Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2001, Blaðsíða 8
8 Útlönd FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2001 DV Reykingar ógna heilsu Kínverja Samkvæmt rannsókn Hong Kong- háskóla sitja kínversk heilbrigðis- yfirvöld nú á tímasprengju vegna dauðsfalla af völdum reykinga. Talið er að á næstu árum tengist um þriðjungur dauðsfalla allra mið- aldra manna reykingum. í rann- sókninni eru rannsóknir á reyking- um i Hong Kong notaðar til viömið- unar. Samkvæmt forsvarsmönnum rannsóknarinnar náðu reykingar hámarki um 20 árum fyrr í Hong Kong. Afleiðingar reykinga þar árið 1998 sýndu að þriðjungur dauðsfalla manna frá 35 til 69 ára varð rakinn til reykinga. Samkvæmt þessum tölum má bú- ast við sprengingu á dauðsföllum reykingamanna í Kína á komandi árum. Nú reykja um 2/3 ungra manna í Kína. Talið er að allt að helmingur þeirra eigi eftir að gefa upp öndina vegna ávana síns. Þetta þýðir að einn þriðji allra ungra kin- verskra karlamanna sem lifandi eru núna munu deyja vegna sjúkdóma tengdra reykingum. Horfumar hjá kínverskum konum eru hins vegar mun betri þar sem fáar þeirra taka upp þennan ósið. Tóbaksfyrirtæki horfa vonaraug- um á markaðinn í Kina þar sem talið er að um 300 milljónir reyki nú. ## Danmörk: Oflug öryggisgæsla við komu sendiherra Koma Carmi Gillon, væntanlegs sendiherra ísrael í Danmörku, til Kaupmannahafnar fór ekki fram hjá einum einasta borgarbúa. Eins og við var búist þá fóru mótmælagöng- ur um götur Kaupmannahafnar og voru fjölmennustu mótmælin við ísraelska sendiráðið. Viðbúnaður lögreglu var líka mikill. Þ.á.m. voru um 150 óeirðalögreglumenn staddir við sendiráðið, við öllu búnir. Sendi- herrann sjálfur var umkringdur lög- reglumönnum og lifvörðum. Sendi- ráðið hefur einnig skipulagt aukna sólarhringsöryggisgæslu. Mikil andstaða er í Danmörku við skipun Gillon í stöðu sendiherra ísraels. Gillon var yfirmaður ísra- elsku leyniþjónustunnar Shin Beth árin 1994-96. Hann hefur viður- kennt að hafa heimilað pyntingar á Palestínumönnum sem grunaðir voru um hryðjuverk eða tengsi við hryðjuverkahópa. Til að bæta gráu ofan á svart hefur verið haft eftir Gillon að honum fyndist að taka ætti upp svipaðar aðferðir gegn Palestínumönnum nú þegar ófriður ríkir milli þeirra og ísraels. Danmörk er aðili að samþykkt Sameinuðu þjóðanna um bann við pyntingum. Mótmælendum þykir það því undarlegt að dönsk stjórn- völd skuli taka á móti yfirlýstum pyntara. Þess er krafist af andstæð- ingum pyntinga að Gillon verði handtekinn og ákærður fyrir glæpi sína ellegar vísað úr landi. Gillon virtist lítið kippa sér upp við lætin við komu sína. Hann sagð- ist vera stoltur og glaður yfir að fá að koma fram fyrir hönd lands síns í Danmörku. Gillon tekur ekki formlega við embætti sínu fyrr en í september. ■ Irakar gegn Israel Hundruö þúsunda íraka tóku þátt í göngu til stuönings uppreisn Palestínumanna gegn ísrael í gær. Saddam Hussein forseti gaf út boö um gönguna. Hann segir 7 milljónir íraka hafa boöiö sig fram til aö frelsa Jerúsalem. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandí eignum: Akrasel 29, Reykjavík, þingl. eig. Gæðir ehf., gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Is- lands hf., mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Ásendi 14, 0001, 3ja herb. kjallaraíbúð, Reykjavík, þingl. eig. Ásdís Lára Rafns- dóttir, gerðarbeiðendur Hjördís Bene- diktsdóttir og íbúðalánasjóður, mánudag- inn 20. ágúst 2001, kl. 13:30. Ásgarður 24A, 0201, 83,8 fm íbúð á 2. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Sævar Tryggvason, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30. Barðaströnd 49, Seltjamarnesi, þingl. eig. Gunnar Ingimarsson, gerðarbeiðandi Lt'f- eyrissjóður hjúkrunarfræðinga, mánudag- inn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Brattholt 6e, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sportvörur ehf., gerðarbeiðandi Mos- fellsbær, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Dísaborgir 2,0301,93,4 fm íbúð á 3. