Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.08.2001, Blaðsíða 4
ÞRIDJUDAGUR 7. ÁGÚST 2001 Fréttir I>V ^ 10 þúsund manns tóku undir brekkusönginn í Herjólfsdal: Arna tekið eins og poppstjörnu - tókst bara eins og til stóð, sagði þingmaðurinn fyrrverandi DV, VESTMANNAEYJUM: „Þetta tókst bara eins og til stóð og mér sýnist allir ánægöir," sagði Árni Johnsen, fyrrverandi alþingis- maður, þreyttur en ánægður með móttökurnar sem hann fékk í brekkusöngnum á þjóðhátíðinni í Eyjum á sunnudagskvöldið. Hafi einhverjir efast um að Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður, gæti staðið fyrir brekkusöngnum á þjóðhátíð í ljósi atburða síðustu vikna urðu þeir hinir sömu aö skipta um skoðun um leið og Árni kom fram kl. 11 á sunnudagskvöld- ið. Hans biðu milli 9 og 10 þúsund manns og var greinilegt að fólkið var mætt til þess eins að taka þátt í brekkusöngnum. Um leið og kveikt var á varðeldinum og Árni steig fram fór fagnaðaralda um hópinn og var engu líkara en hljómsveit á heimsmælikvarða væri að stíga á svið í Herjólfsdal. Hafa ekki margir islenskir skemmtikraftar fengið aðrar eins móttökur og trúlega eng- inn stjórnmálamaður. Árni var með sitt venjulega pró- gramm með lögum eins og Bjama- staðabeljurnar, þekkt Eyjalög, Bálið brennur og endaði á þjóðsöngnum sem hver söng með sínu nefi en all- ir stóðu upp og sýndu með því þjóð- söngnum virðingu sína. Þessu lauk svo með því að 127 blys lýstu upp Þjóðsöngurinn Árni Johnsen endaöi á að syngja Ó, Guð vors lands... Herjólfsdal eitt fyrir hvert ár sem þjóðhá- tíð hefur verið ihaldin í Vest- mannaeyjum. Sennilega verð- ur þjóðhátíðar- innar 2001 lengst minnst fyrir veðurblíð- una sem var alla dagana. Flesta dagana var sólskin og hlýtt og varla bærðist hár á höfði. Fyrir vikið var yfir- bragð hátíðar- innar með miklum ágæt- um og gestir vel útlítandi þrátt fyrir átökin við Bakkus sem aldrei er langt undan á útihá- tíðum. Annars er það um þjóðhá- tíðina í Vestmannaeyjum að segja að hana sóttu um 9.000 manns og fór hátíðin aö mestu vel fram. Hún var sett á föstudaginn með hefðbundn- um hætti, hátíöarræðu, hugvekju, kórsöng, lúðrablæstri og íþróttum ungmenna. Brennan var á sínum stað á föstudagskvöld, flugeldasýn- ing á laugardaginn og hápunktur- inn var að venju á sunnudagskvöld- ið þegar Árni hóf upp raust sína með brekkukórnum. Kvölddagskráin var fjölbreytt þar sem margir landsþekktir skemmti- kraftar skemmtu og á kvöldin var dansað á tveimur pöllum og allt fram á 7. tímann á mánudagsmorg- uninn. Vestmannaeyingar búa yfir mikilli reynslu í hátiðahaldi sem þessu og fátt sem kemur mönnum á óvart, og ef eitthvaö ber út af eru lögregla og gæslulið fljót að grípa inn í. -ÖG Fjör í brekkunni Þúsundir tóku undir meö Árna Johnsen í brekkusöngnum á sunnudagskvöld. Þingmaöurinn fyrrverandi kom, söng og sigraði. Þingvallavatn: Rafvirki synti yfir enginn kuldahrollur Fylkir Þ. Sævarsson, raf- virki og áhugamaður um hundarækt til manneldis, synti á laugardaginn yfir Þingvallavatn. Að eigin sögn synti Fylkir tæpa fimm kíló- metra á tveimur klukkutím- um. „Bein loftlína þar sem ég fór yfir er svona 4,3 kíló- metrar en ég tók vitlaust mið í upphafi þannig að það teygðist aðeins á þessu hjá mér. Þetta gekk ótrúlega vel og ég fékk ekki einu sinni kuldahroll þeg- ar ég kom upp úr. Það kom margt fólk til að fylgjast Fylkir Þ. Sævarsson með, bæði þegar ég fór ofan i og til að taka á móti mér. Fé- lagar í björgunarsveitinni Tryggva á Selfossi fylgdu mér yfir og félagi minn var með í bátnum og gaf mér orkudrykk annað slagið." Fylkir sagðist vera búinn að æfa vel fyrir sundið. „Ég hef verið að synda í Soginu, Úlfljótsvatni og náttúrlega í Þingvallavatni þannig að ég var vel undir þetta búinn, enda óvinnandi ef maður er ekki i góðu formi." -Kip Björn Bjarnason. Björn Bjarnason: Hrægammar setjast að Árna Engu er líkara en hrægammar hafi sest að Árna Johnsen og fellt hann. Þetta segir Björn Bjarnason menntamálaráð- herra í nýjum pistli á vefsíðu sinni. „Þegar ég les sumt af því, sem skrifað er vegna máls Árna Johnsens, eða hlusta á það, sem sagt er í útvarpi eða sjónvarpi, dettur mér í hug