Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 7
ÞRIDJUDAGUR 7. AGUST 2001 I>V Fréttir Starfshópur skipaður vegna sláturhúsakreppunnar: Landbúnaðarráðherra vill fjórfalda sauðfjársláturtímann Stúlkan, öndin og ungamir Öll erum viö íbúar á sömujörð. Stúlkan, öndin og ungarnir lifa í sátt og sam- lyndi þótt flest skilji þau að annað en lífsandinn sem þau draga, hvert með sínum hætti. Sá vandi sem kominn er upp vegna rekstrarerfiðleika sumra sláturleyfishafa, aðallega Goða, var ræddur í ríkisstjórninni í vikunni. Samstaða var um að skipa starfshóp til að fjalla um þann vanda sem sauðfjárfram- leiðslan stendur frammi fyrir. í 73 ara gomul Hvitarbru endurbætt og fegruð DV, BORGARFIRÐI: Undanfarnar vikur hefur verið unnið að endurbótum á Hvítárbrú hjá Hvítárvöllum. Hefur vegurinn að brúnni verið lokaður af þessum sökum mestan part dagsins undan- farið. Verið er að styrkja brúna og fegra í leiðinni. Hvítárbrú var byggð 1928 og þótti mjög merkilegt mannvirki á sínum tíma. Brúin var í þjóðbraut allt þar til er Borgarfjarðarbrúin var byggð en við það minnkaði umferð um hana til mikilla muna. Lagfæringar sem nú er unnið að við Hvítárbrú miða annars vegar að þvi að tryggja notagildi hennar um ófyrirséða framtið og einnig að varðveita hana sem merkilegar minjar i samgöngusögu íslendinga. Það eru Ágúst Guðmundsson, múrari í Borgarnesi, og menn hans sem eru þessa dagana að vinna við múrviðgerðir á Hvítarbrú. -DVÓ Frá Borgarnesi Hitaveita: Rætt um að Orkuveitan kaupi hlut Borgar- byggöar DV. BORGARBYGGÐ: 4 I síðustu'viku áttu forráðamenn Borgarbyggðar fund með mönnum Orkuveítu Reykjavíkur í kjölfar sameiningar Akranesveitu, Anda- kílsárvirkjunar og hlutar Akranes- kaupstaðar í Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. „Borgarbyggð öskaði eftir að fá að hitta fulltrúa Orkuveitunnar til að kynna sér afstöðu hennar til samstarfs við Borgarbyggð og eins vildum við vita hvernig þeir sæju fyrir sér- framtíð Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar en Orkuveit- an er með þessari sameiningu orðin meirihlutaeigandi að því fyrirtæki," segir Stefán Kalmansson, bæjar- stjóri Borgarbyggðar, við DV „Fulltrúar Orkuveitunnar tóku okkur mjög vel og þaö var niður- staðan að fara frekar yfir málið, m.a. þann möguleika að Borgar- byggð legði eignarhlut sinn í HAB með sama hætti og Akurnesingar inn í Orkuveituna. Einnig verður skoðaður sá möguleiki að Orkuveit- an taki að sér aö bjóða aðgang að heitu og köldu vatni í dreifbýli en eins og komið hefur fram í fjölmiðl- um er mikiU áhugi á slíku, einkum í stærri sumarbústaðahverfum," sagði Stefán Kalmansson, bæjar- stjóri í Borgarbyggð. -DVÓ Net fyrir fólk dv-mynd daníel v. ólafsson Eins og sést er Hvítárbrúin að verða sem ný. Netið sem strengt er yfir brúna er ekki til að veiða lax heldur til að veiða menn ef þeir detta við vinnu sína. Áin er afar straumþung og stórhættuleg þeim sem falla í fljótið. í gær voru hestar á ferð ýfír elfuna miklu. framhaldi af því hefur landbúnað- arráðherra skipað starfshóp sem í verða Þórólfur Gíslason, kaupfé- lagsstjóri Kaupfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki, sem verður formaður hans, Theodór Bjarna- son, forstjóri Byggðastofnunar, Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka íslands, Ingi Már Aðalsteinsson, formaður Sambands sláturleyfishafa, Steinþór Skúlason, varafor- maður Sambands slátur- leyfishafa, Jón Magnússon, viðskiptafræðingur í fjár- málaráðuneytinu, og Guð- mundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri i landbúnaðar- ráðuneytinu. Þeim er falið að greina stöðu og horfur í búfjárslátrun og gera tillögur að framtíðarfyrirkomulagi þar sem fyllstu hagkvæmni sé gætt. Einnig eiga þeir að gera tillög- ur um fjármögnun birgða og lækkun vaxtakostnaðar og að tryggja öllum sauöfjárbændum slátrun fyrir sitt fé og leita leiða til flutningsjöfnunar til þeirra framleiðenda sem þurfa að sækja slátrun um langan veg. Vegna takmarkaðs tíma fram að slátur- tíð er starfshópnum falið að hraða störfum eins og unnt og að Guðni Ágústsson. skila tillögum til landbúnaðarráð- herra eigi síðar en 10. ágúst nk. Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra segir að það hafi legið fyrir við gerð síðasta sauðfjár- samnings að milliliðurinn, slátur- húsin, hafi ekki verið tekin með né heldur nein hagræðing í þeim. Það hafi verið gert i tölu- verðum mæli árið 1995 svo að landbúnaðarráðuneytið hefur enga peninga i dag til úreldingar eða bakábyrgð til að tryggja sauðfjár- bændum verð fyrir afurðir sínar. „Menn sjá þarna fram undan mikla byggðarlega neyð því að heilu land- svæðin eru að verða án sláturhúsa svo að flytja þarf dýr langar leiðir en það er jafnvel brot á dýravernd. Það hefur verið gríðarleg þró- un í þessum sláturhúsamálum hérlendis. Fyrir um 15 árum voru um 50 sláturhús i landinu en nú eru þau 19 og menn telja að þau séu um 10 of mörg vegna of lítilla verkefna. Það þarf aö lengja slát- urtímann og aðalsláturtíðin þyrfti að vera 3 til 4 mánuðir," segir Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra. -GG Fyrir bestu stellingarnar Horft á sjónvarp Unnið Morgunmatur Slökun Lesið Tilboð! 15% afsláttur af stillanlegum rúmbotnum, heilsulatexdýnum og frönskum viðarrúmum. Komdu og leggðu þig! Sofið www.lystadun.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.