Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 25
ÞRIDJUDAGUR 7. AGÚST 2001 I>V Tilvera i i Kántrýhátíðin slær í gegn: Kærleikur á Kántrýhátíö - aldrei fleiri á hátíðinni Skaparinn með Skagstrendingum Þegar Hallbjörn er spurður hvað valdi þessum miklu vinsældum Kán- trýhátíðar segir hann margt koma til. „Það er fjölbreytnin sem gerir það að verkum að fólk kemur hingað. Við stefnum að þessu sem fjölskylduhátíö og leggjum okkur mikið fram um að vera með mikið fyrir börnin jafht sem fullorðna," segir Hallbjörn og bætir við að þar fyrir utan sé Skagaströnd geysi- lega fallegur staður að sumri til. Það sem mestu skiptir er þó að Skagstrend- ingar standi ekki einir að hátiðinni. „Það er skaparinn minn, frelsarinn minn, sem er með okkur í þessu og það er alveg hundrað prósent öruggt að hann gefur okkur mikinn styrk og það er hann sem heldur þessu öllu saman. Linudans Margir fremstu línudansarar íslands eru frá Skagaströnd og skyldi engan undra. Nokkrir þeirra sýndu listir sínar á hátíðinni. Þrátt fyrir amerískt yfirbragð leynir sér þó ekki að maður er staddur í ís- lensku sjávarþorpi en ekki smábæ í villta vestrinu. Fiskibátar liggja bundnir við bryggju og á markaðnum er hægt að kaupa harðfisk og hákarl. Alger sprenging Fyrir utan Kántrýbæ rekst ég manninn sem á mesta heiðurinn að því að hafa komið Kántrýhátíð á lagg- irnar og Skagaströnd á kortið. Hall- björn Hjartarson gefur sér tíma í stutt spjall þrátt fyrir annir en auk þess að Þessi stemning sem hér myndast, hún myndast öll af þeim kærleika sem fólk- ið finnur bæði út frá útvarpsstöðinni og alls staðar í bænum. Það er kærleik- ur sem ríkir hér hvar sem þú kemur og það er þessi andi sem gefur þessari skemmtun þann blæ sem hún hefur," segir Hallbjörn Hjartarson að lokum. Degi er tekið aö halla þegar ég yfir- gef Skagaströnd og held í vesturátt eins og kúrekarnir forðum. Útvarp Kántrý- bær fylgir mér áleiðis með angurværri sveitatónlist um einmana kúreka og ástfangnar stúlkur. -EÖJ DV-MYNDIR EINAR J. Kúreki kátur og hress Hallbjörn Hjartarson, kúreki noröurs- ins, hafði ástæðu til að brosa um helgina enda sló Kántrýhátíðin á Skagaströnd öll met. Leitarinn á útvarpinu er búinn aö hringsóla í dágóða stund þegar Útvarp Kántrýbær dettur skyndilega inn miðja vegu milli Hvammstanga og Blönduóss. „Ég er kúreki kátur og hress. Það er kántrí i blóðinu í mér," syngur Hall- björn Hjartarson, kúreki norðursins, hástöfum. Fyrir framan mig ekur am- erískur pallbill á hægum hraða og ég sé að bílstjórinn er með kúrekahatt á höfði. „Ég er greinilega á réttri leið," hugsa ég með mér um leið og ég hækka ögn í tækinu og dreg úr hraðanum. Sveitatónlistin er svo róandi og lands- lagið fallegt að mér er um megn að aka hratt. Hin alræmda Blönduóslögregla er annars hvergi sýnileg á þjóðvegin- um, sjálfsagt upptekin á Kántrýhátið- inni eins og aðrir. Hallbjörn Hjartarson afkynnir lagið og heilsar hátíðargest- um sem hann segir vera um tíu þúsund nú þegar og von sé á fieirum. „Tíu þús- und," hrópa ég í huganum, „ég vona að ég finni bílastæði." Einstök stemning Þetta voru greinilega óþarfa áhyggjur því að þegar ég kem inn í bæ- inn bíður mín stæöi rétt við hliöina á Kántrýbæ. Ég legg bilnum og geng út í sólina. Stemningin á Kántrýhátíð á Skaga- strönd er engu lik. Fólk á öllum aldri spókar sig á götunum, annar hver maður með kúrekahatt á höfði og sumir líka í köflóttri skyrtu og með tóbaksklút. íslensk og amerísk kántritónlist hljómar í hverju tjaldi og enginn asi er á nein- um. Jafnvel þó að ein- staka maður sjáist með bjórdós í hendi eru eng- in læti heldur njóta menn þess að vera til. Börnin una sér í leik- tækjum á meðan hinir eldri sleikja sólina. Kraftakeppnin við íþróttahúsið laðar að sér marga áhorfendur og það gera línudansarnir á stóra sviðinu líka. Upprennandi kúreki Þessi litli snáði klæddi sig upp að hætti villta vestursins í tilefni hátiðarinnar. 011 í stíl Ragnar Kjartansson, forsprakki hljóm- sveitarinnar Kanada, lét sig ekki vanta á Kántrýhátíð nú frekar en fyrri ár. Hér er hann ásamt yngismeyjunum Elísabetu Davíðsdóttur og Ólöfu Júlíusdóttur. sitja við stjórnvölinn í Út- varp Kántrýbæ þarf hann koma fram á tveimur skemmtunum um kvöldið. „Þetta hefur gengið alveg frábærlega vel enn sem komið er," segir Hallbjórn og bætir við að það hafi orðiö alger sprenging i að- sókn frá hátíðinni í fyrra og hafi hún þó slegið öll met. „Það sem er alveg sérstakt við Kántrýhátið- ina er sá andi sem hér rík- ir og að það er stórkostlegt að það skuli ekki verða nein læti á öllum þessum hóp og ekki neinar rysk- ingar," segir Hallbjörn og bætir við að þetta geti hvergi átt sér stað nema á Kántrýhátíð á Skaga- strönd. I Hattamir fljúga út Þeir sem gleymdu hattinum heima þurftu ekki að örvænta því að Guðrún Guðmundsdóttir og Óli Björn Finnsson voru með kúrekahatta af öllum stærðum og gerðum til sólu. Suzuki Vitara JLX, 5 d., ssk.,skr. 9/95, ek. 105 þús. Verð kr. 1050 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4,skr. 7/98, ek. 50 þús. Verð kr. Suzuki Baleno Wagon, ssk.,skr. 7/99, ek. 72 þús. Verðkr. 175 þús. Suzuki Baieno GL, 3 d., ssk.,skr. 3/98, ek. 53 þús. Verð kr. Suzuki Wagon R+, 4wd., 5 d.,skr. 8/00, ek. 12þús. Verð kr. 1090 þús. Suzuki Swift GLS, 3 d., bsk.,skr. 12/99, ek. 27 þús. Verð kr. 830 þús. Suzuki Swift GL, 4 d., ssk.,skr. 8/94, ek. 93 þús. Verð kr. 460 þús. Subaru Impreza Wag. 4x4,skr. 11/99, ek. 31 þús. Verð kr. 1580 þús. Fiat Punto Sport, bsk.,skr. 12/97, ek. 41 þús. Verð kr. 780 þús. Suzuki Jimny, 3 d., bsk., skr. 12/98, ek. 36 þús. Verðkr. 1150 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.