Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 2
2 ÞRIDJUDAGUR 7. ÁGÚST 2001 DV Fréttir Tíu kynferðisbrotamál komu upp á Eldborgarhátíðinni: Unglingsstulkur hjalp- arvana af smjörsýru - stórhættulegur einstaklingur á ferö, segja mótshaldarar Maður var handtekinn á Eldborg- arhátíðinni á Kaldármelum aðfara- nótt sunnudagsins vegna gruns um hafa smjörsýru undir höndum. Mál- ið hafði verið í athugun frá því á föstudag og það er mat lögreglu að komið hafi verið með smjörsýruna á hátíðina til að nota í tengslum við kynferðisglæpi en tíu slík mál komu upp á hátíðinni, misalvarleg þó. Enginn var fluttur vegna þeirra á neyðarmóttöku í Reykjavík en öli eru málin í rannsókn. Sýran er svefnlyf; sé hún tekin inn jafnhliða áfengi veldur það minnisleysi og djúpum svefni og getur hún verið lifshættuleg sé hennar neytt í of stórum skömmtum. Björgunarsveit- armenn á Kaldármelum hlúðu í fyrrinótt að 10-15 manns, í flestum tilvikum unglingsstúlkum, sem neytt höfðu smjörsýru og voru hjálparvana eftir. „Smjörsýra er efni sem hefur ver- ið í umferð hér á landi alltaf öðru hvoru undanfarin ár. Við urðum fyrst varir við þetta efni árið 1997,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir SÁÁ, og bætir við að smjör- sýran sé fikniefni sem hér hafi fyrst skotið upp kollinum í tengslum við hina svonefndu klúbbamenningu. Um leið og hún fór að skjóta rótum hér á landi hafi einnig farið aö sjást hér fíkniefni eins og LSD og englaryk. Smjörsýran sé þó það efni úr þessum menningarkima sem minnst verði vart hér á landi. Einar Bárðarson, einn af aðstand- endum Eldborgarhátíðarinnar, seg- ir að í sínum huga standi upp úr að meginhluti þeirra sem komu í gleð- skapinn hafl verið tii fyrirmyndar. „Okkur þykja þau neikvæðu mál sem upp komu á þessari hátíð mjög dapurleg og vonandi fá þau eðlilega og fullnægjandi meðferð í kerfinu. Fíkniefnalögreglan tvöfaldaði sveit sína og bar öflugt eftirlit hennar ár- Rangárvallasýsla: Fullur á 146 Rúmlega tvítugur maður var tek- inn fullur á 146 kílómetra hraða rétt austan við Hvolsvöli í gær. Aö sögn lögreglunnar var maðurinn stöðvað- ur rétt um klukkan átta á laugar- dagsmorgun. Maðurinn, sem ók bif- reið af gerðinni Aifa Romeo, var vel við skál, eins og lögreglan orðaði það. „Helgin hefur annars gengið vel hjá okkur,“ segir lögreglan í Rangár- vallasýslu, „að vísu hefur verið tals- vert um of hraðan akstur og við höf- um þurft að hafa afskipi af allt of mörgum vegna þess. Aðfaranótt laug- ardags valt jeppi á Ábæjarbraut, ofan við Hellu. ökumaðurinn er grunaður um ölvun og bíllinn er mikiö skemmdur." Lögreglan segir að um tvö þúsund manns hafi safnast saman í Galtalæk, eitt þúsund hvítasunnumenn voru í Kirkjulækjarkoti og fjölmennt var á móti flugáhugamanna í Múlakoti. „En þetta fór allt vel fram.“ -Kip Lögreglan á Selfossi: Umferðin gekk vel Varðstjóri lögreglunnar á Selfossi er mjög ánægður með helgina og seg- ir að þrátt fyrir mikla umferð hafi hún gengið vel. „Ég held að við höf- um þurft að hafa afskipti af tíu öku- mönnum vegna ölvunar en það gisti enginn fangageymslurnar hjá okkur um helgina. Það var mjög margt fólk í sumar- bústöðum í nágrenni Selfoss um helg- ina en það fór allt vel fram. Því mið- ur varð þó ein bilvelta í Ölfusi um helgina. Það voru mæðgur í bilnum en meiðsl þeirra voru óveruleg.