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Sigrún Guð- ný Erlingsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúða- lánasjóður, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Dvergabakki 24, 0301, 50% ehl. í 87,8 fm íbúð á 3. hæð t.v. m.m. og herbergi í kjallara, 0003, Reykjavík, þingl. eig. Kristinn Árni Kjartansson, gerðarbeið- andi Iðunn ehf., bókaútgáfa, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 1330 Einholt 7,020101,3ja herb. íbúðá l.hæð í S-enda, Reykjavík, þingl. eig. Erla Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Islands- banki-FBA hf., mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30. Fannafold 207, Reykjavík, þingl. eig. Jó- hanna Sigríður Bemdsen og Þorgils Nikulás Þorvarðarson, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Lífeyrissjóðurinn Framsýn, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30. Flétturimi 4, 0302, 50% ehl. í 91,2 fm íbúð t.h. á 3. hæð m.m., Reykjavík, þingl. eig. Bóas Kristjánsson, gerðarbeiðendur Búnaðarbanki Islands hf. og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00.______________ Flókagata 63, 0301, risíbúð og háaloft, Reykjavík, þingl. eig. Hansína R. Ingólfs- dóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30. Framnesvegur 58A, Reykjavík, þingl. eig. Telma Lind Stefánsdóttir, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30.______________ Háberg 6, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Hildur Loftsdóttir, gerðarbeiðendur Iðunn hf., bókaútgáfa, og íbúðalánasjóð- ur, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Hraunbær 114, 0301, 5 herb. íbúð á 3. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Ás- dís íshólm Ólafsdóttir, gerðarbeiðandi Byko hf., mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00.__________________________________ Hrísrimi 24,0101,50% ehl. í íbúð á neðri hæð og bílskúr t.v., Reykjavík, þingl. eig. Svavar Kristinsson, gerðarbeiðandi Stef- án Jónsson, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30.______________________________ Landspilda úr Miðdal II, Dalbrekka, Mosfellsbæ, þingl. eig. Snæbjöm Krist- jánsson, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki Is- lands hf., mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Laugalækur 21, Reykjavík, þingl. eig. Jón Guðmundsson og Oddný Björg Hólmbergsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúða- lánasjóður og Tollstjóraembættið, mánu- daginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Lokastígur 2, 0101, 1. hæð, Reykjavík, þingl. eig. Guðrún Hannesdóttir, gerðar- beiðandi Landsbanki íslands hf., höf- uðst., mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Melgerði 21, Reykjavík, þingl. eig. Axel Axelsson, gerðarbeiðandi Eignarhaldsfé- lag Alþýðubankans hf., mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00." Njálsgata 36, 010201, 2 hæð í steinhúsi, þingl. eig. Bragi Guðjónsson Heiðberg, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðurinn Fram- sýn, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Rauðhamrar 5, 0101, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, 1. íbúð frá vinstri, Reykjavík, þingl. eig. Ingveldur Rut Ammundsdóttir, gerð- arbeiðandi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Reykjafold 20, Reykjavík, þingl. eig. Sig- urður Helgi Sighvatsson og Sighvatur Sigurðsson, gerðarbeiðandi íslandsbanki- FBA hf., mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30. Skeljagrandi 7, 50% ehl. í íbúð, merkt 0101, Reykjavík, þingl. eig. Hallfríður Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Búnað- arbanki Islands hf., mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Snorrabraut 50, 0301, 2ja herb. íbúð á 3. hæð t.v., Reykjavík, þingl. eig. Jóhann Kjartansson, gerðarbeiðandi Ibúðalána- sjóður, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30. Stangarhylur 4, 020103, atvinnuhúsnæði á 2 hæðum, 0103,67,6 frn 0203,63,9 fm, 020104, atvinnuhúsnæði á 2 hæðum, 0104,69,0 fm, 0204,63,9 fm, Reykjavík, þingl. eig. VGH ehf., gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf., höfuðst., mánu- daginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Starmýri 4, Reykjavík, þingl. eig. Þórey Björk Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30. Unufell 31,0401,4ra herb. íbúð, 92,2 fm, á 4. hæð t.v. