bæ og I húsi í Mosfells- bæ." í mat hjá fyrrverandi kærustu „Inntak leikritsins er í grófum dráttum á þá leið að hjón nokkur eru að fara heim úr matarboði i Mosfellsbæ. í boðinu hafði komið í ljós að konan sem þau voru hjá er fyrrverandi kærasta mannsins sem var boðið í matinn en er nú í sam- búð með bróður hans. Þetta er svona fjölskyldutengsla gamanleik- ur eða grimmur gamanleikur. Það er Egill Heiðar Pálsson kem- ur til með að stjórna leikritinu. Hann er að læra leikstjórn í Dan- mörku og mjög efnilegur leikstjóri." Tröllastelpan Lukka Gunnar segir að hann sé núna að vinna sem aðstoðarmaður við gerð frönsk-íslensku myndarinnar Lóu. „Tökur á henni hefjast í ágúst. Við Kristlaug erum lika að skrifa um tröllastelpuna Lukku. Erlendir sam- starfsaðilar okkar eru enn þá áhugasamir en framleiðslan strand- ar á því að við þurfum að fá ís- lenska aðila inn í dæmið." -Kip Stöndum meö strompunum Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vísi.is í dag er dagurinn þegar nýju tó- baksvarnarlögin taka gildi. Kannski er það þess vegna sem mig langar allt í einu í sigarettu. Þó reyki ég ekki og hef aldrei gert. Reyndar ólst ég upp á reykmettuðu heimili, for- eldrarnir sípúandi Winston og Chesterfield og allar þessar tegund- ir sem má vist ekki lengur nefna á nafn. Rúmum fjorutíu árum síðar eru foreldrarnir enn púandi og næstelsta systirin sömuleiðis. Við erum þrjár sem erum ómengaðar, fyrir utan þær óbeinu reykingar sem við ólumst upp við. Aldrei kvörtuðum við. Kannski höfum við of mikla trú á því að fólki leyfist að haga lifi sínu að eigin vild. Nokkuð önnur hugsun en sú sem virðist ein- kenna það fólk sem maður kaus á þing í þeirri von að það væri ekki idjótar. Þar virðist reglugerðarhugs- unin vera í forgrunni. Eða var tó- baksvarnarfrumvarpið ekki sam- þykkt einróma á þingi? Var ekki einn réttlátur meðal þingmanna sem hafði vit á að segja nei, eða lét sig bara vanta við atkvæðagreiðsl- una? Ég reyki ekki en ég á fjölmarga vini í hópi reykingamanna. Þetta er skemmtilegt fólk, með ósvífinn húmor og sjálfstæða hugsun. En það er eins og þetta fólk sé varnarlaust þegar kemur að því að verja rétt „Mér er meinilla við að fá mér sígarettu en eitthvað verður maður þó að leggja á sig í þágu málstaðarins. Vér mótmœlum allir. Eða eins og Reynir vinur minn segir: „Stöndum með strompunum." sinn til að reykja sígarettur. Það hefur gefist upp og norpir undir húsveggjum eöa laumast inn á kló- sett til að svala nautnum sínum. Þetta er auðvitað aumingjaskapur sem er ekki líðandi. Reykingamenn eiga að rísa upp og heimta sinn rétt, eins og litlir þrýstihópar gera iðu- Ekki meira stripp Leikkonan Melanie Griffith lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Eiginmað- ur hennar, spánski sjarmörinn Anton- io Banderas, hefur haft það fyrir sið að skreppa reglulega tií Las Vegas með félögunum. Um daginn hringdi Melanie upp á hótelherbergi Banderas í einni slíkri ferð og heyrði mikið skvaldur í konum í bakgrunni. Það reyndust vera fatafellur í leit að eigin- handaráritun frá kappanum. Melanie var nóg boðið og mætti á hótelið skömmu síðar til að tala duglega yfir hausamótuunm á eiginmanninum. Niðurstaða í málinu er að Banderas er kominn í Las Vegas-straff. Kaupir draugahús Breska blaðið The Telegraph skrif- ar að Kate Winslet hafi fengið draug í kaupbæti þegar hún keypti gamalt hús á suðvesturströnd Englands. The Telegraph hefur eftir John Mappin, sem rekur hótel í grennd viö húsið, að draugurinn sé maður sem bjó í húsinu fyrir 70 árum. Mappin segir þó Winslet hafi ekkert að óttast því að hér sé um ansi meinlausan draug að ræða. Þó nokkuð af fólki hef- ur séð hann labba frá húsinu að hótel- inu þar sem hann vann fyrir sjötíu árum. Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar. lega með góðum árangri. Æ, það er gott að ég reyki ekki, ég hef þannig skap að ég myndi ganga reykjandi upp og niður Laugaveginn dag hvern og taka við sektum til þess eins að verja rétt minn til að neyta löglegrar vöru. Sígarettur eru ekki bannvara á ís- landi. Þær eru fluttar inn og seldar í verslunum og á skemmtistöðum. Nú á að fela þær eins og eiturlyf. Ég skil ekki tilganginn. Botna satt að segja ekkert í honum. Hvað hendir okkur næst? Verður mér til dæmis bannað að drekka þann eina litra af kók á dag sem ég drekk af því að það sé mér óhollt? Eða fæ ég skömmtunarseðla í ÁTVR sem eiga að tryggja að ég festi ekki kaup á óhóflegu magni áfengis sem geti rænt mig ráði og rænu? Megum við nú ekki bara hafa vit fyrir okkur sjálf? Eftir að tóbaksvarnarfrum- varpið var samþykkt á þingi treysti ég þingmönnum þessa lands engan veginn til að hafa vit fyrir mér. Og nú er ég farin út á svalir til að reykja með skemmtilegustu vinnu- félögunum. Mér er meinilla við að fá mér sígarettu en eitthvað verður maður þó að leggja á sig í þágu mál- staðarins. Vér mótmælum allir. Eða eins og Reynir vinur minn segir: „Stöndum með strompunum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.