dýralífsmynd frá Afríku; Hjörö af dýrum er á ferð um gresjuna, eitt þeirra heltist úr lestinni og ekki líður á löngu, áður en það er umkringt af hrægömmum, sem linna ekki látum, fyrr en þeir hafa fellt dýrið og drepið með því að rífa úr því innyflin," segir ráðherrann. Hann segir að Árni, sem fyrstur manna hafi sagt af sér þing- mennsku vegna ásakana um spill- ingu, muni taka út sína refsingu. „Árni er ekki lengur í opinberri stöðu og verður því ekki hafður að skotspæni vegna þess" segir Björn. -sbs Jón Steinar Gunnlaugsson: Jón Baldvin víkur sérkenni- lega að mér „Jón Baldvin Hannibalsson víkur að mér og málsvörn minni fyrir Magnús Thoroddsen fyrir rúmum tíu árum í þessu viötali með mjög sérkennileg- um hætti," segir Jón Steinar Gunn- laugsson hæstarétt- arlögmaður. í við- tali í DV um helgina rifjar Jón Bald- vin upp í tilefni af viðtali blaðsins við Davíð Oddsson á dögunum að vegna áðurnefndrar málsvarnar hafi Jón Steinar beitt því í málsvörn sinni að víða væri pottur brotinn ......og dróttaði því að mér að ég hefði misnotað aðstöðu mína til að kosta afmælisveislu konu minnar" eins og hann segir orðrétt í viðtalinu „Þessi ummæli sendiherrans gefa tilefni til að rifja upp þau atvik sem hann víkur hér að. TU þess að gera það þarf ég að komast í gögn sem ég hef ekki við höndina sem stendur en hef þegar gert ráðstafanir til að afla. Þegar ég hef fengið þau í hend- ur mun ég óska eftir að DV birti svör mín," segir lögmaðurinn. -sbs Jón Steinar Gunnlaugsson. Veöriö í dag -'.'¦ -.' ^: Sóiargangur og sj REYKJAVIK AKUREYRI #* ^jf- .,, V' & '..,;'¦ Sólarlag í kvöld 22.11 Sólarupprás á morgun 04.57 SííKlegisflóa . 20.30 Árdegisflóo á morgun 08.14 Skýringar á ve&irtáknum 10 V- HITI -10° Nw/VDSTYRKUR N^p *¦ í ftietnim á aíkfimíu ^FROST 22.17 04.26 00.33 12.47 HBOSKÍRT \Zrs -<;#¦ Skúrir suöaustanlands Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt en norðan 8-10 m/s austanlands síðdegis. Skúrir í kvöld, einkum sunnan til. Skýjað en úrkomulítiö á Noröur- og Austurlandi á morgun, skúrir suðaustanlands en skýjaö með köflum og stöku síðdegisskúrir vestan til. Hiti 8 til 17 stig að deginum. LÉTTSKÝJAÐ HALF-SKÝJAÐ %m RIGNING SKÚRIR SKÝJAD ALSKÝJAÐ 5« SNJÓKOMA SLYDDA ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- Þ0KA VEÐUR RENNINGUR mmmmu Stökkvandi fískar boöa regn Þegar máfar og svartbakar setjast saman f miklum hópum á fjörusker boðar þaö storm og óveður. Þegar hani galar oft og óvanalega tyrr en hann er vanur táknar þaö snjókomu. Ef fiskar og smáseiöi stökkva upp úr sjó og vatni boðar þaö regn. Veorio á morgun - íSr* % <6 6 ð 6 'uT &* Bjartviðri í uppsveitum Noröan 3 til 8 m/s og bjartviðri sunnan- og vestanlands en annars skýjað að mestu. Hætt viö síðdegisskúrum suðvestanlands. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast í uppsveitum. ¦ÍL\S Vindur: 3-8 m/s Httl 7° til 17° s Noroanátt og bjart sunnan- og vestanlands en annnrs skýjaö ab mestu suovestanlands. Hlýtt I uppsveltum. liiífnlfÍO l'hl^J' 11 Vindur; /f^. 6-12 nvs Hití 9° tii 16' Litur út fyrir staðviðri og birtu vioast hvar. Norovestanátt á miöum 10-15 m/s noroaustur af iandinu en annars hæg norðvestlæg átt. Vindun /-'v 6-10 m'/i Hiti 9° til 16° Hæg breytlleg átt og bjart veöur vi&ast hvar. Frcmur hlýtt i veöri. imm* AKUREYRI alskýjaö 10 BERGSSTAÐIR skýjaö 10 BOLUNGARVÍK léttskýjaö 11 EGILSSTAÐIR alskýjaö 10 KIRKJUBÆJARKL alskýjaö 12 KEFUVfK skýjað 12 RAUFARHÖFN alskýjaö 8 REYKJAVÍK skýjaö 13 STÓRHÖFÐI skýjaö 12 BERGEN úrkoma 13 HELSINKi skýjaö 20 KAUPMANNAHÖFN léttskýjað 20 ÓSLÓ úrkoma 20 STOKKHÓLMUR slydda 16 ÞÓRSHÖFN skýjað 11 ÞRÁNDHEIMUR úrkoma 14 ALGARVE heiðskírt 28 AMSTERDAM rigning 21 BARCELONA léttskýjaö skýjað 27 BERLÍN 21 CHiCAGO skýjað 22 DUBLIN súld 15 HAUFAX þoka 16 FRANKFURT rigning 18 HAMBORG skýjaö 21 JAN MAYEN skýjaö 7 LONDON rigning 21 LÚXEMBORG súld 16 IYIALLORCA hálfskýjað 28 MONTREAL heiðskírt 24 NARSSARSSUAQ skýjaö 10 NEW YORK mistur 27 ORLANDO alskýjað 23 PARÍS skýjaö skýjaö 21 VÍN 24 WASHiNGTON þokumóöa 23 WINNIPEG heiðskírt '18 BYGGT A UPPLYSINGUM FRA VEOURSTOFII SÍANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.