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Einar Viðar Gunnlaugsson og Sigríður Þóra Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóður og Tollstjóraembættið, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30. Vesturberg 50, 0302, 82,2 fm íbúð á 3. hæð t.h. m.m., Reykjavík, þingl. eig. Auður Hreinsdóttir, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30. Vesturhús 6, 0001, 98,3 fm íbúð á neðri hæð m.m. og bflstæði við norðurhom lóð- ar, Reykjavík, þingl. eig. Daði Þór Ólafs- son, gerðarbeiðandi Ibúðalánasjóður, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 10.00. Viðarás 35a, Reykjavík, þingl. eig. Guð- jón Sigurðsson og Friðgerður Helga Guðnadóttir, gerðarbeiðendur Borgar- verkfræðingsembættið, Ibúðalánasjóður, Íslandsbanki-FBA hf. og Tollstjóraemb- ættið, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30. Viðarrimi 16, Reykjavík, þingl. eig. Haf- þór Svendsen, gerðarbeiðendur Samein- aði lífeyrissjóðurinn og Tollstjóraembætt- ið, mánudaginn 20. ágúst 2001, kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK llla fariö meö Jagland Thorbjörn Jag- land, utanríkisráð- herra Noregs, kvart- ar yfir smámuna- semi norskra fjöl- miðla sem gagnrýna hann í sífellu og gera úlfalda úr mýflugu. „Erlendis er ég með- höndlaður á allt annan máta en hér heirna," segir beygður ráðherrann. Leitaöi kynlífs á flugvelli Þýsk kona, sem hafði nokkrar stundir aflögu á alþjóðaflugvellinum í ísrael, vildi nota frítímann i að stunda kynlíf með ókunnugum. Hún var handtekin nakin eftir stutt gaman á bílastæði. Kókaínfundur viö Spán Spænska lögreglan náði haldi á 4,5 tonnum af hreinu kókaíni frá Ekvador í geymslu nærri Valencia í gær. Efnið hefði dugað í 40 milljónir skammta. Þetta var annar stóri kóka- ínfundurinn á tveimur dögum. Dollarinn hríöféll Bandaríkjadalur hríðféll á mörkuð- um gagnvart evru í gær þegar fjárfest- ar virtust glata trúnni á að bandarískt efnahagslíf hefðu náð að forðast kreppu. í gær hafði evra ekki verið jafn sterk gagnvart dollara síðan í mars. Drukknaöi í kattarskál 28 ára Nýsjálendingur drukknaði i vatnsskál heimUiskattarins þegar hann rann til á ís og fékk höfuðhögg. 4 sentímetra djúpt vatn var í skálinni, sem reyndist nóg tU að fylla fyrir munninn á rotuðum manninnum. Hjálp frá móöur jörö Indíánar í bóli- vísku Andesflöllun- um báðu tU móður jarðar um að hjálpa nýjum forseta Bólivíu, Jorge Quiroga, sem tók við embætti í síðustu viku. Miklar vonir eru bundnar við Quiroga og er honum lýst sem ungum og kraftmiklum. Elding drap Frakka Öflugur stormur, með miklum rign- ingum, reið yfir Frakkland í gær. Tveir menn létust í óveðrinu, annar þeirra fékk í sig eldingu. Evrópa efast um Bush Meirihluti Vestur- Evrópubúa er mót-1 fallinn utanríkis- stefnu George W. Bush Bandaríkjafor-1 seta og efast um getu hans til að höndla heimsmálin, sam-1 kvæmt nýrri könn- un. Forsetinn þykir einblina um of á bandaríska hagsmuni. Öflugasta tölva heimsins Bandarísk rannsóknarstofnun opin- beraði í gær öflugustu tölvu heimsins, sem líkja á eftir kjarnorkusprengingum. Tölvan er frá IBM og er jafnþung 17 filum. Arafat bætir ímynd Yasser Arafat Palestínuleiðtogi hitti embættismenn Arababandalags- ins 1 Kaíró i gær. Hann lofaði að eyða andvirði 100 milljóna króna í að bæta ímynd Palestínumanna í áróðurs- stríðinu gegn ísrael.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.