“-Kip DV-MYND EINAR J. Frá Eldborgarhátíðinni Allnokkur fíkniefnamál komu þar upp og tíu kynferðisbrotamál en smjörsýrumálið er einmitt talið tengjast þeim. Mynd- in er frá Eldborg en tengist ekki umræddum afbrotum. angur. Flest málanna taldi hún smá- vægileg fyrir utan eitt. í því tilfelli tók tvo klukkutíma eftir að staðfest- ar vísbendingar bárust að hand- sama viðkomandi og koma honum í fangageymslur," segir Einar. Um smjörsýrumáiið segir Einar Bárðarson að þar hafi átt í hlut „... stórhættulegur einstaklingur og menn með sambærilegt hug- arfar hafi aldrei verið vel- komnir á hátíðina. Hins vegar leynist misjafn sauður í mörgu fé,“ segir Einar og leggur áherslu á að mótshald- arar hafi kappkostað að full- trúar Stígamóta væru á svæð- inu til að tryggja rétta með- ferð kynferðisbrota ef upp kæmu. Fulltrúum samtak- anna hafi ekki veriö boðið að vera á öðrum sambærilegum skemmtunum um helgina. Á áttunda þúsund gestir sóttu Eldborgarhátíðina. Al- mennt þykir skipuleggjendum gleðskaparins vel hafa tekist til um framkvæmd alla og eins hafi gestir hagað sér prúðmannlega. Á svipuðum nótum talar lögregla. „Þetta fór betur fram en ég vænti, miðað við fjölda og aldur þeirra," sagði Björn Jónsson, lögregluvarðstjóri á Snæfells- nesi, sem stóð vaktina á Kald- ármelum um helgina. -sbs DV-MYND INGÖ Fjölmenni Þúsundir lögðu leið sína á Eldborg um helgina. Fiestir voru til friös. Nauðlenti á Garðsárdal: Bensínþurrð athuguð flugkennari og nemandi sluppu ómeiddir Tveir menn sluppu með skrekkinn og ómeiddir þegar lítil eins hreyfils kennsluflugvél, í eigu Flugskóla Ak- ureyrar, nauðlenti á Garðsárdal, inn af Eyjafirði, síðdegis á sunnudag. Flugvélin er af gerðinni Piper Toma- hawk og ber einkennisstafina TF- JMB og var í kennsluflugi þegar þetta gerðist. Flugkennarinn og nem- andi hans höfðu flogið suður á land og voru á heimleiö þegar vélin missti afl á mótor og freista varð nauðlendingar. „Ég tel að mennirnir hafi staðið sig vel miðað við aðstæður," segir Kristján Víkingsson, skólastjóri Flugskóla Akureyrar, sem er eig- andi vélarinnar. Hann vísaði að öðru leyti á rannsóknamefnd flug- slysa sem kannar tildrög nauðlend- ingarinnar. Að sögn Þorsteins Þor- steinssonar hjá nefndinni er rann- sókn óhappsins skammt á veg kom- in og enn er eftir að kanna ýmsa þætti, svo sem hvort vélin hafi misst afl vegna bensínþurrðar. „Menn grunar alltaf slíkt þegar vél missir afl,“ segir Þorsteinn. Hann sagði að einnig væri eftir að taka skýrslur af flugkennaranum og nemanda hans til að varpa frekara ljósi á málið. Flugkennarinn baöst undan viðtali þegar DV leitaöi eftir því. Það var upp úr klukkan hálffimm í gær sem flugmaðurinn tilkynnti að hann þyrfti að nauðlenda. Þegar fóm slökkvilið, björgunarsveitir og lögregla á vettvang. Um fimmleytiö fékk flugstjóm staðfest að flugvélin hefði nauðlent í mýrlendi og hvolft, en flugmaður og farþegi sloppið ómeiddir. Björgunarmenn sem fyrstir komu á vettvang hlúðu að mönnunum tveimur en skömmu síðar kom þyrla Landhelgisgæslunnar á vett- vang en hún var í sjúkraflugi á Tröllaskaga þegar þetta gerðist. Hún sótti mennina tvo og flutti þá til Akureyrar. -sbs Grófari skattsvik Skúli Eggert Þórðarson skatt- rannsóknarstjóri hvatti til endur- skoðunar á starf- semi skattayfir- valda landsins í samtali við RÚV um helgina. Að sögn Skúla era skattsvik stunduð með kerfisbundnari hætti nú en áður og virðist þróunin sú að þau séu umfangsmeiri. Mannmergð á Suðurlandi Lögreglan á Selfossi segir 40 þús- und manns hafa dvalið í sínu um- dæmi yfir helgina og nánast hver einasti sumarbústaður í gjörvallri Árnessýslu í notkun. Mikill fjöldi var einnig á tjaldstæðum á Selfossi og Flúðum og víðar. Eins og við var að búast var lögreglan upptekin við skyldustörf en ekkert stórvægilegt atvik kom upp. Rólegt í Reykjavík Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var verslunarmannahelgin róleg í borginni. Umferðin í bæinn fór stig- vaxandi á sunnudaginn og var mjög þétt seinni partinn. Þúsundir yfirgáfu heimili sin og fóru á útihátíðir. Parkódínneysia í æð Forstöðumaður Gistiskýlisins í Reykjavík, Jón Sævar, segir neyslu Parkódín forte fara vaxandi meðal eiturlyfjafikla og leggist sumir svo lágt að blanda lyfinu við vatn og sprauta því í æðar sér. Lyfið er lyf- seðilsskylt en Jón segir að svo virð- ist sem auðvelt sé að nálgast það. Hann tekur einnig eftir því að neysla morfins er áberandi meðal þeirra fíkla sem koma í Gistiskýlið. RÚV greindi frá. Eldborg fest á filmu Mennirnir sem stóðu að gerð kvikmyndarinnar Popp í Reykjavík festu Eldborgarhátíðina á filmu að sögn Fréttablaðsins og hyggjast sýna almenningi afraksturinn ann- aðhvort á hvita tjaldinu eða á sjón- varpsskerminum. Stefnt er að því að klippa saman upptekið efni á næstunni og skýrist framhaldið í kjölfarið. Bifhjólaslys í Hvammsvík Á laugardaginn ók maður á bif- hjóli út af veginum austan við Hvammsvík. Vegfarandi sem átti leið hjá flutti hann á slysadeild og tilkynnti lögreglunni um slysiö það- an. Hjólið hafði farið fram af hárri brún og hafnað niðri í fjöru. Öku- maðurinn reyndist viðbeinsbrotinn. Tekin með 2500 e-töflur Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli handtók á fóstudaginn tvítugan Portúgala með um 2500 e-töflur sem hann hafði falið í næfótum sínum. Maðurinn var að koma frá Portúgal en hafði viðkomu í London. Talið er að hann tengist nektarstað í Reykja- vík og töflurnar hafi átt að fara í sölu þar. Maðurinn hefur verið úr- skurðaður í gæsluvaröhald. KR á brauðfótum Knattspymufé- lagi Reykjavíkur hefur ekki gengið sem best á vellinum þessa leiktið, treður marvaðann á botni Landssímadeildar- innar og stendur nú einnig höllum fæti fjárhagslega. Formaður félagsins tjáði fréttastofu RÚV að óhjákvæmi- legt væri aö skera niður útgjöld. Laun leikmanna eru stór útgjalda- liður félagsins. Hlutafélag var stofn- að um rekstur þess á síöastaárL. -ES/Kip

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.